Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 9
mannsaldur plægt jarðveg akurs og anda, í bókstaflegum skilningi, þegar leiðir okkar lágu saman og af því naut ég oft góðs á ýmsum vettvangi. Af reynslu hans frá ýmsum hliðum mann- lifsins lærði ég margt og fagleg svið sem ég, honum fremur, hafði kynnst, tileinkaði hann sér með hæfilegri varfærni. Hann trúði mér fyrir því, að ungur hafi hugur sinn allur horft ti! framhalds- náms í búvísindum að loknum prófi frá Bændaskólanum á Hólum árið 1917, en atvikin eða forlögin hafi hagað stefnunni til annarrar áttar þvi að kall kom þá til verklegra athafna við bústörf í föður- garði. Á þvi leikur enginn vafi, að hugur, hneigð og hæfileikar Guðmundar stóðu miklu nær fræðimennsku en venjulegum bústörfum i sveit og fór ekki hjá þvi, að í kyrrþey urðu oft umræður okkar i milli um þau efni. Sem bóndi og ráðunautur í héraði vann hann störf sín með alúð. og umhyggju, en þau voru ekki alltaf að verðleikum metin af því að sumum þótti ráð hans frekar grundvölluð á áliti en faglegri þekkingu. í öllu samstarfi okkar var Guðmundur hinn frábærlega ötuli athafnamaður, er með lifi og sál, árvekni og alúð, rækti hvert hlutverk, enda honum falin til úrlausnar hin fjölbreyttustu störf til afreka í daglegri önn. Guðmundi veittist létt að færa hugsanir sinar i búning til flutnings á almannafæri, bæði fyrir lesendur og heyrendur. Hinir fjölmörgu hlustendur á útvarpserindi hans vottuðu það best. Frá hendi Guðmundar Jósafatssonar eru á prenti ótaldar greinar og ritgerðir i blöðum og timaritum, en viðamestu ritverk hans hygg ég vera Afmælisrit Búnaðarsambands Kjalarnesþings 50 ára og veigamikla ritgerð í safninu Göngur og réttir, sem Bókaforlagið Norðri gaf út og Bragi Sigurjónsson ritstýrði. Af árvekni og áhuga Guðmundar í samstarfi okkar ber langhæst þegnskap- arvinnan, sem við i félagi ræktum i öllum fristundum um þriggja ára skeið við þátt okkar íslendinga i Orðabók landbúnaðarins, er út kom i Osló árið 1979 á 7 tungumálum með lykilorð á norsku í fyrstu röð. 1 þvi starfi annaðist hann spjaldskrána með leiftrandi áhuga. Fyrir öll samskipti okkar og samvinnu flyt ég hérmeð á skilnaðarstund hjartans þakkir og knýti honum heiðurskrans í heimi minninganna við brottför til nýrrar tilveru í öðrum heimi. Gísli Kristjánsson t Kveðja frá starfsfólki Bún- aðarfélags íslands Þegar búnaðarmálastjóri skýrði okk- ur starfsfólkinu frá þvi fyrir viku, að Guðmundur Jósafatsson hefði látist þá um morguninn, voru örfáir dagar liðnir frá því, að þeir höfðu hist norðan heiða, og Guðmundur þá verið hress og kátur, eins og hann átti vanda til. Æviferli hans og uppruna munu aðrir gera skil á verðugan hátt, þegar hann nú hverfur sjónum okkar. Þessum orðum er ætlað það eitt að votta honum virðingu okkar, samstarfsfólksins hjá Búnaðarfélagi ís- lands, og þakka það að hafa átt þess kost að kynnast honum og starfa með honum. Sum okkar höfðum unnið með honum i réttan aldarfjórðung og jafnvel kynnst honum fyrr, er hann var ráðunautur í Húnavatnssýslu og trúnaðarmaður fél- agsins þar um slóðir. önnur höfðu þekkt hann miklu skemur, er hann lét hér af störfum um mitt ár 1980, þá á 86. aldursári, og gerðist vistmaður á Héraðshælinu á Blönduósi. Hinir yngstu hér muna Guðmund e.t.v. eingöngu sem hinn fótfráa ferðalang, kominn i stutta heimsókn til að taka i höndina á gömlum vinum og var vel fagnað. Ekki dvaldi hann þó lengi á hverjum stað á þessum stofugangi. Bar þar hvort tveggja til, að hann vildi ekki tefja menn frá vinnu og sjálfur átti hann ýmsum erindum að gegna hér syðra í þessum orlofsferðum, því að áhugamálin voru enn mörg. Heimsóknir þessar voru gagnkvæmar. Þegar starfsmenn hér áttu leið um Blönduós, gerðu þeir sér far um að líta inn til Guðmundar. Sýnir það hvaða hug félagar hans báru til hans. Við starfsfélagar Guðmundar í Bún- aðarfélaginu minnumst hans fyrir margra hluta sakir. Hann var hlýr i viðmóti, gumna glaðastur, boðinn og búinn að taka að sér hin margvíslegustu nauðsynjastörf, svo sem timafrekar og vandasamar ritsmíðar eða létta undir með þvi að sækja póstinn. Þessi fjölgáfaði maður miðlaði okkur af fróðleik sínum um menn og málefni, fór með hnyttnar visur úr safni sinu, var víðlesinn í menningar- og atvinnusögu þjóðarinnar, fróður í bókmenntum þjóðarinnar að fornu og síðari tíma, þótt hann hafi vafalaust vinsað úr því, sem út hefur komið siðustu áratugina. Hann unni íslenskri tungu og skrifaði óvenju vandað mál. Hann var einn af vormönn- um íslands, alla tið áhugasamur um framfarir í atvinnumálum, en opinskár um það, sem honum þótti miður fara í þjóðlifinu. Hann ritaði greinar um áhugamál sin og flutti mörg erindi í útvarp. í Búnaðarfélaginu þekkti Guðmund- ur vel til verka. Áður en hann flutti til Reykjavíkur hafði hann um nokkurra ára skeið dvalist þar yfir vetrartímann og aðstoðað búfjárræktarráðunauta fél- agslns við skýrslugerð. Síðar var hann við ráðningu á fólki til sveitastarfa og aðstoðaði við forðagæslu og afgreiðslu búnaðarblaðsins Freys. Vinnudagurinn var langur, en sjaldn að því gætt, hvað tímanum leið. Það, sem hann upp skar, var ánægjan af starfinu. Hann eignaðist vini meðal starfsfólksins og hann var i náinni sneriingu við fjölda bænda og fræðimanna með sameiginleg áhugamál á einu eða fleiri sviðum. Honum gafst tækifæri til ritsmíða eftir vinnutima og um helgar, og auðvelt var að afla gagna á söfnum. Hann hélt þó nánum tengslum við heimabyggð sína og átti þess nú kost að ferðast víðar. Hann fór oft í réttir, aðstoðaði við eftirleitir úr flugvél, gerðist meira að segja fylgdarsveinn kunnrar leikkonu um ör- æfi landsins. Hann brá sér i Miðjarðar- hafsferð með skemmtiferðaskipinu Bal- tica og loks gerði Búnaðarfélag íslands honum kleift að heimsækja íslendinga- byggðir vestan hafs, þar sem hann sá heimili Klettafjallaskáldsins, sýslunga sina og átti ógleymanlegar stundir með fólki, er sumt hélt enn við islenskri tungu og siðum. Þótt Guðmundur væri kominn á sjötugsaldur, er hann kom til starfa hér syðra hjá Búnaðarfélagi fslands þá er aldarfjórðungurinn, sem hann var hér, e.t.v. sá kafli ævi hans, er hann naut sín hvað jafnbest. Hinar stóru stundir i lifi hans voru að vísu að baki, stundir mestu hamingju og fagnaðar, stundir dýpstu sorgar og sárra vonbrigða. Öldurnar risu ekki eins hátt, dalir þeirra ekki jafndjúpir, en byrinn þó nægur til að áfram miðaði i starfi. Sú tíð var liðin, er hann, ungur maður með glæstar vonir um að mega verða þjóð sinni að sem mestu gagni, stóð ferðbúinn og ekki með ýkja mikinn farangur til að sigla til háskólanáms í búvísindum og auka þannig við búfræði- menntun sína frá Hólum. Þá gripu örlögin í taumana með snöggum hætti, og sú ferð var aldrei farin. Hin góða leiðsögn, er hann hafði hlotið við tveggja ára nám á Hólum, að viðbættu 8 vikna námi undir fermingu, var því hin eina skólaganga er Guðmundur hlaut. 1 Æviskrám samtíðarmanna velur hann sér heitið húskarl til þess tíma, er hann stofnar til bús i Austurhlíð 1932, en þá hafði hann um árabil unnið hjá föður sínum á næsta bæ, Brandsstöðum, sem Guðmundur kenndi sig jafna við. Hann brá búi i Austurhlíð, er eiginkona hans var látin og einkasonur farinn til starfa annars staðar. Guðmundur var lágur maður, knálega vaxinn, ágætlega að íþróttum búinn og talinn afrenndur að afli, enda er sagt, að honum hafi unnist vel við jarðabætur og grjóthleðslu fyrr á árum. Hann var sá okkar félaganna, er oft hljóp við fót á göngum Bændahallarinnar, þótt elstur væri. Hann stundaði sund alla tíð og kunni vel að meta laugar Reykjavíkur- borgar, þótt ólikar væru hinum köldu, blendnu straumum árinnar við túnfótinn á Brandsstöðum og Austurhlið. Hann lést að morgni 16. þ.m., er hann hafði gengið til laugar. Nú á Jónsmessu verður Guðmundar minnst hér i Reykjavik og daginn eftir verður útför hans gerð frá Bergsstaða- kirkju, þar sem hann ungur tók að sér formennsku safnaðarstjórnar árið 1920 og hélt henni nær óslitið til ársins 1961. Nú leggur hann upp í þá ferð, sem alltaf er farin, og við vitum, að hann er vel búinn til hennar. Við samstarfsfólk Guðmundar Jdsafatssonar hjá Búnaðar- félagi íslands þökkum honum sam- starfið að leiðarlokum og vottum nánustu ættingjum hans og öðrum vandamönnum samúð okkar. 23.6.1982 „Little Sweet“, 3 dansar eftir Lloyd, eru tileinkaðir bömum skáldsins, tveim- ur að tölu, en hinn þriðji bami ennþá ógetnu að áliti Lloyds. Þetta em gamansamir smámolar í breskum stil, en þeir hafa jafnan gaman að „musical jokes“ og hafa almennt ekki pipuhatta- afstöðu til tónlistar, jafnvel ekki Lud- wigs van sjálfs. Brandenborgarkonsertinn var mesta nýnæmið þarna: einleiksfiðla og flauta, og hljómsveit fiðlu, lágfiðlu, knéfiðlu, bassafiðlu og sembals. Þama naut sin allt fullkomlega i dásamlegu jafnvægi, og flautan gat leyft sér að hafa fallegan og bústinn tón án þess að þurfa að óttast drukknun. Sembal-parturinn var víst eitthvað meiri að vöxtum i þessari útsetningu en hinni nú venjulegu, en annars vita fáir hvemig þessi verk voru spiluð i upphafi. Kannski eitthvað þessu líkt? Þrjú verk fyrir strengjakvartett samdi Stravinsky 1914, sérkennileg verk og svo stutt að maður veit varla fyrr en þau eru búin. Tiu smáverk fyrir blásarakvintett voru fmmflutt í Stokkhólmi 1969. Höfundurinn, György Ligeti, er Ung- verji, fæddur 1923. Hér reynir mikið á kunnáttu spilaranna, þar sem skiptast á tilraunir í striðum samhljómum og hraðar fingraflækjur. „Einleiksraddim- ar fyrir öll fimm hljóðfærin em mjög erfiðar og koma fram eiginleikar hvers hljóðfæris fyrir sig mjög greinilega." Benjamin Britten var 19 ára þegar hann skrifaði þessa Sinfoniettu óp. 1 - hans fyrsta verk sem gefið var út. Britten var eitt helsta tónskáld Breta á þessari öld og liggur margt skemmtilegt eftir hann. Kunnáttumenn sjá i Sinfoniett- unni kím þess sem koma skyldi. 21.6. Sigurður Steinþórsson skrifar um tónlist á vettvangi dagsins , , jg?? .. ■ . • * VIRKJUM KRÖFLU OG LÁTUM GEYSI í FRIÐI eftir Odd Ólafsson ■ Maður úr þeim liðsafla sem hefur framfæri sitt af því að sjá þjóðinni fyrir dægrastyttingu lét í fyrrahaust gera rauf i skálarbarminn umhverfis Geysi. Aðgerðin var gerð til að létta undir með hvernum að gjósa. Þetta var nauðsynlegt vegna þess að i kvikmyndahandriti sem skemmti- maðurinn var að gera mynd eftir stóð að Geysir ætti að gjósa. Þetta tókst með ágætum. Vatnið rann úr skálinni og Geysir spýtti upp sápunni sem mokað var i hann og ekki þurfti að breyta handritinu, því náttúru- öflin vorukúguð undir vilja leik- stjórans. Þegar allt þetta var afstaðið hófst ein af þessum skemmtilegu uppá- komum sem lífgar upp á þjóðlífið langa skammdegismánuði. Þegar fréttist að líf hefði færst i hverinn rumskaði nefndin Geysisnefnd og hafði allt á hornum sér. Búið að skemma Geysi og hann farinn að gjósa án þess að nefndin hefði samþykkt það. Fjölmiðlar ræddu fram og til baka um fyrirbærið og raufin í skálar- barminn var á allra vörum. Gott ef að lögreglurannsókn fór ekki fram. Margir voru til kallaðir að segja álit sitt á gosinu og raufinni og sjónvarp- ið sá sér fært að skjóta inn umræðuþætti um málið, þar sem það varð ekki útrætt vegna timaskorts, frekar en önnur umræðuefni þar. Skrýtið að þar er alltaf nægur tími fyrir auglýsingar og fótbolta, en yfirþyrmandi timaskortur hrjáir ávallt þegar þjóðþrifamál eru þar til umræðu. Formaður Geysisnefndar flutti mál sitt af festu og þótti og taldi nánast helgispjöl! að rjúfa skálina og framkalla gos fyrir bióið. Hafði hann nokkuð til sins máls. Nú, nú. Þetta mál lognaðist út af eins og önnur skemmtun og hefur verið hljótt um Geysi siðan. Að minnsta kosti hafa engin sjónvarps- gos orðið í Haukadal siðan. En nú berast gleðitiðindi. Geysir er farinn að gjósa á sunnudögum, og mun gera það í allt sumar. Hann gýs þrátt fyrir að fyllt hefur verið upp í raufina andstyggilegu. Náttúruundr- ið þarf enga rauf, aðeins nóg af grænsápu. Væntanlega er það með fullu samþykki Geysisnefndar að hverinn sem hún hefur i sinni umsjá gýs nú á hverjum messudegi. Það er munur að geta gengið að því vísu að þarna verður framleitt gos af mannavöld- um eftir klukku. Hægt er að skipuleggja ferðamannastrauminn með tilliti til þessa og er ekki ónýtt að geta boðið upp á fyrsta flokks gervigos i litskrúðugum bæklingum sem laða eiga ferðamcnn til landsins. Þetta er ekkieinsdæmi. Skrúfað er fyrir Niagarafossana á næturnar þegar enginn er hvort sem er að glápa á þá, en vatninu hleypt á, á daginn ferðamönnum til augnayndis. Margt getum við lært af þeim i útlandinu. í vetur sýndist það vera aðalhlut- verk Geysisnefndar að sjá svo til að hverinn heimsfrægi gysi alls ekki, að minnsta kosti ekki af mannavöldum. í sumar er hlutverk nefndarinnar að sjá svo um að Geysir gjósi á fyrirfram ákveðum tíma einu sinni i viku. Enginn veit sina ævina .. Einn nefndarmanna var spurður i blaði hvort náttúruundrinu væri ekki sýnd óvirðing með þvi að láta það gjósa á fyrirfram ákveðnum tíma með sápumokstri. Það taldi hann ekki vera. Hefð væri fyrir þvi að framkalla gos með grænsápu. Hins vegar virðist ekki vera hefð fyrir því að höggva rauf i skálarbarm- inn. Það var að visu gert fyrir nokkrum áratugum og sápa sett i holuna og Geysir gaus eftir langan Þyrnirósarsvefn. Þótti það vel af sér vikið á sinum tima og ekki var kvartað yfir raufinni þá. Öðru máli gegndi þegar höggvið var í skálina s.l. haust. Þar sem fordæmið var aðeins eitt er ekki hægt að tala um hefð. Þá þótti athæfið vera skemmd á náttúrusmið og yfirleitt ónáttúru- legt að láta Geysi gjósa með slikum bolabrögðum. Þvi er von að spurt sé, hvort ferðamannagos, framkallað með grænsápu, sé ekki hálfgerð nauðgun á náttúrunni, jafnvel þótt skálin sé raufarlaus? Geysir er náttúrusmíð og hlýtur að lúta þeim lögmálum sem náttúru- öflin búa honum. Sápumokstur og gervigos eru ekki við hæfi. Ef Geysir gamli ekki gýs af sjálfsdáðum þegar honum hentar á að sýna honum þann sóma að láta hann krauma i friði. En fleiri sjónarmið eiga sjálfsagt rétt á sér. Sumir geta ekki sætt sig við að hverinn frægi gjósi ekki eftir pöntun og eins og skáldið sagði: „Það skiptir mestu máli að einhver græði á þvi“. Hins vegar skiptir það enn meira máli ef við viljum græða á gosi úr iðrum jarðar að einbeita sér að þvi að koma af stað náttúrukröftunum i borholunum við Kröflu, en að vera að nauðga gamla Geysi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.