Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 6
FÖSTUDAGUR 25.JÚNÍ 1982. stuttar fréttirj fréttir Hússtjórnarskólinn á Varmalandi. 27 luku prófi úr Hússtjórn- larskólanum áVarmalandi ■ Borgarfjörður: Hússtjórnar- skólanum á Varmalandi var slitið 28. maí s.l. Skólinn er annar tveggja hússtjórnarskóla, sem gefa kost á heilsvetrarnámi í hússtjórnarfræð- um. í vetur stunduðu 30 nemendur nám við skólann, 27 luku prófum. Hæstu einkunn hlaut Sigriður Birna Birgisdóttir frá Eyrarbakka, aðal- einkunn 8.81. Skólastarfið gekk með ágætum og þakkaði skólastjóri kenn- urum og nemendum gott samstarf á liðnum vetri. Höfuð áhersla er lögð á verk- námskennslu þ.e. hússtjórn, sauma og vefnað, en auðvitað fylgja nokkrar bóknámsgreinar eins og næringarfræði, heilsufræði og vöru- fræði. Nám það er fram fer í hússtjórnarskólum er nú orðið inn i annað framhaldsskólanám, enda unnið að þvi að samræma námsefni hússtjórnarnáms. Á s.l. vori heimsóttu eldri nemend- ur skólann og færðu honum að gjöf listaverk og fjárhæðir í listaverka- sjóð til minningar um Guðbjörgu Hafstað er starfaði við skólann um árabil. Orlofsfé Vestfirðinga framvegis verðtryggt ■ Vestfirðir: Enn missir Póstgíró- stofan spón úr aski sinum. Nú hefur tekist samkomulag á Vestfjörðum um að orlofsfé launþega þar verði framvegis greitt inn á sparisjóði og banka sem taka að sér innheimtu, vörslu og ávöxtun fjárins á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Samkomulag um þetta tókst nýlega á milli. Alþýðusambands og Vinnu- veitendafélags Vestfjarða og banka og sparisjóða á Vestfjörðum. Hér er um þríhliða samning að ræða milli hvers og eins vinnuveit- anda, viðkomandi verkalýðsfélags og peningastofnunar. Stjóm Alþýðu- sambands Vestfjarða brýnir það fyrir verkalýðsfélögum innan sambands- ins að þau hafi frumkvæði hvert á sínu félagssvæði að undirritun og staðfestingu samkomulagsins, og fylgist með að framkvæmd þessa mikla hagsmunamáls launþega og allra Vestfirðinga komist strax til framkvæmda. Gögn varðandi málið eru sögð á leiðinni til félaganna. Sem kunnugt er voru það Vest- mannaeyingar sem riðu á vaðið með svipað fyrirkomulag fyrir nokkrum árum. Síðan hafa a.m.k. Borgnesing- ar og aðrir Borgfirðingar fýlgt í kjölfarið. _____________________- HEl Hörku- kosningar ■ Rangárvallasýsla: Nýlega fóru fram kosningar í stjórn Verkalýðs- félagsins Rangæings, sem voru óvenju líflegar af slíkum kosningum að vera. Tveir listar voru í kjöri A-listi stjórnar og trúnaðarráðs og B-listi sem bauð fram á móti. Ekki munu það þó hafa verið pólitískar skoðanir sem tekist var á um eins og oft vill verða, þar sem fyrst og fremst sjálfstæðismenn munu hafa skipað sæti á báðum listunum, eftir því sem næst verður komist. Atkvæðagreiðsla fór fram bæði laugardag og sunnudag, en auk þess hafði utankjörstaðakosning staðið yfir i þrjá daga á undan. Kjörsóknin varð líka nær 59%, eða 234 atkvæði af 398 fullgildum félögum, sem mun teljast góð kjörsókn í verkalýðs- félagi. Úrslit urðu þau, að listi fyrrverandi stjórnar hélt velli, hlaut 135 atkvæði á móti 96 atkvæðum B-lista, en 3 seðlar voru auðir. Munurinn er þó ekki meiri en svo, að árangur mótframbjóðenda verður að teljast nokkuð góður. Stjórn Rangæings er að meginhluta óbreytt frá því sem var. Formaður félagsins verður áfram Hilmar Jónasson. - HEI KAUPfl JAPANIR KINDAKJÖTIÐ? — ,,Hafa sýnt því nokkurn áhuga’% segir Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra ■ „Ég ræddi þarna stöðuna í markaðs- málum landbúnaðarins og þær tilraunir sem í gangi eru með útvegun nýrra markaða, þar á meðal að það væri að hefjast athugun á möguleikum á sölu kindakjöts til Japan. En japanskir viðskiptaaðilar hafa sýnt á því nokkurn áhuga. Allt er þetta þó í frumathugun en aðeins umræður á milli viðskiptaaðila eins og er, en ég á von á þvi að fulltrúar frá Japan komi hingað í sumar til að athuga þetta mál frekar", sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra. En Tim- inn hafði fregnað að Pálmi hafi rætt hugsanleg Japansviðskipti á landbún- aðarráðstefnu norður í Skagafirði fyrir skömmu. Eins og staða okkar er nú i markaðsmálum sagðist Pálmi telja skylt að athuga alla möguleika sem til greina geta komið Hann gat þess að Danir selja verulegt magn af nauta- og svinakjöti til Japans fyrir hærra verð en gerist annarsstaðar, En kindakjöt kaupa þeir frá Nýja Sjálandi á heldur lágu verði, eða á milli 15 og 20 kr. danskar. „En kannski er hægt að ná við þá sérsamningum við Japani vegna þess að við kaupum mikið af þeim, en seljum þeim lítið og því mjög æskilegt að geta jafnað þá reikninga eitthvað" sagði Pálmi. Japanir hafa árum saman keypt af okkur hvalkjöt sem kunnugt er, og fóru m.a. 600 tonn af því kjöti þangað fyrstu fjóra mánuði þessa árs fyrir að meðaltali um 14,27 kr. isl. kílóið. Til samanburðar má geta að 17.32 kr. ísl. höfðu þá fengist fyrir þau 812 tonn sem flutt voru út af kindakjöti á sama tima, samkvæmt Hagtíðindum. Pálmi telur nauðsynlegt að í næstu sláturtíð verði reynt að selja eins mikið og mögulegt er af ófrystu kjöti úr landi, bæði vegna þess að hærra verð fæst fyrir kjötið þannig og einnig til að spara vaxta- og geymslukostnað. Einnig telur hann nauðsynlegt að athugað verði með breyttar vinnu- aðferðir í þvi sambandi, bæði umbúðir og hvernig kjötið er bútað niður fyrir markaðinn. „En á þessu sviði hefur sem kunnugt er engin þróun orðið á mörgum áratugum, öfugt við t.d. mjólkurvörurn- ar, að ég tali nú ekki um fiskiðnaðinn", sagði Pálmi. -HEI Sparaksturskeppni Bifreiðalþróttaklúbbsins og Orkusparnadarnefndar: Suzuki, Opel og Volvo hlutskarpastir ■ Árleg sparaksturskeppni Bifreiðaí- þróttaklúbbs Reykjavikur fór fram sl. sunnudag og var hún að þessu sinni framkvæmd í samvinnu Orkusparnaðar- nefndar, sem gaf viðurkenningu til þess umboðs er átti bil þann sem komst lengst. Fimmtán bílar frá fjórum umboðum kepptu um hver kæmist lengst á fimm lítrum af bensini, og var þeim skipt í fjóra flokka eftir vélarstærð. Úrslit voru þau að í 0-1000 cc. flokki sigraði Úlfar Hinriksson á Suzuki, Vilhjálmur Sigurðsson var efstur í fjokki 1001-1003 cc. á Opel Kadett, í fíokki 1301-1600 cc. var Sigurður Kristófersson efstu á Volvo og í 2001-3000 cc flokki sigraði Guðmundur Kristófersson, einn- ig á Volvo. Ekið var helming keppninnar innan Stór-Reykjavíkursvæðis, en síðan ekin Krýsuvíkurleið til Reykjaness, snúið við og ekið til baka sömu leið. Athygli vakti að Suzuki bilar voru í fjórum efstu sætunum í flokki 0-1000 cc. Afhending viðurkenninga fór fram að Hótel Loftleiðum á mánudagskvöldinu, að viðstöddum keppnishöldurum og ökumönnum, sem tóku við viðurkenn- ingum fyrir árangurinn. SVJ Bensinskammturinn mældur nákvæmlega, ekki mátti muna dropa til eða frá. VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI Gerum tilboð I að sækja bila hvert á land sem er. Siml 33700, Reykjavik. Lokað á laugardögum í sumar @ KAUPMANNASAMTOK ISLANDS Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannasamtök islands vilja vekja athygli á aö samkvæmt kjarasamningum milli aöila, þá veröa verzlanir lokaöar á laugardögum í sumar, frá 20. júní til ágústloka. Geriö því innkaupin tímanlega. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kaupmannasamtök íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.