Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 3
■ Á Vopnafirði voru boðnir fram þrír listar og fékk B-listi framsóknar- manna fjóra menn kjöma, D-listi sjálfstæðismanna fékk tvo og G-listi Álþýðubandalagsins einn mann kjörinn, i sveitarstjómakosningunum á laugar- daginn. í kosningunum'7 8 buðu óháðir fram, til viðbótar hinum þremur og fengu þá einn mann í hreppsnefnd, en Framsókn vann hans sæti nú. Hreinn Sveinsson rafveitustjóri er efsti maður á lista Framsóknarmanna, sem nú hafa meirihluta i hreppsnefnd- inni. Timinn hringdi til hans og óskaði honum til hamingju með sigurinn og spurði hvernig meirihlutinn hafi starfað á Vopnafirði siðasta kjörtimabil. „Við teljum að ekki hafi starfað hér neinn sérstakur meirihluti, heldur hafi menn tekið sjálfstæða afstöðu til hvers máls. En oddviti var framsóknarmaður og varaoddviti sjálfstæðismaður. Sam- starfið innan hreppsnefndarinnar var mjög gott. Við stefnum að góðu samstarfi við flokkana sem eru með okkur i hreppsnefnd, hér eftir sem hingað til og höfum ekki i huga að breyta okkar meirihluta í einveldi. Ég reikna auðvitað með að við höfum oddvita áfram,“ sagði Hreinn og það kom i ljós að hann var sjálfur oddviti siðasta kjörtímabil og gefur kost á sér til endurkjörs. SV Umreiknað verðálltra Heimild:Verðkynnin( 5.tbl.2.árg. 1982 Verktakar - Husbyggjendur Geri tilboð í stór og smá verk Ákerman beltagrafa H-12,23 tonn Framsóknarflokkurinn vann hreinan meirihluta á Vopnafirði: — segir Hreinn Sveinsson oddviti ■ Það er ekki vist að Vinnueftirlitið sé hrifið af þessum tilþrifum, en hver hugsar um það þegar fólk vill leika sér i sumri og sól. Tímamynd: Róbert FLORIDANA ERÖDÝRAST! Verðkönnun sem borgarsigaðtaka trúanlega! Starfsmenn Verðlagsstofnunar gerðu verðkönnun dagana 10.-14. maí síðastliðinn. Hún staðfestir að FLORIDANA er með lægsta verð á hreinum ANANASSAFAí umbúðum undir 600 ml og er það rúmlega 20% undir meðalverði. ANANASSAFI UndlráOOml. Oel Monte (dós) 22.83 Floridana (pappi) 19.64 Just Juice (pappl) 35.45 Llbby’s (dós) 25.36 Tropicana (pappi) 2148 1 Meðalverð' 24.95 „Stefnum að gódu samstarfi” „ONEUANLEGA SIG- UR FYRIR OKKUR” ■ „Þessi úrslit eru óneitanlega sigur fyrir okkur, sérstaklega i Ijósi þess að forsvarsmenn fráfarandi hreppsnefndar gældu við þá hugmynd að þeir myndu ná fjórum mönnum inn í Kosning til Búnaðarþings á Sudurlandi: GÖMLU LISTARN- IR HÉLDU SÍNU ■í gærkveldi lágu fyrir úrslit kosningar um kjör fimm fulltrúa fyrir búnaðarsam- bandssvæði Suðurlands á Búnaðar- þing. Siðasta kjörtimabU hafa framsókn- armenn haft þrjá fuUtrúa og sjálfstæð- ismenn tvo. Nú bar hins vegar svo tU að nýr Usti kom upp á yfirborðið, sem var V-listi vinstri manna. Aðstandendur . hans höfðu ekki árangur sem erfiði, þvi úrsUt urðu úbreytt frá siðasta kjörtima- bili, og kom listinn engum manni að. Sömu menn sitja þvi Búnaðarþing fyrir sunnlendinga sem áður. Atkvæðin féllu þannig að B-listi framsóknarmanna fékk 706 atkvæði, eða 44%, og þrjá menn kjörna. D-listi sjálfstæðismanna fékk 451 atkvæði, eða 34.6%, og tvo menn kjörna, og V-listi vinstri manna 126 atkvæði, eða 9.6%, og engan mann kjörinn. Auðir og ógildir seðlar voru 20, en samtals kusu 1303. Kosningin fór fram sl. laugardag samhliða kosningu til sýslunefndar og hreppsnefndar, og náði til Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu. Þeir sem hlutu kosningu voru af B-lista: Hjalti Gestsson, Jón Kristinsson og Július Jónsson, af D-lista: Hermann Sigurjónsson og Jón Ólafsson. - Kás hreppsnefnd, en ekki þremur eins og raunin varö á. Viö vissum alltaf að okkur myndi ekki takast að velta meirihluta fráfarandi hreppsnefndar, og við erum ánægðir með að hafa komið tveimur mönnum inn i hreppsnefnd“, sagði Snorri Þorvaldsson á Akurey í Vestur- Landeyjahreppi, í samtali við Timann, þegar úrslit lágu fyrir i hreppsnefndarkosningunum sem fram fóru um helgina. Snorrí var efstur á lista áháðra sem fékk 45 atkvæði, en K-listi fráfarandi hreppsnefndar fékk 78 atkvæði með Eggert Haukdal í broddi fylkingar. „Við vonum að það verði einhver árangur af þessu framboði okkar fyrir sveitarfélagið. Það er viss ágreiningur á tnilli minnihluta og meirihluta um ákveðin mál, en hann er ekki stórkostlegur. Við vonumst eftir góðu samstarfi við meirihlutann, en þó vil ég undirstríka að við viljum hafa ýmislegt öðru visi en það hefur verið,“ sagði Snorri. _ Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.