Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 9 Ingólfur Davídsson skrifar eyri, sem nokkuð er umrætt, verður Náttúrugripasafnið eflaust einn af horn- steinum hans. Húsnæði Náttúrugripasafnsins hefur því miður ekki verið í samræmi við þá starfsemi sem þar fer fram og hefur það mjög háð vexti þess og viðgangi. Eins og stendur er því holað niður i gömlu fjölbýlishúsi i Hafnarstræti 81A, þar sem það hefur 1. og 4. hæð til umráða, samtals um 200 ferm. gólfpláss. Þótt fyrirsjáanleg sé nokkur viðbót við þetta húsnæði á næstu árum, er ljóst að þar er ekki um neina lausn að ræða til frambúðar á húsnæðisvanda safnsins. Náttúrugripasafnsnefndin er þeirrar skoðunar að ekki sé seinna vænna að fara að undirbúa nýja byggingu fyrir þetta merkilega fræðasetur, sem vissu- lega ætti að vera stolt okkar Norðlend- inga og Akureyringa sérstaklega, þar sem það er að heita má eina sjálfstæða vísindastofnunin utan höfuðstaðarins. í því skyni hefur nefndin stofnað sérstakan byggingarsjóð, í samráði við forstöðumann safnsins og Bæjarstjórn Akureyrar, sem geymdur er í verð- tryggðum reikningi í Landsbankanum. Tilgangur sjóðsins er að safna fé til styrktar nýbyggingu fyrir Náttúrugripa- safnið á Akureyri og varðveita það. Ráðgert er að reisa fyrirhugað safnhús í grennd við Lystigarðinn og Menntaskól- ann, enda er til þess ætlast að það geti að einhverju leyti notast þessum þremur stofnunum og annari skyldri starfsemi, svo sem veðurathugunum og jarð- skjálftamæli, sem nú er í umsjá Lögreglunnar á Akureyri. Einnig verði þar gert ráð fyrir möguleikum til háskólakennslu i náttúrufræði. Stefnt er að því að safnhúsið verði byggt á árunum 1985-1995 svo að hægt verði að opna það á 250. ártið Jónasar Hallgrímssonar (1995). Sú tillaga hefur komið fram að kenna húsið við Jónas og kalla Jónasarhús. Er þá haft i huga að húsið gæti orðið eins konar minnisvarði um þetta ástsæla skáld, og yrði tekið tillit til þess við teikningu og hönnun. Einnig ■ Fagurrauðar lambagrasþúfur lýsa umhverfið. var fyrsti safnvörður þess, en 1963 tók Helgi Hallgrimsson (þá kennari við M.A.) við af honum. Hóf hann þá að stunda náttúrurannsóknir og byggja upp rannsóknaaðstöðu við safnið, með eflingu rannsóknasafna, kaupum á rannsóknatækjum, fræðiritum o.s.frv. Um 1970 réðist Hörður Kristinsson grasafræðingur að safninu, og átti á næstu árum mikinn þátt í uppbyggingu þess, til þess er hann réðist prófessor í nýstofnaðri náttúrufræðideild Háskól- ans í Reykjavík, 1977. Nú eru tveir fastir starfsmenn við safnið og oftast 1-2 aukamenn. Auk rannsóknastarfanna, hefur safn- ið fastar sýningar á náttúrugripum, sérsýningar og fyrirlestra af og til, og stendur að útgáfu á fræðilegum og alþýðlegum timaritum. Náttúrugripa- safnið hefur þannig að vissu leyti tekið við bví hlutverki, sem Gagnfræðaskólinn (Menntaskólinn) á Akureyri gegndi áður, að vera miðstöð náttúrurannsókna á Norðurlandi. Þetta rannsóknahlutverk safnsins hefur nú verið viðurkennt m.a. af Rannsóknaráði Ríkisins, sem hefur tekið það með í ársskýrslu sína, og talsvert er leitað til safnsins með beiðnir um ýmiss konar athuganir. Komi til stofnunar háskóla á Akur- Akureyri, 17. júní 1982. Árni Jóhannesson, Rafn Kjartansson, Elín Stefánsdóttir, Guðmundur Gunn- arsson, Jón Sigurjónsson, Jóhann Sigur- jónsson, Helgi Hallgrímsson. ■ Auðvitað verðum við einnig að vona að loðnan komi upp á ný. Mjög er vafasamt að það verði í ár en þegar hún kemur er eins gott að vera tilbúinn að taka á móti henni. vera enn stærri. En blessaðir mennirnir hafa þá talið rétt að veita rikisábyrgð fyrir smiði fimm 350 lesta báta á ári, til þess að skipasmíðastöðvarnar fái verk- efni. En ég er ekki eins hræddur við stærð skipastólsins og margir aðrir virðast vera. Ég tel þetta timabundið ástand og vil taka undir það með ýmsum mönnum eins og Lúðvík Jósepssyni og fleirum, að nauðsynlegt er að við sækjum fiskinn á fullkomnum skipum. Ég tel að Lúðvik hafi gert rétt þegar hann kom togarauppbyggingunni af stað á árunum 1971-72. Ég vek athygli á því að á þeim árum bættust um 20 þúsund tonn á ári í flotann, en nú hefur flotinn stækkað um 2-3 þúsund tonn á tveimur árum. Þess ber jafnframt að minnast að nýju skipin eru yfirleitt heldur stærri en þau sem tekin eru úr notkun oft án þess að sóknarþungi aukist að ráði. Þetta eru ekki nema um 1-1.5 þús. tonn á ári þannig að sú alda sem Lúðvík magnaði upp fyrir um áratug er að hníga. Það gerist ekki í einni svipan. Ég er þess fullviss að Fiskveiðisjóður mun ekki samþykkja fleiri lán fyrir nýja togara á næstunni. Við verðum að muna að við höfum áratug eftir áratug gengið gegnum þessa kollsteypu. Við höfum stöðvað endurnýjun flotans í einhverri örvænt- ingu og síðan orðið að rjúka til eins og 1971-72, og byggja upp nýjan flota i flýti. Það er þetta sem ég vil koma í veg fyrir, með því að hafa endumýjunina jafna og þétta. Það hlýtur að koma best út fyrir alla aðila. Það eru margs konar ástæður sem valda þessum sveiflum. Þegar loðnu- veiðin hófst voru byggð þessi ósköp af loðnuskipum og öðrum breytt til að stunda þær veiðar. Nú kemur allur þessi floti okkur i vissan vanda. - Ég vil enn vara við einhverjum örvæntingaraðgerðum í sambandi við fiskiskipaflotann. Það verður heldur engan veginn til að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda þótt við fækkum skipum eitthvað. Ef við fækkum skipunum nú náum við ekki 400 þúsund tonna þorskafla, eins og fram kom áðan, en þeim afla þurfum við helst að ná vegna þjóðarbúsins i heild; ekki aðeins vegna útgerðarinnar. íslensk blóm í mætti fá þangað náttúrugripi sem Jónas safnaði, en þeir eru flestir geymdir í Kaupmannahöfn. Þar mætti og sýna teikningar hans, handrit o.s.frv. Jónasarhús á að vera musteri náttúru- vísindanna á Norðurlandi, þeirra vis- inda sem Jónas taldi „allra vísinda indælust", og helgaði mestalla starfs- krafta sína. Til þess að sá draumur megi rætast verða margir að leggja hönd á plóginn og gefa i byggingarsjóðinn, allt eftir efnum og ástæðum. Hér er tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja minnast einhverra timamóta i ævi sinni eða annarra, að verja eignum sínum skyn- samlega eftir sinn dag. „Bera bý bagga skoplítinn, hvert að húsi heim,“ kvað Jónas forðum. Eins og þessir skoplitlu baggar býflugnanna geta myndað heilt vaxkerti, þanmg geta margar smágjafir orðið til þess að hús Jónasar Hallgrímssonar, skálds og nátturufræðings verði að veruleika. ■ Mörg falleg blóm vaxa á íslandi og fara ýmis þeirra prýðilega í görðum; hin smávöxnu einkum í steinhæðum og steinbeðum. Burkn- ar þrifast flestir best í skjóli og skugga, t.d. undir trjám og runnum, eða i skuggaskotum. Tveir burknar eru algengastir i görðum, þ.e. stóriburkni og fjöllaufungur, og geta myndað forkunnarfagra brúska. Villtir vaxa þeir i hraungjótum og giljum. Dilaburkni er líka stórvaxinn og þrífst álika vel. Köldugras þrifst vel á móti sól, vex víða i klettum og hæfir best steinhæðum. Ýmsa fleiri burkna er vert að reyna. Meðal stórvöxnustu og gróskumestu islensku tegundanna eru hvönn, garðabrúða, mjaðjurt og blágresi, allt ágætar garðjurtir. Garðabrúða og mjaðjurt eru ekki eins fagrar, heldur ilma Ijósir blómskúfar þeirra þægilega og er það mikill kostur. „Blágresið blíða“ munu flestir þekkja og dásama. Til eru af því hvit og rauðbleik afbrigði. Þið eruð kannski hissa á því, að ég nefni ætihvönnina sem skrautgarðjurt, þó hún sé mikilfengleg af því að hún sáir sér mjög. En hafið þið reynt Sæhvönn? Hún ber falleg gljáandi blöð og hvita blómsveipi og sáir sér ekki um of. Sæhvönn er tilvalin þar sem skjóllítið er, því að hún þolir storma og særok. Sigurskúfur er stórvaxinn og verð- ur alrauður af blómum síðari hluta sumars, en best er að rækta hann i stórum blikkbauk eða kollu, svo hann breiðist ekki út um of með jarðrenglum sinum. Margir þekkja, eða hafa heyrt getið um undafífla, er fyrrum voru hafðir til að lækna sár. Þeir bera fagurgular blómkörfur. Undafífla- tegundir eru margar og misstórar, hinar stóru, fjölblöðóttu eru tilkomu- miklar með allan sinn blómafjölda og eru tilvaldar í garða. 50-100 sm á hæð. Vaxa víða út um hagann. Fagra burnirótarbrúska gefur víða að líta í görðum, einkum i stein- hæðum, og fagurrauðar breiður af eyrarrós. Eða bláklukkan með sinar hangandi bjöllur, sem hvarvetna prýðir gróðurlendi á austanverðu landinu. Fjalldalafífill með sín brún- leitu lútandi blóm, er góð garðjurt. Ef þið viljið íslenskar jurtir sem klifra með gripþráðum, t.d. i neti, má rækta umfeðming, sem ber bláa blómklasa og fuglaertur gulblómg- aðar. í blautt beð eða við tjöm fara vel hofsóley, engjarós, reiðingsgras og ýmsar fallegar starir, t.d. gulstör með brúna hangandi axskúfa, og tjarnarstör, sem er Ijósleit - báðar stórvaxnar í bleytu. Holta- og melablóm ýmiss konar fara prýðilega i steingæð (lambagras, geldingahnappur, sauðamergur, holtasóley o.fl.) Ennfremur litlir, þéttir puntskúfar, t.d. vingull, sveif- gras, ilmreyr o.fl. Úr nógu er að velja. Flettið upp í flórubókum og lærið að þekkja jurtirnar. Það er gaman að heilsa þeim sem góðkunn- ingjum síðar meir. Félög og fyrirtæki ættu einnig að muna eftir byggingarsjóðnum þegar tækifæri gefast. Markmiðið er að safna svo miklu fé i sjóðinn á næstu árum, að hægt verði að hefja framkvæmdir að þremur árum liðnum. I Náttúrugripasafninu liggur nú frammi bók ein mikil, sem ætlast er til að gefendur skrifi nöfn sín i. Einnig er áætlað að prenta gjafabréf, sem menn geta keypt og notað sem kvittun. Sérstök viðurkenningarbréf verða af- hent þeim sem gefa stórar gjafir. Reikningsnúmer hins verðtryggða spari- reiknings í Landsbankanum á Akureyri er 613137, og þar fá menn einnig að sjálfsögðu kvittanir fyrir innleggi sinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.