Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (!ll) 7 - 75-51, (91) 7 - SO - 750. Umn tttt* Skemmuvegi 20 MÍMJi > . Knpavogi Mikiö úrval Opið virka duga 9 19 • Laugar daga 10 16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag V labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Sfmi 36510 dropar Jafnréttis- stjórinn fékk kaup- hækkun ■ Heimildir Dropa herma að fyrsla verk hins nýráðna fram- kvæmdastjóra Jafnréttis- ráðs hafi verið að fara fram á verulega kauphækkun. Var erindið tekið fyrir á fyrsta fundi Jafnréttisráðs eftir ráðn- inguna, og merkilegt nokk - samþykkl. Var auðvelt að rökstyðja þá launahækkun enda fyrrverandi fram- kvæmdastjóri aðeins stund. jur. en núverandi fram- kvæmdastjóri cand. jur. Davið keisari má passa sig ■ Davíð Oddsson, keisari höfuðborgarinnar, ásamt sjálfsmorðssveit sinni, hefur verið liðugt um málbeinið þegar hann segir frá Ijár- hagsstöðu borgarinnar, en þar er auðvitað allt í kalda kolum, að hans mati. Sigurður E. Guðmundsson kom hins vegar með athyglisverðar upplýs- ingar á siðasta borgarstjórnar- fundi þegar hann skýrði frá stöðu hlaupareiknings borgar- innar hjá Landsbankanum um mánaðamótin júní-júh' árið 1978 og svo aftur 1982. Árið 1978 var staðan neikvæð um 3.7 millj. kr. á verðlagi þess árs, en sl. mánaðamót var staðan rúmar fjörutiu milljónir i plús. Viðskilnaður íhaldsins 1978 og svo aftur vinstri meirihlutans 1982 virðist þvi vera svart og hvítt. Geir ekki fiskinn ■ Eitthvað var það að böggl- ast fyrir Morgunblaðsmönnum í fyrradag að sovéski sendi- herrann á Islandi auk versl- unarfulltrúans og sendiherra íslands i Sovét voru við veiðar upp i Laxá í Kjós i boði Sambands ísl. samvinnufélaga. Morgunblaðið gat þess hins vegar ekki að þcnnan sama dag var flokksformaðurinn sjálfur, Geir Hallgrímsson, við veiðar upp i Þverá i Borgar- flrði í boði Oliufélagsins Skelj ungs ásamt bróður sínum o; Óttari Möller fyrrverandi for stjóra Eimskips. Morgun blaðsmenn hafa vitað sem e að Geir er ekki fiskinn á þessi sviði frekar en öðrum, og þv kosið að mynda sovét-vin sína. Hins vegar hafa kvinnui þeirra þremenninganna staðic sig betur en karlmennimir oj dregið á land það sem komif er eftir þriggja daga puð. Krummi... ..heyrði að meira segja gjald- eyriseftirlit Seðlabankans hefði verið lokað í gær vegna veðurs. Er þá mikið sagt, bæði um veðrið og... LAUGARDAGUR 3. JULI 1982 fréttir Fyrsta áætlunarflug Arnarflugs til Evrópu ■ Fyrsta brottför i hinu nýja áætlunarflugi Arnar- flugs til Evrópu er á morgun, og er þá flogið til Zurich í Sviss, en þangað verður flogið vikulega. Fél- agið hefur eingöngu haldið uppi leiguflugi milli íslands og annarra landa til þessa, auk, áætlunarflugs innan- lands og ýmissa sérverk- efna á erlendum vettvangi. Á miðvikudaginn verð- ur síðan flogið til Diissel- dorf í Þýskalandi, sem verður vikulega á dagskrá, og til Amsterdam i Hol- landi, en þangað verður farið tvisvar í viku. Markaðsskrifstofur Arn- arflugs hafa tekið til starfa i Ziirich, Frankfurt og Amsterdam, en i síðast- nefndu borginni hefur ný- ráðinn svæðisstjóri Ev- rópu, Magnús Oddsson, aðsetur sitt. Auk ýmissa starfa vegna Evrópuflugs íslendinga mun Magnús vinna að markaðsöflun í Evrópu, og hafa fjölmiðlar og ferðaskrifstofur sýnt þessu nýja áætlunarflugi mikinn áhuga. -SVJ. Tvær prestkosningar ■ Um siðustu helgi fóru fram tvær prestkosningar i Húnavatnsprófastsdæmi. í Bólstaðarhlíðarpresta- kalli var i kjöri séra Ólafur Hallgrimsson, settur nrest- ur þar, og var hat’.n eipi umsækjandinn. 224 voru á kjörskrá og kusu 179. Séra Ólafur hlaut 167 atkvæði. Þá var kosið í Melstaðar- prestakalli og var eini umsækjandinn séra Guðni Þór Ólafsson, sem gegnt hefur störfum farprests þjóðkirkjunnar. 668 voru á kjörskrá, en 316 kusu og hlaut séra Guðni. Þór 311 atkvæði. Þórunn Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Ferðafélags íslands, á skrifstofu sinni. Tímamynd: Róbert „BJÓÐUM UPP A 30 SUMARLEVFISFERDIR rætt við Þórunni Lárusdóttur hjá Ferðafélagi íslands ■ „Ferðafélagið býður upp á 30 sumarleyfisferðir og þær standa yfir frá fjórum dögum og upp i tíu daga,“ sagði Þórunn Lárusdóttir framkvæmdastjóri Fcrðafélags íslands i samtali við Timann á dögunum. „Þetta eru ýmist gönguferðir með útbúnað, tjaldferðir þar sem gengið er út frá tjaldstað eða ökuferðir. „Við erum með ferðir nánast út um allt land, bæði Ferðafélagið sjálft, og svo deildirnar sem eru staðsettar á Akur- eyri, Skagafirði, ísafirði og i Austur- Skaftafellssýslu." Að sögn Þórunnar er aðsókn i ferðir félagsins svipuð og i fyrra, en þó heldur meiri. Það eru nær eingöngu lslendingar sem ferðast með Ferðafélaginu, bæði þrautþjálfaðir göngumenn og fjölskyld- ur, enda er félagið bæði með léttar og erfiðar gönguferðir. Hverjar eru vinsælustu ferðirnar hjá ykkur? „Það er ein ferð sem er mjög vinsæl hjá okkur, það er gönguferð milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Við erum með nokkrar ferðir i sumar og það er biðlisti i þær flestar." -Eru einhverjar nýjar ferðir á dag- skrá í sumar? „Ja, það er gönguferð úr Hoffellsdal yfir i Geithellnadal, það er erfið en mjög skemmtileg gönguleið. Sú ferð tekur níu daga, gengið um Lónsöræfin yfir Múlaheiði, í V-iðidal og þaðan yfir i Geithellnadal." Ferðafélagið er einnig með stuttar ferðir, bæði dags, kvölds og helgarferðir og er mikil þátttaka i þeim. Sagði Þórunn að þegar best léti væru nokkur hundruð manns í einstökum helgarferð- um. „í einsdagsferðum er fritt fyrir böm 15 ára og yngri i fylgd með foreldrum, og greiða þau aðeins hálft fargjald i lengri ferðum, þannig að kostnaður við fjölskylduferðir á ekki að vera mjög raikill“, sagði Þórunn að lokum. SVJ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.