Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 1982 13 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið ■ David (David Naughton) fær ekki aðeins góða untönnun á sjúkrahúsinu hcldur hjúkrunarkonuna (Jenny Agutter) i ofanálag. Gamansam ur varúlfur AMERÍSKUR VARÚLFUR í LONDON. (American Werewolf in London). Sýningarstaður: Bióhöllin. Leikstjórn og handrit: John Landis. Aðalhlutverk: David Naughton (David Kessler), Jenny Agutter (Alex Price), Griffin Dunne (Jack Goodman), John Woodwine (Hirsch læknir). Föörun: Rick Baker. Myndataka: Robert Paynter. Framleiöandi: George Folsey jnr. fyrir Lycanthrope Films og Polygram Pictures, 1981. ■ Þjóðtrúin uni að menn gætu brcyst i varúlfa eða aðrar þvilikar ófreskjur á sér langa sögu og hún hefur orðið ýmsum rithöfundum yrkisefni. Og auðvitað hafa verið gerðar margar kvikmyndir um var- úlfa. Þekktust þeirra er „Úlfamað- urinn" frá árinu 1941 með hinum óviðjafnalega Lou Chaney jr. og snillingnum Bela Lugosi. Af einhvcrjum ástæðum hcfur þessi efniviður aftur vakið athygli nokkurra kvikmyndagerðarmanna nú hin síöustu ár. John Dante gcrði þannig „The Howling" árið 1980, en þar var sú tækni, sem Rick Bakcr nýtir enn frekar i „Ameriskum varúlfi í London" og fékk Óskar fyrir, notuð i fyrsta sinn til að sýna umbreytingu manns i úlf. Og i fyrra gerði Michael Wadleigh myndina „Wolfen", sem einnig fjallar um það hvernig menn breytast í eins konar úlfa. Það sem gerir að „Ameriskan varúlf i London“ öðruvísi en þær myndir aðrar, sem hér hafa verið nefndar, er fyndni John Landis, sem áður er einkum þekktur fyrir gamanmyndir sinar. Þetta er ekki nema öðrum þræði hrollvekja, þar sem grínið situr oft i fyrirrúmi. Landis segir hér frá tveimur ungum piltum, bandariskum há- skólastúdentum skyldi maður ætla, sem cru í Evrópuferð „á puttanum“ með bakpoka. Þeir eru á göngu á fáförnum slóðum i norðurhluta Englands þegar þeir koma í litið þorp, þar sem þeir sjá krá sem ber nafnið „Slátraða lambið“! Þar fá þeir illar móttökur og litlan viðurgjörning og halda því aftur út i myrkrið og rigninguna með aðvörunum um að halda sig á veginum og vara sig á tunglinu. Þeir villast auðvitað á heiðinni og verða allt i einu fyrir árás villidýrs, sem drepur annan þeirra, Jack, en særir hinn piltinn, David. Þegar David vaknar til meðvitund- ar á ný þremur vikum eftir atburðinn er hann á sjúkrahúsi. Lögreglan hcfur sannfærst um að hann hafi orðið fyrir árás brjálæðings, sem flúið haft af geðsjúkrahúsi, og hlægja þvi bara þegar David segir að úlfur hafi ráðist á þá félagana. Honum er hjúkrað af Hirsch lækni og Alex Price, hjúkrunarkonu, sem fær mikinn áhuga á honum. David þjáist af ógnvekjandi martröð, sem hann skilur ekki. Og ckki batnar liðan hans þegar hinn látni félagi hans, Jack, birtist allt i einu vægast sagt illa til hafður, kveðst vera dauður án þess þó að fá frið þar sem þeir, sem varúlfar deyöi, verði að flækjast á milli lífs og dauða þar til siðasta varúlfnum hafi verið cytt. Jafnframt upplýsir hann að Davidsé nú orðinn varúlfur, eins og hann muni komast aö raun um við næsta fulla tungl og hvetur hann til aö frcmja sjálfsmorð til að koma i vcg fyrir frckari manndráp. David og hjúkrunarkonan gamna sér saman þegar pilturinn hefur náð sér sæmilega eftir þrekraunina, en martröð fær hann áfram. Og svo verður fullt tungl og þá kemur það fram, sem Jack hafði varað við. Verður þar af hið mesta blóðbað, sem endar i blindgötu í miðborg Lundúna þar sem lögreglan hefur króað varúlfinn af. Það eru margar bráðfyndnar senur i þessari mynd, sem bæta upp fáránleika söguþráðarins. Varúlfs- þátturinn verður að sjálfsögðu aldrei sannfærandi, en er tæknilega séð forvitnilegur. Áhorfendur ættu að geta skemmt sér ágætlega, og kippst þar að auki við nokkrum sinnum þegar snjöll klipping og ágæt mynda- taka skapa óvænta spennu. Elías Snæland Jónsson skrifar ★★Amerískur varúlfur í London ★ ÁrásarsveitZ ★ Jarðbúinn ★ Viðvaningurinn ★★★ Lola ★★★ Ránið á týndu örkinni ★★★ Framísviðsljósið Stjörnugjöf Tímans ★ ★ ★ ★ frábær • ★ ★ ★ mjög g6d • ★ ★ góð • ★ sæmlleg • O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.