Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 1
Kynnisferð um Rangárþing — bls. 10-11 ■ Vanskil á orlofsfé til Póstgiróstof- unnar fyrir siðasta orlofsár hafa aukist um 230% frá árinu áður. Hefur Póstgiróstofan i sumar þurft að greiða launþegum út 10 millj. króna, sem fyrirtæki hafa ekki staðið skil á til Póstgiróstofunnar. Fyrst og fremst er þar um að ræða 16 fyrirtæki - flest i sjávarútvegi - sem allflest hafa ekki staðið skil á neinu af orlofsfé síðasta orlofsárs. „Þessar kröfur eru tryggðar með lögtaki í eignum viðkomandi aðila og síðan er krafist nauðungaruppboðs á þeim“, sagði Guðmundur Óli Guð- mundsson, lögfræðingur Póstgíró- stofunnar. Vanskil frá árinu áður sagði hann flest hafa innheimst, nema þar sem um gjaldþrotafyrirtæki er að ræða. Nú i vor og sumar sagði Guðmundur útsendar orlofsávísanir orðnar um 117 þúsund, en sumir fá tvær ávísanir. Spurður hvort þær komist allar til skila - þar sem þar eru sendar í almennum pósti en ekki ábyrgð, svo og hvort allar væru innleystar, sagði hann skilin ótrúlega góð miðað við þennan mikla fjölda. Litið sé um falsanir, þ.a. að aðrir en eigendur hafi leyst ávísanirnar út. En vist geti verið erfitt að koma sumu af þessu til skila og viss hluti sem aldrei komist til skila. -HEI Ökuferð barnanna á Suðureyri: ■ lirikaleg ókufvrð I't'ggja smaharna a Suðureyri \ið Sugandafjorð endaði i flæðarinalinu. eftir að hillinn liafði runnið frain af rumlega fjörtiu metra liaum hjalla, milli treggja husa seni aðeins sjo metrár skilja að. þaðan yfir Hær götur. I leiðinni tok hann með ser tvo umferðarskilti. seni hreinlega klipptiist i suiulur. smi ntikill sar hraðinn a hílnum. Kins og sagt \ar fra i liinanom i gær sliippu liörnin næstuin ónieidd fra oskiipununi og \ar hal't eftir (iesti Kristinssuii. hreppsstjóra a Suðuresri. að það gengi kraftaserki ntest. [josimnd: t’orkell lliego l>uðure\ri. Blað 1 Tvö blöð í dag Helgin 3.-4. júlí 1982, 148. tbl. 66. árg. Greiðslur á orlofsfé: VANSKIL AUK- Bf UM 230% ■ Þeíta er ekki pottbrauð, heldur átta hundrað grömm af hassi, sem var lúmskulega smyglað inn í landið. Vélabrögð hasssmyglara bitna á saklausum sólarlandaförum: IÍTU HJÖN SMYGLA FYRIR SIG HASSI ■ Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavik hefur nú upplýst all sérstætt mál sem varðar innflutning á 800 grömmum af hassi. Fimmtudaginn fyrir viku fann hasshundurinn tæp 800 grömm af hassi í ferðatösku á Keflavíkurflugvelli. í framhaldi af því handtóku lögreglu- menn fikniefnadeildar hjón nokkur, 43 ára gamlan mann og 47 ára gamla konu, sem voru að koma frá Costa del Sol. Við yfirheyrslu bar maðurinn að hafa tekið ferðatösku þessa til heim- flutnings, fyrir tvö ungmenni sem höfðu fengið dvöl sína á Spáni framlengda um viku. Sitt í hvoru lagi, gátu hjónin bent á ungmennin i myndasafni lögreglunnar. í framhaldi af því var hjónunum sleppt úr haldi og þess freistað að bíða komu ungmenn- anna. I fyrrakvöld handtók fíkniefnadeild- in pilt og stúlku, 21 árs gömul við komu þeirra til Keflavikurflugvallar. Voru þau færð til yfirheyrslu i Reykjavík og við þær viðurkenndi ungi maðurinn fíkniefnakaupin og sendingu efnanna með framangreind- um hætti. Bar hann, að efnin hefðu verið keypt á götu í Malaga. Ung- mennin eru nú bæði i haldi hjá lögreglunni í Reykjavík, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald í málinu. Bjarnþór Aðalsteinsson, fulltrúi hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík, vildi vekja athygli á hættunni sem því fylgir að taka pakka, eða farangur til heimflutnings frá útlöndum, frá fólki sem það ekki gjörþekkir. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.