Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 3
fréttir Slitnað upp úr samningaviðræðunum: „VINNUVEITENDASAMBANDID GENGUR A BAK FYRRI ORDA” — segja samningamenn ASI ■ „Þvert á móti teldum við okkur þá fyrst vera að afsala okkur samningsrétti ef við settum í gang það sjálfvirka kauplækkunarkerfi sem þeir krefjast, auk þess sem við værum þá að ákveða það að við hugsanlegum efnahagsvanda væru aðeins til ein viðbrögð, þ.e. kauplækkun, en allar aðrar leiðir væru afskrifaðar. Mér finnst augljóst að verkalýðshreyfingin gæti aldrei gert það“, sagði Ásmundur Stefánsson. En borin voru undir hann ummæli Þorsteins Pálssonar um að með því að vilja fremur að stjómvöld ákveði vísitöluskerðingu en að semja um hana sé ASÍ að afsala sér samningsrétti. Að sögn Ásmundar varð ASÍ við þeirri ósk sáttasemjara hinn 16. júní s.l. að fresta boðuðum verkföllum með þeim skilningi að verið væri að stefna að samningi sem tryggði kaupmátt ársins 1981. í samræmi við það gerði viðræðu- nefnd ASÍ grein fyrir hugmyndum sínum á samningafundi, að þvi er fram kemur í yfirlýsingu frá henni í gær. En þvi hafi VSÍ - þvert ofan í fyrri yfirlýsingar - svarað með tillögu um verulega kaupmáttarskerðingu. Miðað við tillögu VSÍ gæti endanleg niðurstaða orðið sínu verri en óbreyttir samningar þrátt fyrir núverandi skerðingarákvæði vísitölunnar. Með þvi að halda fast við þessar tillögur sínar hafi VSÍ gengið á bak fyrri orða. Steypubíll ók á fólksbfl ■ Fólksbíll og steypubill lentu í allhörðum árekstri á Kringlumýrar- brautinni, rétt sunnan við Nesti i Fossvogi laust eftir hádegið í gær. Steypubíllinn lenti aftan á fólksbíln- um. Við höggið tognaði ökumaður fólksbílsins á hálsi, og var hann fluttur á slysadeild. Lítið sá á steypubílnum, en hins vegar skemmdist fólksbíllinn talsvert og þurfti að flytja hann af slysstað með kranabil. -Sjó. „Budum 3% kaupmáttar- aukningu l.september” — segir Þorsteinn Pálsson ■ „Það sem skilur á milli, að undan- skildum ágreiningnum um vísitöluna, er svona um 1% i kaupmætti“, sagði Þorsteinn Pálsson í gærkvöldi eftir að samningaviðræðurnar voru sprungnar. „Við lögðum fram tilboð um helgina sem fól i sér 3% aukningu kaupmáttar 1. sept. n.k. miðað við meðaltal s.l. ár. Enn fremur fól það í sér tryggingu miðað við svipaðar efnahagsforsendur og þá voru, að kaupmáttur héldist nokkurn- veginn óbreyttur fram til 1. sept. 1983. Eftir nýjar upplýsingar Þjóðhagsstofn- unar settum við jafnframt fyrirvara varðandi útreikning visitölunnar 1. des. n.k. og 1. mars 1983, að gengi sá mikli aflasamdráttur yfir sem útlit er fyrir þá kæmi hann til frádráttar vísitölunni samkvæmt ákveðnum reglum. Slíkur frádráttur hefði þó alltaf verið heldur minni en sem nemur minnkun þjóðar- tekna á mann, þannig að fyrirtækin hefðu tekið á sig stærri hluta en launþegarnir," sagði Þorsteinn. Tilboð það sem VSÍ gerði um almennar kauphækkanir hljóðar upp á 6% við undirritun að mati VSÍ, þar af 3,5% grunnlaunahækkun, og 2,25% vegna starfsaldurshækkana. Þá er boðið upp á eins launaflokks hækkun allra 1. mars 1983 og starfsaldurshækkanir metnar á 1,2% 1. júni 1983, eða samtals 9,6% á samningstímanum. Jafnframt hefur VSÍ sent frá sér útreiknað dæmi um þróun kaupmáttar, samkvæmt óbreyttum samningum, samkvæmt hug- mynd ASÍ 20. júní og samkvæmt tilboði VSÍ 21. júni s.l. og sjást þeir á töflunni hér að neðan: - HEI ■ „Ég er vanur að byrja á þessum tíma og fer oft mjög vel út úr þvi,“ sagði Ragnar Guðlaugsson bóndi á Guðnastöðum i A-Landeyjum í viðtali við Timann, en hann h5f slátt á mánudaginn var, eða bar út, eins og það var kallað í gamla daga. Ragnar sagðist oft byrja á að heyja í súrhey, en í þetta sinn ætlar hann að þurrka, enda er brakandi þurrkur núna og gott að nýta hann. „Ef tíðin verður góð,“ sagði Ragn- ar, „get ég búist við að verða búinn að heyja um 20. júli og þá get ég farið i sumarfri, eins og aðrir menn.“ ■ Þessa dagana er brakandi þurrkur, og þeir sem eru byrjaðir að slá þurrka heyið frekar en að setja það í súrhey. Myndin SV er tekin á Guðnastöðum i A-Landeyjum, þar sem Ragnar bóndi er að búa sig undir að snúa heyinu. Tímamynd: Guðrún Það var mikið um að vera hjá Datsun-umboð- inu Ingvari Helgasyni nú síðustu dagana, en þá var verið að afhenda Datsun Sunny bíla, sem eru fyrstu 100 Datsun bifreiðarnar, sem fluttar eru beint frá framleiðslulandinu og veldur það stórlækkun á bílunum. Þessir bílar, sem mundu flokkast undir meðalstóra bíla kosta aðeins kr. 97.000 með ryðvörn og má segja að þeir sem fengu, hafi hlotið nokkurskonar happdrættisvinning. í framhaldi af þessu verða fjölmargar gerðir Datsun bifreiða fluttar inn beint frá Japan og mun verð þeirra lækka verulega við það. Þau rök VSÍ fyrir nýjum skerðingar- öflum, að síðan hafi komið út ný spá frá Þjóðhagsstofnun taldi Ásmundur ekki Þrennt á slysadeild eftir hörku- árekstur ■ Þrennt var flutt á slysadeild eftir hörkuárekstur sem varð rétt vestan við Hamraborgarbrúna i Kópavogi á nítjánda tímanum i gær. Áreksturinn vildi til með þeim hætti að bilarnir óku hvor á móti öðrum, i austur og vestur, á talsverðri ferð. Báðir eru bilamir mikið skemmdir og þurfti að flytja þá af vettvangi með kranabíl. Fólkið er ekki alvarlega slasað. -Sjó. mjög sannfærandi þar sem sú spá sé að Þjóðhagsstofnun. Spáin geti því ekki með Vinnumálasambandinu sem hald- verulegu leyti byggð á upplýsingum sem hafa komið þeim verulega á óvart. innverðuraðósk ASÍ kl.9.30núídag. sumir þeirra VSÍ manna hafi veitt Næsta skrefið sagði Ásmundur fund - HEI Heyskapur hafinn í Landeyjum Fyrstu Datsun bílarnir beint frá Jauan afhentir. Óbreyttir HugmyndASÍ Tilboð VSÍ samningar 20/61982 21/61982 Meðaltalársinsl981 100.00 100.00 100.00 1. júní1982 102.6 102.6 102.6 l.septemberl982 101.1 104.3 103.2 l.desember 99.9 102.9 101.4 1. mars 1983 98.9 103.8 102.3 1. júní 97.8 103.6 101.8 l.septemberl983 96.8 102.4 100.3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.