Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 24 JÚNÍ 1982 Kosningaslagurinn heldur áfram um næstu helgi: 771HREPPSNEFND- ARFULLTRIÍIKOSINN ■ „Þótt það sé litill hávaði i kring um þessar kosningar, og ekkert kosninga- útvarp eða sh'kt, þa verður nú á laugardaginn engu að siður kosinn 771 hreppsnefndarfulltrúLi, eða 65% af sveitarstjórnarmönnum landsins (AUs 415 voru kosnir 22. maí). Þetta er þvi á vissan hátt aðal kosningadagurinn, þjóðlegustu kosningarnar og nokkur hátíðisdagur í sveitunum“, sagði Unnar Stefánsson hjá Sambandi isl. sveitarfé- laga er Timinn leitaði upplýsinga um kosningarnar sem fram eiga að fara i samtals 165 hreppum núna n.k. laugar- dag. Raunar verður þó í mesta lagi kosið i 163 hreppum þvi þegar er sjálfkjörið í tveim. í Bessastaðahreppi kom aðeins fram einn listi, sem varð þvi sjálfkjörinn og sömuleiðis í Staðarsveit á Snæfells- ■ Danska sjónvarpið hefur nú keypt sýningarréttinn á myndinni „Jón Oddur og Jón Bjarni" og er sýning hennar áætluð í Danmörku þann 6. ágúst nk. Samningar standa nú yfir við sjón- varpsstöðvar á hinum Norðurlöndunum og við aðila i Vestur-Þýskalandi um kaup á myndinni. Kvikmyndin, Jón Oddur og Jón Bjarni, hefur verið valin ein af ellefu kvikmyndum, sem sýndar verða á nesi, en Unnar tók fram að þar er kærufrestur ekki liðinn enn. Af 5 væntanlegum hreppsnefndarmönnum i Staðarsveit eru tvær konur, þar af önnur í efsta sæti listans. Verður hún þvi væntanlegur oddviti hreppsnefndar, en það er Kristin Thorlacius, sem jafnframt er prestsfrú á staðnum. Hugsanlega verður sjálfkjörið víðar þótt ekki sé kunnugt um það enn. Þótt margir verði nú kosnir eru hlutfalislega fáir á kjörskrá i þessum 165 hreppum eða alls tæplega 15.000 manns, að jafnaði þá um 90 í hverjum hreppi. Kjörnir hreppsnefndarmenn verða því um 5% af þeim sem eru á kjörskrá. Þessar kosningar hljóta lika að teljast afar lýðræðislegar þar sem allir kjör- gengir menn eru i kjöri i allflestum þessara hreppa. Ekki er þó efamál að þeir sem setið hafa áður í hreppsnefnd virtustu kvikmyndahátíð barnamynda i Evrópu, sem haldin verður í Frankfurt, dagana 7.-17. september á þessu ári. Þá hefur myndin einnig verið valin til sýninga á IV. Norrænu barna- og unglingahátiðinni i Hanaholmen, Finn- landi, á 12. alþjóðlegu barna- og unglingamyndahátiðinni i Giffoni, Ítalíu og 1. alþjóðlegu barna- og unglingamyndahátiðinni i Vancouver, Canada. hafa verulegt forskot umfram aðra hvað það varðar að ná kjöri á ný. Er þvi t.d. talið vafamál að konum i hreppsnefnd- um fjölgi hlutfallslega eins mikið í þessum kosningum og gerðist i bæjar- stjórnarkosningunum 22. mai s.l. Það er þó aldrei að vita. T.d. eru viða mjög virk kvenfélög i sveitum landsins sem Unnar taldi, aðspurður, ekkert vafamál að gætu haft mikil áhrif ef þau beittu sér i þvi efni. Að sögn Unnars var honum í gær kunnugt um 21 hrepp þar sem listakosn- ingar verða við hafðar: Kjalarneshreppur: D-listi sjálfstæðis- manna, H-listi óháðra borgara, S-listi samstöðu (eins og í Póllandi) ogl-listi frjálslyndra. Laxárdalshreppur í Dalasýslu (Búðar- dalur): B-listi framsóknarmanna, D-listi sjálfstæðismanna og G-listi Alþýðu- bandalags. Barðastranóarhreppur: H-listi, I-listi, J-listi og K-listi Mýrahreppur V-ísafjarðarsýslu: J-listi framfarasinna og Z-listi áhuga- manna um framtíð Mýrahrepps. Ytri-Torfustaðahreppur V-Hún.: H- listi framfarasinnaðra og L-listi. Sveinsstaðahreppur: I-listi framsókn- armanna og óháðra og H-listi sjálfstæðis- manna. Svinavatnshreppur: H-listi og J-listi, báðir ópólitískir. Lýtingsstaðahreppur Skag.: K-listi framsóknarmanna og L-listi óháðra. (Liklegt er að Blöndumál blandist inn i kosningarnar i hreppum á þessum slóðum.) Akrahreppur Skag.: B-Iisti framsókn- armanna og H-listi óháðra. Hrafnagilshreppur Eyjaf.: Listi launa- manna í hreppnum og listi fráfarandi hreppsnefndar. Ljósavatnshreppur Þing.: Tveir listar i kjöri. Skútustaðahreppur Þing.: K-listi og L-listi. Vopnafjarðarhreppur: B-listi Fram- sóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og G-listi Alþýðubandalags. Eiðahreppur S-Múl.: H-listi lýðræðis- sinna, K-listi framfarasinnaðra kjósenda og R-listi óháðra. Norðfjaröarhreppur: Þar er nú lista- kosning í fyrsta sinn i 40 ár, H-listi umbótasinnaðra og O-listi óháðra. (Þessi endurvakti O-listi mun fyrst og fremst skipaður ungum mönnum) Fáskrúðsfjarðarhreppur: H-listi Frið- riks Steinssonar og S-listi framfara og lýðræðissinnaðra kjósenda. Dyrhólahreppur V-Skaft.: H-listi vinstri manna og D-listi sjálfstæðis- manna. Vestur-Landeyjar: (Hreppurinn hans Eggerts) H-listi og K-listi. Rangárvallahreppur (Hella): J-listi frjálslyndra kjósenda og E-listi sjálf- stæðismanna. Hraungerðishreppur Árn.: D-listi sjálfstæðismanna og H-listi Stefáns Guðmundssonar og fleiri. Grímsneshreppur: H-listi frjálslyndra (öðru nafni Fossalistinn, Sog), I-listi óháðra og J-listi framfarasinnaðra. - HEI ■ Atríði úr mvndinni Jón Oddur og Jón Bjami Danska sjónvarpið: Kaupir MJón Odd og Jón Bjarna” 5 VERSUJNARMIÐSTOÐ Miðvangi 41 Dráttarvél Óska eftir gamaili dráttarvél. Upplýsingar í síma 94-7279, eftir kl. 19.00. Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Rangæings verður haldinn föstudaginn 9. júli n.k. kl. 21. í Verkalýðshúsinu Hellu. Dagskrá skv. félagslögum. Stjórnin. Lokað á laugardögum í sumar Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök íslands vilja vekja athygli á að skv. kjarasamningum milli aðila þá verða verslanir lokaðar á laugardögum í sumar frá 20. júní til ágústloka. Gerið því innkaupin tímalega. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kaupmannasamtök íslands Hagamel 4 Marargötu 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.