Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 9
II. Starfshættir og Ieiðir. Samvinnuhreyfmgin mótar starfshætti og velur leiðir i fullu samræmi við eðli sitt og tilgang. Verkefnin markast af breytilegum timum, þörfum og aðstæðum. Leiðir til lausnar skulu jafnan valdar í samræmi við anda samvinnustefnunnar. Eftirfarandi er til leiðsagnar við val verkefna og leiða: l.Sannvirði - jafnrétti Með samvinnustarfinu skal leitast við að skapa sannvirði vöru og þjónustu og jafnrétti í viðskiptum og félagslífi, og bæta þannig lífskjör, svo og að efla samhug og umburðarlyndi. 2. Höfuðmarkmið Samvinnufélögin eru opin öllum og þeim er stjómað eftir lýðræðislegum leiðum. Samvinnufólkið á það fjármagn sameiginlega sem félögin eiga og nota til viðskipta og þjónustu, eða til þess atvinnureksturs sem þau hafa með höndum. 3. Tækniframfarir Samvinnuhreyfingin vill stuðla að því að tækniframfarir verði til þess að auka almenna farsæld og velmegun, en leiði ekki til aukinnar misskiptingar lífsgæða eða atvinnuleysis. 4. Fjölskyldulíf Samvinnuhreyfingin vill að atvinnulíf sé skipulagt með það í huga að farsælt fjölskyldulíf geti þróast og aðlagast nýjum þjóðfélagsháttum og breyttri verkaskiptingu í þjóðfélaginu. 5. Náttúruauðlindir Samvinnuhreyfingin vill að gæði og auðæfi landsins séu notuð til að efla byggð og búsetu sem víðast til farsældar fbúum þess. Gætt verði þó ýtrustu varúðar við hagnýtingu náttúmauðlinda svo að landið sjálft, hreinleiki þess og fegurð, og tærleiki lofts oglagar, spillist ekki af mannavöldum. 6. Fjölþætt viðfangsefni Frá öndverðu hefur það verið meginverkefni samvinnu- félaganna að annast verslun og viðskipti framleiðenda og neytenda. Þetta tvíþætta verkefni, sem er séreinkenni íslensks samvinnustarfs, ber áfram að hafa i öndvegi. Jafnhliða hlýtur starfssvið að vikka, þjónustugreinum að fjölga og samvinnu- samtökin að sinna nýjum verkefnum i samvinnuanda á sviði atvinnulífsins með það markmið í huga, að bæta kjör og styrkja stöðu félagsmanna. 7. Samstarf við aðra aðila Samvinnuhreyfingin telur að rekstrarform samvinnu- félaganna, sem byggt er á Rochdale-reglunum, sé æski- legasta og farsælasta leiðin til lausnar á fjölmörgum við- fangsefnum. Til greina kemur þó samstarf við aðila sem utan við samvinnuhreyfinguna standa, t.d. í formi sam- eignarfélaga eða hlutafélaga. Á þetta einkum við um hin stærri viðfangsefni sem riki, sveitarfélög og önnur al- mannasamtök vinna að. Á það skal lögð áhersla að i því samstarfi séu virt grundvallarsjónarmið samvinnufélag- anna. 8. Önnur samvinnufélög Samvinnufélög um framleiðslu, iðnað og þjónustu, þar á meðal byggingarsamvinnufélög, eru mikilvægir þættir sam- vinnustarfs, sem samvinnuhreyfingunni i heild ber að efla. Þau vinna i senn að einstaklings- og fjölskylduhag félagsmanna, félagslegum jöfnuði og þjóðarhagsæld. Með slikum samvinnufélögum opnast nýjar leiðir i samvinnustarfi og félagslegu lýðræði. 9. Jöfn félagsleg réttíndi Samvinnufélögin leggja áherslu á að allir félagsmenn njóti sömu félagslegra réttinda og aðstöðu til að taka að sér trúnaðar- og forystustörf innan hreyfingarinnar. Æskilegt er að starfsmenn hennar séu félagsmenn. Samvinnuhreyfingin viðurkennir rétt starfsmanna til þess að hafa áhrif á vinnuaðstöðu sína, atvinnuöryggi, hollustuhætti og umhverfi. Hreyfingin telur eðljlegt að starfsmenn eigi þess kost að velja fulltrúa úr sínum hópi til að taka þátt í störfum stjórna félaganna. Hún hvetur til þess að starfsmenn eða samtök þeirra og samvinnufélögin vinni sameiginlega að lausn mála sem upp kunna að koma og varða kjör starfsmanna. Hún hvetur félagsmenn og starfsmenn til þess að vaka í hvi- vetna yfir velferð og viðgangi samvinnuhreyfingarinnar. 10. Samvínnumerkið Margar félagseiningar standa að heildarsamtökum sam- vinnumanna. Allar stefna þær að sameiginlegu marki og bera sömu höfuðeinkenni. Þær hafa almennt valið sér sérstakt tákn - samvinnumerkið - sem minnir á samstöðu þeirra og skyldleika. Samvinnumerkinu skal ávallt fullur sómi sýndur, og sé það ávallt trygging fyrir gæðavöru, góðum viðskiptaháttum og snyrtimennsku. 11. Fjármál Samvinnuhreyfingin vinnur að margvíslegum verkefnum. Til þess að mæta eðlilegri framkvæmdaþörf þarf að efla fjármálastofnanir þær sem samvinnuhreyfmgin á eða henni eru tengdar. Sérstök áhersla skal lögð á hlutverk þeirra innan samvinnuhreyfingarinnar. 12. Blönduð hreyfing Samvinnuhreyfingin er sameiginleg hreyfing framleiðenda og neytenda. Þó ber að hafa í huga, að allir félagsmenn hennar eru neytendur. Hún leggur áherslu á neytendafræðslu og vöruvöndun, og á samleið á því sviði með hverjum þeim félagsskap sem gætir hagsmuna neytenda. 13. Fræðslustarf Styrkur samvinnufélaganna byggist að verulegu leyti á þvi að félagsmönnum fjölgi og nýir félagar komi til starfa. Samvinnuhreyfingin telur nú sem fyrr höfuðnauðsyn á öflugu fræðslustarfi í þvi skyni að ná fram þeim efnahagslegu og félagslegu markmiðum sem hún hefur sett sér. Fræðslustarf hreyfingarinnar skal rækja með þeim hætti sem talinn er skila bestum árangri hverju sinni og tíðarandi kallar á. Það skal jöfnum höndum beinast að félagsmönnum, félagskjömum trúnaðarmönnum, starfsmönnum og almenningi. Sérstaka áherslu ber að leggja á alhliða menntun starfsrólks og þjálfun þess til samræmis við breytta tíma, tækniframfarir og aðstæður. 14. Samvinna við launþegasamtök Samvinnuhreyfingin er frjáls og óháð félagasamtök einstaklinga sem telja að samstaða og samstarf sé farsæl leið til lausnar margvíslegra mála. Verkefni samvinnufélaganna er að bæta efnahag og lífskjör félagsmanna sinna og efla almannaheill. Samvinnuhreyfingin á þvi samleið með samtökum launafólks og vill jafnan hafa gott samstarf við þau og önnur félagasamtök, sem vinna að sömu markmiðum. 15. Samvinnuhreyfingunni ekkert óviðkomandi. Samvinnuhreyfingin telur ekkert samfélagsverkefni sér óviðkomandi ef leysa má það með lýðræðislegum hætti og i anda grundvallarreglna samvinnumanna. tímamótum eftir Magnus Sveinsson frá Hvítsstöðum ■ Líklega er ekki rétt að kalla þessa grein á timamótum. Hafa ekki allar kynslóðir íslendinga verið á tímamótum í einhverri mynd allt frá upphafi byggðar í landinu? Ég ætla hér ekki að rekja sögu þjóðarinnar i þær ellefu aldir, sem búið hefur verið i þessu landi. Mig langar aðeins að minnast á nokkra þætti i fari íslendinga á siðustu árum. Það er ekki hægt að segja um íslendinga, að „þeir eigi eina sál“ eins og sagt hefur verið um Breta þegar hætta steðjar að. Litum á hag íslendinga á miðju ári 1982. Á fyrri hiuta þessa árs hafa aldrei verið fluttar inn jafnmargar bifreiðar á fjórum eða fimm mánuðum og einmitt nú. Á sama tima hefur verslun og almenn viðskipti verið með allra liflegasta móti. Þá hefur fólk úr öllum stéttum farið í langar utanlandsferðir. í fáum orðum sagt verður ekki annað séð, en að flestir geti veitt sér þá hluti, sem hugurinn girnist. En hvernig eru viðskiptin við útlönd eins og þau lita út i dag? Þessu er fljótsvarað. Stórkostleg- ur halli á allri utanrikisverslun, innflutn- ingur mun meiri en útflutningur, skuldasöfnun erlendis nálægt hættu- marki. Lengi hefur verið sagt um íslendinga, að þeir lifi um efni fram, en aldrei hefur það verið ljósara en í dag. Það er nefnilega alveg sama þó að þjóðartekjur minnki, þá eru flestir þeirrar skoðunar, að það komi málinu ekkert við, þeir eigi að lifa jafngóðu lífi eftir sem áður. Verkföll og aftur verkföli í fyrra, ef ég man rétt, gerðu læknar verkfall og gengu út úr sjúkrahúsum landsins, en raunar voru það ekki allir læknar, sem það gerðu. Neyðarþjónustu var haldið gangandi, eins og það er orðað, og læknar komu á fót einhverri þjónustu utan hinna venjulegu sjúkra- húsa. Læknar fengu kjarabót. f ein- hverju blaði stóð um þetta leyti, að læknar hefðu „stillt þeim mönnum, sem með fjármál Iækna - og sjúkrahúsa höfðu að gera - upp við vegg“ og hefði það dugað þeim í áðumefndri launa- deilu. Sagan endurtekur sig og mun svo verða um ókomnar aldir. í vor (’82) fóru hjúkrunarkonur, sem nú heita hjúkrunarfræðingar, i sams konar verkfall. Útkoman var sú sama og í fyrra dæminu. Enginn vildi láta fólk deyja svo hundruðum skipti. Ekki ætla ég að dæma neitt um það, hvort þessar stéttir áttu i raun og vem fullan rétt á þeirri launahækkun, sem þær fengu, miðað við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Þegar þetta er ritað, standa yfir skyndiverkföll, einn eða tveir dagar, og síðar meira af þvi tagi. Blöðin segja, að nú standi á iðnaðarmönnum, meisturum eða verktökum og öðrum viðsemjend- um á þvi sviði. Það er dálítið einkennilegt, að verktakar skuli vera viðsemjendur, en ekki þeir, sem mannvirkin eiga, rikið, bæjarfélög og einstaklingar. Hvers vegna hefur ekki veriö stofnað félag húsbyggjenda? Mönnum skal bent á það, að stofnað hefur verið kattavinafélag, hundavinafé- lag og svo framvegis. „Það er margt skrítið i kýrhausnum." f tæp fjömtíu ár, eða frá þvi að íslendingar stofnsettu sjálfstætt ríki, hafa margar ríkisstjórnir setið að völdum. Alltaf hefur sama sagan endurtekið sig, allar rikisstjómir hafa í munni margra reynst með öllu óhæfar. Þeim hefur verið kennt um allt: óáran i búfénaði, verðfall á útlendum mörkuð- um, jafnvel aflabrest og að sumar stéttir hafi ekki til hnifs og skeiðar og svo framvegis: „Ég ætia svo sannarlega að fella þessa rikisstjóm með minu at- kvæði,“ segja menn. Það er eins og menn haldi, að allt sé fengið með þvi að skipta um ríkisstjórn. Menn hafa nefnilega ekki reiknað með þvi, að í hálf brjáluðu þjóðfélagi verða allar ríkis- stjórnir meira eða minna máttlausar, það eru aðrir sem ráða. Það hafa alltaf verið til ofvitar á íslandi. Líklega hefur „Æri Tobbi“ verið ofviti og Sölvi Helgason. Svona menn eru enn til á íslandi. Menn, sem halda ræður á gatnamótum og berja sér á brjóst og þykjast allt vita, menn sem þykjast geta leitt auman lýð út úr eyðimörkinni. Það er fróðlegt að heyra ýmsa foringja ákveðinna hópa taka til máls: „Min stétt hefur dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og yfirborganir hjá mörgum em óskaplegar. Við verðum að fá leiðréttingu á þessu, og ef ekki tekst að semja við rétta aðila, þá verðum við að beita verkfallsvopninu." Finnst ykkur þetta ekki ágætur formáli að kröfugerð? Jú, sjálfsagt er þetta ágætur formáli að kröfugerð i þvi þjóðfélagi sem við búum við. Vitið þið, að ein mesta menningar- þjóð Norðurlanda, Finnar, eru í dag með 140 þús. landsmanna atvinnulausa, og fer sú tala stöðugt hækkandi. Þetta er nokkuð hærri tala en allir vinnufærir íslendingar. Þetta ástand er þvi miður framundan hjá okkur, ef viss öfl i þjóðfélaginu eiga að ráða ferðinni. Engin þjóð i Vestur-Evrópu hefur aðra eins verðbólgu og íslendingar. Vissir hópar hagnast á þessari verð- bólgu, en þjóðin í heild tapar á henni dag frá degi. Það má aldrei hreyfa neitt við vísitölunni, því að margir segja að allir launamenn tapi á því. Auðvitað þorir enginn að gera neitt, sem að gagni má koma. Það er einkenni margra að hugsa um eigin hag, en láta allt annað lönd og leið. Hvernig verður saga þeirra manna, sem nú láta mest í sér heyra, eftir tuttugu til þrjátíu ár? Mér er sagt að nú til dags kannist fáir unglingar við Jónas frá Hriflu, Tryggva Þórhallsson, Ólaf Thors og ýmsa fleiri, sem eru aðeins fyrir nokkru árum horfnir af okkar sjónar- sviði. Skyldi saga þeirra, sem nú eru mest áberandi, falla svona fljótt i gleymsku? Þessari spurningu er ekki auðvelt að svara, en líklegt er að svo muni fara. Eitt verða þó allir íslendingar að hafa í huga, að þeir, sem landið erfa mega ekki liða fyrir gerðir okkar um ókomna framtíð. Magnús Sveinsson frá Hvitsstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.