Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 1
Úrslit í hreppsnefndakosningum Bls. 8 og 9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 1. júlí 1982, 146. tbl. 66. árg. ■ Eins og sönnum glimuköppum sæinir risu þeir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ úr sætum sínum og tókust í hendur þegar „glímunni“ var loks lokið í gærmorgun og skrifað hafði verið undir nýja kjarasamninga fyrir nær helming starfandi manna í landinu. Á milli þeirra stendur Páll Sigurjónsson, formaður Timaniynd: Róbert. Erlent yfirlit PLO vex fylgi Nýmæii í barna- lögum bls. 12 Allt um íþróttir — bls. 10-1: — bls. 19 - bls. 7 N AMEKICAN WtiRliWOU t! Varúlfur ILondon Gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur: HÆKKUN UM 49% NAUÐ- SYNLEG ■ Miðað við óbreytta fjárhagsáætlun Rafmagnsveitu Reykjavikur, og að heimild verði nú þegar veitt til að taka tuttugu milljón króna erlent rekstrarlán, þarf fyrirtækið að fá 33% hækkun á gjaldskrá sinni um næstu mánaðamót. Til viðbótar þessu þarf Rafmagnsveita Reykjavíkur viðbótarhækkun á gjaldskrá vegna væntanlegrar hækkunar á raforkuverði í heildsölu frá Lands- virkjun. Landsvirkjun hefur gefið i skyn að gjaldskrá fyrirtækisins muni hækka um 22% 1. ágúst nk. Heildarhækkujiar- þörf Rafmagnsveitunnar yrði því sem næst 49% frá sama timabili. Þessar upplýsingar koma fram i bréfi Aðalsteins1 Guðjónssen, rafmagnsveitu- stjóra i Reykjavik, í bréfi sem hann sendir borgarráði Reykjavíkur. Iðnað- arráðuneytið hefur hins vegar gefið i skyn í bréfi til Rafmagnsveitu Reykja- víkur að það sé aðeins reiðubúið að staðfesta áfangahækkanir á gjaldskrá, t.d. 23% hækkun í fimm skipti - og væri þá 22% hækkun Landsvirkjunar innifalin. í bréfi rafmagnsveitustjóra segir: „Standist verðbólgu- og gengisspá fjárhagsáætlunar Rafmagnsveitunnar, :svo og þær fimm gjaldskrárhækkanir. sem ráðuneytið boðar, sýnir greiðslu- áætlun Rafmagnsveitunnar, að 20 milljón króna lán er nauðsynlegt nú þegar, svo og 25 milljón króna viðbótarlán í september á þessu ári. Hins vegar mun verða unnt að greiða lán þessi að fullu innan eins árs, ef fyrrgreindar forsendur standast." -Kás Sérstakt samkomulag Vinnumálasambandsins og ASÍ LEITA SAMAN IAUSN- AR VERÐBÖLGUVAN DANS ■ Samhliða samkomulagi um nýjan kjarasamning sín á milli Iögðu Alþýðu- samband íslands og Vinnumálasam- band samvinnufélaganna fram sér- staka bókun við undirskrift samnings, þar sem fram kemur að á samningstím- anum munu aðilamir vinna sameigin- lega að því að reyna að ftnna lausn á verðbólguvandanum. Em þeir sam- mála um það að verðbólgan leiki efnahagslífið grátt „og valdi því að kaupmáttur launa er nú lægri en annars væri, og að með áframhaldandi verðbólgu muni sú þróun halda áfram.“ Aðilar eru sammála um, að all- langan tima þurfi til þess að finna viðunandi lausn og snúa þróuninni við. Hins vegar yrðu athuganir að hefjast þegar í stað og verði haldnir fundir milli aðila um mál þau, sem samkomu- lag þetta fjallar um þegar þurfa þykir. Þau atriði sem ASl og Vinnumála- sambandið telja að skoða þurfi sérstaklega til þess að vinna bug á verðbólgunni eru: Víxlverkun kaup- gjalds og verðlags, áhrif vaxta, áhrif verðbólgu á vöminnkaup, áhrif verð- bólgu á fjárfestingar, samhcngi milli verðbólgu og atvinnustigs, samhengið milli kaupmáttar og atvinnustigs, áhrif opinberra framkvæmda, þáttur sam- neyslu, nýting fjármagns í fyrirtækjum og hvernig megi auka hana, og að lokum áhrif samkeppni og hvort beri að auka hana eða minnka. Aðilunum er ljóst að til þess að árangur náist af þessari vinnu, þurfa margir að koma við sögu. „Þess vegna er lagt til að freistað verði að ná samkomulagi við aðra aðila vinnu- markaðarins um skipun nefndar, sem hafi þessi mál með höndum," segir aé lokum i bókuninni. - Kás Sjá nánar bls. 5 ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.