Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25.JÚNÍ 1982. heimilistfminni AF HVERJU TEKST SUMU FÓLKI EKKI AÐ LÉTTAST? margir hafa barist við aukakílóin með misjöfnum árangri Margir eru þeir, sem fyrr eða siðar hafa lagt til orrustu við aukakilóin, sem allt of marga hrjá i allsnægtaþjóðfélagi nútimans. Arangurinn vill verða misjafn og sumir eru þeir, sem aldrei tekst að léttast, þrátt fyrir hugdjarfa baráttu. Þessi grein er þeim til hughreystingar. Visindamenn hafa nefnilega leitt i Ijós nokkrar ástæður þess, hversu oft megrunarkúrar eru dæmdir til að mistakast. ■ Loksins hafa verið færð rök að því, að ekki er einungis um að kenna takmarkalausri græðgi og algjörum skorti á viljastyrk hjá þeim, sem eru of holdugir. Visindalegar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að sumu fólki er hættara við að fitna en öðru. Astæðuna nefna vísindamennirnir „brúnar fitufrumur", frumur, sem breyta fitu í hita. Grannt fólk býr yfir fleiri slíkum frumum en feitt. Hér á eftir eru upplýstar nokkrar ástæður þess, að i stað þess að lcttast, þegar farið er í megrunarkúr, á sumt fólk það til að þyngjast. Sumir geta með engu móti haldið sig í megrunarkúr, þar sem þeir verða alteknir af ómótstæði- legri löngun i ákveðnar fæðutegundir og megrunarkúr getur verið þessu fólki svo óþægilegur, að það kemst að þeirri niðurstöðu að betra sé að vera svolítið þrifalegur og líða að öðru leyti vel, en aðþjást stöðugt, jafnvel þó að í staðinn verði það grannt og rennilegt. Og þar við bætist vissan um það, að hvort sem er líði ekki á löngu uns kílóin eru aftur komin á sinn stað, þ.e.a.s. jafnóðum og megrunarkúrnum er aflétt! Á árinu 1950 fékk breskur lifefnafræð- ingur hóp af fólki til að neyta tvisvar til þrisvar sinnum meiri matar en það gerði venjulega. Þeir, sem aldrei höfðu átt í erfiðleikum með að halda réttri þyngd, fitnuðu ekki, þrátt fyrir aukna neyslu, heldur virtist meltingin ganga hraðar fyrir sig og likaminn brenna þessum umframhitaeiningum með auknum hraða. Þeir sem höfðu áður átt í erfiðleikum með að halda þyngdinni í skefjum aftur á móti, bættu á sig einu kílóinu á fætur öðru. Nýlega hefur verið gerð svipuð tilraun á bandariskum karlmönnum, sem koma úr fjölskyldum, þar sem engin vandræði hafa fyrirfundist vegna offitu. Hún leiddi til sömu niðurstöðu. Ef of mikil fæðuneysla leiðir ekki endilega til þyngdaaukningar, er aug- ljóst, að megrunarkúr þarf ekki að leiða til þyngdartaps. 30 konur, sem hföðu borið fram kvörtun um, að þeim væri ómögulegt að léttast, voru nýlegarsettar á 1500 hitaeininga-á-dag-kúr. Að þrem vikum liðnum höfðu tvær þeirra þyngst, en niu voru jafnþungar og þegar kúrinn hófst! Hinn algengi megrunarkúr með fáum hitaeiningum, sem notast er við i flestum tilfellum i baráttunni við ofþyngdina, beinist fyrst og fremst að einkennum, en ekki orsökunum, segja sérfræðingar nú. Sumar ástæður eru nú þegar vel þekktar, s.s. söfnun kolvetna, matarofnæmi, matarfíkn og lágur blóðsykur. Söfnun kolvetna Kolvetni er að finna i sterkjuríkum mat, sykri, korni (brauði, hveiti, ,,cereali“), hunangi og kartöflum, en ' einnig i talsverðum mæli i öðrum rótarávöxtum, baunum, ávöxtum og flestum tegundum hneta. Hefðbundinn megrunarvísidómur hefur talið okkur trú um að hitaeining sé hitaeining, hvort heldur hún kemur úr kolvetnasnauðu kjúklingakjöti eða kolvetnaríkri tertu. Hvað varðar þann, sem safnar kolvetnaforða, erþetta alveg misskilningur. Ástæðan er sú, að líkaminn vinnur ekki á sama hátt úr eggjahvituefni og kolvetnum, þar sem ekki eru sömu hvatar að verki. Því er likast sem kolvetnasafnararnir búi ekki yfir nægum hvötum til að breyta kolvetnunum í orku, og því fer sem fer, þau urmnyndast í fitu. Höfundur bókarinnar „Etið fitu og grennist", Dr. Richard Mackarness heldur því fram, að ein aðalástæða offitu sé sú, að líkamanum sé misboðið með þvi að dæla i hann fæðu, sem hann sé alls ekki útbúinn til að ráða við, s.s. hreinsuðum sterkjuefnum og sykri, í stað góðrar fæðu úr náttúrunnar riki, sem mannshöndin hefur ekki verið að fáta í, einkum og sér i lagi kjöts, fisks og fugla, en vel að merkja, ekki eigi að fjarlægja fituna. Niðurstaðan er þvi sú, að þeir, sem safna kolvetnaforða, verða að telja kolvetni ekki hitaeiningar. Þeir verða að prófa sig áfram um hvaða magn kolvetna á degi hverjum hentar þeim best. Þegar þeir fara i megrunarkúr, mega þeir alls ekki neyta sykurs, korns eða hveitis. Þeir mega neyta ávaxta, hr.eta og sterkjuriks grænmetis í hófi. Og kjöt, fisk, egg, osta, smjör, oliur og kál mega þeir borða að vild. Matarofnæmi Margir þeir, sem safna kolvetnaforða, og aðrir, sem holdugir eru, hafa nokkurs konar matarofnæmi. Jafnvel fæðuteg- undir, sem ekki eru fitandi, virðast valda offitu hjá þeim. Hér á eftir fer eitt dæmi um slíkt. Kona nokkur kom til læknis til að reyna að fá bót á langvarandi þunglyndi. Það virtist ekkert koma málinu við, að 38 ára að aldri vó hún rúm 75 kiló og var enn að þyngjast, þrátt fyrir að hún væri á ströngum hitaeiningasnauðum matarkúr. Læknirinn ákvað að breyta mataræði konunnar, ef það mætti verða til þess, að hann kæmist að raun um, hvort hún hefði ofnæmi fyrir vissum matartegundum og þá hverjum. Hún mátti einungis neyta lambakjöts, pera og sódavatns (ofnæmi gegn lambakjöti og perum er ekki óþekkt en mjög sjaldgæft). Að skömmum tíma liðnum fór líðan konunnar að batna svo, að lækninum þótti full ástæða til að ofnæmisprófa hana gegn ýmsum al- gengu matartegundum. í Ijós kom, að hún þoldi ekki gulrætur, kartöflur né tómata. Þegar hún hætti að leggja sér þetta til munns, hvarf þunglyndið og innan skamms hafði hún lést niður í 55 kg- Önnur kona lýsir reynslu sinni þannig, aðþráttfyrirstöðuganmegumarkúr hafi henni aldrei tekist að komast niður fyrir 76 kíló. Stundum fór hún m.a.s. yfir 90 kíló. Og hún var þunglynd. Til að létta skapið hámaði hún í sig sælgæti, en það var skammvinn lækning á þunglyndinu, sem þvi fylgdi. Og hún þjáðist stöðugt af höfuðverk. Þá var henni bent á, að verið gæti, að hún hefði ofnæmi gegn sælgæti. Hún neitaði sér um öll sætindi i nokkra daga, en stakk svo upp i sig piparmyntubrjóstsykri. Það var eins og við manninn mælt. Þunglyndið helltist yfir hana. Hún fór til læknis, sem ofnæmisprófaði hana. Hún reyndist hafa ofnæmi gegn sykri, sem hún hætti að neyta. Hún tók að léttast og þunglyndið hvarf. Fólk sem ekki hefur ofnæmi fyrir neinum matartegundum, og sett er á föstu eða lambakjöts- og perukúr, á ekki að finna til annarra óþæginda en hungurs. Ómótstæðileg löngun i vissan mat eða likamleg eða andleg óþægindi eru fráhvarfseinkenni, sem benda til ofnæmis gegn einhverri matartegund. Sumt fólk, sem virðist vera of feitt, er einfaldlega gegnsósa af vökva, segir læknir nokkur, sem hefur kynnt sér matarofnæmi undanfarin ár. Hann segir þetta fólk oft líta út fyrir að vera feitt, en i raun sé það kannski tágrannt, ef það bara losnar við allan þennan vökva. Þá er um að gera að komast að þvi, hvað það er, sem ofnæminu veldur, og fjarlægja það úr mataræðinu. Yanabindandi matartegundir Þær matartegundir, sem ofnæminu valda, verða oft vanabindandi! Áköf löngun í þær leiða gjarna til vítahringsins ofáts - sveltis. Ef þessum matartegund- um er útrýmt úr fæðinu. fær sjúklingur- inn fráhvarfseinkenni, sem auðvitað freista hans til að neyta einmitt þessara fæðutegunda. En læknar halda því fram, að það sé einmitt nauðsynlegt að forðast þær fæðutegundir, sem sjúklingurinn virðist vera orðinn háður. Lágur blóðsykur Eftir að máltiðar hefur verið neytt, eykst blóðsykurinn, en er haldið i skefjum af insúlíni, sem rekur sykurinn úr blóðinu til líkamsvefjanna. Ef insúlínið er of mikið og blóðsykurinn of lágur, fær fólk svima, á erfitt með að. einbeita sér og verður geðstirt. Áhrifin koma einnig fram i hungurtilfinningu, þegar likaminn reynir að auka sykurinn i blóðinu á ný. Kolvetni eru hraðvirkust við að auka blóðsykurinn og þvi eru það þau, sem sjúklingurinn sækist mest eftir. Þeim, sem finna til máttleysis, geðvonsku og hungurs á milli mála og falla fyrir freistingunni að bæta úr þessu með sætindum og sterkjuríkum mat, er bent á, að þeirra lausn sé einfaldlega að neyta 6 lítilla sykur- og kolvetnissnauðra máltiða á dag. Ef löngunin i sætindi verður óbærileg, er þeim bent á að hafa alltaf hnetur, ost og kalt kjöt innan seilingar, sem fljótlegt er að grípa til! Hnngskor ið pils ■ Nú eru pils mikið i tísku. Hringskorin pils hafa lengi notið vinsælda og fara öllum konum vel. Þau eru auðvelt að sauma, nema hvað sérstaka vandvirkni þarf við að falda þau að neðan. Sniðið, sem hér fylgir með, passar stærð 38 (61 cm í mittið), 40 (66 cm mittisvidd) og 42 (71 cm í mittið). Efnið er 1.60 m af 150 sm breiðu, 20,5 cm rennilás, krókar og lykkjur á strenginn og tvinni í sama lit og efnið. Gerið sniðið á eftirfarandi hátt: Takið pappírs- örk, 150 cm á kant (þið getið t.d. limt saman dagblöð i óskaða stærð). Stingið sirkli i miðju blaðsins og dragið hring með radius 9.7 cm (stærð 38), 10.5 (stærð 40) eða 11.3 (stærð 42). Þessi hringur á að vera mittismálið. Dragið siðan beina línu frá miðju hringsins að blaðbrún. Þessi lína svarar til saumsins. Ákveðið sidd pilsisins og bætið 2.5 cm við i fald. Merkið þessa sídd á saumlínuna, mælt frá hringnum. Til að síðan draga ytri hringinn, faldmerkið, á sniðið, skuluð þið taka spotta, ívið lengri en sidd pilsisins segir til um, tituprjón og blýant. Festið spottann með títuprjóninum i miðju blaðsins og festið blýantinn i hinn endann. Passið að lengd spottans sé rétt. Dragið nú hring með blýantinum og byrjið við saumlínuna. Nú er sniðið tilbúið. Pilsið sniðið: Leggið efnið slétt og klippið 10 cm neðan af þvi til að nota i streng. Bætið 5 cm við mittismál ykkar til földunar. Nælið pappirssniðið á efnið með títuprjónum og klippið eftir merkingun- um. Leggið efnið saman, réttu á móti réttu, og saumið eftir saumlínunni, skiljið eftir 20,5 cm efst. Setjið rennilásinn i. Pressið. Saumið strenginn á og króka og lykkjur i hann. Látið pilsið hanga í sólarhring áður en þið takið til við földunina, en hún er eitt mesta vandaverkið þetta þetta annars svo einfalda pils. í nestis- pakkann ■ Þegar búið er að smyrja brauðið í nestispakkann, er sá vandi fyrir höndum að pakka brauðinu inn, án þess að áleggið færist allt úr skorðum og limist fast á botn efri brauðsneiðarinnar. Oftast er pappír settur á milli eða plast, en enn betra er að leggja salatblöð á milli. Þá þurfum við ekki að henda frá okkur umbúðunum, og salat er bæði hollt og gott. Auðvelt ráð gegn ryð- blettum ■ Ryðblettum má auðveldlega ná af málmi með þvi að núa þá með sundurskornum lauk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.