Tíminn - 02.07.1982, Síða 1

Tíminn - 02.07.1982, Síða 1
og dagskrá rikisfjölmiðlanna 3./7 til 10./7 ’82 Ur skemmtanalífinu — „Meö skemmtilegri húsum sem ég hef komið f’ segir Paul Reymond, Ijósauppstillingamaður kemur fram á haustið er svo ætlunin að bjóða gestum okkar upp á erlenda skemmtikrafta. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á eitthvað við allra hæfi, en einskorð- um okkur ekki við ákveðna aldurs- hópa. Þá munum við leggja okkur alla fram um að hafa vandaðan og góðan mat fyrir matargesti okkar, og verðum ■ „Hinar guðdómlegu gellur“, en svo eru þær nefndar dansmeyjarnar i Þórskabarettinum. Þær koma fram ásamt öðru kabarettfólki i Sjallanum annað kvöld, enþáiverður Ijósasam- stæðan mikilfenglega tekin i notkun. með fáa rétti en vandaða á matseðlin- um hverju sinni,“ sagði Sigurður Sigurðsson, sem stýrir, að margra áliti, glæsilegasta samkomuhúsi landsins í -dag. „Þetta er afar glæsilegt samkomu- hús og sameinar alla þá þætti sem slíkt hús þarf að búa yfir. Þetta er ekki einungis diskótek, heldur einnig stað- ur þar sem fólk getur skemmt sér með hljómsveit, og húsið er einnig tilvalið til þess að flytja i þvi ýmis skemmti- atriði. Ég myndi segja að þetta væri með skemmtilegri húsum af þessu tagi sem ég hef komið inn í.“ sagði Paul Raymond frá enska fyrirtækinu West- ern Light í London, en það fyrirtæki hefur séð um stillingu á öllum Ijósaútbúnaði í Sjallanum nýja á Akureyri. Hans Kragh hjá Radíóbæ, sem hefur umboð fyrir Western Light á íslandi tók undir þessi orð. „Sjallinn er tvimælalaust flottasta samkomuhús landsins í dag, að öðrum húsum ólöstuðum. Möguleikarnir eru hér alveg óendanlegir, og allt geysilega huggulegt." I fyrradag var unnið að uppsetningu Ijósanna yfir dansgólfinu. Þar er ekki um neitt smástykki að ræða, þvi að Ijósasamstæðan sem dingla mun yfir höfðum gesta i Sjallanum þegar þeir fá sér snúning, vegur rétt tæp fjögur tonn. Rjúfa varð gat á þak hússins til þess að hífa ljósagrindina upp í loftið. gk. Akureyri Árbæjarsafn opnar: „DALARÓSIR ÚR SVÍARÍKI” ■ Árbæjarsafnið opnar á morgun með sýningunni „Dalarósir úr Svía- riki“ og er hún opnuð klukkan 15. Sýningin er gerð af „Dalarnas museum" i Falun og kemur hingað með styrk frá „Statens kulturrád". Á sunnudaginn mun Birgitta Dandanell, safnvörður frá Falun svo halda fyrirlestur í Árbæjarsafni í tengslum við sýninguna. Dalamyndir nefnist alþýðulist frá Dölunum i Sviþjóð, myndir sem sjálfmenntaðir málarar gerðu á tæp- lega 100 ára tímabili, milli 1780 og 1870. Myndefni Dalamálaranna voru flest sótt i biblíuna, en einnig kemur fyrir að myndirnar sýna daglegt líf, konungsfjölskylduna, eða annað sögu- frægt fólk. Myndirnar hafa sterk séreinkenni, þótt myndefnið sé sótt í bibliuna er fólkið klætt i spariföt Dalamanna þess tíma, og myndirnar eru skreyttar rósaflúri sem nefnt er „kurbits", en það er nafn Gamla testamentisins á jurt lifs og dauða. SVJ ■ Nokkur málverka af sýningunni, i Árbæjarsafni, og sýna þau vel hinn sérstæða svip Dalamálverka. Timamynd: Ella Ljósabúnadurinn tæp f jögur tonn í kvöld verðum við með Þórskaba- rett, og á morgun og sunnudag skemmtir hljómsveitin Gautar frá Siglufirði. Síðan tekur þetta hvað við af öðru, Sumargleðin, kjallarakvöldin með skemmtikröftum úr Þjóðleikhús- inu og Björgvini Halldórssyni, og ég gæti haldið áfram að telja lengi. Þegar ■ Hér er verið að hifa upp Ijósabúnaðinn, en hann vegur lítil 4 tonn, og þurfti að rjúfa gat á loftið i Sjallanum til að hægt væri að koma honum upp. Sjallinn, Akureyri: ■ „Við opnuðum hér opinberlega um síðustu helgi, og það er óhætt að segja að undirtektir gesta okkar hafi verið alveg frábærar,“ sagði Sigurð- ur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Sjallans á Akureyri, er Tíminn ræddi við hann. „Það var troðfullt út úr dyrum alla siðustu helgi, og langar biðraðir fyrir utan eftir að við urðum að loka.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.