Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 5 erlent yfirlit FLESTUM fréttaskýrendum, sem hafa fylgzt með stjómmálaþróuninni i Argentinu eftir ósigur Argentinumanna á Falklandseyjum, ber saman um, að næsta erfítt sé að átta sig á stjómmála- ástandinu þar um þessar mundir. Nýr forseti hefur að visu tekið við völdum af Galtieri, en staða hans er talin svo ótrygg, að hann geti orðið að hrökklast frá þá og þegar. Öðru hvoru eru að gjósa upp sögusagnir, að þessi eða annar herforingjahópurinn sé að undirbúa byltingu. Galtieri neyddist til að láta af völdum eftir ósigurinn á Falklandseyjum. Hann vildi halda styrjöldinni við Breta áfram, en fékk ekki nægan stuðning hersins. Hann sagði því af sér, en skipaði áður náinn vin sinn, Christino Nicolaidis hershöfðingja yfirmann landhersins, en Galtieri hafði gegnt þvi starfi, ásamt forsetaembættinu. Sennilega hefur það verið fyrirætlun þeirra Galtieris og Nicolaidis, að sá siðamefndi tæki einnig við forsetaemb- ættinu, en það strandaði á yfirmönnum flughers og flota, sem vildu helzt að stjórn yrði mynduð af manni, sem ekki tilheyrði hemum, eða þá af einhverjum foringja flughersins, sem hafði getið sér gott orð í Falklandsstriðinu. Eftir þóf, sem stóð i nokkra daga, ákvað Nicolaidis að höggva á hnútinn og fela fyrrverandi hershöfðingja úr land- hernum, Reynaldo Bentio Antonio Bignoni, forsetastarfið. Yfirmenn flug- hers og flota neituðu að standa að tilnefningu hans, en hétu honum hins vegar hlutleysi fyrst um sinn. ÞEIR Galtieri og Nicolaidis em ekki taldir hafa gert það með neinni sérstakri ánægju að fela Bignoni forsetavaldið. Pegar Galtieri hrifsaði forsetaembættið i desembermánuði síðastliðnum, hreins- aði hann til i hemum og var Bignoni í ■ Bignoni forseti Upplausn og óvissa rfkir í Argentínu Stjórn Bignonis þykir völt í sessi hópi þeirra, sem var leystur frá embætti og settur á eftirlaun. Aldurinn var honum þó vart að meini, þar sem hann er ekki nema 54 ára. Þessi brottvikning, sem Bignoni sætti þannig fyrir hálfu ári, varð honum til happs nú. Vegna þess hafði hann ekki átt neinn þátt í því að ráðizt var i Falklandseyjaævintýrið. Það þótti nauð- synlegt við nánari athugun, að hinn nýi forseti hefði hreinan skjöld i þeim efnum. Frá sjónarmiði þeirra Galtieris og Nicolaidis hafði Bignoni einnig þann kost, að hann þótti ekki neinn skörungur og væri því liklegur til að fara að vilja þeirra. Þá var kunnugt um, að hann var eindreginn fylgjandi hinnar svonefndu markaðsstefnu i efnahagsmálum, en Galtieri og Nicolaidis lögðu kapp á að henni yrði fylgt áfram, enda þótt hún hefði ekki gefizt betur en það, að um 100% verðbólga er nú i Argentínu. ÞAÐ VARÐ ekki fyrsta verk Bign- onis eftir að hann hafði tekið formlega við forsetaembættinu að fylgja þeirri venju að tilkynna, hver stefna hans væri og hvað hann hygðist fyrir i náinni framtíð. Hann sagðist hreinlega verða að játa, að það hefði borið svo brátt að, að hann tæki við forsetaembættinu, að hann hefði hvorki haft tíma né tækifæri til að undirbúa fullmótaða stefnu. Auk þess þyrfti hann að hafa samráð við ýmsa aðila. Þvi lýsti hann þó yfir, að hann myndi vinna að þvi að koma á lýðræðisstjórn i landinu og yrði stefnt að þvi að láta kosningar fara fram innan tveggja ára eða a.m.k. á árinu 1984. í samræmi við þetta loforð sitt efndi hann fáum dögum siðar til fundar með fulltrúum frá öllum stjómmálaflokkum landsins, alls fjórtán talsins, þar sem ■ Nicolaidis hershöfðingi hann lýsti yfir þvi, að hann myndi veita flokkunum frjálsræði til starfa, en starfsemi þeirra hefur verið heft að mestu siðan herinn tók völdin 1976. Hann lofaði einnig að hafa samráð við flokkana þangað til lýðræðislega kjörin stjórn gæti tekið völdin. Yfirleitt hafa fulltrúar flokkanna látið vel af þessum fundi. Á honum gaf Bignoni m.a. það fyrirheit, að ekki yrði fylgt skefjalausri markaðsstefnu í stjórn- artið hans. Það þykir nú einna liklegast til að festa Bignoni í sessi, að flokkarnir muni standa með honum eða a.m.k. meðan hann vinnur að undirbúningi kosninga og gerir það á þann hátt, að þeir telja sig geta við unað. Ýmis hægri öfl munu hins vegar vilja binda væntanlega lýðræðisstjórn ýmsum hömlum. M.a. er Nicolaidis talinn þeirrar skoðunar, en ýmsir fréttaskýr- endur telja hann nú hinn sterka mann landsins vegna yfirráða hans yfir landhernum. Það þykir ekki alveg útilokað að Nicolaidis geti freistazt til þess að taka völdin áður en lýðræðis- stjórn kemst á laggirnar, ef hann sér sér leik á borði. I annan stað munu yngri herforingjar einnig hafa hug á þessu og telja sig hæfari til að fylgja fordæmi Juans Peron, þegar hann tók völdin 1946, en flokk Peronista. Það þykir einna trúlegast, að Peronist- ar verði hlutskarpastir, ef kosningar færu fram nú. Margir spá þvi, að þeir myndu alltaf fá 40-50% greiddra atkvæða, en það myndi nægja þeim til að ná völdum, þar sem annað fylgi myndi dreifast milli margra flokka. En margt getur gerzt á næstu tveimur árum, sem getur breytt þessu, og enn ekki öruggt, að kosningar fari fram þá. Ástandið er ekki aðeins ótraust innan- lands af efnahagsástæðum. Það mun sennilega ekki hafa minni áhrif, hvernig Thatcher hagar vinnubrögðum sinum i Falklandseyjamálinu. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar sjávarsídan ■ Útbreiðsla hafiss mun nú vera i meðallagi á hafinu milli íslands og Grænlands, að þvi er Þór Jakobsson hjá Hafisrannsóknardeild Veðurstofunn- ar upplýsir. Kortið, sem hér fylgir með, sýnir útbreiðsluna i stórum dráttum, og einnig þéttleikann. Djúpivogur: Gód þorskveiði hjá Sunnutindi ■ Ágætis afli hefur verið hjá Sunnutindi, skuttogaranum á Djúpa- vogi, að undanförnu. Snemma i vikunni landaði hann 120 tonnum, sem að mestu var ágætur þorskur, eftir fimm daga veiðiferð. Úr næstu veiðiferð á undan kom hann með 130 tonn, sem var að talsverðu leyti ýsa, en nokkuð var einnig af þorski. Trillur eru margar gerðar út frá Djúpavogi, víst milli 20 og 30, flest litlir og opnir bátar, enda eru fæstir þeirra atvinnutæki, meira um að menn skreppi i róður sér til hressingar og ánægju. Ánægjan hefur þó verið blönduð það sem af er sumars, þvi aflinn hefur verið rýr á skakinu. Um þessar mundir er verið að leggja siðustu hönd á breytingar á Krossanesinu, loðnubát þeirra á Djúpavogi, til að það geti farið á troll. Sunnutindur hefur séð frystihús- inu fyrir nægum verkefnum að undanförnu og nú þarf enginn á Djúpavogi að vera atvinnulaus, sem á annað borð vill vinna, að þvi er Óli Björgvinsson sagði Timanum. Félag dráttarbrauta og skipasmiða ályktar: Það er allt ríkis- Istjórninni aðkenna ■ Menn ályktuðu hart á aðalfundi Félags dráttarbrauta og skipasmiða á ísafirði 19. júni. Fyrri ályktunin segir að það sé allt saman allri ríkisstjórninni að kenna að nú er óvissa og ófremdarástand i íslenskum skipasmíðastöðvum. Svo er skorað á þá vondu stjórn að standa nú við orð sin um endurnýjun bátaflotans. Skipasmiðirnir vilja ekki heyra nefnt að öllum peningun- um, sem þeir eru búnir að verja i hönnun og raðsmiði fiskiskipa verði kastað í sjóinn. Þeir eru jafnframt æfir yfir innflutningi útjaskaðra fiskidalla frá útlendingum og segja það vera forkastanleg vinnubrögð sem striði gegn þjóðarhag. Hin ályktunin er um lánin, sem skipasmiðir þurfa að fá. ítarlegar athuganir hafa sýnt, að kostnaður við nýsmiði fiskiskipa, breytingar og viðhaldsverkefni, sem framkvæmd eru af islenskum skipasmiðastöðv- um er fyllilega sambærilegar við það sem gerist erlendis, segir í ályktun- inni. Samt sem áður þarf kúnninn að borga meira fyrir verkið sé það unnið hér heima, en það er af því að það er svo dýrt að taka lán. Og svo er skorað á títtnefnda rikisstjórn að láta nú endurskoða allt, sem tengist lánum til íslensks skipaiönaðar, til þess að koma hlutunum í lag. Ýmislegt fleira var skrafað á fundinum og m.a. lýstu fundarmenn yfir stuðningi sinum við tillögur iðnaðarráðherra til rikisstjórnarinn- ar um meðferð lánamála þeirra. Á aðalfundinum var Jón Sveins- son, forstjóri Stálvikur h.f., Garða- bæ endurkjörinn formaður Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. Aðrir í stjórn voru kosnir Þorgeir Jósefs- son, varaformaður, Guðmundur Marseliusson, Gunnar P.agnars og Þórarinn Sveinsson. Síldveiðileyfunum úthlutað ■ Er umsóknarfrestur um leyfi til sildveiða i hringnót rann út 15. júni s.l., hafði verið sótt um leyfi fyrir 150 skip. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú í samráði við landssamband ísl. útvegsmanna, Farmanna- og fiski- mannasamband fslands og Sjó- mannasamband íslands, úthlutað helmingi þeirra, eða 75 skipum leyfi til sildveiða i haust og munu hin 75 skipin fá leyfi haustið 1983. Er þetta í samræmi við niðurstöður nefndar, sem sjávarútvegsráðherra skipaði á s.l. sumri til þess að gera tillögur um skipan síldveiðimála. Heildarkvóti fyrir hringnótaskipin hefur verið ákveðinn 34.500 lestir og koma því 460 lestir í hlut hvers skips. Sigurjón Valdimarsson bladamadur skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.