Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 25.JÚNÍ 1982. 'ZLZ&rZ P' i^kÁ^stsiÆíu^'' ?í ■ Klvis Preslej, það verður aldrei neill úr hunum, var spáð, þegar hann var að hefja feril sinn. Keppnis- dúfur: Ástin flýdr för þeirra ■ Dúfur, sem hafa verið þjálfaðar til kappflugs, geta flogið allt að 8000 km. á dag með upp að 80 km. hraða. Þessum árangri hefur verið náð með 100 ára kynbótum á fugli, sem fyrrum var einungis áiitinn hæfur til átu. En það eru ekki bara kynbæturnar, sem hafa gert dúfurnar að þessum frábæru flugfuglum. Ýmsum brögðum hefur verið beitt við þjálfun þeirra og þykir það einna áhrifaríkast að koma karlfugl- inum i skilning um, að hann eigi góðrar heimkomu von, þegar hann er búinn að sinna skyldu sinni við þjálfunina! Aðferðin er sú, að i hvert skipti, sem karlfuglinn snýr heim, finnur hann kvenfuglinn biða sin spakan og Ijúfan. Þau fá að vera samvistum i hálf- tíma, en þá er kvenfuglinn ijarlægður. Að þvi kemur, að karlfuglinn er farínn að hlakka svo til að koma „heim“, að hann flýtir sem best hann má. Að keppnistimabilinu loknu hlýtur hann loks umbun erfiðis sins, þvi að þá verða þau ekki aftur skilin. Faríð var að rækta dúfur til matar þegar á miðöldum og enn eru þær álitnar sérstakt hnossgæti viða um veröld. Kappflug dúfna var aftur á móti tekið upp i Belgíu og var orðið feikivinsælt á siðari hluta 19. aldar. Þegar áhugamaður um dúfnarækt ákveður hvaða tveir fuglar gefi af sér ágætust afkvæmi, er hreint ekki vist að dúfumar sjálfar samþykki val- ið. - Það má alltaf flnna einhvern klaufa, sem sækist eftir fugli sem hefur veríð ætlaður öðram, segir einn sér- fræðingurinn. Dúfur era mjög hreinlátar og halda sér hreinum með tiðum böðum, jafnvel i köldu veðri. Kirtill, sem er rétt við stélið, heldur fjöðranum gljá- andi. Fánarnir freista margra ■ Fánaframleiðandinn Ed- ward Fisher í Nevada i Banda- rikjunum stóð i ströngu. Hann hafði þann sið að hengja upp sýnishom af vöru sinni á flaggstöng við verksmiðju- vegginn, en það brást ekki, að hann var ekki fyrr búinn að hengja upp nýjan fána en einhver óprúttinn náungi stal honum! Að því kom, að Edward leiddist þófið og tók hann það til bragðs að draga nærbuxur að hún í stað „hinna eilifu stjaraa og randa,,, sem virtust freista svo mjög þjóðhollra landa hans! Enginn virðist hafa eins mikla þörf fyrir að komast yfir ókeypis nærbuxur og ókeypis þjóðfána. Þær fá að hanga þaraa óáreittar! Geymd ord en ekki gleymd ■ Öll þekkjum við þá tilfinn- ingu, að hafa ekki fyrr sleppt orðinu en við dauðsjáum eftir þvi að hafa látið einhverja vitleysu út úr okkur. Sem betur fer eru mistökin oftast meinlítil, svo framarlega að ekki liggi einhver illkvittni í orðunum. F.n se hins vegar um frægt fólk að ræða, eða ummælin snuast um frægt folk. er meiri hætta á að mistókin verði geymd en ekki gleymd. - Engin kona verður forsæt- israðherra, utanríkisráðherra eða hefur annað mikilvægt embætti a hendi a minum dógum. Ekki vildi eg vera forsætisraðherra. þaðstarftek- ur allan tíma og alla krafta manns. Hvaða enskur þing- maður tók svo til orða a þvi herrans arí 1%9? Enginn annar en Vlárgaret Thatcher - Bara hugmyndin um að vera forseti Bandaríkjanna þykir mer skelfileg og ekki vildi eg gegna þvi emhætti! Þetta mælti Ronald Reagan 1973. \ arunum upp ur 19ótl upphofust ymsar hræríngar i skemmtanaheiminum. sem ekki var spað langlífi. Þa kom fram á sjonarsviðið í Bretlandi ný hljómsveit, skipuð fjórum ungum mónnum. Talsmenn bresks hljómplötufyrirtækis lýstu þvi þá yfir, að tímar fjögurra manna hljómsveita væru liðnir. Undir þetta tóku bandarískir hljómplötufram- leiðendur, og tónskáldið Hen- ry Mancini, sem hefur tónlist- ina um bleika pardusinn á samviskunni m.a. tók svo sterkt til orða, að þessi hljomsveit yrði ekki langlif. Im hvaða hljomsveit voru allir svona sammala. að ekki ætti langt lif fyrir hóndum? Það voru engir aðrir en Bitlarnir! Og Elvis Presley. hinn oumdeildi konungur rokksins fy rr og siðar hlaut sinn skammt af hrakspam. Gamanleikarínn Jackie Gleason lysti þvi vfir við hvern sem heyra vildi. þegar Elvis var að hefja feril sinn. að það væn alveg areiðanlegt að hann ætti enga framtið i vændum í skemmt- anaheiminum! Þessi ummæli hafa geymst. aðallega vegna þess að her hefur frægt folk komið við sógu. en líka vegna þess. að öll höfum við lumskt gaman af þvi. þegar öðrunt verður a i messunni. HUN VEIÐIR GLÆPAMENN ■ Sue Sarkis hefur óvenju- lega atvinnu og hreint ekki hættulausa. Hún eltir uppi glæpamenn sem hafa stungið af eftir að hafa verið drcgnir fyrir rétt og siðan látnir lausir gcgn tryggingu. Sumaríð 1976 varð atburður, sem gjörbreytti lifi Sue. Hún var þá fráskilin, einstæð móðir og hjúkrunarkona að atvinnu. Þá gerðist það eitt kvöld, að inn til hennar réðist maður. Hann misþyrmdi henni og nauðgaði siðan í viðurvist dóttur hennar. Til hans náðist siðar, en þrátt fyrir, að hann hefði áður hlotið 32svar sinn- um dóma fyrir misþyrmingar og ofbeldi, þótti i þetta sinn hæfileg refsing að dæma hann í 6 mánaða og 8 daga fangelsi! Sue aftur á móti, sem hafði auk annarra meiðsla, úlnliðsbrotn- að í átökunum, varð að ganga með gifs í 18 mánuði og á timabili leit út fyrir að taka þyrfti af henni höndina. Viðbrögð Sue við þessum ósköpum urðu þau, að hún hætti i hjúkruninni, en fór að eltast við glæpamenn, sem höfðu komist úr klóm réttvis- innar. Nú þegar hefur hún haft hendur í hári 1000 glæpa- manna, en laun hlýtur hún af tryggingafénu, sem þeir höfðu lagt fram og lánardrottnarair hefðu glatað, ef ekki hefði náðst til misindismannanna. Tekjur Sue af þessari at- vinnu era það góðar, að hún getur nú veitt sér ýmislegt, sem hún hafði ekki ráð á áður. Má þar nefna gimsteina og dýra skartgripi, auk dýrindis Mer- cedes Benz bíls, sem ber einkennisstafina ISPI4U (I spy for you, sem útleggst, ég njósna fyrir þig). En starfið er engan veginn hættulaust og Sue má búa við stöðugar ógnanir harðsvíruðustu glæpa- manna, sem era henni siður en svo þakklátir fyrir að koma þeim i hendur réttvisinnar. Er óvíst, að Sue héldist í þessari atvinnu, ef hefndar- þorstinn ræki hana ekki áfram, en hvorki hún né dóttir hennar hafa getað gleymt kvöldinu skelfilega, þegar ókunnugur maður braust inn til þeirra og gerbreytti lífi þeirra. ■ Sue hefur Ijárfest i gimsteinum og dýrum skartgripum, sem hún ber á sér í starfinu. M.a. hefur hún látið greipa dýra steina í negluraar. Þessi ibúrður hefur þann ókost í för með sér, að hún verður fórnarlömbum hennar enn minnisstæðari og auðþekkjan- legri fyrir vikið, en Sue lætur það ekki á sig fá. # > # 4 # # # ^ # # * y m\ ' # # — * ■ Dýr bfll með sérkennilegu skrásetningarmerki er eitt af þvi, sem Sue notar til að auglýsa sig og sitt starf. Til vonar og vara er hún aldrei óvopnuð á ferð, þvi að ekki er að vita hvar hætturnar leynast og Sue á marga óvildarmenn, sem einskis svifast. Plastkubbar handa fullordnum ■ Hollenskum framleiðanda datt i hug, hvort ekki væri hægt að nota svipaða plast- kubba og börn leika sér að, til að búa til húsgögn, skilrúm og milliveggi í íbúðum. Hann lét framleiða stóra plastkúbba, með holum eða götum á einni hliðinni og tilsvarandi tökkum á móti, eins og á leikfangakubbum. Hægt er að nota þessa plast- kubba jafnt utanhúss sem innan. Þeir era léttir og meðfærflegir. A meðfylgjandi myndum sjáum við stúlkur, sem hafa gert bæði húsgögn og milli- veggi í íbúðinni sinni úr plastkubbum og era hinar ánægðustu með árangurinn. Uppfinningamaðurinn segir að þessir kubbar muni gjörbreyta íbúðabyggingum og þó einkum innanhússarkitektúr. „Þetta er það sem unga fólkið vill“, segir hann, „það getur gert þetta að mestu leyti sjálft, og svo er auðvelt að breyta tfl, og það er lika. kostur.“ ■ Hægt er að breyta her- bergjaskipan án mikillar fyrir- hafnar með léttu plastkubbun- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.