Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25.JUNI 1982. fréttirl Vinnumálasambandid ekki með skilyrði um samspil af lamagns og vísitöluútreiknings: „VARLfl RAUNHÆFT AD SLÁ ÞESSU FRAM NÖ” ■ Orlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi, með Ferðahandbókina nýju, sem nú er hægt að fá ókeypis bæði hér á landi og erlendis. Tímamynd Ari. Ný Ferðahandbók Bókin fæst end- urgjaldslaust segir Arni Benediktsson ■ „Þegar við vorum að velta fyrir okkur hvemig landinn yrði best hvattur til að ferðast um landið sitt, sáum við að einna brýnast var að gefa út veglega ferðahandbók, með alhliða upplýsing- um um þá þjónustu sem hægt er að kaupa viðsvegar um land,“ sagði Heimir Hannesson, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs, þegar ný Ferðahand- bók, sem Öm og Örlygur gefa út, var kynnt á blaðamannafundi í gær. FERÐAHANDBÓKIN (Iceland - A Touring Guide) er gefin út á islensku og ensku i 35 þúsund eintökum. Bókin er ókeypis og er henni dreift bæði hérlendis og erlendis. Hér á landi er hægt að fá hana mjög viða, t.d. á öllum bensín- stöðvum Esso, á Eddu hótelum, og flestum hótelum öðmm, og í upplýsinga- miðstöð Ferðamálaráðs á Lækjartorgi. Einnig er bókinni dreift til allra sendiráða Islands og íslenskra konsúla og á allar söluskrifstofur Flugleiða erlendis. Örlygur Hálfdánarson, bókaútgef- andi vakti athygli á því á blaðamanna- fundinum í gær, að mikill munur væri á Ferðahandbókinni og Vegahandbók- inni. „Þær em góðar saman, en þjóna þóhvorsínum tilgangi," sagði hann. FERÐAHANDBÓKIN skiptist i tvo meginkafla: 1) Kaupstaða- og kauptúna- skrá sem skiptist í a) Sögulegt yfirlit yfir u.þ.b. 100 kaupstaði og kauptún b) Þjónustuskrá fyrir sömu kaupstaði og kauptún. Verkalýðsfélög á Suðurlandi freista þess að ná eigin samningum: MViljum láta reyna á samn- ingsmögu- leikana” ■ „Við viljum láta reyna á hvort ekki séu samningsmöguleikar," sagði Gunn- ar Kristmundsson, starfsmaður Verka- lýðsfélagsins Þórs á Selfossi, en hann fór siðdegis í gær, ásamt Sigurði Óskarssyni frá Verkalýðsfélaginu Rangæingi á Hellu upp að Hrauneyjarfossi þeirra erinda að óska eftir viðræðumn við viðsemjendur félaganna þar. Gunnar sagði í viðtali við Tímann að þegar slitnaði upp úr samningaviðræð- unum i Reykjavik hafi þeir félagar rætt við'starfsfólká staðnum og siðan ákveðið að óska eftir viðræðum. Aðspurður sagði Gunnar að umræðugmndvöllur væri ekki mótaður ennþá, en ef til fundarins komi verði málin rædd þar og skýrð af beggja hálfu. Þeir Gunnar og Sigurður óskuðu eftir fundi i Verkalýðshúsinu á Hellu klukk- an 13 á mánudaginn, „en að sjálfsögðu emm við til viðtals um að ræða við viðsemjendur okkar á öðmm stað og tima, ef þeir óska þess frekar,“ sagði Gunnar. §y Ritstjóri bókarinnar er Bima G. Bjkarnleifsdóttir. - Sjó. ■ Það var ólíkt léttara yfir samninga- mönnum ASÍ eftir fundina með Vinnu- málasambandi Samvinnufélaganna i Karphúsinu í gær. Þar kom það fram að Vinnumálasambandið setur það ekki sem skilyrði fyrir samningum, að tekið verði tillit til breytinga i aflamagni við visitöluútreikning. En sem kunnugt er sprangu viðræður ASÍ og VSÍ fyrst og fremst út af þvi atriði í fyrrakvöld. „Þessi magnafsláttur i sjávarútvegin- um myndi verða mjög flókið mál og ég sé ekki að það sé cðlilegt að semja um það. Hér á landi hefur ekki verið samið um slíkt fram til þessa, né heldur annarsstaðar i heiminum svo ég viti til. Mér finnst því varla raunhæft að vera að slá þessu fram í samningum á þessari stundu", sagði Arni Benediktsson, en hann er einn af samningamönnum Vinnumálasambandsins. Hins vegar sagði hann að sjálfsögðu alla gera sér ljóst hve hinar miklu sveiflur í íslensku efnahagslifi væru erfiðar. Þeir, sem Timinn talaði við, i röðum beggja þessara samningsaðila, vildu þó ekki láta i Ijós of miklar vonir um að samninga þeirra í milli væri að vænta, nú alveg á næstunni a.m.k. Ekki töldu menn þó út af fyrir sig að neinar sérstakar torfærur ættu að vera i veginum, enda umræðurnar á svipuðum linum og legið hafi í loftinu allan timann, þar til „sprengjan“, sprakk nú í vikunni. ASÍ og VMSS hafa ákveðið annan fund kl. 14.00 í dag. - HEI I fer frá Keflavík á föstudögum í allt sumar! Breska bílalestin er nafn á sérstöku ferðatil- boði breska ferðamálaráósins BTA og Flug- leiða. Flogið er til Glasgow eða London og síóan ferðast hver og einn um Bretland eins og hann lystir með bílaleigubíl eða lest og gistir á góðum hótelum víðsvegar um landið, sem eru þátttakendur í samstarfinu. Breska bílalestin er ferðamáti sem allir geta notfærtséren þóekkisíst fjölskyldur, þvíbörn og unglingarfá verulegan afslátt í flestum tilfellum. Þaö verður flogið frá Keflavík á föstudögum í allt sumar og stefna tekin á Glasgow eöa London. Flug, bílaleigubílar, lestarferðir og gisting eru á frábæru verði. T.d. kostar flug- far, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aðeins frá 5.133 krónum sé flogið til London og flugfar, vikugisting í tveggja manna herbergi og morgunverður aóeins frá 4.659 krónum sé flogió til Glasgow. Austin Mini er hægt að leigja fyrir minna en 60£ á viku með ótakmörkuðum akstri og ýmsa stærri bíla fyrir álíka hlægilegt verð. Ef þér hentar ekki að hefja ferðina á föstu- degi, getur þú tengt tilboðsverðið á bílaleigu- bílunum, lestarferðunum og gistingunni þeim sérfargjöldum, sem í boði eru hverju sinni. Leitið upplýsinga og fáið bækl- ing hjá söluskrifstofum Flug- leiða, næsta umboðs- manni eða ferðaskrif- stofunum. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.