Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.07.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 1982 17 Iþróttir Austurrfki og N-írland 2:2 á HM í Enn komu Irar á óvart ■ Austurrikismaðurinn Walter Schachner átti stórleik i gær, en það dugði ekki gegn harðskeyttum Norður- írum. Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Austurríkismenn eru úr leik í HM eftir að þeir náðu aðeins jafntefli gegn Norður-írum í Madrid, 2-2, að viðstödd- um aðeins 9 þúsund áhorfendum. Leikurinn var hinn fjörugasti þrátt fyrir um 38 gráðu hita á meðan á honum stóð. Leikmenn beggja liða töltu með knöttinn eða gengu í byrjun leiksins á meðan þeir voru að venjast hitanum. Engin veruleg hætta skapaðist fyrr en á 27. mín. er Arstrong gaf fyrir mark Austurríkis og Hamilton skallaði bolt- ann i netið, 1-0. Fallegt mark. l’að sem eftir lifði hálfleiksins voru írarnir sókndjarfari og sköpuðu þeir sér nokkur góð marktækifæri. Síðari hálfleikur var mun skemmti- legri en hinn fyrri, bæði lið léku mun beittari sóknarleik en áður. Strax á 50. mín. komst Schachner í dauðafæri, skaut í stöng og írar björguðu i hom. Sú sæla varð skammvinn, þvi Pezzey, miðvörður Austurrikis, skoraði, 1-1. Eftir þetta sóttu Austurrikismenn mjög í sig veðrið og þeir bættu við öðru marki á 67. mín og var þar að verki Hintermeyer með langskoti föstu úr aukaspymu, 2-1. Skömmu seinna jafn- aði Hamilton fyrir Norður-íra, eftir mistök Koncilia, markvarðar Austurrík- is, 2-2. Leikurinn var jafn og úrslitin réttlát. Armstrong var bestur i irska liðinu og vakti hann athygli fyrir ótrúlegt þrek í hitanum mikla. Þá var Hamilton góður. í liði Austurrikis bar mest á Schachner og Hintermeyer. - EM/IngH. Santamaria óhræddur Hvernig stöðva á Maradona Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Liðsandinn i herbúðum liðs Spán- verja hefur stórbatnað eftir jafnteflisleik Englendinga og Vestur-Þjóðverja. Þjálf- ari 'liðsins, Santamaria, álítur að Þjóð- verjamir hafi verið mjög taugaóstyrkir í leiknum. „Knattspyrna Þjóðverjanna, eins og raunar Englendinga einnig, er kraft- mikil, okkar er harðari. Við munum þvi reyna að stjórna hraða leiksins og forðast að láta þá koma okkur á óvart,“ segir Santamaria. Er nær öruggt, að breytingar verða gerðar á liði spánskra fyrir leikinn gegn V-Þjóðverjum, þó að ekkert hafi enn verið gefið upp í þeim efnum. EM/IngH Santamaria, þjálfari Spánverja. Mikið í húfi fyrir Pólverja Frá Eika Mogens á Spáni: ■ Leikmenn pólska landsliðsins upp- lifa þessa dagana sannkallaðar gleði- stundir. Miðvikudagurinn var t.d. til- einkaður hvíld, böðum og stuttum ferðalögum. Þá skemmtu pólskir sér við að lesa risafyrirsagnir og greinar úr blöðum frá heimalandi þeirra eftir stórleikinn gegn Belgum. í blöðunum pólsku er sigrinum yfir Belgum jafnað við helstu afrek Pólverja á íþróttasviðinu og framherjarnir Lato og Boniek em nánast þjóðhetjur í heimalandi sínu nú. Næsti leikur er gegn Sovétmönnum og segja má að þar verði meira í húfi en aðeins sigur í einum knattspyrnuleik. Pólitísk þýðing viðureignarinnar er öllum augljós, ekki síst leikmönnum pólska liðsins. EM/IngH Forsmekkur ■ „Ég hef aldrei kynnst öðru eins á mínum ferli. Ég lék þennan leik með það efst í huga að forðast að fá högg eða spörk frá mótherjunum," sagði Diego Maradona eftir leikinn gegn Italiu, þar sem hann fékk hina harkalegustu meðferð. Hann var sparkaður niður 20 sinnum i leiknum. Fréttamenn hér á Spáni segja, að eftir leikina gegn Belgiu og Italíu eigi Maradona að hafa fengið góðan for- smekk að því útá hvað evrópsk knattspyma gengur. Hann geti átt von á svipaðri meðferð þegar hann byrjar að leika með Barcelona-liðinu í haust. - EM/IngH. Tveir stór- leikir í dag ■ Tveir sannkallaðir stórleikir eru á dagskrá HM i dag. Kl. 15 (isl. timi) leika Argentina og Brasih'a. Hvílíkur lcikur! Kl. 19 (isl. tími) leika Vestur-Þjóðveijar gegn Spánverjum og verða þýskir að vinna sigur, og hann helst stóran, ætli þeir sér framhald i keppninni. - IngH. ■ Landslið Sovétrikjanna vann góðan sigur á Belgum i gærkvöldi. Óheppnin eltir Belgfumenn Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Sovétmenn stigu stórt skref í átt að undanúrslitunum í HM i gærkvöldi, þegar þeir sigruðu Belga 1-0, i leik, þar sem þeir áttu ekki skilið jafntefli, hvað þá sigur. Fyrri hálfleik lauk með markalausu jafntefii. Belgar léku mjög vel i vöm og sókn, ákveðnir og alls óhræddir. Hins vegar vom Rússar taugaóstyrkir og sóknfælnir. Sovétmenn hófu seinni hálfleikinn með því að skora mark og var þar að verki leikmaður no. 5, Oganezian. Það sem eftir var leiksins vom Belgarnir i nær látlausri sókn, en þeim tókst ekki að skora þrátt fyrir fjölmörg færi. Vandermissen átti einna bestan leik í liði Belga, en hjá sovéskum bar mest á Blokhin og Gavrilov. Frá Erik Mogenscn, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Tele Santana, þjálfari og einvaldur brasilíska landsliðsins, fylgdist vel með leik ítala og Argentínumanna sl. þriðjudag og þá sérstaklega með leikmanni no. 10 hjá Argentínu, Diego Maradona, og hvaða ráð Berzot, þjálfi ítalskra, hafði til að stöðva hina léttleikandi Argentinumenn. Santana er í vafa um hvort hann eigi að láta lið sitt leika eftir sömu aðferð og í 1. umferðinni eða að fórna einum inanni til þess að gæta Maradona, eins og ítalir gerðu með góðum árangri. Leikur Brasiliu og Argentínu á morgun (föstudag) gæti haft dramatisk- ar afleiðingar fyrir þá siðarnefndu. Ósigur mun aðskilja þá á ófyrirgefanleg- an hátt frá keppninni, jafntefli gildir ekki í heimalandi þeirra sem jákvætt skref i keppninni. Aðeins sigur kemur til greina, því stærri, þvi betri. Brasilíumenn munu tefla fram sínu sterkasta liði i þessum leik, sem að margra dómi er eins konar úrslitaleikur keppninnar. EM/IngH Ardiles volgur Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Argentinumaðurinn Osvaldo Ardil- es er nú f samningaviðræðum við franska 1. deildarfélagið Paris St. Germain og eru talsverðar likur taldar á að hann leiki þar næsta keppnistimabil. Hraustur karl Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Hinn óbilgjarni varnarmaður ítalska liðsins, Gentile, hafði það hlutverk í leiknum gegn Argentínu að gæta Maradona. Honum tókst að stöðva strák, en notaði oft á tiðum æði óiþróttamannsleg brögð til þess „Ég sýndi karlmannlegan og heiðar- legan leik gegn Argentínu, því ég trúi því að i liði þeirra leiki karlmenn, en ekki dúkkur," sagði kappinn hróðugur að leikslokum. Hann bætti því við að sigurinn gegn Argentínu hafi gefið ítalska liðinu þann kraft og sjálfstraust sem þarf til að leggja i Brasiliumenn. PUNKTAR Royal-baby... heitir drykkurinn sem ensku landsliðsmennimir í HM skáluðu með þegar Lady Di fæddi svein- bamið á dögunum. Énskir veðmagnarar virðast æði öruggir á þvi að Brasiliumenn sigri í HM, því hlutfallið hjá þeim i veðbönk- um enskra er 1-1, þ.e.á.s. að þeir sem veðja á Brassana fá aðeins peninga sina til baka, en engan vinning. Staðan fyrir Englendinga er hins vegar sexfaldur vinningur, 1-6. V 1 Þrátt fyrir mikinn hita á Spáni undanfarið ere leikmenn Alsír ekki yfir1 sig hressir og finnst þvert á móti kuldinn andstyggilegur. Þeír þáðu t.d. um ullarteppi á hvert herbergi og að „fíringin“ yrði á fuUu svo lengí sem þeir væra á hótelinu. Hver kannast , ekki við soveska markVörðinn Lev lasjin, sem gerði garðinn frægan hér um árið. Hann þótti á sinúm tíma besti markvörður heims. Nú er kappinn á Spáni og starfar sem „njósnari" fyrir soveska landslið- ið. Hans aðalverkefni hefur verið að „kortleggja“ brasiliska lands- Ljós í myrkrinu kalla Pólverjar frammistöðu landsliðs sins i HM og fer þar ekkert á milli mála hvað þeir meina með myrkri. GleðUætin i PóUandf vora með ólikindum er póskir sigruðu Perú 5-1 og ekki voru þau minni eftir stórsigurinn á Belgum 3-0. Fréttir af ólátum ensku fótboltaáhuga- mannanna á Spáni virðast ekki ætla að taka endi. í siðustu viku vora 6 Spánverjar Uuttir á sjúkrahús eftir að hafa fengið að finna fyrir hnifum enskra i óeirðum á bar nokkrum í bænum Zaraus. Skosku áhangendumir á Spáni þóttu standa sig svo vel er lið þeirra var slegið út úr keppninni, að þeim hefur verið lofað verðlaunum. Á landslcik Skotlands og A-Þýska- lands í október n.k. mun miða- verð verða 1-3 pund fi stað 4-8 pund, eins og venja er. Fjórir Brasiliumenn urðu svellríkir dag einn i siðustu viku. Þeir höfðu allir tippað 'rétt hveraig úrslitin í 13 fylrstu leikjunum i HM yrðu. I Snjallasta herbragðið sem potað hefur verið i HM hingað til, kalla blaðamenn fullyrðingu Billi Bingham, þjálf- ara norður-iskra, til léikmanna sinna nm að hitinn þegar leikurinn gegn Júgóslavíu fór fram væri 26 gráður, en ekki 36 gráður eins og rétt var. Allir strákamir trúðu stjóra sínum, en fannst samt andsk... heitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.