Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 1
Helgarpakkinn" fyigir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! ¦ „Það verður að teljast hreint kraftaverk að bömin skyldu sleppa lifandi frá þessum ósköpum. Bfflinn fór beint fram af veginum, niður grasi gróinn hjallann, um fjörtiu metra, þaðan iuilli tveggja húsa sem aðeins eru um sjö metrar á milli. Svo fór hann út á Aðalgötuna og klippti þar í sundur tvö umferðarskilti, sem stóðu á fjögurra tommu galvaniseruðum álfót- um, þaðan rann svo billinn alla leið niður að sjó og var næstum ónýtur á. eftir," sagði Gestur Kristinsson, hreppsstjóri á Suðureyri við Súganda- fjðrð. Gestur segir frá sögulegu ferðalagi tveggja barna, drengs tveggja ára og stúlku fjögurra ára, sem átti sér stað síðla á þriðjudag. Voru þau skilin ein eftir í splunkunýjum Buick bíl, meðan móðir þeirra brá sér inn í hús við Hjallaveg 31 á Suðureyri. Billinn er sjálfskiptur og munu börnin hafa fiktað eitthvað í sjálfskiptingunni með þeim afleiðingum að bíllinn rann af stað. Leiðin sem hann fór var frá húsinu við Hjallaveg 31, niður að húsi númer 29, yfir veginn og fram af rúmlega fjörtiu metra háum hjalla, k-"frf *1f...nfí. t -* - ^é^ r**^ »--%^ *n.:m;:W*XiX* milli tveggja húsa, sem 7 metrar skilja að. Þaðan fór bíllinn niður á Aðal- götu, yfir hana og út á Eyrargötu og þaðan niður í sjó. Bíllinn stöðvaðist i fjöruborðinu og er hann talinn næstum ónýtur. En börnin tvö sluppu alveg ómeidd, nema hvað að aðeins blæddi úr vörum drengsins. „Vegalengdin sem bíllinnfór losar sennilega góða hundrað metra og fallið er a.m.k. fjörtiu metrar. Ferðin á honum var mikil og það er hreint ótrúlegt að hann skyldi ekki fara á toppinn, þegar hann fór fram af hjallanum. Þetta er allt svo ótrúlegt að ég held að ekki sé hægt annað en að flokka þetta með kraftaverkum," sagði Gestur. - Sjó. ¦ Örin bendir á staðinn þar sem bifreiðin með smábörniuium tveimur fór niður um 40 metra hjalla, siðan á niilli húsanna fyrir neðan og út i sjó. „Kraftaverk" segja sjónarvottar. ¦ Harðsnúið lið á Dagsbrúnarfundi, þar sem fram kom mikil andstaða gegn nýgerðumkjarasamningi,semþóvarsamþykkrurmeð35atkvæðamunTimani)>iid:Eiii Hörkudeilur á Dagsbrúnarf undi um kjarasamningana: MUNURINN35ATKVÆÐI! ¦ Harðar deilur urðu á fundi i Verkamannafélaginu Dagsbrún síð- degis i gær, þar sem nýgerður kjarasamningur var til umræðu. Samn- ingurinn var þó að lokum samþykktur með 35 atkvæða mun. Óánægjan beindist bæði gegn vísi- töluskerðingunni, sem menn telja hættulegt fordæmi, en einnig töldu ýmsir sérhópar sig koma verr út úr samningunum en aðra. Þeirra á meðal eru lyftaramenn við höfnina, sem greinilega vildu lyfta launum sínum hærra. Gamall Dagsbrúnarkarl sagði eftir fundinn að það hafi verið gamla kempan Eðvarð Sigurðsson sem bjarg- aði því að samningarnir voru ekki felldir. -HEI. Sjá nánar bls. 3. Föstudagur 2. júlí 1982, 147. tbl. 66. árg. Síðumúla 15-Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvc Ótrúleg ökuferð 2ja smábama á Suðureyri: HRÖPUÐU í BÍL UM 100 METRA OG ÚT í SJÓ! „Ekki hægt annad en flokka þetta með kraftaverkum'V Heimilis- tíminn: Dagur ílífi — bls. 10 Valdataf I í Washíng- ton — bls. 7 Aðal- leikkona „Varúlfs" — bls. 2 Gróður og garðar — bls. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.