Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 9
skilja og halda að það sé bara fyrir ódugnað og sinnuleysi að ekki gengur betur með útflutninginn. Okkar dilka- kjöt sé miklu betra en það nýsjálenska. Aðrir eiga erfitt með að átta sig á því að ekki sé markaður fyrir kjötið okkar, þegar drjúgur hluti mannkyns lifir við sult og seyru. En málið er bara ekki svona einfalt. Dilkakjötið okkar er að vísu betri vara en það nýsjálenska, eða það teljum við a.m.k., en munurinn er bara ekki það mikill að neytendur séu tilbúnir að borga okkur hærra verð. Að vísu hafa Danir, Norðmenn og Færeyingar greitt u.þ.b. 10% hærra verð fyrir íslenskt kjöt en markaðsverð á nýsjálensku kjöti er í Evrópu og neytendur þar hafa verið tilbúnir að greiða þennan mismun. Siðustu mánuðina hefur þétta hins vegar breyst vegna minnkandi kaupgetu al- mennings t.d. i Danmörku og þessi mismunur hefur minnkað. Jafnvel þótt okkur tækist að fá 10-15% hærra verð fyrir dilkakjöt i Arabalöndum eða Japan þá er hætt við að flutningskostnaðurinn éti upp þann mismun og e.t.v. meira. Hugmyndir hafa komið fram um að taka kjötið inní viðskiptasamninga við önnur lönd, en það er því miður ekki líklegt til að gefa okkur hærra verð og gallinn við að selja fátæku þjóðunum er einfaldlega sá að þær eiga enga peninga og kunna sumar ekki heldur að éta dilkakjöt. í mörgum þessara landa er heldur engin aðstaða til að taka við og geyma frosið kjöt. Mergurinn málsins er sá, að fyrir frosið kjöt i heilum skrokkum getum við ekki vænst þess að fá verð sem er neitt að ráði hærra en heimsmarkaðsverð á samskonar kjöti og það eru Nýsjálendingar sem ráða þessu verði. Hvað um innienda markaðinn. Er hægt að auka söluna innaniands? Síðustu árin hefur kindakjötsneyslan verið 44—46 kg. á mann á ári og mér finnst óliklegt að hana sé hægt að auka að nokkru ráði frá þvi sem nú er. Framboð af öðru kjöti fer vaxandi og ég hygg að hugsanleg neysluaukning muni fremur beinast að því, einkum nauta- kjöti. Það er okkur mjög mikilvægt að viðhalda þessari miklu kindakjötsneyslu áfram. í>að veltur hins vegar mjög mikið á þvi hvaða stefnu stjómvöld taka í niðurgreiðslumálum. í þessu sambandi vil ég nefna það að ég tel að mikið verkefni sé framundan i að endurbæta markaðsfærslu á kinda- kjöti hér heima. Par höfum við dregist aftur úr. Til samanburðar má benda á þær framfarir sem hafa orðið í sölu og meðferð mjólkurvara. Ef hliðstæðar framfarir yrðu á kjötmarkaðnum gæti það stuðlað mjög að þvi að kindakjötið héldi áfram stöðu sinni á markaðnum. Hverjir hagnast á niðurgreiðslum? Er það hagur bænda eða neytenda að landbúnaðarvörur eru greiddar niður. Eða er það kannski fyrst og fremst hagur stjómvalda að nota niðurgreiðslur sem hagstjómartæki? Niðurgreiðslur eru hagstjómartæki. Ákvarðanir um þær eru liður í efnahagsráðstöfunum hverju sinni. Þær em tæki stjómvalda i baráttunni gegn hækkun verðlags i landinu og i viðleitni þeirra til að jafna aðstöðumun þegn- anna. Fyrir framleiðendur hafa niðurgreiðsl- ur bæði kosti og galla. Miklar niður- greiðslur verka almennt örvandi á búvömsölu og geta þvi verið mikil hjálp i ástandi eins og nú er. Þær hafa ekki bein áhrif á tekjur bænda. Háar niðurgreiðslur um langan tima skapa hins vegar „falska“ eftirspum og getur það komið framleiðendum illilega í koll ef skyndilega er dregið úr þeim. Þetta gerðist t.d. í Svíþjóð um síðustu áramót. Þá var dregið mjög mikið úr niðurgreiðslum á kjöti og olli það strax samdrætti i neyslu. Afleiðing þessa er svo sú að siðustu mánuðina hafa Svíar orðið að flytja mikið af svínakjöti til Póliands og Rússlands fyrir lágt verð og skellurinn lendir á sænskum bændum. Svipað gæti orðið uppi á teningnum hér með kindakjötið ef stórlega yrði dregið úr niðurgreiðslum. Fækka þarf 100 þús. fjár Hvað verður mikið kjöt óselt í landinu i haust og hvað verður gert við það? Búist er við að allt að 1500-2000 tonn af fyrra árs framleiðslu verði óseld þann 1. sept. n.k.. Þetta svarar til u.þ.b. helmings af árlegum útflutningi undan- farin ár. Ég geri ráð fyrir að þetta kjöt seljist hér innanlands í haust en það eykur auðvitað vandann með afsetningu nýju framleiðslunnar. Sýnt er að skera verður sauðfjárstofn- inn verulega niður. Hvað þarf að fækka fénu mikið? Ef tekið er mið af því kjötmagni sem útlit er fyrir að verði óselt i haust, þá eru það afurðir eftir u.þ.b. 100 þús. fjár. Ég álit að sauðfénu þurfi að fækka eitthvað nálægt því. Eins og nú er komið er ekki annað að gera. Það er beint fjárhagslegt tjón fyrir bændur að halda áfram óbreyttri framleiðslu. En það er vandi að taka á þessu máli. Skerðingin þarf að verða hjá þeim sem helst hafa bolmagn til að mæta henni og i þeim landshlutum sem þola slikan samdrátt án þess að hætta skapist á eyðingu byggðar. Hins vegar þarf í þessu sambandi líka að taka mið af þvi að sumsstaðar getur verið æskilegt eða nauðsynlegt að fækka fé tímabundið vegna of mikils beitarálags. Þessi mál hafa verið mikið til umræðu hjá bændasamtökunum síðustu mánuð- ina, og eru nú að mótast ákveðnar tillögur um aðgerðir. Þær miða að því að fækka fénu um 50 þúsund nú i haust. Gert er ráð fyrir að leita eftir samkomulagi við bændur um fækkun og þeim tryggt fullt verð fyrir kjötið sem til fellur vegna fækkunarinnar. Þeir sem boðið yrði upp á þetta eru; framleiðend- ur utan lögbýla, sem hafa aðrar atvinnutekjur, bændur sem hafa miklar tekjur af vinnu utan bús, bændur sem hafa aðaltekjur sínar af annarri búvöru- framleiðslu s.s. mjólk eða garðyrkju og aldraðir bændur sem komnir eru á eftirlaun. Þá er gert ráð fyrir að bændur sem fengið hafa riðu í fé sitt eigi kost á samskonar bótum, enda taki þeir jafnframt upp aðra framleiðslu. Mér finnst líklegt að þessi aðferð muni skila árangri og það er ekki ætlunin að þvinga neinn til að gera þetta a.m.k. ekki i þessari fyrstu tilraun. Ég tel líka rétt að stiga ekki stærra skref í einu en hér er gert ráð fyrir. Þessar hugmyndir voru kynntar land- búnaðarráðherra fyrir rúmum mánuði og óskað eftir stuðningi rikisstjórnar- innar við að framkvæma þær. Við þvi hafa enn engin svör borist og er það mjög bagalegt því nauðsynlegt er að fara að vinna að málinu sem fyrst. Vandinn er þess eðlis að hann magnast stöðugt þvi lengur sem dregst að við honum sé brugðist. Mér finnst það skolli hart, að þegar bændasamtökin eru ákveðin í að grípa þurfi til slikra aðgerða þá skuli vera hik á stjómvöldum og það án þess að þau bendi á nokkur önnur úrræði. Samræma þarf framleiðsluna og markaðsmöguleika Hvað munu þessar aðgerðir kosta rikissjóð? Það er gert ráð fyrir að það muni kosta um 30 milljónir króna að tryggja fullt verð fyrir afurðir sem falla til vegna fækkunar fjár um 50 þúsund. Ríkisstjórnin verður beðin að útvega þetta fé. Ég vil undirstrika það að hér er beðið um fjármuni sem ætlunin er að verja á allt annan hátt en fyrri aðstoð frá ríkinu. Á síðustu 4 árum hefur ríkissjóður lagt fram samtals 67 milljónir króna til viðbótar lögboðnum útflutningsbótum þ.e.a.s. þetta hefur í raun gengið til að greiða bændum hluta af því sem vantaði uppá að þeir næðu launum sínum. Þessi aðstoð hefur verið mjög mikilvæg og hana ber að þakka. Þetta hefur hins vegar ekki stuðlað að þvi að samræmi skapaðist milli fram- leiðslunnar og markaðsmöguleika. Nú er í raun ætlunin að borga mönnum fyrir að hætta eða a.m.k. draga úr framleiðslunni. Það á að draga úr þörfinni fyrir aðstoð rikissjóðs strax á næsta ári. Hvað þýðir fxkkun sauðfjár um 100 þús. mikinn samdrútt i heildar búvöru- framleiðslunni? Það er samdráttur í sauðfjárfram- leiðslunni um 10-14% en ef litið er á búvöruframleiðsluna i heild er það samdráttur um 4-6%. Fjárfjöldinn yrði þvi svipaður og hann var um 1970. Það þarf m.ö.o. að ná niður aukningunni sem orðið hefur á einum áratug. Þetta er vissulega verulegt áfall, en þó verður að hafa það i huga að hér er verið að draga úr framleiðslu sem bændur fá i raun ekkert fyrir. Við skulum líka hafa það í huga að til þess að fullnægja þörftim íslendinga sjálfra, þarf að framleiða 102-105 millj. litra af mjólk og 14-15 þúsund tonn af kjöti á ári. Talsvert skortir á að við framleiðum nóg af grænmeti og kartöfl- um. Þama er því ærið verkefni að vinna og ég kvíði ekki framtíð þeirra bænda sem haft geta atvinnu af því. Ég held líka að við höfum alla möguleika á að fylla það skarð sem myndast við samdrátt í sauðfjárframleiðslunni. Nýjar búgreinar Hvaða búgreinar er vænlegast að taka upp til viðbótar þeim sem nú eru stundaðar? Mér virðist að þeim megi i stórum dráttum skipta í tvo flokka. Annarsvegar búgreinar sem hafa möguleika á að ná verulegu umfangi og skipa sér við hlið hinna hefðbundnu greina landbúnaðar- ins og hins vegar greinar sem tiltölulega takmarkaður hópur bænda hefur mögu- leika á að stunda. í fyrri flokknum tel ég vera loðdýra- ræktina, fiskeldi, ylrækt og skógrækt en i hinum síðari m.a. nýtingu hlunninda, heysölu, ferðaþjónustu og ýmiskonar aðra þjónustu við þéttbýlisbúa. Að minu mati er loðdýraræktin lang líklegust til að geta á skömmum tíma orðið umfangsmikill þáttur í landbúnaði. Ef vel og skipulega er að þessum málum unnið er engin fjarstæða að hugsa sér að 5-8 hundruð bændur geti haft tekjur af loðdýrarækt hér á landi að 5-8 árum liðnum. Loðdýrarækt hefur þann kost að henta vel sem hliðarbúgrein t.d. með sauðfjárrækt. Ég tel því afar mikilvægt að henni verði eftir þvi sem kostur er beint til þeirra landshluta, þar sem mest er þörf að auka tekjur bænda og búskapur stendur höllum fæti og til bænda sem draga vilja úr framleiðslu nautgripa og sauðfjárafurða. Ég legg áherslu á það að i nýbúgrein- unum eru fólgnir möguleikar sem eiga að geta tryggt framtiðarstöðu landbún- aðarins og blómlegt atvinnulíf í sveitum þrátt fyrir samdrátt í hefðbundinni framleiðslu. Það verður hins vegar að segjast eins og er, að markvissar aðgerðir hefur skort til að hrinda þessu í framkvæmd. Enginn hefur forustu um heildar skipulag eða beitir sér fyrir framkvæmd- um. Bæði stjórn Stéttarsambands bænda og búnaðarþing hafa sett fram ákveðnar tillögur um vinnubrögð i þessu efni. Þær hafa enn ekki hlotið undirtektir og eru það vonbrigði. Ég tel að þessu verði ekki komið í kring án atfylgis stjórnvalda. Einhvemtima hafa verk líka verið skipulögð af minna tilefni. Ég tek sem dæmi, að þegar Ámeshreppsáætlun og Inndjúpsáætlun voru framkvæmdar var unnið eftir sérstöku skipulagi. Þama var þó um aðgerðir að ræða, á mjög afmörkuðum svæðum og öll nauðsynleg þekking fyrir hendi í landinu. Nú er hins vegar ætlunin að kenna töluverðum hluta heillar stéttar ný vinnubrögð og koma á fót heilum búgreinum, þar sem þekking og verk- kunnátta em ekki fyrir hendi meðal •bænda. Þó er skipulagning þessa mikla verkefnis vart hafin enn. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir landbúnaðinn ef lengur er hikað við að takast á við þessi mál. ■ Að morgni hinn 30. júni var gengið frá kjarasamningum milli Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitendasambands fslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna. í fréttum Sjónvarpsins þá um kvöldið var greint frá þessum samningum. Þess var réttilega getið að hreyfing hefði komist á samningamálin i sérviðræðum Alþýðusambandsins og Vinnumálasambandsins. Hins vegar gerðust þau stórfurðulegu tíðindi að forstjóri Vinnuveitendasambandsins hafði samband við fréttastofu Sjónvarps- ins á meðan á fréttatimanum stóð og bar þessa frétt til baka. „Leiðrétting" forstjórans var siðan lesin með nokkurri sektarkennd yfir landslýð, en þar sagði Forstjóri Vinnuveit- endasambands ins og sannleikurinn — eftir Arna Benediktsson að sérviðræður Alþýðusambandsins og Vinnumálasambandins hefðu orðið til þess að tefja samningsgerð. Nú er það svo að Vinnumálasamband- ið hefur enga löngun til þess að karpa um samningsgerðina, hvorki nú né i annan tíma. Samningar eru að jafnaði þess eðlis að það tefur aðeins fyrir að þeir séu til efnislegrar umfjöllunar í fjölmiðlum á meðan á þeimstendur. Það aurkast i fjölmiðlum, sem ýmsir samningsaðilar hafa stundað, hefur valdið ómældum skaða í allri samnings- gerð og væri óskandi að hægt væri að gera einhverja breytingu á þeim starfs- háttum. En þvi miður virðist þetta háttalag fremur fara vaxandi en hitt. Vinnumálasamband samvinnufélag- anna hefur tamið sér að vera fremur fáort i fjölmiðlum á meðan á samningum stendur og er það vel. Þrátt fyrir það þykir mér að ekki verði komist hjá þvi að rekja gang samningsmála siðustu dagana vegna þessarar fráleitu „leiðrétt- ingar“ forstjóra Vinnuveitendasam- bandsins í Sjónvarpinu. Ég fæ ekki séð hvaða hvatir liggja að baki þessarar „leiðréttingar", hins vegar hlýtur hún að hafa verið gerð í einhverjum tilgangi. Þess vegna er nauðsynlegt að segja söguna eins og hún gekk nú þegar í stað, til þess að Þorsteinn Pálsson geti ekki síðar sagt að enginn hafi treyst sér til að mótmæla þeirri túlkun sem hann setti fram þegar við lok samningsgerðarinnar. Það slitnaði upp úr viðræðum Alþýðusambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins þriðjudaginn 22. júni, eftir að Vinnuveitendasambandið lagði fram tilboð þar sem gert var ráð fyrir vísitöluskerðingu af völdum aflabrests. Alþýðusambandið gat ekki fallist á þessa skerðingu og ljóst var að ekki yrði um samninga að ræða við Vinnuveit- endasambandið, ef það héldi fast við þessa kröfu. Þó að slitnaði upp úr viðræðum á milli Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins héldu viðræður Alþýðusambandsins og Vinnu- málasambandsins áfram. Viðræður þeirra á milli höfðu legið að miklu leyti niðri i nokkra daga, en var nú haldið áfram strax að morgni miðvikudagsins 23. júní. Þessar viðræður voru i beinu framhaldi af því sem áður hafði verið gert, þ.e.a.s. þeim drögum aðsamkomu- lagi sem Alþýðusambandið hafði beitt sér fyrir um hvítasunnuna og staðfest var i tilboði Vinnumálasambandsins þann 15. júní, eftir að efnt hafði verið til illinda vegna samningsumleitana aðila byggingariðnaðarins. Vinnumálasambandið var ekki með neinar nýjar kröfur til þess að tefja fyrir þvi að samningar næðust og föstudaginn 25. júní var orðið ljóst að ekki yrði um neinar hindranir að ræða, þó að víst yrði ekki auðvelt að raða i þann heildarramma sem aðilar voru sammála um þá þegar. Vinnumálasambandið lýsti því yfir strax í upphafi sérviðræðna að vinna bæri að samningum milli allra aðila málsins. Alþýðusambandið og Vinnumálasambandið voru sammála um að þegar nær drægi úrslitum i samningunum væri rétt að kynna Vinnuveitendasambandinu niðurstöð- urnar og gefa þvi kost á að vera með. Sáttasemjari rikisins taldi þennan sama föstudag að málið væri komið á þann rekspöl að hægt væri og hollt að slaka nokkuð á eftir strangar samningslotur að undanförnu og ákvað i samráði við samningsaðila að fresta fundum fram á mánudag. Fundir hófust aftur klukkan tvö eftir hádegi á mánudag. Á þeim fundi lá lokaniðurstaða fyrir eftir að mcnn höfðu notað helgina að meira eða minna leyti til þess að ræða einstök útfærsluatriði. Hins vegar þótti ekki rétt að festa alla lausa enda fyrr en rætt hefði verið við Vinnuveitendasambandið -og þvi gefinn kostur á að taka þátt i lokafrágangi samninganna, þ.e.a.s. ef þeir væru fáanlegir til þess að -vera með. En Vinnumálasambandið hafði lýst því yfir að þó að æskilegast væri að allir samningsaðilar stæðu að samningunum, væri það tilbúið til sérsamninga ef samstaða næðist ekki. Klukkan fjögur siðdegis á mánudag- inn hófust síðan óformlegar viðræður á milli Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins. Þeim viðræðum var síðan framhaldið á þriðjudagsmorgun og þegar Vinnuveitendasambandið féll frá kröfu sinni um aflaviðmiðunina var Ijóst að engin fyrirstaða var lengur og að hægt mundi vera að undirrita strax þann sama dag, ef ekkert óvænt skeði. Ágreiningur um samningana við járn- iðnaðarmenn varð svo til þess að frágangur samninganna dróst um nokkrar klukkustundir, eða fram á miðvikudagsmorgun þann 30. júni. Hvemig er það mögulegt að samnings- viðræður Alþýðusambandsins og Vinnu- málasambandsins hafi tafið samnings- gerðina, eins og forstjórinn heldur fram? Algjör forsenda þess að samning- ar tækjust var að Vinnuveitendasam- bandið félli frá aflafyrirvaranum. í viðtali sem forstjórinn átti við Morgun- blaðið föstudaginn 25. júni og birtist i blaðinu laugardaginn 26. júní er ekki að sjá að Vinnuveitendasambandið sé neitt á þeim buxunum að breyta afstöðu sinni í þessu efni. Það er því í fyrsta lagi um helgina 26.-27.júni að afstaða Vinnuveit- endasambandsins fer að breytast. Og það er ekki fyrr en sama daginn og gengið er til lokaafgreiðslu samning- anna að endanlega liggur fyrir að Vinnuveitendasambandið falli frá þess- um fyrirvara. Alþýðusambandið og Vinnumálasam- bandið gátu gengið frá samningum á mánudaginn og reyndar fyrr, ef ekki hefði þótt rétt að freista þess að hafa Vinnuveitendasambandið með. Af þessu ætti að vera ljóst að pundið er létt i „leiðréttingu" forstjóra Vinnuveit- endasambandsins eins og oft áður. Þær tafir sem urðu skrifast á reikning Vinnuveitendasambandsins. Að sjálf- sögðu hefur Vinnuveitendasambandið fulla heimild til þess að tefja samninga eins og því þóknast, en það hefur enga heimild til þess að kenna öðrum um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.