Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.06.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Séndum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími<91) 7- 75-51, (91) 7-80-30. Skemmuvegi 20 Kópavogi HEDD HF. Mikiö úrval Opið virka daga 9-19 • Laugar- daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag abriel HÖGGDEYFAR (JJvarahlutir ÍSesfo4 FOSTUDAGUR 25.JUN1 1982. ■ „Það er alveg Ijóst að rétt viðbrögð, og réttur útbúnaður geta skipt sköpum þegar óhöpp henda á smábátum,“ segir Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri SVFI. Tímamynd Róbert. „SLYS V» AR OG VÖTN HAFA VERID ALLTOF TÍD Rabbað vid Hannes Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ ■ „Slys við ár og vötn og á smábátum við land hafa veríð allt of tið hér á landi. Að visu sluppum við mjög vel á siðasta ári, en þó tel ég að enn vanti mikið á að fólk sé nógu upplýst um þann útbúnað sem þarf að hafa með sér i ferðalögum á smábátum. Ég tala nú ekki um ef böm em með,“ sagði Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysavamarfélags ís- lands þegar blaðamaður Tímans hitti hann að raáli á dögunum. „Það er alveg ljóst að rétt viðbrögð og réttur búnaður geta skipt sköpum þegar óhöpp á þessum vettvangi henda. Það er t.d. algerlega óforsvaranlegt að fara út á bát án þess að vera iklæddur björgunarvesti. Og þau verða að veljast rétt á hvem og einn. Það er ekki hægt að setja börn i vesti sem ætluð eru dropar fullorðnum. Það er hætt við að þau einfaldlega fljóti upp af þeim á sundinu. Einnig er nauðsynlegt að hafa á björgunarvesti litla háværa flautu til að vekja á sér athygli ef þess gerist þörf. Fólk getur blásið í flautur tímunum saman, jafnvel þótt það sé þreytt og volkað nokkurn tíma í köldu vatni, en röddin bregst mönnum yfirleitt eftir • mjög skamma stund.“ - Nú er SVFÍ að fara af stað með herferð til að upplýsa fólk um nauðsyn- legan búnað í ferðalögum við ár og vötn. Og þá sérstaklega um útbúnað smábáta og hvernig bregðast skal við ef óhapp hendir? „Já. Við erum nú í þann mund að senda frá okkur veggspjald með heilræð- um og upplýsingum til fólks. Meiningin er að koma því sem víðast, í sumarbústaði, veiðikofa og svo fram- vegis. Einnig erum við boðin og búin að veita allar nauðsynlegar upplýsingar ef fólk leitar til okkar. Það hafa margir, sem eru að festa kaup á smábát, gert.“ - í stuttu máli. Hvaða heilræði er hægt að gefa fólki sem er að fara i veiðitúr á smábáti? „í fyrsta lagi, verður að passa vel að ofhlaða ekki bátinn og gæta þess að allur útbúnaður sé í lagi. Fólk verður að klæðast hlýjum og góðum fatnaði, i áberandi lit, og helst ekki of þungum. Fólk verður að hafa það að reglu að tilkynna um ferðir sínar, brottför, staðsetningu og komutima. Nauðsyn- legt er að huga að veðrinu, hlusta á veðurspá, og tefla alls ekki í neina tvísýnu í þeim efnum. Öþarft er kannski að nefna, að áfengi og bátsferðir fara aldrei saman. í smábátum verður fólk að temja sér, að hreyfa sig eins lítið og mögulegt er. Einnig verður að fara varlega á hraðskreiðum bátum, sérstak- lega ef fleiri bátar eru í nánd. Hvolfi bát, þarf að reyna að koma honum á réttan kjöl og síðan fara upp i hann að framan eða aftan.“ - Hvaða útbúnaður er nauðsynlegur i smábátum, fyrir utan það sem við höfum þegar talað um? „Fyrst ber að telja varaárar ræði, langt og gott tóg, legufæri og austurtrog. Einnig er gott að hafa Ijós og blys til merkjagjafa. í smábátum með utan- borðsmótor, eða vél innanborðs er nauðsynlegt að hafa lítið duftslökkvi- tæki,“ sagði Hannes að lokum. - Sjó. fréttir Frá Erik Mogensen, frétta- manni Tímans á Spáni: ■ Jafnteflisleikur Tékka og Frakka (1-1) í heims- meistarakeppninni hér á Spáni einkenndist af mik- illi hörku. Leikmenn beggja liða komu inn ■ á völlinn ákveðnir i að knýja fram sigur og voru gróf brot tið. í fyrri hálfleik voru liðin jöfn. Skiptust á að sækja, en náðu hvorugt að skapa sér verulega hættuleg tækifæri. Sama var uppi á teningn- um í síðari hálfleik, hark- an var allsráðandi. Á tuttugustu og fyrstu min- útu komust Frakkar yfir með marki frá Six, leik- manni númer 19. Það var svo á fertugustu minútu að Tékkarnir náðu að svara fyrir sig, með marki Pan- emka, leikmanns númer 8. Einn leikmaður Tékka, Vizek, númer 9, fékk rauða spjaldið fyrir mjög grófan leik. Var hann þar með fyrsti maðurinn sem vísað var af leikvelli í heimsmeistarakeppninni. Vafasamur heiður! Hondurasmenn grétu eftir tap gegn Júgósiavíu. Hondurasmenn hrein- lega köstuðu sér niður i grasvörðinn og grétu eftir að þeir höfðu tapað leik sínum (1-0) gegn Júgó- slavíu í gærkvöldi. Leikur- inn var mjög jafn, i fyrri hálfleik var hann næstum lélegur. Bitlausar sóknir á báða bóga. Eins var fram- an af siðari hálfleik, fátt sem gladdi augað. En þegar 10 minútur voru til leiksloka byrjuðu Hon- durasmenn að sækja og virtust þeir ákveðnir i að sigra leikinn. Það kom því yfir þá eins og köld gusa, þegar dómarinn dæmdi á þá mjög vafasama vita- spyrnu þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Úrvitinu skoraði Petrovik af miklu öryggi og þar með var draumur Honduras- manna um að komast í milliriðil úr sögunni. - EM. Af sovésk- um nætur- klúbbi ■ Fyrir nokkru stóðu tveir dugandi Sovétmcnn að þvi að opna glæsilegan næturklúbb að vestrænni fýrirmynd i Moskvu. Fyrstu kvöldin var aUt fullt út úr dyrum, en ekki liðu margir dagar þangað til fólk hætti að koma og staður- inn var tómur kvöld eftir kvöld. „Ég skil þetta bara ekki“, sagði annar veitingamaðurinn við hinn, „við erum á besta stað í borginni, bjóðum upp á besta matinn, flytjum öll vin inn frá Frakklandi og nektar- dansmærin okkar hefur verið dyggur meðlimur i flokknum frá 1917“. Ósvffni ■ íslensk kvikmyndahús hafa löngum þótt nokkuð ósvifín þegar þau auglýsa þær myndir sem þau taka til sýninga. Ómerkilegasta rusl er kallað „frábært“, „æsispenn- andi“, „magnþrungið“ og þar fram eftir götunum. Okkur þótti þó taka steininn úr þegar eitt kvikmyndahúsið birti eftirfarandi lýsingu i „prógrammi“: „Með aðeins þessum þrem kvikmyndum... hefur Chuck Norris (einhver afdankaður karatemaður eftir þvi sem við komumst næst. Innsk. Dr.) náð á toppinn og er skráður i sömu röð kvikmyndaleikara og Clint Eastwood, Steve McQueen og John Wayne“. Chanel 5 frá Krossa- nesverk- smiðjunni ■ Dagur á Akureyri segir frá því, að þrátt fyrir hin nýju hreinsitæki Krossanessverk- smiðjunnar sé ekki laust við að enn leggi nokkurn fnyk frá bræðslunni. Dagur segir að fólk hafi komið að máli við blaðið og kvartað yfir ólykt- inni og þeir á Degi voru ekki seinir á sér að krefja Pétur Antonsson, forstjóra verk- smiðjunnar, skýringa. Pétur svaraði af röggsemi: „Ástandið er ekkert öðru visi, en við vissum að það myndi verða,“ sagði Pétur. „Éf einhver hefur haldið, að það færi að koma ilmvatnslykt frá Krossanesi, þegar búið væri að setja þar upp mengun- artæki, þá hefur sá hinn sami misskilið málið. Þegar unnið er með lyktandi efni, þá hlýtur að koma lykt eins og frá skreiðarhjöllum.“ Krummi... sá i leiðara DV í gær að Jónas er þeirrar skoðunar að „Eftir þvi sem ísraelsmönnum jókst flskur um hrygg, jukust hemaðaryflrburðir þeirra í heimshlutanum". Þetta er sennilega alveg rétt hjá Jónasi, en það er nú samt betra að láta mönnum vaxa flsk um hrygg....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.