Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 26. JUNÍ 1982. LAUGARDAGUR 26. JUNI1982. FLORIDANA ER ■ Allir verða að vera i björgunarvesti. - Pétur Pétursson umsjónarmaður siglingaklúbbsins Þyts fyrir framan hið nýja húsnxði Idúbbsins. ■ Hún Margrét var sko ekki á þvi að fara í land, þótt einhver ætlaði að tala við hana. málninghlf ■ Gunnar Már á fullri ferð á kajaknum. ■ „Danni kom og náði í mig,“ Helgi lætur það ekkert á sig fá þótt hann hafi fengið hressilegt sjóbað, og heldur áfram að sigla. ■ „Það velti einn héma fyrir utan i gær, og hann synti bara í land,“ - Sigurður Þór litur eftir krökkunum og bjargar hinum sem stranda eða velta og synda ekki i land. ■ „Skólabróðir minn var alltaf i þessu, og þá datt mér i hug að koma og prófa,“ sagði Hörður, en hann var þama á sinu fyrsta siglinganámskeiði. (Timamyndir G.E.) Frá Flórida Verðkönnun sem borgar siq að taka trúánlega! Starfsmenn Verðlagsstofnunar gerðu verð- könnun dagana 10.-14. maí síðastliðinn. Hún staðfestir að FLORIDANA FRÁ FLÓRIDA er með lægsta verð á hreinum appelsínusafa í umbúðum undir 600 ml og er það 20% undir meðalverði. Við álítum að það borgi sig ekki síður fyrir þig að vita af lang ódýrasta valkostinum, sem sé FLORIDANA ÞYKKNINU. Það var ekki tekið með í þessari könnun vegna eðlismunar sem felst í því að þú blandar sjálf(ur) vatninu í þykknið í stað þess að rogast með það heim úr búðinni. Þannig færðu heilan lítra af hreinum appelsínu- safa sem er að minnsta kosti 35% ódýrari en meðalverð á tilbúnum safa í umbúðum yfir 600 ml og 17% ÓDÝRARl EN ÓDÝRASTISAFINN SEM TEKINN VAR FYRIR í KÖNNUNINNI! Mjólkursamsalan I Reykjavík *Umreiknað verð á lítra. Heimild: Verðkynning 5.tbl.2.árg.1982 Appelsínusafi 600 ml.og yflr 600 mh oa undir Ann-Page (dós) 19.93 Floridana (pappi) 23.28 Jaff Gold(dós) 38.48 Just Juice (pappi) 35.05 22.34 Kraft(dós) 25.18 Kraft (flaska) 31.62 Libby’s(dós) 20.25 Libby’s(flaska) 20.50 Lindavia(pappi) 25.91 Minute Maid (pappi) 34.10 Red and White (dós) 25.55 Tropicana (pappi) 24.92 24.15 Meðalverð* 29.34 25.39 mjólkurkælinum! Fioridana safar og þykkni -bestukaupin! VEÐURHELDNI OG MÝKT eru þeir höfuökostir ÞOLS, sem sérstök áhersla hefur veriö lögð á, vegna: • fádæmrar endingar viö mikið veöur- álag, svo sem slagregn, sem er sér- einkenni íslensks veöurfars, og • einstaks viönáms gegn orkuríkum geislum sólar og þeim gífurlegu hita- sveiflum, sem bárujárnsþök veröa fyrir í sólskini, snjó og frosti. Notaöu því ÞOL á þökin og aðra járn- klæðningu. Kynntu þér leiðbeiningar fyrir málun. Vfir 20 ára reynsla sannar gæðin. Fjölbreytt litakort fæst í næstu málningar- vöruverslun. - Heimsókn í siglinga- klúbbinn Þyt, Hafnar- firði: ...OG ER ALVEG SAMA ÞÓn ÞAU LENDI í SJÓNUM’ ■ „Við byrjuðum bamastarfið héma i gömlum grásleppukofa árið 1973, en siglinga- klúbburinn Þytur var ekki formlega stofnaður fyrr en i aprfl’7 5,“ sagði Pétur Th. Pétursson umsjónarmaður siglingaklúbbsins Þyts i Hafnarfirði, þegar Timinn heimsótti klúbbinn á dögunum. Klúbburinn er staðsettur milli Óseyrar- bryggju og Suðurhafnar i Hafnarfirði, og er það hin ákjósanlegasta aðstaða til siglinga, en einnig á klúbburinn kappsiglingasvæði út undan Straumsvík. Pétur sagði ennfremur að fyrstu ár klúbbsins hefði hann starfað í samstarfi við siglingaklúbbinn Vog í Garðabæ og haft aðstöðu þar í Garðabænum, en fyrir fjórum árum fékk klúbburinn siglingaaðstöðu þar sem hann er nú. Síðan var byrjað á að vinna við klúbbhúsið fyrir réttu ári síðan og hefur það að mestöllu leyti verið unnið í sjálfboðavinnu. Starfsemi klúbbsins er fjölbreytt, á daginn eru þar námskeið fyrir bæði börn og fullorðna, síðan er framhaldshópur á kvöldin, og i hverri viku er haldið punktamót innan klúbbsins. Byrjendanámskeið fyrir böm 10-12 ára stóð yfir þegar við komum i heimsókn, en á þvi námskeiði læra börnin meðferð optimist-segl- báta og kajaka, og var þetta þriðji dagur námskeiðsins. Maður er strax orðinn alvanur eftir fyrsta daginn.“ Fyrstan hittum við Gunnar Má, en hann var að fara út á kajak. „Ég er nú ekki búinn að vera lengi hérna en maður er strax alvanur eftir fyrsta daginn, og núna eru siglingar eiginlega orðnar aðaláhugamál mitt.“ Gunnar sagði ennfremur að hann hefði ekki fundið til hræðslu þegar hann fór fyrst út á bát, því hann hefði verið búinn að horfa á svo marga sigla að hann hefði séð að það væri ekkert hættulegt. Og þá hefði hann bara skellt sér út að sigla. „Þetta er fyrsta siglinganámskeiðið sem ég hef farið á, og mér finnst ofsalega gaman,“ sagði hún Margrét, en hún gaf sér engan tima til þess að fara í land, heldur talaði bara úr kajaknum. Margrét sagðist ekki hafa kynnst siglingum áður en hún kom í Þyt, en núna væru þær eitt mesta áhugamál hennar, þótt hún væri bara á daginn, en kæmi t.d. aldrei á keppnir eða á kvöldin. En hún er aldeilis ekki aðgerðalaus þegar hún er ekki að sigla, þá er hún að vinna i garðinum heima hjá sér. „Siglingar og hestar.“ Helgi Hinriksson var staddur þarna í fjörunni og við tókum hann tali. - Ertu búinn að vera lengi í þessu, Helgi? „Nei, ég kom þegar þetta byrjaði núna í sumar, þannig að ég er ekki búinn að vera neitt sérstaklega lengi,“ sagði hann. Helgi sagði að siglingar væru annað tveggja áhugamála hans, en hitt eru hestar, og sagðist hann eyða mestum tíma sinum í þetta tvennt. - Hefurðu aldrei lent í neinu í hesta- og siglingaíþróttunum? „Jú, ég velti hérna fyrir utan. En það var allt í lagi því mér var strax bjargað í land. Danni kom og náði í mig.“ Helgi sagðist ekki láta það neitt á sig fá þótt hann hefði fengið þetta bað. „Svona getur alltaf komið fyrir, og maður veit að þeir eru alltaf að fylgjast með okkur, strákamir, og þeir koma strax ef einhver lendir í óhappi.“ „Koma og dýfa tánni í sjóinn...“ í framhaldi af þessu spurðum við Pétur hvort það væri skilyrði að bömin væru synd ef þau fara út að sigla. „Það er nú ekki algert skilyrði að krakkarnir héma á námskeiðinu séu alveg synd. Þau em það reyndar flest, en það er hinsvegar algert skilyrði að þau séu í björgunarvestum. Það fer enginn útá bát án vestis. En ef þau ætla í keppni þá er það skilyrði að þau séu flugsynd, þá er komið út i svo mikla hörku. Annars eru þau ekki búin að vera hér lengi áður en þau em komin með hálfgerða sundfit milli tánna. Maður hefur séð margar stelpur og reyndar stráka líka koma hérna og dýfa tánni eða hendinni í sjóinn, og segjast ekki geta farið út, en svo eftir örfáa daga vaða þau hér um allt, og er alveg sama þótt þau hvolfi og þurfi að svamla í sjónum." Siglir sjálfur og horfi á aðra. „Skólabróðir minn var alltat i þessu, og þá datt mér i hug að koma og prófa hvemig það væri að sigla, og þá fór ég hingað á námskeiðið. Þetta er fyrsta siglinganámskeið- ið sem ég fer á, en ég á ömgglega eftir að fara á fleiri og halda áfram,“ sagði Hörður, einn nemendanna á siglinganámskeiðinu. Hann sagðist verja nær öllum tómstundum sínum i siglingar, bæði í að sigla sjálfur og að horfa á aðra. Hann hafði reyndar ekki mætt á nema eina keppni, en var viss um að hann ætti eftir að sjá fleiri. „Geta í mesta lagi fengið hressandi sjóbað“ Annar tveggja aðstoðarmanna við klúbbinn er Sigurður Þór Baldvinsson og við báðum hann að segja frá störfum sinum. „Nú, ég fylgist með krökkunum, og ef þau velta bátnum eða stranda þá emm við komnir á staðinn að bjarga þeim. Annars valt einn hérna fyrir utan í gær og hann synti bara í land, en núna á námskeiðinu siðustu daga hafa þau verið að velta mörgum sinnum á dag, og alltaf að sigla upp á land. Það er ekki nema von, þau em svo óvön, en það gerir yfirleitt ekkert til þótt þau lendi i óhappi. Það mesta sem þau geta lent í er hressandi sjóbað." Sigurður er búinn að vera í klúbbnum i 4-5 ár, „pabbi skráði mig, en ég fylgdist nú varla með þvi að hann væri að skrá mig í einhvern klúbb. Það var ekki fyrr en í sumar, þegar ég fékk vinnu í þessu að ég fór að taka eftir hvað þessi klúbbur er að gera. Annars em siglingar ekkert sérstakt áhugamál mitt,“ sagði Sigurð- ur að lokum. SVJ AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF 3.101

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.