Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 fréttir SJÚKRAHOSIN í REIP- TOGIIIM TÆKIABIÍNAÐ — sagdi Jón Bjarni Þorsteinsson, stjórnarmaður í Læknafélagi fslands, á aðalfundi félagsins ■ Reiptog á sér stað milli sjúkrahús- anna á höfuðborgarsvæðinu um tæki og tækjabúnað, að sögn Jóns Bjama Þorsteinssonar stjómarmanns í Lækna- félagi íslands. Á aðalfundi læknafélags- ins, sem haldinn var i Stykkishólmi um síðustu helgi, gagnrýndi Jón Bjami fjárfestingu sjúkrahúsanna og sagði m.a.: „Það virðist allsráðandi á Vesturlönd- um, að sölumenn fyrirtækja og verk- smiðjur, sem stöðugt framleiða nýrri og háþróaðri tæki, eigi mjög greiðan aðgang að faglærðu fólki innan heil- brigðisþjónustunnar, sem oft og einatt fóma höndum í tilbeiðslu við tæknina og virðist sá fræknastur, sem berst fyrir dýrasta og að hans eigin dómi besta tækinu. Þessi leikur berst síðan út í blöð og aðra fjölmiðla, fær góðan hljómgmnn hjá klúbbum og liknarfélögum og salan fær sina skím, þegar eitthvað félagið gefur tæki og brosir framan í alþjóð við hátíðlega athöfn.“ Siðan sagði Jón Bjami að Stjórnmála- menn falli gjaman i þá freistni að ráðstafa sameignarsjóðum þjóðfélagsins til þess sem glámskyggnt fólk og auðtrúa líknarfélög telji sjálfsagt og gott. Hann sagði að embættismannakerfið félli líka í þá sömu freistni. „Sláandi dæmi um þetta er það reiptog sem á sér stað milli sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu um tæki og tækjabúnað,“ sagði Jón Bjami. Hann upplýsti einnig að um 8-10% af vergum þjóðartekjum fari beint til heilbrigðismála úr ríkissjóði og bætti síðan við: „Á allra siðustu ámm hefur áhugi almennings á stjómun og eflingu heimilislækninga aukist mikið og að gera það virkara með betri tengingu við aðrar heilbrigðisstéttir. Almenningur hefur kvartað undan hinni oft á tiðum ópersónulegu sérfræðiþjónustu og yfir- völd vilja halda heilsugæslukostnaði í skefjum.“ -SV.‘ Gódur hagnaður á Edduhótelum ■ „Rekstur Ferðaskrifstofu ríkisins gekk bara nokkuð vel á s.l. ári miðað við erfiðar ytri aðstæður, svo sem erfiða stöðu gengismála og fleira. Hagnaður- inn var rúmlega tvær milljónir og þar af skiluðu Eddu hótelin um 1,3 milljón- um,“ sagði Kjartan Lárosson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins á blaðamanna- fundi i gær. Á blaðamannafundinum kom fram, að Eddu hótelin verða rekin með svipuðu sniði í sumar og verið hefur. Hótelin verða alls 15 og eru þau víðsvegar um landið. Helsta nýbreytnin er sú að „mótelið" á Kirkjubæjarklaustri hefur verið stækkað. í dag verða þar tekin í notkun tólf ný tveggja manna herbergi. Sagði Kjartan að tilfinnalega hefði vantað gistiaðstöðu í Kirkjubæjar- klaustri til þessa. Sagði Kjartan, að reynt yrði að bjóða upp á ýmsa afþreyingarmöguleika á hótelunum, svo sem, sund, badminton, silungaveiði, hestaleigu o.fl. í fréttabréfi frá skrifstofunni segir, að hún bjóði upp á alla þjónustu hvað varðar farseðla og hótel - fyrirgreiðslu fyrir þá sem ferðast til annarra landa. í' því skyni hefur verið ráðið sérhæft starfs- fólk i útgáfu sérfargjalda. Ferðaskrifstofan rekur almenna upp- lýsinga-og sölustarfsemi fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn á tveimur stöðum, Söluturninum við Lækjartorg og á aðalskrifstofu við Reykjanesbraut 6, þar sem ópið er virka daga frá 08.00 til 18.00 og laugardaga og sunnudaga frá klukkan 08.00 til 14.00. Geta ferðamenn fengið alla þjónustu bæði hér í Reykjavík og úti á landi, auk bæklinga og rita. Upplýsingar eru einnig gefnar i síma 25855 og 10044. í tilefni af ári aldraðra, hefur ferðaskrifstofan ákveðið verulegan af- slátt af gistingu á Eddu hótelunum i ágúst. Ennfremur eiga ellilífeyrisþegar kost á að fá verulegan afslátt á ferðum sem skipulagðar eru fyrir innlenda ferðamenn -Sjó. ■ Diljá Gunnarsdóttir, sölustjóri, og Kjartan Lámsson, forstjóri, kynntu starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins á blaðamannafundi i gær. Tímamynd Róber). ■ BrúðubQlinn hefur lokið hringferð sinni um leikvelli borgarinnar, en þetta var sjötta sumarið sem hann hefúr verið notaður til að skemmta bömunum. Brúðunum stjómuðu Helga Steffensen og Sigriður Hannesdóttir, en Nikulás Róbertsson sá um tónlistina. Myndimar hér að ofan vom teknar við Iðufell í Breiðholti. SVJ/Tímamynd: Ella. Lagning Hitaveitu Rangæinga: Vilja að grein- ingarstöð rfki sem fyrst ■ Ráðstefna um starf og stefnu svæðisstjórna vegna málefna þroska- heftra og öryrkja var haldin í Borgarnesi fyrir skömmu, og tóku þátt í henni fulltrúar frá öllum svæðisstjórnum auk fulltrúa ýmissa stofnana og félagasam- taka er vinna að málefnum þroskaheftra og félags- og heilbrigðismálaráðuneyta. Ráðstefnan fjallaði m.a. um fyrirhug- aða Greiningarstöð ríkisins sem á að taka við hlutverki athugunar- og greiningardeildarinnar í Kjarvalshúsi. Telur ráðstefnan óhjákvæmilegt að Alþingi samþykki nú þegar á næstu fjárlögum fjárveitingar til þessa verkefn- is sérstaklega. Einnig er lögð áhersla á að sem fyrst verði hafist handa við byggingu greiningarstöðvarinnar. Á ráð- stefnunni var jafnframt ályktun um Framkvæmdasjóð þroskaheftra og ör- yrkja og kemur þar fram að ráðstefnan álítur að það hlutverk sjóðsins að fjármagna stofnkostnað sérkennslu- stofnana landsmanna ætti að færast yfir á fjárlög Menntamálaráðuneytisins, þar sem um fjármögnun á þætti grunnskóla- laga sé að ræða. -SVJ. „Þetta æðir alveg áfram” ■ „Þetta æðir alveg áfram“, svaraði Olafur Sigfússon á Hvolsvelli spumingu Timans um hvernig gengi með lagningu Hitaveitu Rangæinga. Ólafur kvað fjóra verktaka sjá um lagninguna. Tveir þeirra skipta milli sín aðalstofnlögninni, annar frá Laugalandi til Hellu og hinn þaðan austur í Hvolsvöll. Aðrir tveir sjá um dreifilagn- imar hvor á sínum staðnum. „Þetta virðist ganga mjög vel“, sagði Ólafur. Tilboðin í verkin hafi nánast öll verið undir kostnaðaráætlunum og allt útlit fyrir að aðrar áætlanir standist og hægt verði að tengja dreifikerfin 1. nóvember í haust. Samkvæmt könnun sem gerð hafi verið sagði Ólafur svo virðast sem nær hver einasti húseigandi ætli að taka hitaveituna inn. En áður var það talið nokkurt vafamál þar sem margir á þessum stöðum hita upp með rafmagns- þilofnum og verða þvi að leggja ný hita kerfi í hús . sín með komu hitaveitunnar. Greiðslu fyrir heitavatnsréttin sagði Ólafur vera um 2 millj. króna, en hann átti Holtahreppur að mestum hluta. Aðrir hlunnindaeigendur, Laugalands- skóli og bærinn Nefsholt fái sína eignarhluta greidda með frírri vatns- notkun. -HEI H jólreiðar UMFf: 1300 km. / ■ Fyistu 1300 km, og rúmlega það, ero nú að baki i hjólreiðum UMFÍ hringinn í kringum landið, en i fyrrinótt komu hjólreiðamennimir á Þórshöfn. Þaðan lögðu þeir svo af stað snemma um morguninn og komu að Hveravöllum seint i gærkvöldi og höfðu þá lagt að baki 1316 lun. „Þetta hefur gengið mjög vel, og timaáætlanir staðist, ncma að nokk- ur töf varð á Hellishciði vegna ófærðar, en það var unnið upp aftur“ sagði Gunnar Baldvinsson hjá UMFÍ í samtali við Tímann. Hann sagði að nú hefðu alls um 1300 manns hjólað á hjólunum sem notuð eru i hringferðinni, en auk þess hefðu rúmlega 3000 manns hjólað með. Hann sagði að hjólin hefðu aldrei stöðvast og gat þess sérstaklega að tveir menn hefðu hjólað upp Almannaskarðið hjá Höfn í Hornafirði í einum áfanga. SVJ MÍSSTI TÆR | VINNU- SLYSI ■ Verkamaður missti þrjár tær i vinnuslysi við Vagnhöfða sjö um kvöldmatarleytið i fyrrakvöld. Mað- urinn var að hreinsa steypusiló að innanvcrðu, snigill þess var i gangi. Manninum skrikaði fótur með þeim afleiðingum að hann fór með anpan fótinn i snigilinn. ’ -Sjó. Brotist inn í félags- heimili Rafveitunnar ■ Innbrotsþjófar voru á ferð i félagshcimili Rafvcitunnar við Ell- iðaár í fyrrinótt. Grömsuðu þeir talsvert inni i félagsheimilinu cn síðdegis í gær vissi rannsóknarlög- regla rikisins ckki til að nokkru hefði verið stolið. -Sjó. Vísitala bygging- arkostn- aðar hækkar ■ Hækkun vísitölu byggingarkostn- aðar frá mars til júni reyndist 12,3% samkvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Samsvarandi hækkun á einu ári væri þvt um 59%. Tekiö er fram að hækkun á útseldri vinnu vegna nýs kjarasantnings byggingarmanna kemur ekki fram í þessum útreikn- ingum nú. Vfsitalan i byrjun júni reyndist 1.140 stig og cr það sú visitala sem gildir á tímabilinu júli til septentber. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.