Tíminn - 06.07.1982, Page 1

Tíminn - 06.07.1982, Page 1
ÞRIÐJUDAGUR 6.JÚLÍ 1982. ÍA-Vðdngur ....................2-2 ÍBK-ÍBÍ .......................1-1 KA-UBK..........................0-2 Fram-ÍBV ......................3-0 Valur-KR ......................0-0 Staðan er nú þannig: Víkingur ........ 9 4 4 1 14-10 12 Vestmannaeyjar ... 9 5 13 12-9 11 KR ............... 9 2 6 1 5-4 10 Breiðablik....... 10 4 2 4 13-14 10 Valur ........... 10 4 2 4 8-10 10 Fram.............. 9 3 3 3 11-9 9 Akranes ......... 10 3 3 4 10-10 9 Keflavik ......... 9 3 3 3 6-8 9 KA............... 10 2 4 4 8-11 8 ísafj............. 9 2 2 5 11-13 6 h'onana - itaiia ■ ítalir komu mjög á óvart i HM i gær er þeir sigruðu sjálfa Brasiliumenn með 3 mörkum gegn 2, í æsilegasta leik i HM til þessa. Þar með var tryggt sæti ítalanna i undanúrslitum keppninnar. Þeir leika gegn Pólverjum, sem gerðu markalaust jafntefli gegn Sovétmönnum i síðasta leik sinum i milliriðlinum. Það verða þvi Pólverjar og Italir sem leika i stað Brasiliu Sovétríkjanna eða Belgíu, eins og flestir höfðu álitið fyrirfram. Sannarlega óvæntur gangur keppninnar. V-Þýskaland - Frakkland ■ Þeir eru seigir Vestur-Þjóðverjamir. Nú em þeir búnir að tryggja sæti sitt í undanúrslitunum eftir vægast sagt skrykkjótt gengi í HM til þessa. Það sem úrslitum réð fyrir þá var að Englendingum tókst ekki að sigra Spánverja í gærkvöldi, leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þyrfti ekki að koma á óvart þó að þýskir kæmust alia leið i úrslitaleikinn. En mótherjar þeirra i undanúrslitunum verða Frakkar, sem sýndu stórskemmtilega knattspymu þegar þeir lögðu Norður-íra að velli 3-1 sl. laugardag. Frakkamir munu örugglega ekki gefast upp fyrr en i fulla hnefana gegn Vestur-Þjóðverjunum. Sjá bls. 12-13 B Jimmy Connors þótti leika mjög vel í úrslitaleiknum. Connors lagði McEnroe ■ Bandaríkjamaðurinn Jimmy Conn- ors sigraði landa sinn John McEnroe i úrslitaleik karla i Wimbledon-tennis- keppninni sl. sunnudag. Viðureign þeirra félaganna varð bæði löng og ströng og tók slagurinn um fjóra og hálfa klukkustund. McEnroe varð sigurvegari í keppninni i fyrrasumar, lagði þá Björn Borg. Kópavogs bræðurnir sigruðu ■ Kópavogsbræðumir Ragnar og Kristinn Ólafssynir, urðu sigurvegarar á opna GR mótinu i golfi sem fram fór á Grafarholtsvellinum um helgina. Leikn- ar vom 36 holur, og fengur þeir bræður 80 punkta. Sigurverðlaun ero sólar- landaferð á vegum ferðaskrifstofunnar Úrval. Að keppni lokinni hélt allur hópurinn að 2. braut þar sem háð var aukakeppni um það hver kæmist næst holunni strax i upphafshöggi. Sigurvegari varð Geir Svansson, GR, en kúla hans hafnaði 2.37 metra frá holunni. _ cja ■ Frá opna Staðan ■ „A, ha, sáuði hvemig ég rúllaði þeim upp,“ gæti Framarinn ^ iGuðmundur Torfason veríð f að segja eftir að hann skoraði I annað mark Fram. Mynd: Ari. Vestmannaeyingar heillum £% horf nir ■ Eyjamenn, eitt af toppliðum 1. deildarinnar, fengu heldur betur skell sl. laugardag er þeir töpuðu 0:3 gegn Fram á Laugardalsvellinum. Var nánast allur leikur ÍBV-liðsins i molum og vömin hreint afleit. Framaramir sýndu engan stórleik, en þeir höfðu sigurviljann svokallaða i liði sinu og það gerði gæfumuninn. Eftir 3 góð færi ÍBV í byrjun leiksins, sem Lási sá um að koma fyrir kattamef, skoruðu Framarar fyrsta mark leiksins á 23. mín. Halldór Arason gaf boltann fyrir Eyjamarkið, Viðar Þorkelsson kom aðvifandi og renndi boltanum netið, 1-0, ÍBV var nærri því að jafna u.þ.b. 10 mín seinna þegar Ómar Jóhannsson átti þrumuskot af stuttu færi, en Guðmundur Frammarkvörður náði að reka út aðra löppina fyrir knöttinn og forða „pottþéttu marki", eins og Palli orðaði það. Liðin voru nokkuð áþekk i fyrri hálfleiknum hvar baráttan bar finleikann ofurliði. Framaramir mættu mjög ákveðnir til leiks eftir leikhle, staðráðnir i að láta ekki deigan siga. Á 68. mín. bættu þeir við öðm marki eftir herfileg vamarmis- tök hjá ÍBV. Guðmundur Torfasoiv komst á auðan sjó fyrir innan „marflata" vörn ÍBV og skoraði með föstu skoti i markhornið af stuttu færi, 2-0. Nokkru seinna „fraus“ vörn Eyjamanna aftur og Ólafur Hafsteinsson komst innfyrir, en Vlúðraði illa þessu góða marktækifæri. Fram - ÍBV 3:0 Þegar vörn IBV gerði sin þriðju mistök á 83. mín., voru Framaramir ekki á þv að láta þá sleppa. Halldór Arasor bmnaði óáreittur að marki og skorað af öryggi, 3-0. Framliðið virkaði nokkuð sterkt í leil þessum. Marteinn var kjölfestan sen fyrr, Guðmundur ömggur i markinu miðjumennimir baráttuglaðir og fram herjamir harðskeyttir. Astæða er til af nefna hér Guðmund Torfason, einstak lega duglegan og ósérhlifinn leikmann sem aldrei gefst upp. Um lið ÍBV þarf ekki að fara mörgum orðum, það lék afleitlega og langt undii „eðlilegri getu.“ Nú er bara að rétta úr kútnum á ný, Eyjamenn. -IngH

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.