Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 24.JUNI 1S82 13 Iþróttir; HM- PUNKTAR Vonbrigdum hefur þad valdið spánskum hve aðsókn að leikjum HM hcfur verið slæm. Um 30 þúsund áhorfendur hafa verið að meðal- tali á leikjunum hingað til, sem er öllu lægra en í Argentinu 1978 og Vestur-Þýskalandi 1974 Lítilræði kallaði sjeikurínn Al-Sheikferrad Al Shabah, æðsti starfsmaðurinn í Kuwait, ávisunina sem hann sendi sinum mönnum á HM vegn góðrar frammistöðu. Hún hljóðaði uppá litla 175.000 dollara (þið getið margfaldað litilræðið með 11..). Sheikur bara hristi sig og sagði: „Skiptið þessu á milli ykkar, strákar.“ Jupp Derwall lét eins og kunnugt er, þau orð falla, að hann myndi taka fyrstu lest heim til V-Þýskalands töpuðu hans menn fyrír Alsirbúum. Það gerðist en Derwall er enn ekki farínn heim. Nokkrir hressir náungar tóku sig því saman i siðustu viku, keyptu lestarfarmiða frá Gijon til Þurslaraþorps og sendu Derwall. Ekki hefur frést af viðbrögðum enn. Ekki alveg einir á báti erum við íslcndingar. Ein önnur þjóð i Evrópu, Aibania, er ekki með bcinar sendingar frá HM. Nú hafa borist fregnir af einu landi í Afríku sem svipað er ástatt fyrir, cn það er Kamerun, sem á lið í lokakeppninni. Ástæðan er sú, að vegna örbirgðar hafa þeir Kamerun-mcnn enn ekki getað komið sér upp imbakassa-stöð. Stendur það samt til bóta og hefur þegar verið ákveðið að sent verði „beint“ frá næstu HM, sem fram mun fara i Kólumbíu 1986. Markið sem Sovétmaðurinn Sergej Bal- tasja skoraði gegn Nýja-Sjálandi var mark númer 1.100 i HM. Þúsundasta markiö skoraði Hol- lendingurinn góðkunni Rensen- brink i HM 1978. Fyrsta markið skoraði hins vegar McGhee frá Bandaríkjunum i leik gegn Belgiu 13. júli 1930. Við sögðum frá hundinum Pickles fyrir skömmu, en hann er eini hundur- inn i sögu HM, sem hefur fengið verðlaunapening. Nú cr annar vofFi kominn i fréttirnar, Bobi, varðhundur nokkur sem mætir stift á völlinn i Alicante með fóstra sinum. Bobi þarf uð borga fullt gjald á völlinn, situr i stúkunni, sætur og klár og með aðgöngu- miða og nafnspjald (með mynd, auðvitað) um hálsinn. 10 leikhús í Madrid hafa sent starfslið sitt i fri vcgna HM. Það mætir nánast engin sála i leikhúsin. Þá hafa önnur slík hús orðið að breyta dagskrá sinni og passa uppá að sýningar stangist ekki á við leiki HM. Við minntumst á sjónvarp og HM hér fyrir ofan. Áfram með smjörið. Beinar send- ingar frá HM eru til 76 landa i heiminum, en að sjálfsögðu ekki.... ■ Sigurður Grétarsson skoraði mark íslands úr vitaspymu. Hér sækir hann að marki Dana. Mynd: Ari. U-21 árs leikurinn í gærkvöldi: ísland - Danmörk Jafntefli í góðum leik ■ „Það tekur nú meiri tima að ná þessu liði okkar vel saman, en ég get ekki sagt annað en að ég er ánægður með þessi úrslit. Við gerðum þónokkrar skyssur i fyrri hálfleiknum, en i þeim síðari var þetta lagfært og Danimir fengu vart marktækifæri þá. Öraggt er að við lærðum mikið af þessum leik, og þann lærdóm getum við nýtt okkur í framtiðinni,“ sagði þjálfari íslenska landsliðsins, skipuðu leikmönnum yngri en 21 árs, Jóhannes Atlason, eftir jafntefli gegn Dönum á Laugardalsvelli í gærkvöldi, 1-1. Danir hófu leikinn með miklum látum og strax á 2. min bjargaði Hafþór á marklinu. Undirtökin vom danskra. Á 20. mín. fékk landinn fyrsta marktæki- færið. Gunnar Gíslason skaut rétt framhjá. Danir tóku síðan forystuna verðskuldað á 37. mín. þegar Kjeldsen skoraði frá markteig eftir snerpulega sókn, 1-0. íslensku strákamir snéru dæminu við i seinni hálfleiknum, börðust af miklum krafti, héldu hinum skæðu sóknarmönn- um í skefjum og skoruðu eitt mark. Það kom strax í byrjun hálfleiksins þegar Sigurjón Kristjánsson var hindraður innan vítateigs Dana. Vítaspyma sem Sigurður Grétarsson skoraði úr af öryggi, 1-1-. Danimir voru sprækir framanaf leikn- um. „Við gerðum þeim kleift að ná upp Ölafur hættur með landsliðinu ■ Víkingurinn Ólafur Jónsson, fyrmm fyrirliði landsliðsins mun ekki framar leika með landsliðinu og hefur hann tilkynnt Hilmari Björnssyni, landsliðs- þjálfara þá ákvörðun sina. góðu spili,“ sagði Jóhanncs þjálfari landans. Flestir dönsku leikmannanna eru flinkir með boltann og fljótir.en skortir e.t.v. baráttugleðina, sem er einkennandi hjá okkur. Ragnar Margeirsson átti góðan leik á miðjunni i íslenska liðinu. Þá var Stefán Jóhannsson ömggur í markinu og Hafþór Sigurjónsson traustur bakvörð- ur. í framlinunni áttu Sigurður Grétars- son, Lárus Guðmundsson og Sigurjón Kristjánsson ágæta spretti. - IngH „Islending- arnir komu á óvart” Ólafur hefur á undanförnum árum verið einn burðarása landsliðsins og fyrirliði þess i fjölmörgum leikjum. Hann hefur leikið yfir 50 landsleiki fyrir íslands hönd. - IngH Úrslit í HM í gærkvöldi: ítalirnir „löfðu” á jafnteflinu ■ „Ég verð að segja það, að íslenska liðið kom okkur nokkuð á óvart, þrátt fyrir að við vissum ekki mikið um það fyrirfram," sagði helsta stjarna danska U-21 árs liðsins, Michel Laudrup, að leikslokum í gærkvöldi. Eins og fram hefur komið hér i Tímanum mun Laudrup leika með Barcelona að 2 árum liðnum. „Við náðum oft þokkalega góðum leikköflum í fyrri hálfleik, en duttum niður í þeim seinni, vorum alltof seinir i taklikarnar." - Hvað er framundan hjá þér? „Það er nú mest nám og fótbolti í dönsku 1. deildinni, en nú í kvöld er það eitthvert diskótekið í bænum...“ -IngH Frá Erik Mogensen fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Þrátt fyrir að Ítalía hafi leikið af miklum krafti gegn „spútnik“-liði Kamerún í gærkvöldi tókst þeim ekki að knýja fram sigur. Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1. ítalarnir sóttu nær látlaust i fyrri hálfleik, þeir óðu í færum, meðan Kamerúnmenn áttu eina og eina skyndisókn. Lið Kamerún lék mjög rólegan og yfirvegaðan vamarleik, sem sjaldan skapaði hættu. Staðan i hálfleik, 0-0. Síðari hálfleikur var jafnari en sá fyrri, þótt enn hafi ítalir verið ivið sterkari. Á 15. mínútu skoraði Graziani fyrsta mark leiksins fyrir ítaliu, með skalla. Aðeins einni mínútu siðar, svöruðu Kamerúnmenn fyrir sig með gullfallegu marki Em- bida. Þessi úrslit þýða að Ítalía kemst i milliriðil irícð aðeins hagstæðari markatölu en Kamerún (2:2 gegn 1:1). ■ Ný-Sjálendingar komu á óvart i fyrri hálfleik í leiknum gegn stjörnuliði Brassanna í gærkvöldi. Fyrstu fimmtán minúturnar voru nokkuð jafnar. En eftir fyrsta mark Brassanna, sem unnu 4-0, dvinaði kraftur Ný-Sjá- lendinganna. Zico skoraði fyrsta markið á 29. mínútu, úr hjólhesta- spymu af markteig, aðeins þremur minútum síðar var Zico aftur að verki, 2-0. Þannig var staðan í hálfleik. Brassarnir höfðu algera yfirburði í siðari hálfleik, þrátt fyrir talsverða seiglu Ný-Sjáleridinganna. Á níundu minútu skoraði Falcao, 3-0, Ferghio skoraði svo siðasta mark Brassanna á 29. minútu síðari hálfleiks. EM/Sjó SHéP Handbolta- landsliðið til Júgóslavíu ■ lslenska landsliðið I hand- knattleik tekur í næstu viku þátt i geysisterku móti í Júgóslaviu. Þátttökuþjóðir auk íslands og heimamanna verða Sovétmenn, Pólverjar, Sviss og B-lið Júgó- slava. Lið íslands verður skipað eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víkingi Einar Þorvarðarson, Val Gisli F. Bjarnason, KR Aðrir leikmenn: Alfreð Gíslason, KR Jóhannes Stefánsson, KR Sigurður Sveitisson, Þrótti Páll Ólafsson, Þrótti Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi Guðmundur Guðmundsson, Vikingi Þorbjörn Jensson, Val Steindór Gunnarsson, Val Kristján Arason, FH Þorgils Óttar Matthisen, FH Fyrirliði liðsins er Þorbergur Aðalsteinsson. - IngH ■ Heimsmet í sjöþraut ■ Austur-þýska stúlkan Ra- mona Neuhert setti fyrir skömmu nýtt heimsmet i sjöþraut kvenna. Hún náði 6.772 stigum i þrautinni. Árangur hennar í einstökum greinum var þessi: 13.59 (100 m. grind), 15.10 m (kúla), 1.83 m (hást.),23.14 (200 m.hl.), 6.84 m (langst.), 42.54 (spjót) og 2:06.2 (800 m.hl.). Sænskur fim- leikahópur á ferdinni ■ í næstu viku kemur hingað til lands 35 manna hópur fimleika- fólks frá Eskiltuna i Svíþjóð. Hér er um að ræða sýningar- og keppnisfólk, á aldrinum 13 til 14 ára, og einnig sýningarhóp í nútímafimleikum. Hópurinn sænski heldur sýn- ingu i íþróttahúsinu á Selfossi 29. júni (kl. 21), siðan í Kennarahá- skólanum 30. júni (kl. 20). í Kennó verða einnig islenskir fimleikakrakkar sem eru að fara á fimleikahátið i Sviss. Svíarnir sýna loks á Akureyri og i Neskaupstað. ■ Þórvann ■ Þór, Akureyri sigraði Leiftur frá Ólafsfirði í undankeppni bikar- keppni KSÍ í gærkvöldi 7-2. Mörk Þórsara skoruðu: Hafþór Helga- son 4, Bjarni Sveinbjörnsson 2 og Óskar Guðmundsson 1. Hafsteinn Jakobsson skoraði bæði mörk Leifturs. GK/Akureyri. ■ Munið Trimmdaginn ■ Trimmdagur ÍSÍ er nk. sunnu- dag, 27. júni. Við hér á Tímanum erum byrjuð að hita upp. Allir út að trimma... Michel Laudrup. i?82 •\

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.