Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.06.1982, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 24 JUNI1982 19 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid Hljómsveitin The Police sem leikur fyrst og síðast í myndinni URGH. „Þeir hafa ekki pönk í Afganistan” Tónabíó Tónlistarstrið/URGH, a music war Leikstjóri Derek Burbridge ■ Meðal flytjenda The Police, Gary Numan, Klaus Nuomi, Devo, Toyah Wilcox, UB40, Dead Kenne- dys, Joan Jett, The Cramps, Surf punks, Alley Cats, Oingo Boingo, Go, Go’s, Pere Ubu, Orchestral Manuvers. „Þeir hafa ekki pönk í Afganistan eða Sovétríkjunum" segir Jello Biafra söngvari Dead Kennedys i lagi sínu i myndinni URGH, og siðan heldur hann áfram... „oghætta er á að við höfum það ekki lengur hér“ en þar á hann við starfsemi Moral Majority sem farið hefur i taugarnar á mörgu skynsömu fólki. Dead Dennedys eru ein af ný- bylgjuhljómsveitunum i myndinni URGH. í auglýsingu er myndin kölluð Woodstock nýbylgjunnar sem er nokkuð villandi því að segja að URGH sé hrein nýbylgjurokkmynd er álika fjarri sannleikanum og tunglið er fjarri jörðinni. Að visu má telja stóran hluta hljómsveitanna sem koma fram til framangreindrar tónlistarstefnu en Orchestral Manu- vers, og brýnið Gary Numan verða seint flokkuð undir það nafn svo dæmi séu tekin. Mikill fjöldi ólíkra hljómsveita á lag i þessari mynd sem enginn unnandi rokktónlistar ætti að láta framhjá sér fara. Breiddin er mikil eða allt frá Gary Numan og til The Cramps en söngvari siðarnefndu hljómsveitarinnar, Nick Knox, er með ógeðslegri persónum sem ég hef séð á sviði... raunar sem ég hef séð yfirleitt. Hann er líkari einhverju sem slapp úr dýragarðinum heldur en mannlegri veru en tónlistin, pönkað sýrurokk, er með þvi besta i myndinni. í myndinni koma fram margar hljómsveitir sem eru algerlega óþekktar hérlendis eins og til dæmis Surf punks, Alley Cats og furðufugl- inn Klaus Nuomi. Hin fyrstnefnda | telst til stefnu sem rutt hefur sér til rúms i Bandarikjunum að undan- förnu og kallast Surf pönk. Helsta skemmtunin á tónleikum hjá þessum sveitum er að láta bera sig upp á sviðið svo viðkomandi geti kastað sér þaðan út í áheyrendaskarann, sér- staklega eru stúlkur iðnar við þetta eins og sést i myndinni URGH. Myndin hefst á leik hljómsveitar- innar The Police og siðan taka sveitirnar við hver af annarri. Raunar má líkja þessari mynd við það að Rokk i Reykjavik hefði verið gerð i Hollywood og viðtölunum sleppt. Þeir sem vilja kynnast því sem er að gerast í tónlistinni erlendis og þá á ég við bæði i Evrópu og Bandaríkjunum ættu ekki að missa af þessari mynd því hún gefur nokkuð góðan þverskurð af helstu stefnum sem eru í gangi. - FRI Friðrik Indriðason, skrifar. ★★ Tónlistarstríð ★ Viðvaningurinn ★★★ Lola 0 Skæruliðar ★★ Huldumaðurinn ★★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Fram í sviðsljósið gjöf Tímans * * * * frábær ■ * + » mjög góö ■ * * góó • * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.