Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 iiis'ii'í fréttir „ÞESSIR ðLTRA-RÓTTÆKU SMÖLUÐU ALVEG í BOTN” segir Gudmundur J. Guðmundssori fundinn, þar sem nýi samningurinn með 35 atkvæða mun um Dagsbrúnar- var samþykktur ■ „Ekki svo erfíður fundur. En hann var fá- mennur. Ég efast um að það hefðu verið fleiri mótatkvæði, þótt þetta hefði verið 500 manna fundur“, svaraði Guð- mundur J. Guðmundsson spurningu Tímans hvort hann hefði gert ráð fyrir svona mörgum mótat- kvæðum og raun varð á. Fundinn sóttu rúm 200 manns, 119 samþykktu samningana en 84 voru á móti. „Þetta voru greinilega samtök ýmissa sem voru óánægðir. Bæði er það að visitöluskerðingin mæltist illa fyrir og siðan eru það einstakir hópar sem telja sig hafa fengið minna i sinn hlut en ýmsir aðrir. Hitt er lika annað mál - og var vitað allan tímann - að Dagsbrún var miklu harðari í þessu en flestir aðrir. Mikil samstaða bak við kröfugerðina og menn þar á ýmsan hátt reiðubúnari en aðrir til verkfallsátaka", sagði Guðmundur. - Voru ekki byltingarmenn líka háværir? „Þessir „últra róttæku", jú, þeir smöluðu alveg í botn. Aðalforsprakki þeirra - hress strákur - agiteraði lipurt. Það væri aðalatriðið að hafa minnihlut- ann nógu stóran “, sagði Guðmundur. - HEI. ■ Núverandi og fyrrverandi formenn Dagsbrúnar - Guðmundur J. Guð- mundsson (t.h.) og Eðvarð Sigurðsson - ræðast við áður en Dagsbrúnarfundur- inn hófst i gær. Ætli Guðmundur sé ekki að kikja á andstöðuna? Timamynd: Ella. Jósteinn Kristjánsson flytur tillögu á fundi borgarstjórnar: Lagði til 20% lækk un fasteignagjalda „Hann hirti ekki um mótmæli mín og flutti sína tillögu’% segir Gerður Steinþórsdóttir, borgarfulltrúi * ■ Á fundi borgarstjómar i gærkveldi kvaddi Jósteinn Kristjánsson, varaborg- arfulltrúi Framsóknarflokksins, sér hljóðs og leitaði afbrigða til að geta flutt tillögu um að borgarstjórn samþykki að miða gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 1983 við að fasteignagjöld verði lækkuð um 20% og aðstöðugjald á iðnrekstri um þriðjung. Voru afbrigðin samþykkt og síðan samþykkt að tillögu Daviðs Oddssonar borgarstjóra að vísa tillöguni til borgarráðs við gerð fjárhags- áætlunar. Gagnrýndi Davið þennan tillöguflutn- ing, og sagði alveg á mörkunum að veita hefði átt afbrigði til að hægt væri að afgreiða hana. Hér væri um stórmál að ræða sem ekki kæmi í reynd til afgreiðslu fyrr en í desember á þessu ári og því lægi ekkert á sem réttlæti það að flytja það utan dagskrár inn á fund borgar- stjómar. Gerður Steinþórsdóttir, annar borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði i samtali við Tímann í gær, að Jósteinn hefði hringt í sig einni klukkustund fyrir borgarstjórnarfund og tilkynnt henni um fyrirhugaðan tillöguflutning sinn á fundinum. Sagðist hún hafa tjáð honum að óformlegt samkomulag hefði verið gert i borgarmálaráði Framsóknar- flokksins i Reykjavík um að tillögur i svipaða vem yrðu ekki fluttar fyrr en eftir sumarfri borgarstjómar, þ.e.a.s. i haust, og húu ‘ þvi lýst sig mótmælta þvi að hann flytti tillöguna. „Hann hirti ekki um mótmæli min og flutti sína tillögu", sagði Gerður, sem sat hjá við afgreiðslu málsins í borgar- stjórn. Sagði hún að lækkun fasteigna- gjalda hefði verið eitt af kosningaloforð- um Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar, en fleira hefði hangið á spýtunni, og þvi bæri að líta á þetta sérstaka mál í samhengi við önnur kosningaloforð, eins og sölu Borgar- spitalans. Jósteinn Kristjánsson, er annar vara- borgarfulltrúi framsóknarmanna, en Kristján Benediktsson dvelst nú erlendis i sumarfríi, og Sigrún Magnúsdóttir er einnig i fríi. { ræðu sinni þegar hann mælti fyrir tillögu sinni sagði Jósteinn Kristjánsson að lækkun fasteignagjalda og aðstöðu- gjalda á iðnrekstri hefði verið eitt baráttumála framsóknarmanna og sjálf- stæðismanna þannig að víðtæk samstaða ætti að geta náðst í borgarstjóm um samþykkt tillögunnar. Sagði hann að fasteignagjöld væra of há, og að sama skapi væri aðstöðugjald óréttlátur skatt- ur. „Eg hygg að núverandi meirihluti sé mér sammála um það, og ég treysti þvi að hann sé reiðubúinn að standa við kosningaloforð sin,“ sagði Jósteinn. Hann sagði ennfremur: Ég hefði gjarnan kosið að leggja þessa tillögu fram með venjulegum hætti, en ástæður fyrir því að ég geri það ekki eru margvíslegar. í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að þessi tillaga fái umræðu hér í borgarstjórn hið allra fyrsta vegna þeirrar vinnu sem framkvæma þarf við gerð fjárhagsáætlunar og þarf auðvitað að komast í gang hið allra fyrsta, einnig vegna þeirra veralegu áhrifa sem þessi tillaga hefur á fjárhagsáætlun sé hún samþykkt. í öðra lagi er ég varafulltrúi i borgarstjórn og ekki nógu kunnugur formsatriðum varðandi borgarstjórnar- fundi og áttaði mig hreinlega ekki á þvi að leggja þyrfti tillögu fram á mánudegi, i siðasta lagi til þess, að hún komi til umræðu sem tillaga á dagskrá. Kás Öryggisfyrirtækið Securitas: Fékk nú leyfi til hundahalds ■ Borgarstjóm samþykkti á fundi sínum í gærkveldi með þrettán atkvæð- um gegn átta að veita Öryggisfyrirtæk- inu Securitas leyfi til að halda tvo hunda við gæslustörf. Mjög skiptar skoðanir vora um það hvort veita ætti leyfið til hundahalds. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og annar borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, Jósteinn Kristjánsson, greiddu því atkvæði, en aðrir borgarfulltrúar voru á móti. Þorbjöm Broddason fann leyfinu flest til foráttu og hafði mörg horn í siðu fyrirtækisins og annarra álíka. Sagði hann það ábyrgðarhlut að láta öryggis- vörðum fyrirtækisins það eftir að ákveða hverjum þeir siguðu sinum hundum á. Eins hefði fyrirtækið verið kært fyrir ólöglegt hundahald. „Við eigum ekki að berjast gegn lögbrotum með lögbrjót- um‘‘, sagöi Þorbjöm. Vtldi hann að frestað yrði ákvörðun um levfisveiting- una, en sú tillaga var felld. I framhaldi af því vildi hann láta binda leyfisveiting- una því skilyrði að ef uppvíst yrði við lögreglurannsókn að fyrirtækið hefði ólöglega haldið varðhund, þá myndi það' missa leyfið. Sú tillaga var einnig felld,1 en Davið Oddsson borgarstjóri lýsti því \ yfir að hann teldi eðlilegt að takaj leyfisveitinguna til endurskoðunar ef fyrirtækið yrði uppvist að slíku broti. - Kás. i Davíð keisari - og sjálfsmords- sveit sjálf- stæðismanna ■ Á fundi borgarstjómar i gærkveldi var tekin til fyrri umræðu tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að borgarfulltrúum verði fækkað á ný, úr 21 niður i 15, eins og verið hefur frá árinu 1908, en á sama tima hefur fj'öldi höfuðborgarbúa vaxið tólffalt. Samþykkt var með fimmtán sam- hljóða atkvæðum að vísa tillögunni til annarrar umræðu. Hins vegar er ljóst að hefði tala borgarfulltrúa verið 15 í stað 21 við síðustu borgarstjórnarkosningar, þá hefðu sjálfstæðismenn aðeins 9 fulltrúa i stað 12 nú. í þessu sambandi minntist Þorbjörn Broddason, borgarfulltrúi, sjálfsmorðs- sveita Japanskeisara i seinni heim- styrjöldinni. Sagði hann að með réttu mætti líkja Davið Oddssyni, borgar- stjóra, við keisara í svipaða veru og Japanskeisara á sinum tima, sem á hefði að skipa a.m.k. þriggja manna sjálfs- morðssveit, þar sem ljóst væri að minnsta kosti þrir borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins dyttu út úr borgarstjórn við næstu kosningar greiddu þeir tillögunni atkvæði sitt. Með því væru þeir að leggja pólitískan frama sinn að veði. Aftur á móti væri enn ekki ljóst hverjir skipuðu sjálfsmorðssveitina. Bar Þorbjörn fram tillögu um að afgreiðslu tillögunnar um fækkun borg- arfulltrúa yrði frestað þar til reynsla hefði fengist á það hvernig 21 borgarfull- trúakerfið virkaði, enda kæmi fækkunin ekki til framkvæmda fyrr en að fjórum árum liðnum, eða við næstu borgar- stjórnarkosningar árið 1968. Þessi til- laga var felld með ellefu atkvæðum gegn níu. Vakti það athygli að Katrín Fjeldsted einn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins sat hjá við þá atkvæða- greiðslu. Virðist hún því ekki hafa hug á því að verða einn af þremenningunum sem koma til með að skipa sjálfsmorðs- sveit Daviðs keisara, sem Þorbjörn nefndi svo. _ Kás IGNIS COMBI frystiskápur sem skiftist til helminga f kælir aö ofan og djúpfryst- iraö neöan. Tveggja kerfa skápur sem er öruggur, hljóölátur og stllhreinn. Þægilegur I notkun og tek- ur lltiö gólfpláss. Mál: Hæð180cm Breidd 60 cm Dýpt 60 cm Verð: 10.470 RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 6 v/Austurvöll Slmi 19294 og 26660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.