Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 Amerískur varúlfur í London: SJALF LEIKKONAN ■ Óskarsverðlaunamyndin Ameriskur varúlfur i London fer sigurför um heiminn og er um þessar mundir sýnd hér á landi. Hún þykir skera sig nokkuð úr öðrum hryllings- myndum að þvi leyti, að þar má finna mýmörg gamansöm atriði, þó að hitt gerist lika oft, að áhorfandanum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. En aðalleikkonunni, Jenny Agutter, eru minnisstæðust óhugnanlegu atriðin og segir hún, að sér hafi beinlínis liðið illa meðan á myndatökum stóð. Jenny Agutter er bresk að uppruna, en hefur undanfarin ár verið búsett og unnið í Hollywood. Hún þóttist því himin hafa höndum tekið, þegar henni bauðst að leika aðalhlutverk í kvikmynd, sem átti að taka á bernskuslóðum hennar í Bretlandi. Litið grunaði hana þá, að sú kvik- myndataka ætti ekki eftir að verða eintómur dans á rósum. - Þessi kvikmyndataka hafði hreinlega áhrif á geðheilsu mína, segir hún. - Reyndar er myndin gerð með það fyrir augum að hræða fólk, og það tókst svo sannarlega hvað mig snertir. Meðan á gerð myndar- innar stóð dreymdi mig furðu- lega og skelfilega drauma. Þeir voru áreiðanlega í sambandi við myndina, því að hvorki fyrr né síðar hef ég fengið slikar martraðir og þær hættu alveg að hrella mig eftir að töku myndarinnar lauk. Mig dreymdi fólk liða hræðilegan dauðdaga á undarlegustu stöð- um og ég var umkringd afturgöngum. En það var ekki aðeins i draumi, sem Jenny upplifði óttann og skelkinn, sem mynd- in á að skjóta fólki í bringu. Áhrifin fylgdu henni lika í vöku! - Eg var alltaf að sjá hluti, sem alls ekki voru á staðnum, segir hún. Sérstaklega óhugnanlegt fannst henni atriði, sem tekið er i Clink Street, rétt hjá Lundúnabrú, kl. 3 um nótt. Þetta er gömul gata og við hana stendur ævafornt klaust- ur. Þar er að finna gamlan vegg, sem gefur hugmynd um, að innan hans leynist dýflissa. Götunni var lokað á meðan á myndatöku stóð. Ljósum var beitt til að mynda óhugnanlega og óskiljanlega skugga. - Eg fann hvernig óhugurinn hrísl- aðist um mig, segir Jenny. Ég var alltaf að velta þvi fyrir mér, hvað eiginlega leyndist í skugg- unum. Eftir á veit ég, að það var bara imyndunaraflið, sem hljóp með mig i gönur. Það er svo sem ekkert skrýtið á þessum tíma sólarhringsins. En nú getur Jenny litið um öxl og hlegið að sjálfri sér. Hún er nýkomin aftur til Hollywood og hyggst búa þar til frambúðar, enda berast henni næg atvinnutilboð þar og þar á hún kærasta. ■ Nú hefur Jenny hreiðrað um sig í Hollywood ■ Jenny Agutter hlakkaði til að leika i kvikmynd á heima- slóðum sinum. Hún vissi ekki hvað biði hennar. Davíd Frost er nú laus og liðugur Diana Dors á tali vid sjálfa sig ■ - Ég skal segja þér það, að það er eins og ekkert annað komist að hjá fólki en að tala um, hvað ég sé þung. Það er alltaf að tala um feitabolluna Diana Dors, brjóstamiklu Diana Dors - já jafnvel kerlingarlegu Diana Dors. Það er ekkert mjög skemmti- legt reyndar. En þannig talar fólk líka um Elizabeth Taylor. Ég hugsa að það sé vegna þess, hvað við vorum báðar grannar, þegar við vorum ungar. Ég var ekki nema 58 í mittið þá. En þegar kona er búin að eignast fjögur börn (eitt fæddist andvana), er hætt við að mittið færist eitthvað úr stað. Mitt datt alveg niður á gólf. Líklega getur fólk ekki gleymt því hvemig við litum út í þá daga og vill að við séum alltaf eins og þá. En ég er bara heppin. Mér hefur tekist að halda vinsældum, þó að vöxt- urinn hafi breyst. Á ég að segja þér, að það var einhver að stinga upp á því, að ég yrði öðluð, Dame Diana Dors? En ég er sko alls ekki reiðubúin ennþá, langt í frá. Hvað ég er þung? Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um það. Ég voga mér aldrei nálægt vigt. Það er langt síðan ég ákvað að stíga aldrei á neina slíka. Af hverju ætti ég að sækjast eftir þvi að verða leið? Ef ég er nokkrum kílóum of þung, veit enginn það nema ég sjálf, og ef ég er i kjól með vissu sniði, er fólk alltaf að segja mér að ég hafi grennst, þegar ég veit, að það er vitleysa. Ég er alveg hætt að hafa áhuga á að heilla karlmenn. Ég á yndislegan eiginmann og dásamlega fjölskyldu. Ég er orðin fimmtug og vinn meira en ég hef nokkurn tíma áður gert. Ég veit svo sem, að ef ég færi í megrunarkúr, gæti ég klæðst bíræfnari fötum, en ég veit líka, að mér myndi bara liða verulega illa. Ég er ekkert óhemjulega gráðug, en ég er eins og bíll. Ég þarf eldsneyti og finnst ég vera veik, ef ég fæ ekkert að borða. Einu sinni fór ég á heilsu- ræktarstöð og varð skelfingu lostin fyrstu nóttina, þegar ég gerði mér Ijóst, að ég fengi alls ekkert að borða fyrr en í morgunverð daginn eftir. Þetta fékk svo á mig, að læknirinn braut allar reglur og lét mig hafa hitabrúsa með þunnri súpu til að hafa við rúmstokk- inn! Hvers konar lif er það að verða að horfast i augu við nýjan dag með ekkert annað i maganum en kaffi með undan- rennu og ristað brauð með örþunnu lagi af smjörlíki? Ég borða soðin egg og ristað brauð í hádegismat og kjöt og tvær tegundir grænmetis i kvöldmat. Ég borða hvorki forrétt né eftirrétt. Og það er aðeins örsjaldan, sem ég drekk áfenga drykki. Sælgæti snerti ég varla nema Kit Kats, sem ■ - Því var nú verr og miður...við áttum alls ekki saman. Það er bara ástæðan fyrir því að við erum nú að skilja, sagði David Frost, en þau hjónin Lynne Frederick (sem gift var Peter Sellers þegar hann dó) og David gerðu kunnugt nú á dögunum, að hjónaband þeirra yrði nú slitið. Þau hefðu ákveðið að skilja. Sjónvarpsstjarnan David Frost og Lynne hafa verið gift í 17 mánuði. Frost er 43 ára en Lynne 26 ára. Þau giftu sig hálfu ári eftir að Peter Sellers lést af hjartaslagi. Lynne erfði þá um 70 milljónir dollara, - en ekki hefur Frost þurft að kvænast til fjár, því að sjálfur er maðurinn margmilljónari í dollurum. ■ David Frost og Lynne Frederick á meðan aUt var í lukkunnar velstandi. ég held mikið upp á, og „Turkish Delight", sem ég á til að háma í mig, þegar sá gállinn er á mér. Ég komst að raun um, að skjaldkirtillinn í mér starfar of hægt, eftir að ég var næstum dauð úr heilahimnubólgu. Hárið á mér, sem alltaf hafði verið fallegt, sitt og þykkt, varð dautt og liflaust. Ég bólgnaði upp í kringum augun, svo að það var varla hægt að farða mig á morgnana fyrir kvikmyndatökur. Stundum voru hendurnar á mér svo bólgnar, að þær urðu tvöfaldar að stærð. En það versta var, að ég vildi bara helst sofa, ég hafði ekki löngun til eins eða neins. Þegar ég loks dreif mig til læknis, gaf hann mér einhverj- ar töfrapillur, sem ég hef ekki hugmynd um hvað eru, og ég gjörbreyttist. Ég er nú svo full af orku, að ég kann mér ekki læti. Stundum myndi mig langa til að vera ofurlitið grennri, en ég gæti ekki hugsað mér að fara i strangan megrunarkúr. Og þegar allt kemur til alls verð ég að viðurkenna að mér líður ágætlega eins og ég er!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.