Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 9
9 FIMMTUDAGUR 24.JÚNÍ 1982 0í?öÍtWI- Ungmennafélögunum hefur tekist að aðlagast nýjum tíma, ekki með því að kvika á nokkurn hátt frá markmiðum sínum eða hugsjón- um, heldur með endurskipulagn- ingu á vinnubrögðum og starfshátt- um. verður hjólað hringinn i kringum landið á nokkrum reiðhjólum, og þess vænst að heimamenn á hverjum stað sláist í hópinn og fylgi honum um stund. Verkefni sem þetta verða alltaf á dagskrá hjá ungmennafélögum landsins, meðan þau hvika ekki frá kjörorðinu fslandi allt. Erlend samskipti Erlend samskipti hafa vaxið mikið á undanförnum árum og eru tvö stór verkefni framundan á því sviði auk annarra smærri. 11.-21. júlí verður haldin í umsjá UMFÍ svokölluð Norræn ungmennavika, en hún er haldin til skiptis á Norðurlöndunum. Um 100 ungmenni, 20 frá hverju landi taka jafnan þátt í ungmennavikunni og verður svo einnig nú. Vikan er skipulögð sem samblanda af kynningu fræðslu og ýmsum þáttum til skemmtun- ar. Aldur þátttakenda er yfirleitt frá 17 ára til þrítugs. Viðfangsefni ungmenna- vikunnar ’82 eru: þjóðdansar, þjóðlög, föndur, iþróttir, sérstakur daglestur, kynningar þáttur um ísland, skoðunar- ferðir og umræður um orkubúskap fslendinga o.m.fl. Hin glæsilega íþrótta- miðstöð á Selfossi hýsir ungmennavik- una að þessu sinni. 17. júli til 1. ágúst dvelja hér í boði UMFÍ um 40 danskir frjálsíþróttamenn og er heimsókn þeirra liður í samskipt- um UMFÍ og AAG, en AAG eru samtök um 100 ungmennafélaga i Árósaamti á Jótlandi. Þessi samskipti hafa staðið siðan 1971 og taka Danirnir t.d. jafnan við keppnishópum frá UMFÍ að loknum Landsmótum og einnig er í gangi sérstök Bikarkeppni i frjálsum iþróttum milli UMFÍ og AAG. Danirnir munu dvelja i Kópavogi fyrstu 5 daga heimsóknarinnar og þar fer bikarkeppnin fram, en siðan verður haldið vestur á Snæfellsnes, og keppt þar á mótum farið i skoðunarferðir og fleira. Útivistarsvæði UMFÍ Þrastaskógur og Þrastalundur eru í eigu UMFÍ og þar er stöðugt unnið að því að bæta aðstöðu og fegra umhverfið og verður gert sérstakt átak i þeim málum i sumar. Þrastaskógur er ein fegursta gróður- perla landsins og það er sannarlega þess virði að leggja þangað ieið sína á fögrum sumardegi og fá sér göngutúr um skóginn. Saga UMFÍ Saga UMFÍ, er nú í ritun og standa vonir til að hún komi út á seinnihluta ársins, enda er ritun sögunnar og útgáfa eitt af þeim verkefnum sem tilheyra afmælisárinu. Gunnar Kristjánsson kennari á Selfossi sér um ritun verksins. Næsta Landsmót 18. Landsmót UMFÍ verður haldið 1984 og er undirbúningur þess að sjálfsögðu þegar hafmn, Ungmennafé- lag Njarðvikur og Ungmennafélag Keflavikur munu annast framkvæmd mótsins og er þetta í fyrsta sinn sem landsmót er haldið á Suðurnesjum, en þar er á margan hátt hin ákjósanlegasta aðstaða og öflugt ungmennafélagsstarf. Sambandsráðsfundur UMFÍ sem haldinn verður í haust mun fjalla um framkvæmd mótsins og leggja helstu línur um það sem þar fer fram. Að loknum Sambandsráðsfundi verður efnt til afmælishófs þar sem vinum og velunnurum verður boðið til fagnaðar i tilefni af 75 ára afmæli UMFÍ. Auk þessara fáu punkta sem hér hefur verið drepið á i starfi heildarsamtakanna í sumar fer að sjálfsögðu fram annað starf, miklu þýðingarmeira, en það er alh starf hinna 200 aðildarfélaga og 18 Héraðssambanda UMFI um allt land en félagsmenn um síðustu áramót voru rúmlega 25 þúsund talsins og óhætt mun að fullyrða að starf ungmennafélaganna i landinu hefur aldrei verið meira eða fjölbreyttara en einmitt nú siðustu árin. Höldum vöku okkar Ég vil hvetja alla íslendinga til að standa vörð um ungmennafélögin, þau eru heppilegur vettvangur til að sameina ungt fólk til hollra tómstundastarfa og þau eru að minu mati nauðsynleg i hverju byggðalagi. Á timum þegar aukin notkun vimugjafa, kröfugerð og neyslukapphlaup eru meðal helstu umræðuefna í þjóðfélaginu þá er vissulega þörf á að efla hugsjónafélög ungs fólks og vandséð að öflugra viðnám verði veitt á öðrum vettvangi. Mann- ræktarstarf undir kjörorðinu Ræktun lands og lýðs, hefur alltaf verið eitt aðalmarkmið ungmennafélaganna bæði hér og í öðrum löndum, og við skulum ekki fljóta sofandi að feigðarósi í þeirri villutrú að nú á tímum sé minni ástæða til að sinna þessu verkefni en áður. Sig. Geirdal. merkasti atburðurinn verði vafalaust að teljast frumflutningur Silkitrommu Atla Heimis Sveinssonar. Textaþýðingar En aftur til óperu-arianna. Tónleika- skránni fylgdi lausleg endursögn á texta aríanna, sem jók mjög gildi tónleik- anna. Einn kaflinn, sem Boris Christoff og Fílharmónia fluttu, lýsir því þegar rússneski bóndinn Sussanin leiðir inn- rásarher Pólverja (kórinn) út i vegleys- ur, mýrar og skógarþykkni. Það er frost og fárviðri og Pólverjar eru við það að örmagnast og gruna nú Sussanin um græsku. Þeir syngja: „Snjóstormurinn er okkur kunnur óvinur. Hvernig getum við varizt? Hvar getum við falizt? Án tilgangs lemur stormurinn skóginn. Frjálslega hlykkjast slöngurnar og koma hljóðlaust. Alltaf sama kyrrðin, endalaus skógur. O.s.frv." Þekkjandi nokkuð til lifsmáta slöngunn- ar grunar mig að hún eigi ekki erindi í frosin og skógivaxin fen Rússlands um hávetur, og að hér hafi orðið skemmtileg mistök í þýðingu, þar sem sjálfstraust þýðandans var meira en kunnáttan. Um þetta eru mörg dásamleg dæmi í siðari tima bókmenntum vorum - ég minni t.d. á fræga þýðingu Túskildingsóperu Brechts, þar sem setningin „Die Mauern fallen hin“ (múrarnir falla) var þýdd þannig: Márarnir ganga á land. Éða Sporvagninn gimd eftir Williams í Þjóðleikhúsinu þegar Erlingur Gíslason sezt að spilum og hrópar á kellu sina: Komdu með bjórinn og frönsku kartöfl- urnar (Bring us the beer and the chips - sem þýðir spilapeningar en ekki franskar). En fegurst af öllum var þó endursögn Tónlistarfélagsins á Garðyrkjumanni Mörikes í tónleikaskrá þýzks kórs, Der Niedersá'chsische Singkreis, sem hér söng fyrir fáum árum. Fyrsta erindið í Der Gártner er þannig: „Auf ihrem Leibrösslein, So weiss wie der Schnee, Die schönste Prinzessin Reitet durch die Allee.“ bessaleyfi að birta þýðingu hans á Garðyrkjumanni Mörikes, (Feder þýðir bæði penni og fjörður):, Við einteyming á sinni uppáhaldsrós með penna í hatti kom prinsessa í ljós. Á stíg milli trjánna er tindrar sem mjöll lék þyrnirós mjallhvít við þornin sín öll Mun prúðari værirðu en prinsessa á baun ef plokka ég mætti einn penna á laun. Of þyrðirðu þá ekki að þiggja af mér koss taktu aleigu mina hvert einasta hross.“ Og lýkur þar með eftirmælum um Listahátíð ’82. , Sem Tónlistarfélagið þýddi þannig: „Á rósastilk sinum, hvít sem mjöll, liður hin fagra prinsessa í gegnum skógar- göng.“ Hér er semsagt ruglað saman orðunum Rösslein - reiðskjóti og Röslein - rós, en erindið lýsir því þegar prinsessan ríður gegnum skóginn á hvítu hrossi. Þetta varð Þorsteini Gylfasyni að yrkisefni i hléinu, og tek ég það landfari Fyrirspurnir f rá Ólaf i Ketilssyni ■ Svo sem útvarpshlustendur heyrðu þann 13. maí mánaðar, þá sátu 10 væntanlegir stjórnendur Reykjavikurborgar fyrir svörum hjá mörgum spyrjendum, flestir spyrj- endur fengu góð svör við sinum óskum og áhugamálum. En það þótti mér vanta að ég heyrði ekki neinn spyrja, og engan ræða við, væntanlega borgarstjórna- fulltrúa hvernig þeir hygðust leysa mesta vandamál Reykjavíkurborgar á næsta kjörtimabili. Því vel ég að leyfa mér að spyrja hina væntanlegu borgarstjórnendur og borgarstjóra: Hvernig hugsið þið ykkur að fækka umferðatjónum og umferðarslysum á næsta kjörtíma- bili? Og hvernig hugsið þið ykkur að láta laga verstu umferðargötu borg- arinnar, og hugsið þið ykkur að láta halda áfram þeim ökuhraða sem leyfður er á þeirri götu, sem breiðir þann ofhraða út um allan bæ, ásamt öðrum bæjum svo og um allt landið án þess að neitt sé aðhafst??? En slysin eru talin hálfur sjúkra- húskostnaður landsins. Ég vona að ykkar ráð verði betri en fimm siðustu, og allra trygginga- ráðherra sem við höfum átt. Það er þeirra Eggerts, Magnúsar, Matthías- ar, Magnúsar H. og Svavars. En þeirra ráð til ráða hafa aðeins verið þau að hækka tryggingargjöld öku- tækja um 55-65% flest árin, svo og þá þeir létu samþykkja á Alþingi 1981 hina alkunnu tuskutrú sem átti að ganga í gildi í október 1981, og svo þegar Guðjón frá Gufu prófar þessa — ráðherrana, er samþykktu tuskutrúna, þá kemur í Ijós að aðeins tveir af tólf hafa sína tuskutrú. (Og þá víst sina lagasetninga trú). Það er lág einkunn sem Guðjón gefur þeim í löghlýðni. 2 með, 10 á móti. Ég óska hinni væntanlegu borgar- stjórn til hamingju með sitt starf, og þeirra tillögur um umferðarvandann og framkvæmd þar um verði svo góð að þeir byggi sér sitt borgarstjórnar- starf 1986 og fái allt að 10 i einkunn fyrir starfið að liðnu næsta kjörtíma- bili. Vinsamlegasl Ólafur Ketilsson Mai 1982 Saudkindin, landið og þjóðin ■ Mér barst að gjöf fyrir s.l. jól bókin Sauðkindin - landið og þjóðin - i samantekt Stefáns Aðalsteinsson- ar. Þó að bók þessi sé ekki stór að vöxtum - þá finnst mér hún geyma svo merkan og mikinn fróðleik um íslensku sauðkindina - bjargvætt þjóðarinnar um aldir - að full ástæða sé til að hvetja sem flesta fróðleiks- fúsa til að eignast bókina. Við sem komin erum á efri ár og alin upp í sveit - kunnum skil á mörgu af innihaldi bókarinnar, en stór hluti þjóðarinnar, yngra fólkið, sem alist hefir upp í þéttbýli veit áreiðanlega minna en vera ætti um hversu stóran þátt sauðkindin átti í lifsvon þjóðarinnar um aldir. Á frosta-vetrum fyrri alda hefir það áreiðanlega verið ullin, sem best hlifði fólki við að frjósa í hel. Og mjólk og kjöt sauðkindarinnar var mesta og besta matarbjörgin langt fram eftir öldum. Höfundur bókarinnar Stefán Aðalsteinsson er vel menntaður i búfræðum frá ýmsum erlendum háskólastofnunum, en mestan og bestan efnivið i bók þessa hefir hann trúlega hlotið í uppvexti sínum á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal - og frá foreldrum sínum, sern þar bjuggu um langan aldur og hjá þeim var síðast fært frá á Austurlandi sumarið 1942. í bókinni er að finna nöfn eða heiti á flestu þvi, sem tengdist sauðfjárbú- skap á íslandi um aldir, dýrmætur fróðleikur. Margar góðar myndir prýða bók- Björn Stefánsson. L

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.