Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982. 5 erlent yfirlit ■ Khomeini boðar heilagt strið Nýtt trúarbragda- stríð að hef jast Stríðshættan eykst í Austurlöndum nær ■ ÍRAKAR hafa gefizt upp í styrjöld- inni við trana. Hussein, forseti Iraks, hefur tilkvnnt að allur her íraks, sem enn er í Iran, verði fluttur heim innan fárra daga. Með þvt sé styrjöldinni lokið, hvað írak snertir. Hussein lét það ekki fylgja þessari yftrlýsingu, hvort írak hefði jafnframt fallið frá kröfu sinni um yfirráð yfir siglingaleiðinni, sem aðskilur löndin, en það var upphaflega krafa hans. Sennilega reynir Hussein að halda þessari kröfu enn til streitu, en hann segist vera reiðubúinn til friðarsamninga við íran á þeim grundvelli, að allur her íraks haft verið kvaddur heim. Yfirleitt er litið á þessa yfirlýsingu Husseins sem uppgjöf, enda var það aðeins orðið spursmál um daga hvenær íraski herinn yrði rekinn til fulls frá íran. Hussein gerir sér sennilega einhverja von um, að honum takist með þessu að bjarga eigin skinni og hanga við völd einhvem tíma enn. Þetta þykir þó harla ólíklegt. Khom- eini hefur endurtekið það skilyrði fyrir friðarsamningum, að Hussein verði rekinn frá völdum og mál höfðað gegn honum fyrir árásina og verði fjallað um það af alþjóðlegum dómstóli. í írak á þetta skilyrði vafalitið mikinn hljómgrunn, þvi að Hussein hefur aldrei verið vinsæll, enda stjórnað með ofbeldi og grimmd. írakar sjálfir munu senni- lega reka hann frá völdum til að forða frá því, að íranskur her ráðist inn i landið til að fylgja eftir þessu skilyrði Khomeinis. ÞETTA er-. hins vegar ekki eina skilyrði Khomeinis fyrir friðarsamning- um við frak. Hann mun krefjast fullra skaðabóta fyrir þá eyðileggingu, sem iraski herinn hefur valdið í Iran. í fyrstu voru nefndir 20-30 milljarðar dollara í þessu sambandi, en siðan hefur sú upphæð alltaf verið að hækka. Síðast hafa heyrzt nefndar tölurnar 100-150 milljarðar dollara. Það er írökum að sjálfsögðu um megn að greiða svo miklar skaðabætur, þrátt fyrir olíugróðann. Önnur Arabariki við Persaflóa eru sögð hafa boðizt til að greiða nokkurn hluta skaðabótanna í þeim tilgangi að koma á friði og afstýra sókn írana inn i írak. Þau óttast, að Khomeini láti ekki numið staðar, ef hann ræðst inn i írak og reynist sigursæll þar. ■ Begin Orðrómur hefur gengið um, að Saudi-Arabía hafi boðizt til að leggja fram 20-25 milljarða dollara í þessu skyni. Khomeini krefst enn meira en brottreksturs Husseins og skaðabót- anna. Hann krefst þess einnig, að allir írakar, sem af ýmsum pólitiskum ástæðum hafa flúið land sitt i valdatið Husseins, megi hverfa heim aftur. Flestir þessara flóttamanna eru Shít- ar, þ.e.a.s. þeir tilheyra sama trúar- flokki múhameðstrúarmanna og Khom- eini og meirihluti frana. Meirihluti íraka eru Shítar og sama gildir um íbúa Kuwait og Sameinuðu furstadæmanna við Persaflóa. Valdhaf- arnir i þessum löndum tilheyra hins vegar öðrum trúarflokki múhameðstrú- armanna, Sunni-trúarflokknum. Síðan Khomeini kom til valda, hefur eflzt öflug hreyfing meðal Shíta i þessum löndum, en þeir hafa hingað til talið sig undirokaða af Sunnitum. Valdhöfum íraks mun það óljúft að flóttamennimir þaðan fái að snúa heim, þvi að þeir muni gerast flugumenn Khomeinis. KHOMEINI er liklegur til að fylgja kröfu sinni eftir og sama mun gilda um klerkana, sem stjórna fran með honum. Þessum kröfum myndi því verða haldið til streitu, þótt Khomeini félli frá. Fregnir frá fran benda til, að Khomeini hafi allur færzt i aukana eftir innrás ísraelsmanna í Libanon. Hann telur hernað ísraela gegn varnarlausu fólki i Líbanon, veita honum skilvrði til að taka að sér forustu múhameðstrúar- rikjanna gegn hinum herskáu stjórnend- um ísraels. Líbanon verði aðeins fyrsta fórnarlambið, ef ekki verður tekið fast i taumana. íranir séu hin útvalda þjóð til að stemma stigu við Ziónismanum og hindra sömu meðferð á múhameðstrúar- mönnum og nú gerist i Líbanon. Valdhafar Arabarikjanna óttast aug- Ijóslega þennan áróður Khomeinis og telja örlög Iranskeisara vofa yfir höfði sér, ef þeir fylgist ekki með straumnum. Ein helzta vörn þeirra sé að taka sizt harðari og ósáttfúsari afstöðu til ísraels en Khomeini. Vafasamt er þó, að það bjargi þeim. Hreyfingin, sem Khomeini hefur vakið, verði þeim ofvaxin, þótt þeir verði skeleggari i afstöðunni til ísraels en hingað til. Valdataka Khomeinis í íran og árás ísraelsstjórnar á Líbanon hafa gerbreytt ástandinu í Austurlöndum nær og gert það miklu ófriðvænlegra en það þó áður var. Tveir öfgamenn, Khomeini og Begin, eru búnir að kveikja elda, sem munu halda áfram að loga, þótt þeir falli frá. Sá aðilinn, sem helzt gæti dregið úr hættunni, Bandaríkin, með því að halda aftur af Begin, virðist óráðinn og hikandi og helzt leggja blessun sina yfir innrásina i Líbanon. Bandarikin þarfnast nú sterks forseta i stil við Eisenhower haustið 1956. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar sjávarslðan Vorleiðangurinn: Lítil áta, kaldur sjór og sidbúinn gródur ■ Nýlega sögðum við frá þvi hér að Hafrannsóknarstofnun hefði sent skip umhverfis landið til að kanna ástand sjávar, til þess að geta betur gert sér hugmyndir um hvers megi vænta i uppskeru á næstunni. Leiðangrinum er lokið og voru tekin sýni á 120 stöðum umhverfis landið, bæði á landgrunninu og utan þess. Við suður- og suðvesturland var hitastig sjávarins 6-8° og telst vera i meðallagi. Á öðrum stöðum var sjórinn kaldur. Fyrir suðurlandi voraði snemma og gróður þar var snemma á ferðinni, en á öðrum stöðum kom gróðurinn mjög seint, jafnvel þar sem sjórinn var sæmilega hlýr. Núhalda menn ef til vill að allar vondu fréttirnar séu komnar og vilja fara að fá þær góðu. En þvi miður, verstu fréttirnar eru enn ósagðar, þær að almennt var íslenska hafsvæð- ið mjög átusnautt á þessu vori og átan langt undir meðallagi. Pó var talsverð áta fyrir suðurlandi og meiri eftir þvi sem vestar dró og mest á Selvogsbanka. SV Týndi þorskurinn var aldrei týndur ■ „Það kæmi okkur afar mikið á óvart ef þorskur héðan er kominn suður i höf, til Færeyja eða Skotlands." Þetta sagði Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar þegar Sjávarsiðan ræddi við hann um hvort hugsanlegt væri að okkar þorskur hefði leitað þangað suðureft- ir. Lausafréttir herma að við Færeyj- ar og Skotland veiðist vel af feitum og fallegum þorski, sem þar að auki sé kjaftfullur af átu. Sumum mönn- um hefur látið sér detta i hug að loðnan okkar hafi brugðið sér í reisu þarna suðureftir og þorskurinn okkar hafi elt hana. Þetta telur Jón Jónsson fráleitt. í fyrsta lagi telur hann útilokað að loðnan gæti sloppiö framhjá okkur án þess að við yrðum þess varir, enda hafi hún ekkert suðureftir að sækja. í öðru lagi hefur þess ekki orðið vart að neinn samgangur sé á niiili þorskstofnanna sem þar er og okkar stofns. Af öllum þeim þúsundum merkja sem sett hafa verið í þorsk hér við land, hafa aðeins tvö komið frá Þýskalandi og vitað er að a.m.k. annað kom af íslandsmiðum og hitt sennilega líka. Útvarpið sagði frá því i fréttum nýlega að nú væri týndi þorskurinn fundinn grunnt út af Vestfjörðum. Jón vildi ekki viðurkenna að þorskurinn hefði nokkurntima verið týndur. „Við verðum að miða við venjulegt ástand," segir hann, „en ekki óvenjulegt eins og það sem hefur verið undanfarin tvö ár, þegar hingað kom mikill þorskur frá Grænlandi." Og Jón bendir á að fram undir vor hafi ekki verið neinn verulegur munur á aflanum og á sama tima i fyrra, það var ekki fyrr en i mai að botninn datt úr veiðinni. SV Trillukarlarnir eru komnir á fullt, og a.m.k. fyrir vestan gengur þeim vel. Suðureyri: Grindhoraður þorskur á línu ■ „Línufiskirí hefur verið gott og þeir voru að fá þorsk, þegar togararnir fengu andskotann ekk- ert,“ sagði Bjarni Thors, fram- kvæmdastjóri á Suðureyri, þegar við spurðum hann um bátafiskiriið að undanförnu. Á Suðureyri eru gerðir út tveir stórir bátar, Sigurvonin og Ólafur Friðbertsson, og þeir voru komnir með sex hundruð tonn hvor fyrir vertiðarlokin. „En fiskurinn hefur verið óhemju horaður og fróðir menn segja mér að þeir hafi ekki fyrr séð svo horaðan fisk,“ sagði Bjarni og taldi að átuleysi i sjónum væri þar um að kenna. Bjarni var þá spurður um hvernig gengi hjá trillunum. Hann sagði að þær væru tiltölulega nýbyrjaðar og það gengi ágætlega hjá þeim. SV Sigurjón Valdimarsson blaðamaður skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.