Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 12
16 FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 Jarðýta til sölu Til sölu er CASE 850 jarðýta árgerð 1978, ekin 3.600 vinnustundir. Upplýsingar í síma 96-23947 ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góð þjónusta. 'OSlVBfU REYKJAViKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Biialeigan\S CAR RENTAL 29090 S55££J . ifEYKJANESBRAUT 12 REYKJAVÍK Kvöldsimi: 82063 Framhaldsskólakennarar Mánudaginn 5. júlí n.k., kl. 14:00opnar Reiknistofn- un Háskólans sýningu á örtölvubúnaði í húsakynn- um Rafmagnsverkfræðiskorar, stofu 148-150, á jarðhæð 2. áfanga Verkfræði- og raunvísindadeild- ar, Hjarðarhaga 4. Kynntar verða mismunandi gerðir örtölva og annars búnaðar, sem hentar til kennslu á framhaldsskóla- stigi. í framhaldi af kynningunni mun kennurum gefast kostur á að skoða og kynnast tækjunum af eigin raun daglega milli kl. 10 og 16 út júlímánuð. Framhaldsskóla- og háskólakennarar eru hvattir til að notfæra sér þetta tækifæri til að kynnast örtölvum. Rétt er að benda á að sýningin miðast ekki eingöngu við kennslu í tölvufræðum, heldur einnig aðra kennslu í framhaldsskólum. REIKNISTOFNUN HÁSKÓLANS Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög hagstæðu verði: Öxlar í'raman og aftan Öxulflansar Hjöruliðskrossar Girkassaöxlar Girkassahjól Fjaðrafóðringar Hraðamælisbarkar Hurðarskrár stýrisendar Pöstsendum. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 — Reykjavík S.38365. spindlasett kúplingspressur kúplingsdiskar og margt fleira 1. deild knattspyrnunnar: Eyjamenn á toppinn \í ■ Ómar markÍBV Jóhannsson skoraði annað i gærkvöldi með þrumuskoti. ■ Eyjamenn skutust á topp 1. deildar knattspymunnar i gærkvöldi, þegar þeir sigmðu Akumesinga i Vestmannaeyjum 2-0 í fremur þófkenndum leik. Allur fyrri hálfleikurinn fór í kýlingar andstæðinga á milli og fór fremur litið fyrir tilburðum leikmanna til þess að leika fallega knattspymu. Aðkomumenn voru öllu meira með boltann, án þess þó að hægt sé að tala um undirtök i þvi sambandi. Engin markverð tækifæri litu dagsins ljós i fyrri hálfleiknum. Heimamenn hresstust nokkuð i siðari hálfleiknum og þeir náðu forystunni á 58. mín. Ágúst Einarsson, bakvörður ÍBV gaf boltann fyrir ÍA-markið. Markvörður Akumesinganna rann til og boltinn skoppaði í markið. Ægilegt klaufamark. Þegar um 10 min. vom til leiksloka bætti Ómar Jóhannsson öðm marki við fyrir Eyjamenn. Hann fékk góða sendingu frá félaga sinum, Sigur- lási t’orleifssyni og afgreiddi knöttinn i netið með þmmuskoti, 2-0 fyrir ÍBV. Þess má geta að Lási átti nokkur góð marktækifæri i leiknum, en tókst ekki að skora fremur en fyrr í sumar. Óheppnin hefur beinlinis elt hann á röndum. Árni Sveinsson var yfirburðamaður í liði ÍA. Þá átti Sigurður Halldórsson þokkalegan leik. Sveinn Sveinsson, Ómar Jóhannsson og Örn Óskarsson voru bestir i annars jöfnu liði ÍBV. PM/IngH. Molar | Ljúfur eins og lamb Jafntefli ■ íslami ug Sviss gerðu jafntefli i landslcik á alþjóðlega handboltamót- inu sem nú fer fram i Sviss, 21-21. Staðan i hálflcik var 13-9 fyrir landann, sem hafði undirtökin lengstum. Sigurður Sveinsson og Kristján Arason voru markhæstir í islcnska liðinu, skoruðu 4 mörk hvor. Tveir leikir í 1. deild kvenna f kvöld ■ Boltinn i 1. deild kvennaknatt- spymunnar heldur áfram að rúUa á fullri ferð í kvöld. Þá mætast Víkingur og Valur á Valsvclli Id. 20 og á sama tima leika FH og KR á KaplakrikavelU. Staðan i kvennaknattspymunni er nú þessi: Breiðablik..... 4 4 0 0 16:2 8 Valur .......... 3 2 1 0 4:1 5 Akranes ........ 4 2 0 2 7:8 4i KR ............ 3 111 4:4 3 Vikingur ....... 3 0 0 3 2:8 0 FH ............. 3 0 0 3 0:10 0 Efstu liðin leika í kvöld ■ Þór, Akureyri og Þróttnr, Reykjavik, tvö efstu liðin í 2. deild knattspymunnar mætast á Akurcyri í kvöld og má búast við hörkuviður- eign, þvi Þórsararair ætla sér öragglega ekki að missa af lestinni i 2. deíldarkeppninni og letka stift til sigurs. Þá leika Reynir og Njarðvik i Sandgerði. Báðir leikimir hcfjast Id. 20. Staðan i 2. deUd er nú þessi: Þrottur, •»••••*»•• 7 6 1 0 13:2 13 Þór, Ak ••••»•»■•«• 7 2 4 1 9:7 8 FH 6 3 2 1 5:6 8 Njarðvík ......... 7 2 3 2 13:11 7 Völsungur 7 3 13 9:9 7 Fylkir 7 1 5 1 9:10 7 Reynir S 7 2 2 3 8:7 6 Þróttur N 7 13 3 4:7 5 Finherji 6 12 3 6:9 4 Skallagrimur 7 1 1 S 5:13 3 ■ Nú er Wimbledon-tenniskcppnin komin á fulla ferð. Allra augu (i fjarveru Bjössa Borg) beinast að sænska strákn- um Mats Wilander, sem sigraði á Opna franska meistaramótinu fyrir skömmu, og núverandi Wimblcdon-meistara, John McEnroe, sem einna kunnastur er fyrir djöfulgang á tennisvöllum heims- ins. Nú berast fréttir af því að Nonni hafi algjörlega snúið blaðinu við og sé ljúfur sem lamb á leikvelli, blóti ekkert, brjóti ekki lengur tennisspaða sína í bræði og sé jafnvel hættur að segja dómurunum að þeir séu fífl, asnar, aumingjar eða eitthvað þaðanaf verra. í opnunarleikn- um lék Nonni gegn landa sinum Van Winitsky og allt fór fram í ró og spekt. Og það sem e.t.v. vakti ekki minni athygli, að margir áhorfendur virtust vonsviknir, þeir höfðu nefnilega (svona í og með) komið til að sjá Nonna andskotast út í allt og alla. En því miður, strákur er orðinn ljúfur sem lamb. Hneykslismál á Bislett-leikunum ■ Heldur óvenjulegt mál kom upp á hinum árlegu Bislett-leikum, sem haldn- ir voru i Osló um helgina síðustu. Að venju voru flestir af bestu millivega- lengda- og langhlaupurum heimsins samankomnir á leikunum. I þeirra hópi vora m.a. Kenyamennimir Henry Rono og Mike Boit. Skömmu áður en 10 þús. m. hlaupið hófst kom skeyti frá Frjálsíþróttasambandi Kenya þar sem tilkynnt var að þeir Rono og Boit mættu ekki keppa i hlaupinu, þeir hefðu átt að mæta í landskeppni gegn USA og Vestur-Þýskalandi þessa sömu helgi, en ekki látið sjá sig. Eftir mikið japl, jaml og fuður tókst að góma Boit og ná af honum rásnúmerinu, en Rono var öllu erfiðari viðfangs, sagðist mundu hlaupa hvað sem tautaði og raulaði. Það gerði hann og fékk tímann 27:28,5 min. Þó að Rono hefði sett heimsmet hefði það ekki fengist staðfest vegna þessa óvenjulega máls. En hvað lá á bak við hið óvenjulega skeyti frá Kenya? Jú, Frjálsíþróttasam- bandsmenn þarlendir þykja æði harðir i að ota sínum eigin tota án tillits til íþróttamannanna, sem þeir eru fulltrúar fyrir. í þessu tilfelli var það vist vonin um utanlandsferð og e.t.v. einhverja aura. „Við fáum mörg slik ruglskeyti frá Kenya á ári hverju, en erum vanir að kasta þeim með öðru sorpi,“ sagði umboðsmaður Ronos, Finninn Pekka Rinni. í lokin má geta þess að árangurinn í 10 þús. m. hlaupinu var hreint frábær, 4 hlauparar (að Rono meðtöldum) hlupu undir 27.30 mín. Sigurvegari varð Carlos Lopes 27:24.39 min. Henry Rono hleypur frá gæslumönnum og að rásmarkinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.