Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 29.06.1982, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 1982 22 á hestaslóðum' flokksstarf Nú eru flestir búnir að sleppa hestum sínum á gras og timi ferðalaganna ' er að hefjast. Mikið mun verða um ferðalög á hestum i sumar og mest i tengslum við landsmótið, sem hefst i næstu viku á Vindheimamelum í Skagafirði. Þessi mynd var nýlega tekin af tveim mönnum, sem við vitum ekki deili á, á reið yfir á að kvöldlagi. Tímamynd Ari. Sleipnir og Smári á Murneyri: Fjolmerim og mikill áhugi ■ Mumeyramótin eru einkum þekkt fyrir tvennt. Annað er það að þar er yfirleitt mjög mikill áhugi á gæðingakeppninni og þátttaka í henni er svo mikil að nú var tekinn upp sá háttur, sem tiðkast orðið á stórmótum, að hafa sérstaka dómnefnd fyrir hvorn flokk. Hitt er að þar er mikið lagt uppúr að kappreiðareglur séu i heiðri hafðar og þeim er jafnan framfylgt með áminningum til þeirra knapa, sem gerast brotlegir. Hvorutveggja þetta einkenndi mótið um helgina, að venju, að sögn Jóns Vigfússonar á Húsatóftum, sem Timinn leitaði upplýsinga hjá um mótið. Á Murneyri hefur um margra ára bil tíðkast að félögin Sleipnir og Smári halda sameiginleg mót, og svo er enn. Svæði félaganna nær yfir stórt og þéttbýlt svæði og félagar eru margir. Stöðugt vex áhorfendafjöldi mót- anna þar og nú voru þeir fleiri en nokkru sinni. Gæðingakeppninni er hagað þannig að hvort félag verðlaunar sína gæðinga og i þetta sinn sigraði Rauði-Núpur, Skúla Steinssonar í A-flokki Sleipnis, með einkunninni 7.89. Skúli á einnig Kjarval, sigurvegarann í B-flokki, sem hlaut 8.50 i meðaleinkunn. Skyldi annars nokkur maður hafa átt eins marga hesta i efstu sætum á mótum einstakra félaga og Skúli hefur átt hjá Sleipni? Það er ekki að ástæðulausu að menn kalla Murneyra mótin stundum Skúlaskeið i gamni. Reynir, hinn 19 vetra gæðingur Þorsteins Vigfússonar sigraði í A-flokki Smára með 8.05 í meðaleinkunn og. Skúmur Harðar Bjarnasonar sigraði í B-flokknum með 8.41 i meðaleinkunn. Unglingakeppni var háð á mótinu og að sjálfsögðu kappreiðar, en enginn þeirra, sem Tíminn leitaði upplýsinga hjá gat sagt frá árangri þar. SV Mót Dreyra í Ölveri: Tvö um sama bikarinn Dreyramenn héldu sitt mót um helgina í Ölveri. Gæðingakeppnin var háð á laugardag og sagði Finnbogi Gunnlaugsson formaður Dreyra að einkunnir hefðu verið óvenju lágar í þetta sinn. Hann taldi að tvennt hefði valdið því, annað að landsmótsgæðingar félagsins hefðu ekki mætt til leiks og svo hitt að dómarar hefðu verið strangir, en þó sanngjarnir. Sigurvegari í A-flokki varð Ljúfur Jóns Sigurðssonar í Skipanesi og fékk 8.12 i meðaleink- unn, en Sómi, Eiriks Óskarssonar, sem Benedikt Þorbjarnarson sýndi, sigraði í B-flokknum með 8.04 í meðaleinkunn. í eldri flokki unglinga voru María Finnbogadóttir á A1 og Gisli Geirsson á Gáska jöfn i fyrsta sæti með 7.96 i meðaleinkunn. Þau tóku saman við bikamum, sem er veittur sigurvegaranum og ætla vafalaust að skiptast á um að geyma hann. Vilborg Viðarsdóttir sigraði i yngri flokknum og sat Lukku. Meðalcinkunn þeirra var 7.71. í kappreiðunum var ágæt þátttaka, að sögn Finnboga, og best í 800 m brokki. Þar sigraði Glampi, Jóns í Skipanesi á 1:51,6 mín. Annarsvoru ekki stór afrek unnin i kappreiðunum og kenndi Finnbogi því um að völlurinn væri ekki nægilega harður. Einna mesta athygli vakti að sú gamla hlaupakempa Loka tók þátt í 400 m stökki og náði öðru sæti, en það var einmitt í Ölveri, sem hún setti met í þessari grein, skömmu áður en hún hætti keppni árið 1980. Og menn höfðu gaman af að nú sat Sigurbjörn Bárðarson Loku, en hann hefur ekki setið hest á stökki i kappreiðum i mörg ár. Knapaverðlaun mótsins fékk Gísli Geirsson, en bikar, sem Árni Höskuldsson gaf til að veita glæsilegasta hesti mótsins, var dæmdur Ljúfi í Skipanesi. SV Sigurjón Valdimarsson, blaðamaður, skrifar Almennir stjórnmálafundir . í Norðurlandskjördæmi vestra Almennir stjórnmálafundir verða haldnir í Norðurlandskjördæmi vestra á eftirtöldum stöðum: Skagaströnd i Fellsborg, þriðjud. 29. júní ki. 21 Hvammstanga i Félagsheimilinu, fimmtud. 1. júlí kl. 21 Alþingismennirnir Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson Ingólfur Guðnason eru frummælendur á fundunum. Allir velkomnir. og Frá Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið í happdrættinu og um alla útsenda miða. En þar sem ýmsir eru nýbúnir að greiða miðana á einhverri peningastofnun á þessum tíma og greiðslur ævinlega nokkurn tíma á leiðinni, verða vinningsnúmerin innsigluð hjá Borgarfógeta á meðan fullnaðarskil eru að berast. Viljum við hérmeð tilkynna það. Ef einhverjir eiga ennþá eftir að greiða heimsenda miða, gefst tækifæri til að gera það á næstu dögum, allt til 10. júlí n.k„ en þá er fyrirhugað að birta vinningsnúmerin í Tímanum. Vangreiddir miðar þann dag verða ógildir. Við sendum bestu þakkir til allra þeirra sem eru þátttakendur í miðakaupum og styrkja þannig flokksstarfið og verða skilagreinar senda>til flokksstjórnar samkvæmt venju. Happdrætti Framsóknarfélaganna í Keflavík 1. vlnningur á miða nr. 1879 2. vinningur á miða nr. 428 3. vinningur á miða nr. 1366 4. vinningur á miða nr. 953 5. vinningur á miða nr. 483 Upplýsingar um vinninga I símum 1431 og 1403. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Kælitækjaþjónustan Rcykjavíkurvcgi 62, Hafnarfirði, sími 54860. Önnumst alls konar nýsmíði. Tökum að okkur viðgerðir á: kæliskápum, frystikistum og öðrum kælitækjum. Fljót og góð þjónusta. Sendum í póstkröfu um land allt • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband, PRENTSMIÐJA ku anu^-j N C^ddu H F. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstæðu verði. Leitið tilboða. Kvikmyndir Sími 78900 FRUMSYNIR óskarsverdlaunamyndina Amerískur varúlfur í London (An Amerícan Verewolf ín London) Það má með sanni scgja að þctta cr mynd f algjörum sérflokki, cnda gcrði JOHN LANDIS þcssa mynd, en hann gcrði grfnmyndimar Kcnlucky Fried, Delta klikan, og Blue Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handrit að Junes Bond myndinni Thc Spy Who Loved Me. Myndin fékk öskarsvcrðlaun fyrir förðun í marz s.l. Aðalhlutverk: David Naughton, J.enny Agutter og GrifTin Dunne. Sýnd U. 5, 7, 9 og 11. EINNIG FRUMSÝNING A URVALSMYNDINNI: Jarðbúinn (The Earthling) IIIIOIIMIHN 8H M M IIKMH K RICKY SCHRODER sýndi það og sannaði I myndinni THE CHAMP og sýnir þaö einnig I þcssari mynd, að hann cr fremsta barnastjarna á hvfta tjaldinu f dag. - Þetta cr mynd scm öll fjölskyldan man eftir. Aðalhlutverk: WiDiam Hoiden, Rkky Chroder og Jack Thompson. 1 Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Patrick Patrick cr 24 ára coma-sjúklingur scm býr yfir miklum dulrænum hæfileikum scm hann nær fullu valdi á. , Mynd þessi vann til vcrðlauna á Kvikmyndahátfðinni f Asfu. Lcikstjóri: Richard Franklfn. Aðalhlutvcrk: Robert Hclpmann, Sus- ■ an Penhaligon og Rod Mullinar. Sýnd U. 5, 7, 9 og 11. Allt í lagi vinur (ilalleluja Amigo) (Halleluja Amigo) bud SPENCER jack PALANCf Scrstaklcga skcmmtilcg og spcnnandi vcstcrn grfnmynd mcð Trinity bolanum Bud Spencer scm cr f cssinu sínu f þcssari mynd. Aðalhlutvcrk: Bud Spencer, Jack Palance Sýnd ld.3, 5, 7 og 11.20. Fram i svidsljósid (Being Thcre) (4. mánuður) Grínmynd i algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk hún tvenn óskarsverölaun og var útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aöalhlutv.: Peter Sellers, Shirley MacLane, Melvin Douglas. Jack Warden. tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. Sýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.