Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lilugi Jökulsson. Blaðamenn: Aanes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrlk Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Lelfsdóttir, Slgurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svaia Jónsdóttir. Útlits- telknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Augiýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Ráðstafanir vegna aflabrestsins ■ Þegar þetta er ritað, standa yfir viðræður um kjaramál milli Alþýðusambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnumanna. Vinnuveitendasam- band íslands hefur helzt úr lestinni í bili, sökum þess, að það vill hafa fyrirvara um kauplækkun vegna aflabrestsins. Vinnumálasamband samvinnumanna telur slíkan fyrirvara ekki eðlilegan, og hefur því haldið viðræðum áfram við Alþýðusambandið. Það er skiljanleg afstaða vinnuveitenda, að þeir vilja ekki taka einir á sig það tjón, sem hljótast kann af aflabresti. Hitt er hins vegar ekki eðlilegt, að þeirri tekjurýrnun þjóðarbúsins, sem hlýzt af aflabrestinum, verði aðallega velt yfir á launþega. Þegar slíka óviðráðanlega erfiðleika af náttúruvöld- um ber að höndum, verður þjóðin öll að axla byrðarnar og skipting þeirra á einstaklingana að fara eftir efnum og ástæðum að svo miklu leyti sem hægt er. Það er því meira verkefni þings og ríkisstjórnar að fást við slík vandamál en aðila vinnumarkaðarins, þótt sjálfsagt sé, að þeir séu hafðir með í ráðum og hjálpi til að greiða fyrir, að óvænt áföll af náttúruvöldum, eins og aflabrestur, verði ekki til þess að stöðva atvinnureksturinn. í þessu sambandi er ekki fjarri lagi að hafa í huga hvernig vinstri stjórn aflaði fjár vegna mikils áfalls af náttúruvöldum. Hér er átt við Vestmannaeyjagosið. í fullu samráði við stjórnarandstöðuna var þá lagður sérstakur skattur á eyðsluna og borguðu þannig mest þeir sem mest eyddu. Með þessum hætti tókst að mestu leyti að bæta tjón þeirra, sem fyrir áfallinu höfðu orðið og reisa Vestmannaeyjar við að nýju. Þess var gætt, að þetta yrði ekki til að hleypa auknu fjöri í verðbólguna. Álögur þær, sem voru lagðar á vegna Vestmannaeyjagossins, komu ekki inn í kaupbótavísitöluna. Aðrar leiðir en sérstök tekjuöflun geta komið til greina í sambandi við ráðstafanir vegna aflabrestsins, en gæta verður þess, að þær auki ekki verðbólguna, eins og gert var í sambandi við Vestmannaeyj agosið. Það er bersýnilegt, að þörf er róttækra aðgerða vegna aflabrestsins og fleiri erfiðleika atvinnuveg- anna. Annars bíður fjölda fólks sá kostur sem verstur er, atvinnuleysið. Því myndi fylgja síversnandi þjóðarhagur. Því er óhjákvæmilegt að ganga nú róttækt til verks og hafa að leiðarljósi að tryggja næga atvinnu og sem minnst skertan kaupmátt. Það yrði aðeins gálgafrestur að reyna að leysa þennan vanda með því að auka enn verðbólguna. Það er mikilvægt að kjarasamningar takist sem fyrst, og stjórnarvöld fái vitneskju um þann grundvöll, sem taka þarf mið af. í raun eru byggingamenn búnir að marka þá stefnu, sem hafa verður til hliðsjónar, því að láglaunafólk sættir sig ekki við minna en byggingamenn fá. Með samningum byggingamanna var efnahagsvandinn aukinn. Eðlilegt er, að reynt sé í almennum kjarasamningum að draga úr óheppileg- um áhrifum samningagerðar byggingamanna. Sæmi- legur skilningur virðist á því. Þ.Þ. ?rBannid við tilraunum með kjarnorkuvopn þarf að verða algjört” —Ræða Tómasar A. Tómassonar á auka-allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál 15. júní 1982 Herra forseti, Á þessu öðru auka-allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um afvopnunar- mál óskar sendinefnd íslands yður til hamingju með kjör yðar sem forseti allsherjarþingsins. Hæfni yðar i forseta- störfum siðastliðna 9 mánuði sannfærir okkur um, að leiðsögn yðar muni leiða til farsæls árangurs þessa þings. 4 ár eru liðin siðan fyrsta sérstaka aukaþing allsherjarþingsins um afvopn- unarmál var haldið. Lokaályktun þess, sem samþykkt var einróma, hafði sögulega þýðingu og leiddi til eflingar þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna, er starfa að afvopnunarmálum. Viðfangsefni þessa þings 157 ríkja Sameinuðu þjóðanna eru þó hin sömu og á fyrsta auka-allsherjarþinginu um afvopnunarmál fyrir 4 árum, staðreynd- irnar eru hinar sömu og vandamálin, sem við þarf að glíma, hafa ekki breyst. Varla er hægt að tala um nokkrar ráðstafanir í átt til afvopnunar, heldur miklu fremur aukinn hraða vígbúnaðar- kapphlaupsins. Tröllauknum fja’rhæð- um er sóað í hverskyns vígbúnað víðast hvar í heiminum. Á sama tima býr stór hluti mannkyns við sult og seyru, á við vanheilsu að stríða og á engan kost sæmilegs húsnæðis, hvað þá menntunar. Við vitum öll að kjarnorkustyrjöld myndi leiða til tortimingar menningar og jafnvel endaloka mannkynsins. Á fyrsta sérstaka afvopnunarþinginu urð- um við sammála um að mannkynið yrði að bægja frá þessari geigvænlegu hættu. Forsenda þess að unnt verði að koma í veg fyrir heimsstyrjöld og efla frið og; öryggi þjóða heims og efnahagslegar og félagslegar framfarir þeirra, er afvopn- un og eftirlit með vigbúnaði. 35. allsherjarþing Sameiriuðu þjóð- anna lýsti 9. áratugnum 3. þróunarára- tug Sameinuðu þjóðanna og jafnframt 2. afvopnunaráratuginn og skoraði eindregið á allar ríkisstjómir að vinna markvisst að allsherjarafvopnun er háð yrði ströngu og fullkomnu alþjóðlegu eftirliti. Á þessu þingi þurfum við að líta um öxl og meta hvað áunnist hefur á þessu sviði siðan við héldum fyrsta auka-alls- herjarþingið um afvopnun - eða raunar fremur hvers vegna ekki hefur tekist að hrinda i framkvæmd samþykktum og tillögum fyrsta afvopnunarþingsins. Vonandi gefst hér tækifæri til að sporna við hinni óheillavænlegu þróun undan- genginna ára. Ef pólitískur vilji allra rikisstjórna er fyrir hendi getum við komið skriði á afvopnunarmálin á þessu þingi, er leiði til traustra samninga um eftirlit og samdrátt í vígbúnaði. Það er ljóst, að allar þjóðir verða að leggja sitt af mörkum í þágu afvopnunar. Grundvöllur raunhæfrar afvopnunar eða að minnsta kosti samdráttar vopna- búnaðar er gagnkvæmt traust milli ríkja. Æði mikið skortir þar á. Á fyrsta afvopnunarþinginu tóku kjarnorkuveld- in undir það, að frekari tilraunum með kjarnorkuvopn yrði hætt. Á þeim fjórum árum, sem siðan eru liðin, hafa verið gerðar tilraunir með kjarnorku- vopn að meðaltali einu sinni í viku hverri. Afstaða risaveldanna ræður mestu um framvinduna í afvopnunarmálum. Ábyrgð þeirra er því þung. Því miður þarf ástand heimsmálanna almennt verulega að batna til þess að gagnkvæmt traust geti skapast milli þeirra í þessum efnum. Vopnabúr risaveldanna eru svo stór hluti af heildar vopnaforða heims- ins, að án raunverulegs samstarfsvilja þeirra er vonlitið að árangur náist i alþjóðlegum viðræðum, hvort sem litið er til þessa þings, afvopnunarnefndar- innar i Genf eða viðræðnanna í Vinarborg um samdrátt herafla í Evrópu. Abyrgð risaveldanna er augljóslega langsamlega mest á sviði kjarnorkuvig- búnáðár. Þar eru þau í æðisgengnu kapphlaupi, sem verður að stöðva Kjamavopnum verður að fækka, því að framtíð mannkynsins á jörðinni er í veði. Allar þjóðir hljóta að binda miklar vonir við viðræður Bandarikjamanna og Sovétmanna i Genf um meðaldræg kjamavopn í Evrópu. Því ber að fagna að Bandaríkin og Sovéfríkin hafa komið sér saman um að hefja á næstunni nýjar viðræður um takmörkun langdrægra kjamavopna. Það er ljóst að til þess að árangur náist í þessum viðræðum verða báðir aðilar að sýna vilja til að bæta samskipti austurs og vesturs, draga úr spennu og stuðla þannig að gagnkvæmu trausti. Á 36. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sagði Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra íslands meðal annars: „Vopnakapphlaupið er að því leyti ólíkt öðrum kapphlaupum, að þvi hraðar sem menn hlaupa því meiri likur eru á að allir tapi. Þess vegna má trygging öryggis ekki snúast um að ná Samvirma og samkeppni eftir Kristján Jónsson frá Snorrastödum ■ Það var ánægjulegt að hlýða á sjónvarpsumræðurnar á hundrað ára afmæli samvinnufélagsskaparins. Þar fuku ekki fúkyrðin, og allir aðilar voru sammála um nauðsyn samvinnustefn- unnar. Það sem ágreiningi olli var, hvort hún hefði einhver fríðindi fram yfir sambærilega starfsemi. Heyrt hefi ég þetta borið fram áður, og þvi mótmælt, en enga þekkingu hefi ég til að skera þar úr málum. En það held ég að öllum hljóti að vera ljóst, að slíkt ræður engum úrslitum um vöxt og viðgang félagsskap- arins. Það er trúmennska félagsmann- anna allra, og samviskusemi, dugnaður og hugkvæmni þeirra, sem til forustu eru valdir, sem þar hefir fyrsta og síðasta orðið, og öll þar á milli. Mér skildist að allir viðmælendur væru sammála um það, að réttmætt væri að samvinnuverslun og verslun byggð á frjálsri samkeppni, eins og það er orðað, væru reknar hlið við hlið, á jafnréttis- grundvelli, bættu samkeppnismennirnir við, og til viðbótar létu þeir i það skína að þar bæri nauðsyn til að samkeppni skorti ekki. Ekki er ég viss um að nauðsynin hafi verið samvinnumönnun- um neitt hjartans mál, en þeir beittu ekki andmælum. Að nauðsynlegt sé að samvinnuversl- un hafi samkeppni get ég ómögulega fengið mig til að samþykkja, og ég mótmæli því ákveðið að um einokun verði að ræða ef kaupfélag er eitt um hituna i kauptúni, landshluta eða jafnvel öllu landinu. Sem betur fer eru ekki miklar likur fyrir verslunareinokun hér á landi. Eini möguleikinn til þess er að sterk verslunarsamsteypa næði völdum í einhverju héraði, byggð á hinni frjálsu samkeppni, en samvinnuverslun væri þar ekki til. Geti hún þvi kæft í fæðingu hverja samkeppnistilraun áður en hún rís á legg. En það er engin einokun þó fólkið sjálft taki að sér viðskiptin og kjósi ákveðna menn til að sjá um framkvæmdir, þvi hjá verkaskiptingu er aldrei hægt að komast. Það er ekki af því, að það striði gegn réttlætiskennd hvers einasta manns, að stór hópur fólks í hverju þjóðfélagi safni auði með þvi að kaupa og selja nauðþurftir náungans, heldur hefír það komist upp i vana að of margir þola þetta með mikilli ánægju, og bregða ekki svip þó þeir sjái eða heyri getið um fjölþjóða auðfélög, sem eru svo mögn- uð, að rikisstjómir landanna geta ekki stjórnað svo sem þeim þykir best henta, ef það kemur eitthvað i bága við þau. Og eru þessi félög þó stofnuð samkvæmt lögmálum hinnar frjálsu samkeppni. Veit ég vel að því er haldið fram með of miklum rétti enn, því miður, að sé samkeppnin engin, og ekki nein von um fjármunalegan bónus fyrir vel unnið verk, séu útilokaðir möguleikarnir á fullkominni dyggð í starfi. Þetta er hin eldgamla erfikenning, og henni til viðbótar fullyrt að svo hljóti að vera og verða, að hver sé sjálfum sér næstur. Þó er lagt blátt bann við því í þeim trúarbrögðum, sem við íslendingar játum, samanber fyrirmælin að elska náungann eins og sjálfan sig, og ég býst við að það sé á einhvem hátt boðorð í flestum trúarbrögðum heims. Og þó mér farist ekki að gerast predikari, þykir mér meira en líklegt að mannlifið væri betur á vegi statt, ef allir hlýddu því besta í sínum trúarbrögðum án þess að deila um hvað þau heita. Hin svokallaða pólitík eða þjóðmála- ágreiningur er í rauninni ekki annað en deilan um það hvemig lifsframfærslunni er best borgið og hvemig lífsgæðunum er réttast skipt, og sannast að segja finnst mér það skjóta illilega skökku við að flytja i hástemmdu máli Ijóð Stefáns G. Stefánssonar um að alheimta ei daglaun að kvöldi, en fylgja svo þeim lífsháttum, sem við borð liggur að neyði manninn til að leggja ekki hönd að verki, nema í þeirri trú að fá fulla greiðslu að kvöldi, og sækja það með kappi að svo verði, því á morgun hafi annar hrifsað hana með rétti hinnar marglofuðu samkeppni. Þess vegna held ég því fram og trúi, að því aðeins geti mannlifið bjargað sér frá tortímingu, að það snúi sér að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.