Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrxfs sími <<m 7 - ;:> -51. («11) 7 - so - :i«. TTT7i'pv'p\ tttt1 Skemmuvegi 20 iir . Kopavogi Mikiö úrval Opid virka duga 9 19 • Laugar daga 10 16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag ~.>aPC£’ V labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 „ÞARF AB INNRÆTA BORN- UM JAFNRÉmSHUGMYNDIR Rætt vid nýskipaðan framkvæmdastjóra Jafnréttisráds, Elínu Pálsdóttur Flygenring V ■ „Auðvitað hlakka ég til að takast á við þetta starf, þótt ég geri mér fulla grein fyrir að það verður erfitt á stundum," sagði Elin Pálsdóttir Flygen- ring, lögfræðingur og nýskipaður fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs þegar Tím- inn hitti hana að máli. „Jafnréttismál eru mér mjög hugleikin og hafa alltaf verið. „Eg var að Ijúka lagaprófi nú í vor og fjallaði lokaritgerð mín um jafnréttislög- in og aðdraganda þeirra,“ bætti Elin við. - í hverju felst svo starfið? „Ég get náttúrlega ekki alveg vitað það fyrr en ég tek við. En þó veit ég að um mínar hendur fara kærur um brot á jafnréttislögum, sem ég síðan legg fyrir ráðið á fundum þess. Nú mikið er um alls kyns fræðslu og upplýsingastarfsemi og mér skilst að undanfarið hafi verið nóg að gera i þeim efnum. Ég þarf að svara margs konar fyrirspurnum og kynna lögin ef þess verður farið á leit við mig.“ „Karlmenn ná ekki sama baráttuanda“ - Hefði þér fundist eðlilegt að karlmaður fengi starfið? „Nei. Það hefði mér fundist óeðlilegt. Meðan fullkomið jafnrétti kynjanna hefur ekki náðst á kona að gegna starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs. Þótt karlmenn geti barist fyrir sömu hugsjón- um og konur i þessum málum, þá ná þeir ekki sama baráttuanda. Þeir hafa ekki búið við sömu mismunun og konur og geta þvi ekki skilið þessi mál til fullnustu,” sagði Elin. - Hver eru brýnustu verkefnin framundan? „Þau eru heilmötg. En eins og stendur eru fjárveitingar til ráðsins mjög af skornum skammti. Meðan svo er, er lítið hægt að gera. Lengst af hefur framkvæmdastjórinn verið eini fasti starfsmaður ráðsins. Það var ekki fyrr en i vetur að heimild fékkst til að ráða í eina stöðu i viðbót. Henni er nú skipt milli tveggja kvenna, sem báðar vinna hálfan daginn, og önnur þeirra sinnir eingöngu rannsóknarverk- efnum sem eru mjög viðamikil." - Rannsóknarstörf? „Já. Eitt af verkefnum ráðsins er að fylgjast með þróuninni í jafnréttismál- um og hafa svo frumkvæði um úrbætur i sambandi við það. Einnig er nauðsyn- legt að gera ýmis konar kannanir, taka þátt i samnorrænum verkefnum o.fl. o.fl.,“ sagði Elin. - Er jafnrétti á þlnu hcimili? „Já. Ég bý í óvigðri sambúð og við erum barnlaus. Því er tiltölulega auðvelt fyrir okkur að hafa jafnrétti á heimil- inu.“ - En finnst þér langt í land víða? „Astandið hefur batnað mjög á undanförnum árum, en þó er það langt frá þvi að vera nógu gott. Til að ná fram fullkomnu jafnrétti þarf að byrja á því strax á fyrstu stigum grunnskóla að innræta börnum jafnréttishugmyndir. Ef það tekst er markmiðið ekki langt undan,“ sagði Elin að lokum. -Sjó fm ÍV Ú írmi $»*** * *I', rT _ >£* m „Meðan fullkomið jafnrétti hefur ekki náðst, á kona að gegna starfi framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs,“ segir Elín Pálsdóttir Flygenring i viðtalinu. 1». ■ Krístinn Hallgrímsson, fréttastjóri Timans. Nýr frétta- stjóri Tímans ■ Fréttastjóraskipti verða á Tímanum í dag. Páll Magnússon, sem verið hef- ur fréttastjóri blaðsins sið- an 1. maí 1981, lætur nú af þvi starfi og gerist aðstoð- arritstjóri hjá Iceland Review, en við frétta- stjórastarfinu tekur Krist- inn Hallgrímsson, blaða- maður. Kristinn Hallgrimsson er 24 ára gamall og hefur unnið sem blaðamaður við Timann frá árinu 1977. Tíminn þakkar Páli Magnússyni fyrir vel unnin störf og býður hinn nýja fréttastjóra velkominn til starfa. -ESJ. Á slysadeild eftir árekstur. ■ Talsvert harður árekst- ur tveggja bíla varð á gatnamótum Skúlagötu og Vitastígs á átjánda tíman- um i gær. Kona sem ók öðrum bilnum var flutt á slysadeild. Meiðsli hennar voru ekki talin alvarleg. Bilarnir skemmdust tals- vert. -Sjó. dropar Síldarhapp- drættid ■ Islendingar hafa löngum þótt fíknir i alls konar fjár- hxttuspil, og hafa happdrætti af öllum tegundum þjónað þeim duttlungum þeirra. Nú segja gárungamir að nýtt happdrætti hafi veríð stofnað, að vísu af illri nauðsyn, svokallað síldarhappdrxtti. 150 bátar sóttu um leyfi til sildveiða i haust, en ekki þótti skynsamlegt að leyfa nema helmingi þeirra veiðamar í ár. Því var tekið upp það fyrir- komulag að draga um það á milli umsækjenda hverjir fengju að veiða í ár, en þeir sem útundan urðu fá i sárabæt- ur að veiða næsta ár. Það sem er merkilegt við þetta happdrætti er hins vegar hið óvenju háa vinningshlut- fall, eða 50%, og eins hitt, að þeir sem ekki fá stóra vinning- inn í ár era 100% öraggir með að fá hann að árí liðnu. Fleiri happdrætti mxttu taka sér þetta til fyrirmyndar. Pissað í vatnið ■ Það ku hafa veríð æði liflegt á tjaldsvæðinu á Mura- eyrum, þegar hestamenn i Amessýslu héldu þar mót sitt um siðustu helgi. Aðfaranótt sunnudagsins höfðu ungir gest- ir sig mjög i frammi og léku ýmsar listir á ökutækjum sínum. Sagt er að sumir hugsunarlausir gestir hafi tjald- að tjöldum sínum, þar sem hinir ungu ökusnillingar vildu fara og að sjálfsögðu orðið að taka því að ekið var yfir tjöldin. Heimildir herma að stjóra- endur mótsins hafi tekið fullt tillit tU hinna athafnasömu manna og gætt þess að engir leiðinda nöldurseggir væru á svæðinu til að skipta sér af gerðum þeirra. Þeir sáu líka um að nægUegt neysluvatn var á staðnum, í stóram tank frá Mjólkurbúi Flóamanna. Hvort gleymst hefur að setja upp náðhús á staðnum, fylgdi ekki sögunni. En þegar snillingar þurftu að kasta af sér vatni miUi ökuferða, stigu þeir upp á tankinn góða, Iyftu upp lokinu og létu bununa blandast vatninu. Um tiuleytið um morguninn fann einhver starfs- manna mótsins upp á þvi að hleypa öllu vatninu af tanlui- um, en engum sögum fer af því að tjaldbúðagestir, sem burst- uðu tennur eða hituðu sér kaffisopa fyrr um morguninn hafi kvartað undan óvenjulegu bragði af vatninu. Krummi... er að velta því fyrir sér hvort Gunnar fái að opna munninn i Varðarferðinni á laugardag- inn....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.