Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Mikið úrval Séndum um land allt Kaupum n ýlGffR* Opid virka daga bíla til niðurrifs ® 19 '1^auífar Sími (91) 7 - 75-51, (91) 7 - 80-30. daga 10 16 HEDD HF. SkcS 20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir ÁrmiUa 24 Sfmi 36510 fc. Ik „HMNGSKONURIATA SÉR ANNT UM FÖSTURBARNH) segir Víkingur H. Arnórsson yfirlæknir ■ „Það var Kvenfclagið Hringurinn, sem kvað uppúr um að þörf væri fyrir barnaspilala i kringum eða laust eftir 1940,“ sagði prófessor Vikingur H. Amórsson yfiriæknir á Baraaspitala Hringsins, þegar blaðamaður rabbaði við hann um stund í tilefni af 25 ára afmæli spitalans. „Mér þótti áhugavert hvernig tildrögin að þessu voru og ég gluggaði í fundargerðarbæk- ur frá þeim tíma til að kynna mér það. Þar sá ég samþykkt frá 1942, þar sem tekið er fram að málum berklaveikra verði sinnt eftirleiðis sem hingað til, en frá þeim tima verði farið að safna fé, til þess að reisa barnaspitala.“ Og Víkingur útskýrði að fram að þessu hefðu Hringskonur látið mál berklasjúkra mest til sín taka. Síðan hélt hann frásögninni áfram: „Eftir þetta fóru Hringskonurnar að safna, eftir ýmsum leiðum, og hafa verið að safna siðan. Um leið og þær söfnuðu fé á fyrstu árunum fóru þær að huga að hvernig hægt væri að reisa barnaspitala. Þær leituðu fyrir sér eftir lóð við Landspitalann og einnig kom til greina að kaupa hús og breyta þvi i spitala. Þetta gekk þó ekki né rak, þrátt fyrir viðtöl við ýmsa ráðamenn, og sjóðir þeirra jukust ekki að verðgildi, þrátt fyrir framhaldandi söfnun, vegna mikillar verðbólgu á þeim árum. En þegar kemur fram yfir 1950, er gert samkomuleg við byggingastjórn Landspítal- ans um að taka við byggingasjóði Hringsins, gegn því að barnadeild fái inni i nýbygg- ingum, sem þá voru á döfinni og voru þá komnar á rekspöl. Þá var ekki frekar cn nú, til fé i rikiskassanum, en þeir scm fyrir þessu stóðu vissu um sjóð Hringskvenna og fengu með þessu samkomulagi fé til að hefja framkvæmdir fyrir. Barnadeildin var svo opnuð 19. júni 1957 í húsnæði sem losnaði i gamla húsinu, en flutti 1965 i það húsnæði, sem hann er [ nú. Þá tvöfaldaðist rúmafjöldinn, úr 29 i 58. Þá fékk deildin nafnið Barnaspitali Hringsins, i virðingarskyni við Hringskonur. Hann er þó eftir sem áður deild úr ríkisspitölunum, en ekki eins og ýmsir halda, rekinn af Hringnum. Hringskonur hafa samt alltaf verið reiðubúnar að hlaupa undir bagga þegar okkur hefur vantað eitthvað, sem spitala- stjórnin hefur ekki getað séð fyrir. Það eru miklir fjármunir, sem þær hafa lagt fram og við eigum þar öruggan bakhjarl og þær láta sér mjög annt um þetta fósturbam sitt. Þvi er ekki að leyna að rikissjóður gæti gengið á þetta lag, en ég vil láta ríkið leggja fram það sem þvi ber, en nýta féð frá Hringnum til að fá það sem gerir spitalann enn betri, þótt það sé kannski ekki strangt tekið nauðsynlegt. Húsnæði spítalans er ekki hannað eftir þörfum, sem skapast af aldri sjúklinganna okkar, svo sem vegna leikaðstöðu, útivistar og aðstöðu fyrir foreldra. Þess vegna hef ég oft hreyft því við forráðamenn að þörf væri á að gera ráð fyrir nýjum barnaspitala í þeim dropar ■ Á efri myndinni er starfsstúlka að mata einn sjúklinganna en á neðri er yfirlæknirinn, Víkingur H. Amórsson, ásamt nokkrum Hringskonum við lyfjablöndunarskáp, sem Hringurinn gaf i tilefni afmælisins. Tímamyndir Guðjón byggingum, sem eiga að risa á lóðinni í framtiðinni, og hann verði þá sérstaklega hannaður fyrir börn. Enn hefur mér þó ekki orðið ágengt hjá stjórnmálamönnum, sem ákvarðanirnar taka, að öðru en þvi að það er viðurkennd þörfin fyrir það. Hringskonurnar hafa sýnt þessu mikinn áhuga og ég hef stundum sagt við þær í gamni og alvöru að svo kunni að fara að við verðum að leita á náðir þeirra enn á ný,“ sagði yfirlæknirinn á Bamaspitala Hringsins, Vikingur H. Amórsson. jy MIÐVIKUDAGUR 23 JUNI fréttir Lögreglumenn í Eyjum segja upp störfum - nái kröfur þeirra ekki fram að ganga ■ Níu af ellefu lögreglu- mönnum i Vestmannaeyj- um hafa samþykkt að segja upp störfum sínum ef kröfur þeirra ná ekki fram að ganga í komandi sér- kjarasamningum. Að sögn Geirjóns Þóris- sonar, formanns Félags lögreglumanna í Vestmannaeyjum, er þetta i samræmi við fram komn- ar hugmyndir Landssam- bands lögreglumanna í launamálum. Sagði hann, að ef ekki fengist leiðrétt- ing á kjörum lögreglu- manna eftir eðlilegum leið- um, þá neyddust þeir til að grípa til þess neyðarúr- ræðis sem fjöldauppsagnir eru. -Sjó. Olíudrulla á Nýbýlavegi: Olli þriggja bíla árekstri ■ Þriggja bíla árekstur varð i Kópavoginum, á Nýbýlaveginum skammt vestan Hjallabrekku, á átjánda tímanum i gær. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi, óku bílamir þrír allir í sömu átt, sá fremsti stöðvaði skyndi- lega og náðu þeir sem fyrir aftan vora ekki að stöðva í tæka tíð vegna oliudrullu sem var á götunni af einhverjum orsökum. Bilamir skemmdust allir en enginn mikið. Sjó. Hjólreiðamaður fyr- ir bifreið ■ Sextán ára hjólreiða- maður var fluttur á slysa- deild eftir að hann varð fyrir bil á reiðhjóli sínu á Skemmuvegi, móts við hús númer 7, á átjánda tíman- um í gær. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi slasaðist hjól- reiðamaðurinn ekki alvar- lega. -Sjó. Skemmti — legheit á SÍS-fundi ■ Sjálfur Tíminn sagði í gær frá eftirfarandi skemmtileg- heitum á hátiðarfundi Sam- bandsins, sem haldinn var að Laugum um siðustu helgi: „I máli sínu sagði Andrés að hann væri á móti því að semja nýjar trúarjátningar, Roch- dale-reglumar hefðu dugað hingað t0. Hann gerði einnig minniháttar athugasemdir við málnotkunina á sumum stöð- um i stefnuskránni, eins og til dæmis grein 11.12 þar sem segir að allir samvinnumenn séu neytendur. Fannst honum óþarfi að taka þetta fram og sagði að hann vissi dæmi um einn mann fyrir vestan sem hefði verið meðlimur í hreyf- ingunni i eitt ár eftir að hann lést.. „Er þetta kannski dæmi um manninn innan Sambands- ins sem er ekki neytandi“?..“ Jón ranglegi kominn í málið ■ I frétt í blaði i gær undir fyrirsögninni: „Stormsveit Stcingrims“ getur að lita þessa setningu: „En þá hafði verið skýrt frá skipan ótilgreinds starfshóps i málið, samkvæmt orðum Jóns ranglega“. Við viljum fá upplýst hver þessi lón ranglegi er, sem farinn er að hafa afskipti af togaraútgerð i landinu. Frystikistur og fótbolti ■ Guðmundur Þ.B. Ólafs- son skrifar skelegga grein i DV í gær um þá ósvinnu að við mörlandar fáum ekki beinar útsendingar frá heims- meistarakeppninni í knatt- spyrnu eins og allar aðrar Evrópuþjóðir, ef Albanir eru frátaldir. Guðmundur sagði meðal annars: „Það er ekki verjandi að nýta ekki þá möguleika sem fyrir hendi eru varðandi mót- töku á sjónvarpsefni og sýna það beint, eftir allt það fjármagn sem almenningur er og kemur til með að greiða fyrir þessa hluti. Þetta fer að likjast lúxusnum hjá mannin- um sem keypti sér frystikist- una, einungis til þess að geta sagt að hann ætti eina slíka, siðan notaði kappinn kistuna undir skótau frammi í gangi, án þess að kistan væri i gangi.“ Krummi... heyrir að nú keppist menn um það i Karphúsinu hvor aðilinn geti boðið meiri verðbóta- skerðingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.