Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 7
7 FÖSTUDAGUR 25.JÚNÍ 1982. erlent yffirlit erlendar ffréttír ■ FJOLMIÐLAR telja sig hafa fengið þær fréttir af fundi þeirra Reagans og Begins síðastliðinn mánudag, að Reag- an hafi verið þungur á svip og fámæltur, þegar hann tók á móti gestum sínum, ólíkt því, að hann er venjulega brosmildur og skrafhreyfinn undir slik- um kringumstæðum. Þá segja sömu heimildir, að Reagan hafi sagt litið á fundinum og látið Begin tala. Fundurinn fór þannig fram, að fyrst ræddust þeir við einir i hálfa klukku- stund, en siðan með ráðgjöfum sinum. Fullyrt er, að Reagan hafi viljað sýna Begin með þessari framkomu sinni, að hann væri engan veginn ánægður með framferði ísraelsmanna í Líbanon, enda er það að miklu leyti eða mestu leyti framið á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, þótt hún sé þvi mótfallin. Ef nú sæti forseti i Hvita húsinu með bein í nefinu, likt og Eisenhower, væri hann búinn að skipa ísraelsmönnum að hverfa heim og hóta þeim refsiaðgerðum, ef þeir hlýddu ekki. Þannig afstýrði Eisenhower stór- styrjöld við Suezeiðið á sínum, tima. ■ Reagan og Begin i Hvita húsinu síðastl. mánudag. REAGAN LEIT BEGIN ALVARLEGUM AUGUM Begin lét sér ekkert bregða Reagan á að því leyti erfiðari stöðu en Eisenhower i málinu, að stjórn hans er klofin i því. Haig utanrikisráðherra er hlynntur Israelsstjórn og felst á þær röksemdir hennar fyrir styrjöldinni i Líbanon, að hún gæti styrkt stöðu Bandaríkjanna í Austurlöndum nær. Weinberger vamarmálaráðherra stendur hins vegar nær Eisenhowerstefn- unni, og telur Bandaríkin ekki aðeins bíða álitshnekki við það að taka beina eða óbeina ábyrgð á hemaði ísraels- manna í Libanon, heldur muni þetta veikja stöðu Bandaríkjanna í Austur- löndum nær og sameina Arabarikin - ekki aðeins gegn ísrael heldur einnig gegn Bandaríkjunum. Þá geti þetta orðið til þess að ryðja braut strangtrúar- stefnu Khomeinis og færa Persaflóaríkin undir fomstu {rana. BEGIN var vel kunnugt um þennan ágreining þeirra Haigs og Weinbergers, þegar hann ræddi við Reagan. Hann vissi einnig, að Reagan var ekki alveg búinn að gera upp hug sinn um það, hvort hann ætti heldur að hneygjast að stefnu Haigs eða Weinbergers. Málflutningur Begins hneig að sjálf- sögðu allur til stuðning við stefnu Haigs. Hann lýsti því við þetta tækifæri, eins og hann hafði reyndar gert oft opinber- lega áður, að í rauninni væm ísraels- menn að berjast gegn útþenslustefnu Rússa i Líbanon. Frelsishreyfing Palestínumanna og Sýrlendinga væru alveg á bandi Rússa og ósigur þessara aðila myndi þvi veikja Rússa. Hin svonefndu hófsömu riki Araba létu sér þetta i raun vel líka, þótt þau segðu annað opinberlega. Þá er talið, að Begin hafi skýrt fyrir Reagan hver væri tilgangur ísraels- stjórnar með styrjöldinni i Líbanon. Raunar var hann búinn að gera þetta opinbert áður, m.a. á fundi með Gyðingum í New York. í fyrsta lagi telur ísraelsstjórn sig stefna að því að 40 km breitt svæði i Líbanon meðfram landamærum fsraels verði undir alþjóðlegri friðargæzlu til að koma i veg fyrir að Arabar geti gert árásir þaðan. ísraelsstjórn vill ekki að Sameinuðu þjóðirnar annist þessa gæzlu. Hún leggur áherzlu á, að Bandarikjamenn taki þátt i herliði þvi, sem annist gæzluna. í öðru lagi vill ísraelsstjórn, að komið verði á fót stjórn i Líbanon, sem sé bæði óháð PLO og Sýrlendingum. í raun er hér átt við stjórn, sem verði hlynnt ísrael. Líbanon á með öðrum orðum að verða eins konar leppriki ísrales. ■ Haig og Weinberger. Eftir fund þeirra Reagans ogBegins var gefin út yfirlýsing með loðnu orða- lagi, en af henni má þó ráða, að Reagan hafi fallizt á flest sjónarmið Begins. Þó er talið, að hann hafi ekki fallizt á að svo komnu máli, að Bandarikin taki þátt í friðargæzlusveitum i Libanon. Gegn því hefur Weinberger lagzt mjög harkalega. Daginn áður en þeir Reagan og Begin ræddust við, hélt Weinberger blaða- mannafund, þar sem hann lýsti sig mótfallinn innrás ísraelsmanna i Libanon og taldi að þeir ættu þegar að draga her sinn þaðan. Hann lýsti þeirri skoðun sinni, að Palestinudeilan yrði ekki leyst með vopnavaldi, heldur myndi beiting þess gera ástandið enn verra. Yfirleitt virðist litið þannig a, að Begin hafi getað gengið af fundi Reagans sigri hrósandi. Hann hafi fengið forsetann til að fallast á flest sjónarmið sin. Vafalaust hefur fundur- inn orðið ísraelsmönnum hvatning um að halda styrjöldinni áfram, unz þeir hafa náð markmiðum sínum. - Til þess að róa Reagan og Haig fallast ísraelsmenn öðru hverju á vopnahlé, en rjúfa það óðar og kenna Palestinu- mönnum og Sýrlendingum um það á víxl. Frekar eru þær ásakanir ótrúlegar, því að þessir aðilar græða ekki á áframhaldandi styrjöld. Begin varð viðar vel ágengt i Bandaríkjaferð sinni en í Washington. Hann hélt fund með helstu auðmönnum i hópi Gyðinga á Waldorf-Astoria hótelinu siðastliðinn föstudag. Aðgangs- eyririnn að fundinum var dýr. Aðgang fengu þeir einir, sem höfðu lofað að leggja fram minnst 100 þúsund dollara til stuðnings ísraelsriki. Á fundinum söfnuðust 27 milljónir dollara sam- kvæmt frásögn New York Times. Það er þvi á ýmsan hátt, sem Bandaríkjamenn styðja styrjöldina i Líbanon. Þeir virðast margir loka augunum fyrir hörmungunum þar. Talið er að þegar hafi fallið þar um 10 þús. manns, mest óbreyttir borgarar. Tala særðra sé miklu hærri. Um 600 þúsund manns hafi misst heimili sin. Blaðamenn, sem hafa fengið að heim- sækja borgir og þorp, þar sem eyði- leggingin hefur orðið mest, segja hörmungarnar meiri en orð fái lýst. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Kil Líbanon: Stórorusta um þjódveginn til Damaskus — á milli ísraelsmanna og Sýrlendinga ■ Stórorusta geisar nú á milli herja fsraelsmanna og Sýrlendinga um þjóðveginn á milli Beirut og Dam- askus í Libanon. ísraelsmenn sækja að veginum i tveimur fylkingum úr suðri og hafa þegar náð til hans á nokkrum stöðum. Loftbardagar stóðu yfir i allan gærdag á milli flugherja rikjanna og vitað er að Sýrlendingar misstu tvær MIG-þotur í þeim. Ef Israelsmenn ná veginum á sitt vald eru þeir i sterkri aðstöðu til að hrekja heri Sýrlendinga í átt að landamærum Libanons og Sýrlands. Miklar loftárásir voru á sama tíma gerðar á stöður Palestínumanna innan Beirut auk þess sem herskip fsraelsmanna fyrir utan Beirut héldu uppi mikilli skothrið á vesturhluta borgarinnar. Eftir því sem átökin ágerðust átti Philip Habib sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjanna í miðausturlöndum fundi með leiðtogum Libanon og áætlað er að hann haldi til Tel Aviv | í dag til viðræðna við ísraelsmenn. Palestinumenn hafa boðist til þess | að draga sig til baka, inn í svæði í Líbanon ef ísraelsmenn drægju sig til baka en ísraelsmenn munu hafa hafnað þvi, og vilja fá Palestínu- menn út úr Libanon fyrir fullt og allt. ísraelska stjórnin hélt fund í gær og samkvæmt fréttum úr ísraelska útvarpinu þá stendur yfirlýsing ísra- elsmanna, um að halda ekki inn í vesturhluta Beirut, óbreytt. Bandaríska stjórnin gaf út þá yfirlýsingu i gær að hún harmaði það að bardagar hafi blossað upp aftur og hvatti hún deiluaðila til þess að hætta bardögunum. Bandarisk og bresk skip eru komin til borgarinnar Junyie þar sem þau munu taka farþega viðkomandi landa sem vilja halda frá landinu. Eru þetta um 1000 manns og munu þeir verða fluttir til Kýpur. „HöEdum áfram með leiðsluna” I- segir Helmut Schmidt, kanslari ■ Helmut Schmidt kanslari Vestur- Þýskalands sagði á þýska þinginu að V-Þjóðverjar og evrópskir samstarfs- aðilar þeirra mundu halda áfram framkvæmdum við gasleiðsluna frá Síberíu en jafnframt gagnrýndi hann Bandarikjamenn harðlega fyrir að hafa framlengt bann sitt við leiðsl- „Vestur-Þýskaland getur ekki sætt sig við viðskiptastrið við Sovétríkin | sem gæti leitt til nýs kalds striðs" sagði kanslarinn og jafnframt gagn- rýndi hann háa vexti i Bandarikjun- um og sagði þá vera eina af höfuðástæðum þess að ekki væri hægt að bæta efnahagsástandið og skapa aukna vinnu. Frakkar á móti inngöngu Spán-| verja í Mitterrand Frakklandsforseti mun hafa gert Spánverjum ljósa þá afstöðu Frakka að þeir væru á móti inngöngu þeirra í Efnahagsbandalag- ið við óbreyttar aðstæður en hann kom til Frakklands i gær úr tveggja daga heimsókn sinni til Spánar. Mitterrand mun hafa sagt spönsk- I um leiðtogum að hann tæki ekki áhættuna á að styðja inngöngu þeirra i EBE fyrr en bandalagið hefði ráðið fram úr núverandi vandamálum sinum. Samkvæmt fregnum frá höfuð- stöðvum bandalagsins i Brússel munu Frakkar vera þeir einu sem setja sig á móti dagsetningu þeirri sem sett hefur verið fyrir inngöngu ‘ Spánar i bandalagið en það er jan. 1984. Ástæður þess eru að spánskur landbúnaður er betur i stakk búinn en franskur vegna minni framleiðslu- kostnaðar. Byssumenn réd-| ust á heimili Mugabe forseta Byssumenn réðust á heimili Mugabe forseta Zimbabwe i höfuð- borginni i gær, ennfremur var ráðist á heimili birgðamálaráðherrans. Hvorugur mannanna beið skaða af þessu en einn árásarmannanna mun hafa fallið. Erfitt er að fá nákvæmar fréttir af þessum atburði en svo virðist sem árásarmönnunum hafi ekki tekist að komast i gegnum hliðið fyrir utan heimili Mugabe þar sem þeir lentu í skotbardaga við lifverði hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.