Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6.JÚLÍ 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna Ð. Jóhannsdóttír. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tímans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannesson (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Uggvænleg stefnubreyting ■ Nýir siðir koma með nýjum herrum. Þetta gildir meðal annars um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til utanríkismála. Bersýnilega er að verða mikil breyting á henni frá því, sem var í tíð þeirra Ólafs Thors og Bjama Benediktssonar. Það var ein regla í utanríkis- og viðskiptamálum, sem þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson lögðu megináherzlu á, að ekki mætti blanda saman viðskiptamálum og stjórnmálum. Það þarf ekki að rifja það upp, að það voru öðrum fremur þeir Ólafur og Bjarni sem höfðu forgöngu um að hafin voru mikil viðskipti við Sovétríkin. Það stafaði ekki að því, að þeir væru eitthvað hrifnir af hinu sovézka stjórnarkerfi. Þeir voru svarnir andstæð- ingar þess. Þeir töldu hins vegar rangt, að það væri látið standa í vegi þess, að eðlileg og vaxandi viðskipti gætu þróazt milli Islands og Sovétríkjanna. Einna gleggsta dæmið um þetta er að finna frá sumrinu 1968, þegar Rússar voru að þjarma að Tékkóslóvakíu. Þá var staddur hér rússneskur ráðherra og var erindi hans að frá framlengdan viðskiptasamning milli íslands og Sovétríkjanna. Margir töldu þá, að rétt væri að fresta framlengingunni vegna atburðanna í Tékkóslóvakíu. Bjarni Benedikts- son, sem þá var forsætisráðherra, sagði nei. Það á ekki að blanda saman viðskiptum og stjórnmálum. Því til áréttingar fór hann í síðdegisboð til rússneska sendiherrans eftir að framlengingin hafði verið undirrituð. Hann hafði þá með sér Gylfa Þ. Gíslason og Emil Jónsson. Þeir þremenningar létu það ekkert á sig fá, þótt hópur nokkurra Heimdellinga stæðu úti fyrir til að mótmæla undirrituninni. En nú eru Ólafur og Bjarni fallnir frá og Heimdellingarnir, sem voru að mótmæla undirritun- inni 1968, farnir að ráða ríkjum. Nú ræðst líka Morgunblaðið harðlega á svipaða samninga við Sovétríkin og hafa verið í gildi í lengri tíma. Alveg er horfið frá þeirri reglu að blanda ekki saman viðskiptum og stjórnmálum. Það var líka regla þeirra Ólafs og Bjarna að verja þá embættismenn eða fulltrúa sölusamtaka, sem önnuðust viðskiptasamninga út á við, ádeilum og getsökum um að þeir gættu ekki hagsmuna landsins og gerðust jafnvel erindrekar útlendra aðila. Nú er þetta breytt. Nú eru þessir menn bornir óhróðri, sem áður þótti ekki frambærileg vara nema á síðum kommúnistablaða. Nú er líka farið að boða það af Morgunblaðinu og ýmsum áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins, að íslend- ingar eigi að gerast þátttakendur í hernaðarnefnd Atlantshafsbandalagsins, enda þótt þeir Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors legðu ásamt leiðtogum Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins höfuð- áherzlu á, að þar ættu íslendingar ekki heima, sökum þess að þeir væru vopnlaus þjóð, sem vildi ekki hafa hersetu á friðartímum, og vildu alls ekki taka þátt í neins konar hernaðarlegum ákvörðunum. Nú á að reyna að brjóta þessa stefnu Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar á bak aftur. Sú stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í utanríkisviðskiptum og utanríkismálum, sem er rakin hér á undan, er vissulega uggvænleg. Hún er uggvænleg fyrir þá flokka, sem hafa getað átt samleið með honum um viss grundvallaratriði í þessum efnum. Uggvænlegust er hún þó fyrir þjóðina. Þ.Þ. á vettvangi dagsins ■■ ~ , • mmmmmmaiiM Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda: Sauðfé þarf að fækka um ÍOO þúsund ■ Það dylst engum að íslenskur landbúnaður á við mikla erfiðleika að striða og að fyrr en siðar verður að leysa þau vandamál sem safnast hafa upp. Þar er fyrst og fremst um að ræða verulega fækkun sauðfjár, þvi Ijóst er að offramleiðsla á kindakjöti er mikil og markaðir erlendis eru okkur lokaðir, eða svo gott sem. Sauðfjárræktin hefur verið mikilvægasta búgreinin hér á landi og er enn. Margt er rætt og ritað um landbúnað- armál og þvi miður oft af litilli þekkingu. En það er eðlilegt að mikið sé um landbúnað fjallað í opinberri urnræðu, þvi hann er einn höfuðatvinnuvegur landsmanna og kemur öllum við hvort sem þeir stunda bústörf eða aðra atvinnu. Það er misskilningur að halda að landbúnaður komi sveitamönnum einum við og að erfiðleikar þeirra séu einkamál. Hvemig til tekst um fram- leiðslu búvöra er mál aUrar þjóðarinnar. Hákon Sigurgrimsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda er manna kunnugastur landbúnaðarmálum og markaðsmálum búvara. Timinn bað hann að skýra frá hvemig þau mál standi núna og hvaða leiðir menn sæju tíl úrlausnar þeim málum, sem nú era brýnust varðandi búvöruframleiðsluna. Á hvaða vörum er offramleiðslan mest og hve mikið þarf að skera niður? Það er ekki lengur um offramleiðslu að ræða i neinni grein búvöruframleiðslu nema í sauðfjárræktinni. Framleiðsla svina og alifuglaafurða hefur verið í góðu jafnvægi síðustu misserin og má vafalaust að mestu þakka það kjarnfóðurskattinum. Sama er að segja um mjólkurframleiðsluna. Að vísu er alltaf tímabundið offramboð af grænmeti og gróðurhúsaafurðum hvert sumar, en það gerist í ölium löndum og þess ber að gæta að innlenda framleiðsl- an nægir markaðnum aðeins hluta úr árinu. Hefur náðst jafnvægi á milli fram- leiðslu og neyslu á mjólk og mjólkurvör- um? Ég held að þetta jafnvægi hafi náðst á sl. ári að svo miklu leyti sem slíku jafnvægi verður náð. Við verðum alltaf að gera ráð fyrir nokkrum útflutningi mjólkurvara. Það er ekki hægt að hitta nákvæmlega á það magn sem innlendi markaðurinn þarf m.a. vegna árstiðabundinnar sveiflu í framleiðslunni. Það er mjög mikilvægt að þetta jafnvægi haldist. Á siðasta verðlagsári var hægt að greiða bændum fullt verð fyrir fram- Ieiðslu innan búmarks og útlit fyrir að svo verði einnig á yfirstandandi verðlags- ári. Aukist framleiðslan hins vegar svo nokkru nemi frá þvi sem nú er, getur það þýtt beint fjárhagslegt tjón fyrir framleiðendur. Ég vil undirstrika það að þessi árangur í stjórnun mjólkurframleiðslunnar er fyrst og fremst að þakka kvótakerfinu og kjarnfóðurgjaldinu sem heimild fékkst fyrir árið 1979 og þvi að bændur sýndu skilning á nauðsyn slikra aðgerða. Hefur aukin fjölbreytni i framleiðslu mjólkurvara aukið neysluna? Hún hefur ekki aukið heildameysl- una, en hefur hins vegar orðið til þess að mjólkin hefur haldið stöðu sinni á markaðnum merkilega vel miðað við það ótrúlega framboð af ávaxtasafa og allskyns öðrum drykkjum sem komið hefur á markað hér síðustu árin og eiga í harðri samkeppni við mjólkina. Fyrir 10 árum var heildarmjólkumeyslan 545 Iítrar á mann á ári en var á s.l. ári 418 litrar. Hlutur „fersku" varanna í heildar mjólkumeyslunni, þ.e. nýmjólk, rjómi, súrmjólk, jógúrt o.þ.h. hefur líka vaxið talsvert á sl. 10 árum. Er útflutningur hagkvæmur? Útfiutningur á dilkakjöti hefur verið allverulegur. Útflutningsbætur hafa ver- ið gagnrýndar mjög. Hafa þessi viðskipti verið hagkvæm þegar á heildina er litið? Til þess að tryggja ávalt nægilegt magn búvara fyrir innlenda markaðinn, þrátt fyrir misjafnt árferði verður að gera ráð fyrir nokkm umframmagni sem flytja þarf út. Útflutningsbótunum var á sínum tíma ætlað að tryggja að bændur fengju fullt verð fyrir þetta umfram- magn. Þær vom hugsaðar sem einskonar tekjutrygging. Sem slíkar hafa þær verið bændum mjög mikils virði og þær hafa lika tryggt þjóðinni nægt framboð búvara og iðnaðinum hráefni. Siðast en ekki síst hafa þær verið mjög mikilvægt framlag til viðhalds byggðinni i landinu, þvi allt fram til ársins 1976 nægðu þær til að halda uppi þeirri sauðfjárrækt sem verið hefur ein aðal undirstaða þess að byggð héldist óbreytt um landið. Menn verða auðvitað seint sammála um hvort þetta haft borgað sig fjárhags- lega og vafalaust mætti reikna út að svo hafi ekki verið. Ég er þess þó fullviss að þegar á allt er litið var jjetta ekki hátt iðgjald af þeirri tryggingu sem þama var verið að kaupa. Nú em viðhorfin hins vegar orðin nokkuð önnur. Vegna verðbólgunnar innanlands og versnandi viðskiptakjara minnkar sifellt það magn sem útflutningsbætumar duga fyrir. Frá árinu 1976 hefur þvi komið viðbótar greiðsla úr ríkissjóði til að bæta hluta af vöntuninni, en það sem eftir stendur hafa bændur orðið að taka á sig í lækkuðum tekjum. Vegna verðþróunarinnar breikkar sifellt bilið milli þess verðs sem fæst fyrir dilkakjötið erlendis og þess sem kostar að framleiða það hér heima. Bestu markaðimir erlendis skila nú aðeins 34% innlenda verðsins en þaðdugar tæplega til þess að greiða kostnað við að slátra kindinni og koma kjötinu á markað. Ekkert er eftir handa bóndan- um. Þegar svo er komið hljóta menn að velta því fyrir sér hve langt eigi að ganga í að verðbæta slíkan útflutning. Að minu mati verður að takmarka útflutn- inginn við það magn sem bændur geta fengið fullt verð fyrir. Undanfarin ár hefur verið fyrirsjáan- legt að kjötframleiðslan er of mikil. Hvers vegna hefur fé ekki verið fækkað? Vetrarfóðmðu fé hefur fækkað um 101.500 fjár á síðustu 3 ámm eða um 11,3%. Ástæðan fyrir þvi að ekki hefur enn verið gengið lengra í þessu efni er sú fyrst og fremst að menn óttast þá byggðaröskun sem skyndileg . og óskipu- lögð fækkun sauðfjár gæti haft í för með sér. Menn vilja fyrst tryggja að eitthvað annað komi í staðinn, en það þarf auðvitað nokkum undirbúning. Svo vom auðvitað allir að vona að einn góðan veðurdag myndum við detta ofan á markað erlendis, þar sem viðunandi verð fengist fyrir kjötið. Hvers vegna lokast markaðir okkar nú erlendis? Vandamálið er fyrst og fremst það að fá það verð sem við þurfum og sums staðar em viðskiptahindranir i veginum. Dilkakjötið er hins vegar góð vara sem neytendur vilja gjaman kaupa. Sem dæmi um verðþróunina má benda á að árið 1970 fengum við 89% af innlenda heilsöluverðinu fyrir það kjöt sem seit var til Sviþjóðar, nú fáum við milli 32 og 34%. Þetta á ekki bara við um landbúnað- inn. Verðbólgan hefur verið svo miklu meiri hér en í nágrannalöndunum að við emm að komast i strand með allan okkar útflutning. Gengisskráningunni hefur alltaf verið hagað eftir þörfum sjávarútvegsins sem vegna mikillar hagræðingar og aukins afla hefur fram að þessu nægt minni leiðréttingar á genginu en aðrir atvinnu- vegir hefðu þurft. Noregur hefur verið stærsti kaupand- inn en kippt að sér hendinni. Hvers vegna? Norðmenn hafa varið miklu fé á undanförnum árum til að efla sauðfjár- rækt hjá sér. Þetta er liður í þeirra byggðastefnu. Þeir hafa vissulega varað okkur við þvi að til þess kynni að draga að þeir yrðu sjálfum sér nógir um dilkakjöt, en þetta hefurorðiAmunfyrr en búist var við. Á síðasta ári var kindakjötsframleiðslan hjá þeim um 1.900 tonn umfram innlendarþarfir. Þeir ætla samt að taka af okkur 600 tonn eins og þeir höfðu lofað, en fyrir svo lágt verð, að það greiðir ekki nærri allan kostnað við slátrun, geymslu og sölu kjötsins. Þessi kjötkaup sæta vemlegri gagnrýni meðal norskra bænda því það er verið að bæta íslenska kjötinu ofan á yfirfullan markað. Búist er við að á þessu ári verði kindakjötsframleiðslan í Noregi um 3.000 tonn umfram innlendar þarfir, svo ég tel engar likur á að þeir kaupi neitt kjöt af okkur á næstu árum. Dökkt útlit Hvað er þá framundan í þessum efnum? Ég óttast að það sé heldur dökkt framundan varðandi útflutning á dilka- kjöti héðan fyrir viðunandi verð. Allir nálægir markaðir em yfirfullir af kjöti og þar sem einhver smuga er fyrir kindakjöt em Nýsjálendingar komnir með sína framleiðslu. Ég sat nýlega aðalfund Alþjóðsam- bands búvömframleiðenda sem haldinn var i London. Þar voru markaðsmálin eitt helsta umræðuefnið. Versnandi efnahagsástand hefur dregið úr mögu- leikum stjórnvalda i mörgum löndum til að greiða niður verð á matvömm og það, sem ásamt minnkandi kaupgetu almenn- ings leiðir til þess að matarkaupin beinast að ódýrari tegundum matvæla. Hér á vesturlöndum hefur sala á nautakjöti dregist vemlega saman en neysla aukist á ódýrari kjöttegundum, svina og alifuglakjöti. Kindakjötsfram- leiðsla í löndum Efnahagsbandalagsins, hefur aukist um 4% á ári, sl. 4 ár, og ef svo heldur áfram verða þessi lönd sjálfum sér nóg um kindakjöt á siðari hluta þessa áratugs. Þvi er spáð að samkeppni á kjötmark- aðnum muni fara harðnandi m.a. vegna tilkomu útflutnings frá E.B.E. löndun- um og Brasilíu. Þá er því spáð að kaupgeta olíuríkjanna i Austurlöndum nær fari minnkandi. Þessi lönd, ásamt löndum Afriku, Japan o.fl. Asiuríkjum leggja nú áherslu á að koma upp hjá sér framleiðslu á ódým kjöti, sérstaklega alifuglakjöti. Þessi þróun hefur auövitað áhrif á okkar möguleika til útflutnings. En þótt við búum afsíðis i veröldinni hafa þessar hræringar meiri og minni áhrif á okkar landbúnað lika. Við getum ekki hagað okkur eins og við vitum ekki af umheiminum í þessu fremur en öðm. En þótt við búum afsíðis i veröldinni hafa þessar hræringar meiri og minni áhrif á okkar landbúnað lika. Við getum ekki hagað okkur eins og við vitum ekki af umheiminum i þessu fremur en öðm. En þetta eiga margir erfitt með að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.