Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1982 5 fréttir „ÞETTA ERU SKYNSAM- LEGIR KIARASAMNINGAR” — segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ ■ Á meðan samninganefndarmenn biðu í nótt eftir að gengið yrði frá siðustu atriðum nýs kjarasamnings var ýmislegt sér tii dundurs gert. Hér sjást samninganefndarmennirnir Guðmundur P. Jónsson og Benedikt Davíðsson við skákborðið, en meðal þeirra, sem fylgjast mcð, er Gestur Jónsson, sem á sæti i sáttanefndinni, fyrir miðri mynd. Tímamynd: Róbert. ■ „Ég held að þetta séu skynsamlegir samningar. Sé litið til efnislegrar niðurstöðu samninganna - sem er i sjálfu sér eini mælikvarðinn á þá - þá stefna þeir að því að tryggja meðaltals- kaupmátt ársins 1981. Og þar sem allar spár hníga i þá átt að þjóðartekjur dragist saman, þá gefur það okkur til kynna að með samningunum sé stefnt að aukinni hlutdeild launafólks. í>að hljótum við að telja nokkurn árangur," sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ er Tíminn spurði hvort hann væri sammála ríkissáttasemjara um að nýju samningamir séu skynsamlegir. „Ekki er óeðlilegt að spurt sé hvort rétt hefði verið að sækja lengra, frekar. en að sætta sig við þessa niðurstöðu., Mitt mat er að það hefði ekki tekist án mikilla átaka á vinnumarkaðinum. í þau átök tel ég að fólk hafi ekki verið reiðubúið, né til þeirra fórna sem þau hefðu útheimt. Sjálfur er ég sammála því mati fólks, tel að það hefði ekki verið skynsamlegt að fara þá leið. Á þeirri forsendu finnst mér niðurstaðan, - að þetta séu skynsamlegir samningar - vera rétt.“ Ásmundur var nýkominn af fundi í 72ja manna samninganefnd ASÍ þar sem hann sagði samningana samþykkta samhljóða. En þótti mönnum þó ekki samningur, m.a. um visitöluskerðingu erfiður biti að kyngja? „Auðvitað er sérstök 2,9% vísitölu- skerðing 1. september ágalli í þessum samningi og einnig að við skulum ekki losna við skerðingarákvæði Ólafslaga. En það hlýtur að vera heildarniðurstaða samningsins sem við metum fyrst og fremst. Berum við saman kauphækkanir sem samningurinn felur í sér og hins vegar þá visitöluskerðingu seoi i honum felst, þá er heildarniðurstaðan eins og ég sagði sú, að meðaltalskaupmátturinn 1981 muni nást á samningstímanum, sem gerir þessa niðurstöðu ásættanlega." - Hvað er þá kauphækkunin mikil? „í svona samningi er niðurstaðan ekki ein tala. Sumir hækka um 4% nú 1. júli, aðrir um 8-9% og hugsanlega meira. Þetta fer eftir þvi hvort þeir njóta breyttra starfsaldurshækkana, flokkatil- færslna, eða fá aðeins grjnnkaupshækk- unina eina. Meðaltalshækkunina í þess- um samningi mundi ég áætla umó,5% nú 1. júli og eflaust milli 9 og 10% á samningstímanum. En þar til frádráttar kemur fyrrnefnd 2,9% visitöluskerðing, auk hinna almennu skerðinga Ólafslaga á tímabilinu." HEI. SAMKOMULAG- IÐ METIÐ Á NÍU PRÓSENT ■ Samningar náðust á milli vinnuveit- enda og Alþýðusambands íslands i gærmorgun um nýjan kjarasamning þessara aðila eins og leiddar voru getur að i Tímanum í gær. Samningurinn er i öllum meginatriðum eins og sagt var frá í blaðinu í gær, og er hann metinn til niu prósentalaunahækkunar, áður en tillit hefur verið tekið til 2.9% visitölu- skerðingar 1. september nk. Samningstiminn er frá deginum í dag til 31. ágúst á næsta ári. Sjálf grunnkaupshækkunin sem í honum felst er 4%, og kemur hún til framkvæmda í dag. Auk þess kemur strax til fram- kvæmda breyting á starfsaldurshækkun- um. Verður hún sem hér segir: Eftir eitt ár 2.5%, eftir tvö ár 5%, eftir þrjú ár 7.5%, og eftir fimm ár 10%. Um næstu áramót kemur til fram- kvæmda eins launaflokkshækkun á alla félaga innan ASÍ. Jafnframt hækka lágmarkstekjur um 2% frá sama tima. 1. mars á næsta ári kemur til nýtt starfsaldursþrep, er miðast við sex ára starf í viðkomandi starfsgrein, þar af tvö siðustu árin hjá viðkomandi vinnuveit- anda og verði þá laun 12.5% hærri en byrjunarlaun viðkomandi launaflokks. Ákvæðisvinnutaxtar taka sömu hlutfalls- legu breytingum og tímavinnutaxtar. Um verðbætur fer eftir svonefndum Ólafslögum, en auk þess verður vísital- an sérstaklega skert 1. september nk. um 2.9%. Auk þessa koma til ýmsar breytingar á sérkjörum einstakra sér- sambanda innan ASÍ, sem eru mjög fyrirferðamiklar i samningnum, en eru samt ekki metnar nema á 0.2%. -Kás „Samningarmr marka tímamót” — segir Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ ■ „Það er ekkert vafamál að þessir samningar marka timamót um margt. Tekin hafa verið upp ný vinnubrögð i samningaviðræðunum. Menn hafa sett sér viðmiðunarpunkta til að vinna út frá, sem voru innan eðlilegra marka. Menn unnu þetta út frá kaupmáttarútreikning- um og viðmiðunum, sem er nýtt. Og ég held að ef hægt verður að þróa samninga áfram i þessum farvegi þá muni það þjóna hagsmunum beggja samningsað- ila til langframa", svaraði Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ, spurð- ur hvort samningar á þessum „lágu“ nótum marki ekki þrptt fyrir allt nokkur tímamót. - Við eigum kannski einhverntimann eftir að heyra þig lýsa yfir að samningagerð hafi verið skynsamleg? - Vonandi á ég það eftir, því það er hægt að segja um þessa samninga að þeir hafi verið skynsamlegri en þeir sem við höfum staðið frammi fyrir áður, þó ljóst sé að þeir eru alveg á ystu mörkum þess sem hægt er að verja með tilliti til efnahagsaðstæðna. Væntanlega munu þeir þvi halda okkur í þessu 60% verðbólgufari út næsta ár a.m.k., verði ekki gripið með róttækum aðgerðum inn i verðbólguferilinn, þar á meðal með aðgerðum i vísitölumálum. - Átt þú þá við enn frekari visitöluskerðingar? - Já. Það er ljóst af viðræðunum um nýtt viðmiðunarkerfi sem ríkisstjórnin stofnaði til á s.l. vetri að það er hennar meginaðgerð til að koma verðbólgunni niður i 30%, að koma þvi á. Við bundum strax og bindum enn miklar vonir við þetta nýja kerfi og teljum því mikla ábyrgð hvíla á rikisstjórninni að þetta skili tilætluðum árangri. -HEI „MERKIR SAMN- INGAR” ■ „Ég er mjög feginn að þessum samningum skuli lokið“, svaraði Guð- laugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari spumingu Tímans þar um, þegar hann stóð upp frá samningaborðinu i Karp- húsinu, þar sem nýr kjarasamningur var undirritaður af fulltrúum ASÍ og VSÍ um kl. 6.30 í gærmorgun. Við það tækifæri sagðist Guðlaugur ætla að hér hefðu verið gerðir skynsamlegir samningar sem þjóðin hljóti að vera ánægð með. „Já, að mörgu leyti held ég að þetta séu merkir samningar, m.a. vegna þess að þeir gefa nokkurn umþóttunartima. Eg tel að hér hafi verið afskaplega vel unnið siðustu dagana. Ekki sist er ég ánægður með að samningsaðilar tóku nú mjög virkan þátt i þessu sjálfir i stað þess að biða sifellt eftir tillögum frá sáttasemjara. Þannig finnst mér það eiga að vera nema í undantekningartilvik- um“. -Hei- ÆTLIÐ ÞER AÐ KAUPA IGNIS ÞVOTTAVEL IGNIS K-12 þvottavélin er nú fáanleg aftur. Margra ára reynsla á þessari frá- þæru þvottavél jafnvel í fjölþýlishúsum sannar að þetta er vél framtíðarinnar. Veltiþottur úr ryðfríu stáli. Legur þeggja megin við veltipott. Vinduhraði 600 sn/min. Tekur 5 kg. með sparn- aðarkerfi fyrir 3 kg. RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 19294 og 26660 VÖRUAFGREIÐSLAINNANLANDSFLUGS 27933 Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.