Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 23 JÚNÍ 1982. 16 Tþróttir Glæsilegur sigur P6I- verja áPerú Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Pólverjar höfðu algjöra yfirburði í leik sinum gegn Perúmönnum í gær-" kvöldi. Sigur þeirra, 5-1, var síst of stór miðað við gang leiksins. í fyrri hálfleik hreinlega óðu Pólverjarnir í færum, en þeim tókst ekki að nýta eitt einasta. Fyrsta mark leiksins komá 10. mínútu siðari hálfleiks, en það skoraði Smola- rek glæsilega. Síðan komu mörkin eins og á færibandi, Lató á 13. min, á 15. mínútu skoraði fyrirliðinn Pionek, fjórða markið skoraði Puncol á 25. minútu, var það mjög glæsilegt mark, skorað eftir gullfallegan samleik Puncol, Lato og Poniek. Á 32. mínútu skoraði varamaðurinn Cifoek fimmta mark Pólverjanna. Það var svo á þrítugustu og sjöundu mínútu sem Perúmenn náðu að skora, með marki La Rosa. Sem sagt sex mörk á tuttugu og sjö mínútna kafla. EM Sovét — Skotland í gærkvöldi: Skotarnir úr leik eftir jaf ntef li gegn Russum Jafntefli hjá Ung- verjum og Belgum Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Belgíumenn og Ungverjar gerðu jafntefli, eitt mark gegn einu, i leik þeirra i heimsmeistarakeppninni i gær- kvöldi. Staðan í hálfleik var eitt mark gegn einu Ungverjum í vil. Það var leikmaður númer 19, Warga sem skoraði. 1 siðari hálfleik náðu Belgarnir að jafna með glæsilegu marki sem var skorað eftir einleik Saulemanfs upp allan. völlinn. Þegar hann kom inn í vitateig andstæðinganna gaf hann á samherja númer 21 sem ekki var i vandræðum með að afgreiða knöttinn í netið. EM Frá Erik Mogensen fréttamanni Timans á Spáni: ► Skotar voru betri aðilinn i jafnteflis- leik þeirra gegn Sovétrikjunum (2-2) í gærkvöldi. í fyrri hálfleik hreinlega yfirspiluðu þeir Sovétmennina og náðu að skapa sérmjög hættuleg tækifæri. Vamarleikur þeirra var mjög sterkur og sóknin var einnig sannfærandi. Rússamir fundu sig ekki í fyrri hálfleiknum. Leikur þeirra var sundur- laus og nokkuð tilviljanakenndur. Ein- stöku sinnum sýndu þeir góða spilakafla en náðu aldrei að brjótast í gegnum geysisterka vöm Skotanna. í hálfleik var staðan eitt gegn engu fyrir Skota. Markið kom eftir slæm vamarmistök Rússanna. Jorda, leikmaður númer 15, komst einn innfyrir vítateig Rússanna og skoraði örugglega. Fleiri mörk vom ekki skoruð i fyrri hálfleik. Staðan eitt gegn engu fyrir Skota. í siðari hálfleik náðu Rússar að jafna leikinn og var þá jafnræði með liðunum' mest allan tímann. Á 14. mín jöfnuðu Rússar 1-1 með marki frá Chivazde, eftir mikið þóf á markteig Skotanna. Á fertugustu mínútu komust Rússam- ir yfir með marki Shergelia, leikmaður númer sjö. En það stóð ekki lengi þvi aðeins mínútu seinna jafná Skotamir aftur með marki Souness, staðan 2-2. Eftir þetta mark pressuðu Skotamir mjög stíft og gerðu allt til að komast yfir. Rússamir vom fastir fyrir, enda dugði þeim jafntefli til að komast áfram, en Skotamir þurftu vinning. í heild vom Skotarnir mun betri aðilinn í þessum leik og þykir þvi mörgum sárt að sjá eftir þeim heim. -EM. Frakkarnir kenna hitanum um tapið — eða illur ræðari kennir árinni Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Franskir blaðamenn hafa verið ósparir á gagnrýni á landsliðsþjálfara franska liðsins, Michel Hidalgo, fyrir að hafa ekki undirbúið leikmenn sína undir að leika i miklum hita, eins og raunin varð á gegn Englendingum á dögunum (34 gráður). En Hidalgo var fljótur að svara fyrir sig: „Hver gat séð það fyrir að í Bilbao, sem er einn kaldasti staðurinn á Spáni, myndi hitinn fara upp í 34 gráður?“ EM/IngH Með 150 kfló af hunangi í farteskinu 99 99 Tölvurnar rugluðust Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Sovéskar tölvur voru búnar að spá því fyrir HM, að Brassarnir myndu leggja Sovétmenn að velli 3-0 og að Belgar töpuðu fyrir Argentínumönnum 1-2. Nú hefur annað komið i Ijós og klóra sérfræðingar sovéskir sér nú ákaft og leita skýringa á „mannlegum" mistökum spátölva. Tuttugu og þrír miða- sölumenn handteknir Frá Erik Mogensen, fréttaritara Timans á Spáni: ■ 23 miðasölumenn voru handteknir fyrir skömmu utanvið Camp Nou-leik- vanginn í Barcelona, náungar af hinu skrautlegasta sauðahúsi. Þetta voru fyrstu fórnarlömb skipulagðrar herferð- ar lögreglunnar vegna HM. Starfsmenn- írnir voru að selja falsaða miða á uppsprengdu verði. Það varSpánverjum mikið fagnaðarefni í máli þessu að aðeins 2 okraranna/falsaranna voru spánskir. Þótti þarlendum þetta allt að þvi upphefð. EM/IngH Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Miljanic, þjálfari og einvaldur Júgó- slavneska liðsins, sagðist hafa í far- teski sinu 50 kg. af hunangi, sem leikmennirnir ættu að éta. Aðspurður hvort hunangið ætti að nota vegna ótta við að strákar fengju of litla næringu hjá spánskum, kvað Milli svo ekki vera. „Hunangið mitt er eingöngu til þess ætlað að draga úr kynkvöt strákanna meðan á keppninni stendur, enda er ekki auðvelt að fullnægja henni svona á staðnum...“ EM/IngH ■ Einn aðalburðarás franska liðsins, Dominique Rocheteau, er slasaður. Slasaður ■ Ein af skærustu stjömum franska landsliðsins, Dominique Rocheteau, hefur ekki fengið tækifæri til að skína það sem af er HM. Rokki snéri sig um ökkla fyrir skömmu og þrátt fyrir meðhöndlun sjúkraþjálfara og „hnykkj- ara“ hefur hann ekki náð sér á strik. Væntanlega verður hann kominn i slaginn á morgun gegn Tékkum. Kvörtun- arbreim frétta- snápa Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Vestur-þýsku blaðamennirnir hér hafa verið ósparir á gagnrýni á störf undirbúningsnefndar HM og hafa þar ekki sparað stóm orðin, sem eru óskiljanleg hinum venjulega, nákvæma og snyrtilega 9-5 borgara Vestur-Þýska- lands. Kvörtunarbreim fréttaritaranna er orðið að einu allsherjar spangóli. T.d. var nýlega sagt frá þvi að klósettpappír vantaði i höfuðstöðvar blaðamanna í Valencia og hin daglega barátta við „kerfið“ er slík að snápar gerast gráhærðir unnvörpum. Einn blaðamaður lýsti ástandinu þannig: „Þetta er eitt allsherjar „kaos“ með vingjarnlegu fólki." EM/IngH Ahrifa HM gætir víða Erik Mogensen, fréttaritari Timans á Spáni: ■ Þær fréttir bárust frá Lima i Perú, að Alexandro Choque, 49 ára gömlum pípulagningamanni, hafi ekki tekist að berja augum lokamínútur leiks Argen- tinu og Belgíu vegna þess að hann var barinn til óbóta af (fyrrum) vini sínum, Lauro Rausas. Ástæðan var sú að þeir félagarnir höfðu veðjað um úrslitin fyrir leikinn eða i upphafi drykkju mikillar sem leiknum fylgdi. Þegar Rausas sá fram á það að hann myndi tapa veðmálinu, réðst hann á vin sinn, barði hann til dauða, og hljópst á brott. Kauði hefur nú verið gómaður og fær væntanlega 728 aðgöngumiðar Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Skoti nokkur var handtekinn fyrir skömmu fyrir utan leikvanginn í Sevilla með 728 aðgöngumiða í sínum fórum. Við handtökqna lýsti starfsmaður þessi þvf yfir að hann vildi einungis sameina tvær helstu ástríður sínar, knattspymu og peningagræðgi. Þá fundust á kappanum 247 þúsund pesetar og 40 pund, sem voru ætlaðir til svartamarkaðsbrasks. EM/IngH Jevgerii Rogov P')*cr0 makleg málagjöld. EM/IngH Þegar „dýrðin” blasti vid... Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni. ■ Hópur fylgismanna skoska landsliðs- ins tók það til bragðs í hitanum á Malaga að bregða sér i bað í gosbrunni nokkrum heljarmiklum og vakti tiltækið nokkra forvitni fjölmiðla hér. Aðrir, klæddir í hið margumtalaða Skotapils, tóku upp þann hressilega sið, að sýna vegfarend- um, sem leið áttu hjá, að þeir notuðu ekki undirföt. Fengu nokkrir vegfarend- anna hland fyrir hjartað er „dýrðin“ blasti við. EM/IngH ■ Þjálfari landsliðs Alsír, liðsins sem einna mest hefur komið á óvart i HM, er Sovétmaðurinn Rogov. Hann hefur staðið í mikilli baráttu við knattspyrnu- samband Alsír vegna vals á landslið- inu, hvort „útlendingar“ skyldu vera með eða ekki. Rogov var um árabii einn af þekktustu þjálfurum Sovétríkjanna og þjálfaði hann Lokomotiv frá Moskvu áður en hann hélt til Alsír árið 1978. Þá þótti hann snjall framlinumaður í fótboltanum og var fjölda ára fyrirliði Lokomotiv-liðsins. -IngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.