Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 11
,Það er langskemmtilegast í rigningunni.“ Hildur Rut, Lára, Sigríður Anna og Jóhanna í sól Pg sumaryl. að hafa vasadiskó í vinnunnj. Vinnuflokkur i Hljómskálagarðinum í pásu, ■ Ásta, Katarina, Guðbjörg og Inga Dóra ætla að glugga í aukablöðin og athuga hvemig þær taka sig út ■ Það er nú munur Ágústa verkstjórijog blm. t.v, ■ Það getur verið gaman I garðyrkjunni, „FRÁBÆRT flö VERA HÉRNfl” — unglingar í gardyrkjustörfum teknir tali ■ „Maður þarf að geta gert allt héma í garðyrkjunni“, sagði Lilja aðstoðarverk- stjóri í Ræktunarstöðinni Laugardal, en hún var fyrir utan stöðina ásamt þrem stúlkum að skipta um dekk á bíl, þegar blm. og ljósmyndara Tímans bar þar að garði. - Hvað emð þið annars að gera, svona fyrir utan að skipta um dekk? „Við emm að rækta héma sumarblóm og tré og mnna, sem síðan verður plantað víðs vegar um borgina." - Hvað er i þessum svörtu pokum? „Petta eru nú litlar birkiplöntur, svo er hér líka fura og greni i pokum, við notum þessa poka mjög mikið fyrir ungplöntur áður en þeim er plantað út.“ - Ertu með margt skólafólk í vinnu? „Ég held að það séu um sautján manns hér í vinnu i sumar, og þar af um tíu skólamenn." Æfir sig á blómunum á sumrin. Einn þessara skólamanna er hún 'Berglind sem er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. - Hvað ertu að læra í Fjölbraut, Berglind? „Ég er þar á uppeldissviði" - Og notar tækifærið og elur upp blóm á sumrin? „Ég segi það nú ekki, og þó, jú ég er nú að reyndar að því.“ - Er gaman að vinna héma? „Já, já það er ágætt að vinna héma. Ég sótti um hjá borginni og lenti héma, og mér líkaði svo vel að ég hef komið tvö sumur síðan, þannig að þetta er þriðja sumarið mitt hérna.“ í>á bar að hana Sirrý sem ók á undan sér voldugum hjólbörum, og vöktu þær forvitni blm. - Hvað ertu að gera með þessar hjólbömr? Ertu að fara að moka? „Nei, reyndar ekki. Ég set birkið sem er þama í pokunum í þær og flyt það inn.“ - Inn? Má það ekki vera úti? „Jújú, en við þurfum bara að nota plássið héma úti fyrir annað.“ - Hvað ertu helst að gera hérna? „Færa plöntur út og inn, prikla og planta út, og bara svona hugsa um blómin.“ - Finnst þér gaman að vinna hérna? „Já, það er ágætt, meiriparturinn af því. Svo er auðvitað annað sem er ekki eins skemmtilegt.“ „Mest upp á punt“ í Grasagarðinum voru nokkrir strákar að bera grjót, og blm. sveif á tvo þeirra sem kváðust heita Guðjón og Helgi. - Hvað emð þið að gera strákar? „Við emm að hlaða hérna vegg.“ - Og til hvers á hann að vera? „Ja, ég veit það ekki. Ætli hann sé ekki mest upp á punt.“ Strákunum fannst ágætt að vinna þama, kannski ekkert frábært en svona þoianlegt, og þar með höfðu þeir ekkert meira að segja við blm., en verkstjórinn þeirra upplýsti fávisan blaðamann að þetta yrði lágur veggur og fyllt yrði bak við hann með mold og blómum plantað þar í. „Kem með aukablöðin niður i garð“ Fær Katarina, Ásta, Inga Dóra og Guðbjörg vom að snyrta til í trjábeðunum í Grasagarðinum, og þær vom bara hressar yfir því að komast í blöðin. „Við emm aðallega að snyrta til í beðunum og raka gangstígana, og svoleið- is,“ sagði Guðbjörg, og þeim stöllum fannst alveg stórfínt að vinna i garðyrkj- unni. „Nei, emð þið frá Tímanum", sagði Inga Dóra þegar hún var að forvitnast um uppmna blm. „Ég ber nefnilega út Tímann.“ Inga Dóra ætlaði sko ömgglega að koma með öll aukablöðin niður í garð, „og leyfa öllum að sjá hvernig þeir taka sig út á myndunum," sagði hún að lokum. „Það er jafnrétti hér í garðyrkjunni“ í vegghlaðningunni var ein stúlka og var hún mjög fagmannleg i hleðslunni, og sagðist hún heita Anna. - Er þetta ekki strákastarf sem þú ert i? „Nei, nei, það er svo mikið jafnrétti héma í garðyrkjunni. - Er þetta ekki mikið puð? „Nei, það er allt í lagi. Hinsvegar er ekkert sérstaklega gaman að vinna hérna. - Er þetta fyrsta sumarið þitt hér? „Nei, ég hef verið hér áður, bara í unglingavinnunni, en ég hef ekki verið fastráðin hjá borginni áður.“ - Hvaða munur er á því að vera fastráðinn hér og í unglingavinnunni? „Það er náttúmlega betur borgað að vera ráðinn héma, þvi í unglingavinnunni ertu bara fjóra tíma fyrra árið og átta tíma það seinna, en núna hef ég einn og hálfan tima í yfirvinnu á dag. Það er reyndar enginn munur á vinnunni sjálfri, bara vinnutíminn og kaupið. Núna byrja ég klukkan hálf átta að vinna. - Hálf átta? Er ekki erfitt að vakna svona snemma? „Það er nú ekkert mál að vakna á morgnana.“ - Ferðu þá snemma að sofa? „Nei, ég geri það nú ekki. En ég vakna samt.“ „Langskemmtílegast í rigningunni!“ í Hljómskálagarðinum var hópur úr Vinnuskólanum, og við hittum þar verk- stjóra krakkanna, Ágústu Halldórsdóttur. „Þau þrifa héma beðin, og svo raka þau, klippa alla kanta, þrífa gangstéttirnar og stígana og sjá um að svæðið sé snyrtilegt i heild.“ - Verður þessi hópur í garðinum í allt sumar? „Það er nú þannig almennt, en svo er þessu lika svolítið skipt, til þess að þau séu ekki alltaf i þvi sama. Svo lánum við lika krakka þangað sem verkefnin em.“ Næstu fómarlömb blm. urðu þær Hildur Rut, Lára, Sigríður Anna og Jóhanna. - Jæja stelpur, er ekki alveg hræðilegt að vinna héma? „Nei það er frábært. - Gaman i rigningunni líka? „Já, miklu skemmtilegra." - Er meira gaman í rigningunni? Nú emð þið að plata mig. „Nei, þá er langmest gaman. Þá fömm við í pollabuxur og sullum í pollunum og höfum það gott. SVJ ■MSm ■ Lilja sýnir okkur hér myndarlega furu, sem á eflaust eftir að prýða einhvern garð eða útivistar- svæði borgarinnar. Timamyndir: G.E ■ Þeir Guðjón og Helgi höfðu ekki mikinn tima til þess að tala við blaðamenn. Nýju SIGMA flugulínurnar auðvelda þér lengri og nákvæmari köst. Fjölbreytnin gefur þér kost á línunni sem hentar þér best. Shakespeare flugulínur, fluguhjól og flugustangir, t.d. Boron, Graphite eða Ugly Stick, tryggja þér ánægjulega veiðiferð. Þú ert öruggur með Shakespeare.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.