Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.06.1982, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 26. JUNI 1982. 15 og leikhús - Kvíkmyndir og leikhús kvikmyndahornið m ■ Elliot á flótta með geimveruna á reiðhjólinu sinu i „E.T.“ eða „Geimverunni“, nýjustu mynd Steven Spielbergs. Geimvera Spielbergs ■ Leikstjórinn snjalli Steven Spielberg hefur enn slegið i gegn með nýjustu kvikmynd sinni, sem ber nafnið „E.T.“ og kalla mxtti á islensku „Geimveran." Þegar myndin var sýnd í lok hátiðarinnar i Cannes i vor gerðu áhorfendur ýmist að hlægja eða gráta, nema hvort tveggja væri i senn, ef marka má blaðafrásagnir. Reyndar á Spielberg einnig aðild að annarri ný frumsýndri mynd, sem hann samdi handritið að og fram- leiddi, en leikstýrði hins vegar ekki. Sú nefnist „Poltcrgeist", og er gjörólík „Geimverunni". Önnur myndin er eins konar martröð en hin Ijúfur framtíðardraumur. Vincent Canby, gagnrýnandi New York Times, er mjög hrifinn af „Geimverunni", segir hana barna- mynd, sem nái ekki síður til fullorðinna, og klárasta „Disney- myndin" sem Disney hafi ekki sjálfur staðið að. Myndin fjallar um Iitla, hrædda geimveru, sem er skilin eftir í skógi skammt frá fjölbýlishúsahverfi í Kaliforníu þegar geimfarið, sem geimveran var í þurfti skyndilega að hverfa á braut. Tiu ára gamall drengur Elliott að nafni (leikinn af Henry Thomas), finnur geimveruna og vingast við hana. Elliott tekur veruna með sér heim, og þar felur hann hana í samvinnu við eldri bróður sinn og yngri systur. Krakk- arnir hugga geimveruna, leika við hana og útvega henni fæði og fara yfirleitt með hana eins og gæludýr. En geimveran sýnir brátt að hún býr yfir hæfileikum, sem mennina aðeins dreymir um. Áhorfendur fá að velta fyrir sér margvislegum spurningum eftir því sem á myndina liður. Tekst leyni- þjónustumönnum Bandarikjastjórn- ar að finna geimveruna? Getur þessi gestur utan úr geimnum lifað til frambúðar í andrúmslofti jarðarinn- ar. Og hver eru raunveruleg tengsl geimverunnar við litla drenginn? Ja, þau verða alla vega svo náin þegar á myndina liður, að þegar geimveran kemst í sterkan bjór i ísskápnum heima hjá drengnum og fær sér vænan sopa, þá er það Elliott greyið, sem ropar og verður ofurölvi og það í skólanum. Spielberg hefur sagt í blaðaviðtali, að hann hafi haft meira gaman af að gera þessa kvikmynd, Geimveruna, en nokkra aðra. Hún sé tilfinninga- lega séð flóknasta myndin, sem hann hafi gert, en hins vcgar tæknilega sú einfaldasta, að það hafi verið mikill léttir. „Poltergeist", sem Spielberg skrif- aði og framleiddi, er allt annars eðlis. Hún segir frá draugagangi í húsi nokkru. Draugarnir eru i fyrstu vingjarnlegir, en það breytist fljótt og úr öllu saman verður hin hræðilegasta martröð fyrir fjölskyld- una sem i húsinu býr. Elias Snæland Jónsson, skrifar. <8> Sendiboði Satans ★★ Tónlistarstríð ★ Viðvaningurinn ★★★ Lola 0 Skæruliðar ★★ Huldumaðurinn ★★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Fram í sviðsljósið Stjörnugjöf Tímans ★ ★ * * frábær • ★ * * mjög góð • * * góð ■ * sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.