Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 Boniek Belga í Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Pólverjar komu, sáu og sigruðu hér i HM í kvöld (mánud.) og sigruðu hið harðskeytta lið Belgíumanna með þrem- mörkum gegn engu. Að visu vantaði bæði Gerets og markvörðinn Pfaff í lið Belgíumanna, en það afsakar samt vart hinn stóra ósigur þeirra. Hinn síungi Lato lék vöm Belgíu grátt í upphafi leiksins, gaf á Boniek, sem þrumaði boltanum í markið, 1-0 fyrir Pólland. Boniek skoraði annað mark sitt og Pólverja á 26. min. þegar hann skallaði boltann í netið eftir laglegan skaut kaf samleik, 2-0. Þriðja markið kom síðan á 54. min. Boniek hreinlega labbaði í gegnum vörn Belga, lék á markvörðinn og skoraði. Atvikið var sýnt aftur og aftur hér í sjónvarpinu og voru margir á því, að Boniek hafi verið rangstæður. Belgarnir vom meira með boltann, en sóknir þeirra voru máttlausar mjög, þveröfugt á við sóknir Pólverjanna. Boniek sýndi snilldarleik í pólska liðinu og auk hans voru góðir miðverð- imir, Zmuda og Janas. Þá var gamli maðurinn, Lato, sprækur. Coeck (no.- 10) og Meeuwes (4) bám af í liði Belga. - EM/lngH. Víkingur - Valur 1 Valur í ■ Víkingar kræktu sér í 2 stig sl. sunnudag er þeir sigruðu Val með einu marki gegn engu í fremur jöfnum leik. Vðdngarnir eru því enn i toppbaráttunni og slá hvergi af, en hlutskipti Valsmanna er öllu verra, þeir þurfa að puða á botninum og eiga jafnvel á hættu að tapa stigum végna máls Alberts Guðmunds- sonar (sjá annars staðar). Fyrri hálfleikurinn i viðureign Vikings og Vals var með eindæmum daufur. Aðeins eitt marktækifæri. Heimir Karlsson skallaði beint á Brynjar Valsmarkvörð Guðmundsson frá mark- teig. Valsaramir hófu seinni hálfleikinn með miklum látum og var Guðmundur Þorbjömsson þar í aðalhlutverkinu. Hann átti langskot, sem Ögmundur rétt náði að slá yfir og skömmu seinna skaut hann þmmuskoti í stöng Víkingsmarks- ins. I>á komst Þorsteinn Sigurðsson einn Tvö stig ■ Skagamenn kræktu ■ 2 stig þegar þeir lögði ísfirðinga að velli á Akranesi sl. laugardag. Heimamenn hreinlega óðu í færum allan leiktimann, en tókst ekki að nýta nema 2 þeirra og var það nóg til sigurs, 2-1. Eftir nær látlausa sókn Skagamanna fyrsta hálftímann, og mýmörg marktæk- ifæri, skoruðu þeir loks og var þar Guðbjöm Tryggvason að verki, 1-0. Sigurður Lámsson skoraði annað ■ Jón Diðriksson kemur fyrstur í mark i 800 m. hla Guðmundur Skúlason. Italir ákveðnir f að bæta sig Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Berzot, þjálfari italska landsliðsins, er maður sem þurft hefur að standa i ströngu við blaðamenn og ýmsa aðra í heimalandi sinu vegna fremur slapprar frammistöðu ítalska liðsins hér. Um möguleika Ítalíu i leiknum á morgun (þriðjudag) gegn Argentínu sagði Berzot að hans menn ættu góða sigurmöguleika, en gegn Brasilíu væru þeir einfaldlega ekki nógu góðir. „Brasilíumenn eru langbestir, næstum því ósigrandi". - EM/IngH. ekki Rómverja, ítalska landsliðsins i HM um landsliðsþjálfarann Enzo Beatzot og eru að vonum undrandi. Rómverjar hafa hingað tii ekki þótt aukvisar. Máli sínu til stuðnings benda áhangendurnir á anna Roma og Lazio sé fastamað- ur i liðinu. Eini rómverki ieikmað- urinn sem fengið hefúr að snerta tuöruna i HM er Bruno Condi. sem fékk að koma inná i einum leiknum i nokkrar minútur. Ég er hér til þess að spila fótbolta og þess vegna þarf ekki að skipta mér útaf. Þannig hljóðuðu skilaboðin frá Maradona til Menotti, þjálfara argentínska liðsins. Lítið varð úr ferðalögum vestur-þýskra til Frakklands nú í sumar. Reyndar höfðu margir hugsað sér gott til glóðarinnar og ætluðu að dveljast í Frakklandi með ferða- sjónvörp sín á meðan HM stendur, en af þvi varð ekki, Meginástæðan er sú, að ferðaimb- ar þýskra eru ekki brúklegir i Frakklandi. Því miður... Mikið hefur verið um það, að HM-mið- uimselja átti í hinum ýmsu löndum hefur verið skilað til Spánar. Nú síðast heyrðum við að Argentínu- menn hefðu endursent 10.000 miða. Okkar menn út á völlinn gegn Argentínu, komi sú staða upp. Þetta er skoðun meginþorra Breta eða um 79%. Aðeins 17% sögðu að bresku liðin ættu ekki að leika gegn Argentinu- mönnum. Sovétmenn eru meðal þeirra sem heUt hafa sér út i slaginn um HM 1990. Aðrir i þeirri glímu eru ítalir, HoUending- ar og Júgóslavar. Nú er reiknað eð þvi að ítalir séu einna sigurstranglegastir, ekki síst vegna þess að forseti Knattspyrnusam- nds Evrópu, UEFA, er italskur, Artcmio Francbi. Flest mörk í HM hafa Ungvcrjar skorað, en það var árið 1954, 27 mörk i 6 leikjum. Þrátt fyrir markaskorun- ina urðu Ungveijamir ekki heimsmeistarar, töpuðu 2-3 fyrir Vestur-Þjóðverjum i úrslitum. Aðeins amir skorað flest mörk. Það skeði fyrst árið 1934 er ítaUr skomðu 12 mörk, siðan árið 1962 er BrasUiumenn skoroðu 14 mörk, þá 1970 er Brassarair skoraðu 19 mörk og loks 1978, en þá hömruðu -gentinumenn blöðrunni 15 sinnum í mark andstæðinganna. Reyndar gerðu mótherjarnir i úrslitaleiknum, Hollendingar, ■ Táknræn mynd fyrir leik KR áfram. I BreiðabUks. Billy Bingham ■ Eina liðið úr hópi þeirra „litlu“ sem náð hefur i milliriðil HM er Norður-Irland og kom sá árangur Uðsins vægast sagt á óvart. Maðurinn bakvið velgengnina heitir BUly Bingham, 50 ára, sem hefúr séð um landsUðið siðustu 2 árin. Hann tók við af Danny Blanchflower. Bingham er einn af tveimur þjálfuram i HM nú sem hefur verið með í heimsmeistarakeppni. Hann lék um árabU með Glentorian, Sunder- land, Luton og Everton, lék 56 landsleiki fyrir Norður-íra á árunum frá 1951 tU 1964 og skoraði 10 mörk. Á siðustu árum hefur hann getið sér gott orð sem harðskeyttur og góður Þjódverjarnir ætla sér sigur ■ „Ég lit á okkar riðil hér (ásamt Englandi og Spáni) sem langerfiðasta riðilinn í keppninni og þá er ég viss á þvi að Englendingarnir verða okkar skæðustu mótherjar... Andrúmsloftið i herbúðum þeirra er mjög gott eftir þrjá sigurleiki í röð,“ sagði þjálfari vestur-þýska liðsins, Jupp Derwall, fyrir leikinn gegn Eng- lendingum i Madrid í morgun (þriðju- dag). Hann bætti siðan við: „Þrátt fyrir erfiða mótherja ætlum við okkur sigur, ekkert skal koma i veg fyrir það.“ - EM/IngH. Verður Keegan með gegn Vestur- Þjóðverjum? Frá Erik Mogcnsen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ „Keegan er alltaf inni i myndinni hjá okkur og því ómögulegt að segja hvort hann verður með gegn V-Þjóð- verjum eða ekki“, sagði dulúðugurstjóri enska landsliðsins, Ron Greenwood á blaðamannafundi hér sl. sunnudag. Þetta er stóra spurningin sem allir spyrja hér, en enginn fær svar við fyrr en á þriðjudag. - EM/IngH. Allt vitlaust Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Sovésku blaðamennirnir hér mega vart vatni halda af hrifningu yfir frammistöðu sovéska landsliðsins í 1. umferð HM. Þeir eru á því að Sovétmennirnir hafi verið i erfiðasta riðlinum (með Brasiliu, Skotlandi og Nýja-Sjálandi). Nú sjá blaðasnápar fram á bjarta tíð með blóm i haga (Sovétmennirnir leika í Barcelona- ásamt Bclgum og Pólverjum) og álita sína menn visa um sigur og sæti i undanúrslitum keppninnar. EM/IngH Frá Erik Mogensen, fréttasnápi Timans á Spáni: ■ Meira en 500 simhringingar voru skráðar til vestur-þýska sjónvarpsins á fyrsta klukkutimanum eftir að leiknum gegn Austurriki lauk og voru þær allar Sovéskir kátir mjög á einn veg; menn áttu vart orð til að lýsa vanþóknun sinni á leik Þjóðverjanna. Eins voru langflestir símamanna á því, að Jupp Derwall, þjálfari liðsins, ætti að láta sig hverfa hið fyrsta. Þess má geta hér, að Þjálfarasamband Vestur-Þýskalands hefur sent skeyti til Knattspyrnusambands Alsír þar sem beðist er afsökunar á þessum hneykslan- lega leik. EM/IngH ■ Eric Gerets ásamt félögum sinum i belgiska liðinu, Czerniatynski og Vandenberg. Gerets er nú farinn heim til Belgíu og leikur vart meira í HM. Eric Gerets farinn heim Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Gerets, bakvörðurinn knái og fyrirliði belgiska landsliðsins er farimuil síns heima i Belgíu og leikur að líkindum ekki meira með belgíska liðinu i HM. Ástæðan er höfuðhögg það sem hann hlaut í leiknum gegn Ungverjum (eins og ísl. sjónvarpsáhorfendur sáu reyndar um heigina síðustu - innsk.). Hann steinrotaðist og lá á veilinum i fáeinar mínútur, meðvitundarlaus. Síðustu fréttir frá HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.