Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.07.1982, Blaðsíða 2
Ij') \ II n (\[1 ÞRIÐJUDAGUR 6.JULI 1982. hDmtiiDAGUR 6.JULI 1982. fþróttir! PUNKTAR Pdé knattspyrnukóngurinn snjalti, eins og sagt er, sagði að afloknum leik Norður-írlands og Frakk- lands, að Frakkamir léku í anda suður-ameriskrar knattspymu. „Það var sannkölluð ánægja að horfa á þá leika. Með þessum úrsUtum raá sjá að það er engin synd að leika góða knattspymu. Ef Frakkamir viðhalda sama takti er ég viss um að þeir komast i úrsUt.“ Einaf stjömunum i norður-írska Uðinu i HM var starfsmaður að nafni Hamilton, sem leikur með 3. deildar félaginu Bumley. Hann sagði eftir leikinn gegn Frökkum: „Sannleikurinn er sá, að Frakkar léku mun betur en við, þeir höfðu yflrburði á miðjunni og í liði þeirra em margir frábærir einstakling- ar.“ Að sjálfsögðu er ég ánægður. Við börðums vel og lékum „týpiska“ franska knatt- spyrnu. Nú vitum við hvemig fara á að þessu, sagði Platini, aðalmað- urinn í Uði Frakka. Boniek lykilmaðurinn i pólska liðinu, mun ekki leika í undanúrslitum keppninnar þvi hann fékk að sjá gula spjald dómarans í leiknum gegn Sovét. Áður hafði bann verið áminntur i leik Póllands og ítaUu. Tvö stór plaköt með orðinu „Samstaða“ vora sett upp á leikvanginum í Barcelona, Nou Camp, þar sem Pólverjar og Sovétmenn léku. Vakti þetta tUtæki mikla athygU. Cesar Menotti þjálfari. Argentinumanna, hefur sagt upp störfum. Er einna helst haUast að því að hann taki við stjóminni hjá Valenria á Spáni. Alþjóða knattspymusambandið hefur á- kveðið að verði tvö lið i milUriðl- um jöfn að stigum og markamun- ur sá sami skuli dregið um það hvort Uðið komist áfram í keppn- inni. Tilfinningahitinn varð 2 mönnum i Rio de Janeiro ofviða þegar BrasUiumennirnir léku gegn Argentinumönnum sl. föstudag. Hinir látnu vom 69 ára gamaU herlæknir og borgarstjóri nokkur á eftirlaunum. Banamein þeirra var hjartaáfaU. Við erum öraggir með að ná 4. sætinu i þessari HM og það erom við mjög ánægðir með, sagði pólski lands- liðsþjálfarinn eftir leUrinn gegn Sovétmönnum. „Auðvitað stefn- um við á úrslitaleUrinn og þar vonumst við tU að leika gegn BrasiUu,“ sagði þjálfl ennfremur. Frakkland-Nordur-írland4:l/Pólland-Sovétrlkin0:0 Snilldarleikur franska liðsins skóp stórsigur Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Frakkar sigruðu Norður-íra í Madrid sl. sunnudag og tryggðu sér þar með sæti i undanúrslitum HM. Þeir unnu stórsigur, 4-1. Þá kepptu Sovét- menn og Pólverjar í Barcelona og þar varð markalaust jafntefli, sem dugði pólskum til áframhaldandi keppni. Frakkar höfðu undirtökin i fyrri hálfleiknum, en án þess þó að skapa sér mörg marktækifæri. Þeir höfðu öll völd á miðjunni. Irar skoruðu á 27. mín. en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á 33. min skoruðu Frakkar gullfallegt mark eftir að Platinu hafði leikið vörn norður-irskra grátt, 1-0. Rotchetau skoraði annað mark franskra á upphafsmín. s.h., 2-0. Snilldarknattspyrna Frakka. Rotchetau lék á 3 vamarmenn íra á 68. mín. og skoraði, 3-0. Armstrong tókst að minnka muninn fyrir íra áður en Frakkarnir skoruðu 4. mark sitt. Armstrong, C’Neil og Whiteside voru bestir i írska liðinu, en Amaros, Tigrana og Rotchetau voru bestir í frábæm frönsku liði. í leik Pólverja og Sovétmanna var hart barist og auðséð að hér áttust erkifjendur við. Baráttan var i fyrirrúmi og sáust margar ljótar taklingar. Lítið var um marktækifæri. Bestu menn Póllands voru Janas, í laugina með helvítin! Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Þeir austurrisku blaðamenn sem komu of nálægt dvalarstað austurríska landsliðsins fengu slæmar móttökur hjá leikmönnum liðsins. Fengu nokkrir snápanna flugferð útí sundlaug hótels- ins. Undirrótin að þessum harkalegu aðgerðum var óánægja meðal knatt- spyrnumannanna með skrif blaða- manna. Þjálfar Menotti Valencia-lidid? ■ Talsverðar líkur eru nú á því að hinn þekkti þjálfari og einvaldur argentiska landliðsins, Luis Cesar Menotti, skrifi undir samning við spánska félagið Valencia. Útsendarar félagsins hafa verið tíðir gestir í æfingabúðum Argen- tínumanna í Villajoyosa (þorp rétt, utanvið Alicante) og segja allar likur á að Menotti þjálfi Valencia-liðið næsta keppnistímabil. Eins er næsta víst að Mario Kempes leiki með Valencia frá næsta hausti. Hann lék með félaginu fyrir 2 árum, en hélt heim til Argentinu til þess að tryggja sæti sitt í HM-liðinu. EM/lngH Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ „Ég sparkaði í Batista og þykir það leitt. Ég hreinlega missti stjórn á fætinum mínum. Reyndar hef ég fengið að finna fyrir því i þessari HM, en ákaflega oft hefur ekkert verið dæmt. En í leiknum gegn Brasiliu vorum við einfaldlega ekki nógu góðir og ég fullyrði að við töpuðum þessum leik gegn meisturunum,“ sagði Maradona eftir leikinn gegn Brasilíumönnum, en var rekinn útaf undir lokin. EM/IngH Lato og Boniek. Hjá sovéskum var markvörðurinn Dassaev bestur. EM/IngH Frakkar með stór- kostlegt lið Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ „Ég er mjög ánægður þrátt fyrir tapið. Það er ekki hægt að ætlast til meira af knattspymumönnum svo lítillar þjóðar. Eingöngu það að hafa verið með annan fótinn í undanúrslitunum er mikil hvatning fyrir okkur og það sem meira er þá höfum við sýnt góða knattspymu,“ sagði þjálfari norður-írska landsliðsins, Billy Bingham, eftir tapleikinn gegn Frakklandi, 1-4. Bingham sagði ennfremur að Frakkar væm með stórkostlegt lið og það væri engin skömm að tapa fyrir þeim. „Frakkar koma næstir á eftir Brasilíu- mönnum í þessari HM.“ Enga leiki með Bretum, takk fyrir Frá Erik Mogensen, fréttamanni okkar á Spáni: ■ Yfirvöld í Argentínu hafa ákveðið að sjónvarpa ekki leikjum bresku landanna í milliriðlum HM og er sagt að Falklandseyja (Malvinseyja) stríðið sé orsök þessa. Munu argentískir t.a.m. ekki ætla sér að sjónvarpa úrslitaleik keppninnar leiki Englendingar eða Norður-írar þar. Brasilía - ■ Snillingurinn Zico skorar hér fyrsta mark BrasUiu, án þess að FiUol, markvörður Argentinu komi vöroum við. Til hægri er miðherji Brasiliu, Serghino. Töpuðum fyrir meisturunum v H) ■ Miðherji ítalska liðsins Paolo „Pablito“ Rossi sá um að koma Brasiliumönnum út úr HM i gær og skoraði þrennu. Á innfelldu myndinni er Rossi í réttarsalnum fyrir 2 ámm þegar hann var dæmdur i keppnisbann vegna tengsla við mútumafíu italska. Nú kom hins vegar Rossi sá og sigraði. ftalía - Brasilía 3:2 LEIKUR Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ „Þvflík knattspyma, þvilíkur leikur“, var það fyrsta sem kom mér i hug eftir leik ítaliu og Brasiliu hér i HM í dag (mánudag). Ég hef sennilega aldrei áður orðið vitni að annarri eins sniUi í knattspymu. Hinir „ósigrandi“ BrasiUumenn vom lagðir af hreint frábæm liði ítala, með snillinginn Paolo Rossi í fararbroddi, 3-2. Brasiliumenn úr leik. ítalir settu „í botn“ frá fyrstu mín. leiksins og sýndu þeir stórkostlega knattspyrnu. Hinir snöggu fram- herjar þeirra náðu að koma vöm Brasfliu oft úr jafnvægi. Á 5. min. skoraði Rossi gullfallegt mark með skalla, 1-0. Markið hleypti miklu lifi í leikinn. BrasUiumenn fóm nú að sækja mjög, en það var ekki auðvelt. Á 12. min. jafnaði Socrates eftir snjaUa stungusendingu frá Zico, 1-1. Voro BrasUiumenn meira i sókn, en á 25. min. skoraði Rossi aftur og nú eftir mistök vamarmanna Brassanna, 2-1. Leikurinn æstist enn og á 42. min. var Zico feUdur innan vítateigs Itala, en ekkert var dæmt. Augljós vitaspyma. Seinni hálfleikurinn var alveg stórkostlegur og hefur ekkert likt þessu sést í HM það sem af er. Bæði iið spUuðu glæsUega knattspymu og stemmningin inná vellinum og á áhorfendapöUum var æðisgengin. Á 58. min. komst Rossi i dauðafæri, en skot hans fór framhjá. Nokkm seinna jafnaði Falcao fyrir Brasih'u, 2-2, með föstu skoti i bláhom ítalska marksins. Brassamir fögnuðu ákaft, 2-2 nægði þeim tfl að komast i undanúrslit. En ítalir voro ekkert á þvi að gefast upp og á 73. min. bætti Rossi við þriðja marki sinu og Italiu, 3-2. AUt á suðupunkti. Nokkm seinna skoraði Socrates fyrir BrasUiu, en markið var dæmt af vegna ragnstöðu, sem var vafasamur dómur. ítalir náðu stórkostlegri sókn 2 mín. fyrir leikslok, sem iauk með marki, en enn dæmdi dómarinn rangstöðu. Fáránlegur dóraur eins og sannaðist í sjónvarpssend- ingu eftir leUdnn. BrasUiumenn sóttu stift siðustu minútumar, en án árangurs. Taugastriðið í lokin var með ólflúndum. Að leikslokum braust út fögnuður hjá Itölum, ógurlegur. Það er nær ómögulegt að tina út einn eða fleiri leikmenn í báðum liðunum, það léku allir frábærlega vel. Þó langar mig tíl að nefna Rossi í italska liðinu og BrasUiumennina Zico og Socrates. Ergo: Stórkostlegur leikur tveggja frábærra liða. EM/IngH England - Spánn 0:0 í HIVI í gærkvöldi: Jafntefli dugði enskum ekki Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Englendingar eru fallnir úr HM. í gærkvöldi léku þeir gegn Spánverjum og lauk slagnum með jafntefli, hvorugu liðinu tókst að skora mark, 0-0. Enskir urðu að vinna þennan leik með a.m.k. 2 marka mun til þess að tryggja sæti sitt i undanúrslitum keppninnar, en þeir voru fjarri því gegn harðskeyttum Spánverjum. Það kom strax i Ijós á fyrstu minútum leiksins, að ekki yrði um merkilega knattspymu að ræða. Skipulagsleysi var allsráðandi. En bæði liðin áttu þokkaleg tækifæri til þess að skora, en ónákvæmni Rummenigge ekki með gegn Frökkum? ■ Litlar likur eru taldar á þvi að fyrirliði vestur-þýska landsliðsins, Karl-Heinz Rummenigge, leiki með liði sinu i undanúrslitaleiknum gegn Frökk- um nk. fimmtudag. Rummenigge á við slæm meiðsl að stríða og er hann fremur illa haldinn þessa dagana. Önnur af stjömum Vestur-Þjóðverja, Hansi Múller, er einnig i lamasessi, en strákur ku vera harður af sér og mun hann að öllum líkindum leika gegn frönskum. Reyndar mun Þjóðverjunum ekki veita af fullum liðsstyrk, leiki Frakkamir svipað og gegn Norður-írum. Spánskir höfdu ekki erindi sem erfidi Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni: ■ Spánverjar eru úr leik í Heimsmeist- arakeppninni eftir að hafa tapað gegn Vestur-Þjóðverjum i Madrid sl. föstu- dag, 1-2. Var sigur þýskra fyllilega verðskuldaður og hefði allteins getað orðið meiri en raun bar vitni. Fyrri hálfleik lauk með markalausu jafntefli eftir að bæði liðin höfðu átt ágæt tækifæri til þess að skora. Spánverjar spiluðu af miklum krafti og börðust eins og ljón allan tímann og mátti sjá áhyggjusvip á áhangendum þýska liðs- ins, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. í síðari hálfleik mættu Þjóðverjarnir mjög ákveðnir til leiks. Það kom mjög á óvart að Rummenigge var tekinn útaf í leikhléinu og Reinder settur inná i hans stað. En breytingin virtist hafa góð áhrif á framlínu Þjóðverjanna og strax á 5. mín. s.h. átti Dremler fast skot á mark 3:1 Brassamir í banastuði Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tím- ans á Spáni: ■ Æðisgengin viðureign þessara tveggja risa i knattspymuheiminum, slagur uppá lif eða dauða í HM. Brasilíumennirnir sigruðu 3-1 og virðist þurfa kraftaverk til að koma í veg fyrir sigur þeirra í HM. Fyrsta mark leiksins kom á 12. min. eftir hökuskot Eders úr aukaspyrnu hrökk knötturinn til Zico sem skoraði auðveldlega, 1-0. Þannig var staðan i hálfleik. A 22. mín s.h. skoraði Sergihno annað mark Brasiliu eftir góða fyrirgjöf Falcao, 2-0. Aðeins 8. min. seinna bætti Junior þriðja markinu við eftir stungu- sendingu frá Zico, 3-0. Rétt fyrir leikslok tókst Argentinumönnum að minnka muninn og var þar að verki Diaz með þrumufleyg frá vitateig uppí samskeytin vinstra megin, 3-1. Þá skeði það atvik i lokin að Maradona sparkaði í kvið eins leikmanna Brasilíu og var umsvifalaust vikið af leikvelli. Leikmenn Brasilíu voru búnir að gefa út þá yfirlýsingu fyrir leikinn að án sigurs gegn Argentínu myndu þeir ekki sætta sig við að vinna HM-titilinn. Það var því að duga eða drepast fyrir bæði liðin. Argentínumenn voru meira með bolt- ann, eins og í leiknum gegn ltalíu, en án þess þó að skapa verulcga hættu við mark andstæðinganna. Einhvem veginn hafði ég það á tilfinningunni að þeir hefðu mætt til leiks með tap í huga. Sóknin var hreint afleit. Leikmenn liðsins eru mjög liprir, en það vantar tilfinnanlega betra Ieikskipulag í sókn- inni. Brasiliska liðið er stórkostleg heild, sem vinnur eins og einn maður, örar stöðuskiptingar á vellinum, vinna vel saman i sókn og vöm. Þá er hreint ótrúlegt hvað brasilíska liðið hefur yfir mörgum stórskyttum og markaskomr- um að ráða. Sem sagt verðugir heimsmeistarar. Fyrirliðinn til Italíu Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Fyrirliði pólska landsliðsins, Zmuda, hefur gengið frá samningi við ítalska félagið Verona og mun hann leika með því frá haustmánuðum. Kaupverðið er talið um 400 þúsund dollarar. leikmanna beggja liða var oft með ólíkindum. Englendingar áttu allt spil framanaf, en smátt og smátt tókst Spánverjum að jafna leikinn. Þeir áttu besta tækifæri fyrri hálfleiks er Alonso komst í dauðafæri, en skot hans geigaði. Sami hamagangurinn hélst framanaf seinni hálfleik. Á 63. min. vom þeir Rix og Woodcock teknir útaf og i þeirra stað settir gömlu brýnin Keegan og Brook- ing. Keegan komst i sannkallað dauða- færi skömmu eftir innákomuna, en skalli hans fór framhjá spánska markinu. Eftir það „hurfu“ þeir félagar að mestu. Leiktiminn rann síðan út án mikilla átaka og verður að telja jafnteflið sanngjörn úrslit. Bestir í liði Spánverja voru Alonso og Tendillo. Bestir i enska liðinu voru Mills, Wilkins og Robson. EM/IngH Spánverjanna. Arconada hafði hendur á knettinum, en missti hann frá sér og hinn eldsnöggi Littbarski kom aðvifandi og þrumaði boitanum i netið, 1-0. Smátt og smátt fóru yfirburðir Þjóðverja að koma í ljós og náðu þeir undirtökunum. Á 75. mín. skoruðu Þjóðverjar aftur. Breitner átti snjalia sendingu á Litt- barski. Hann lék á einn varnarmann, síðan á markvörðinn, sendi knöttinn til Fischer, sem skoraði auðveldlega, 2-0. Eftir þetta reyndu Spánverjar allt hvað þeir gátu til þess að minnka muninn og það tókst þeim 8. mín fyrir leikslok á einkar glæsilegan hátt. Samora skallaði boltann í netið, 2-1. Ekki tókst Spánverjum að jafna þrátt fyrir ákafar tilraunir. Bestu menn Spánverja i leiknum voru Ufarte og Alonso. f þýska liðinu voru bestir Brigel, Littbarski og Stielike. EM/IngH ■ ArdUes reynir að malda i móinn er dómarinn, Rubio Vasques, þrifur upp rauða spjaldið, en án árangurs. Mara- dona fylgist með, sneyptur. ,Útaf meöþig’ ■ Salt í sárið, kölluðu blaðamenn brottrekstur Maradona af leikvelli i viðureign Argentinumanna og Brasiliu- manna sl. föstudeg. Er hér visað til þeirra vonbrigða sem frammistaða „undrabamsins" hefur vu'Jdið i HM PUNKTAR Hermann Neuberger, forseti vestur-þýska knattspymusambandsins, er for- maður framkvæmdanefndar HM. Vegna afbragðs góðrar frammi- stöðu hans nú hefur verið ákveð- ið, að hann verði einnig formaður framkvæmdamefndar HM i Kól- umbíu 1986. Liðsmenn vestur-þýska landsliðsins hafa fengið það orð á sig að vera montnir og þykjast yfir aðra hafnir. Nú síðast heyrðum við að Þjóðverjarnir hefðu neitað að ferðast með langferðabifreiðum þeim er HM-nefndin iætur liðun- um i té. Besti dómari HM i 1. umferðinni, er enski dómarinn Clive White út- nefndur af franska timaritinu L ’Equipe. islenskir fótbolta- áhugamenn muna eflaust eftir Hvit, því hann dæmdi fyrir skömmu úrslitaleikinn i ensku bikarkeppninni á Wembley. Ahangendur enska liðsins i HM láta ekki dcigan siga. Nú ku heldur verið farið að harðna á dalnum hjá þeim og þeir flestir orðnir peningalitlir. Til þess óyndisúrræðis hafa enskir gripið að stela öllu steini léttara og er búið að góma marga þeirra fyrir hnupl. Gegn Argentinumönnum dugði ekkert annað en hörkulegur ieiknr, en það dugar ekki gegn hinum sterku Brasiliumönnum. Við munum leika taktiskt og reyna að sigra þá þannig, sagði þjálfari ítalska Uðsins, Berzot, fyrir leikinn gegn Brasiliu. ÖÐRUM TIL FYRIRMYNDAR Kjörinn bíll ársins í hinu virta japanska bflablaði „Motor Magazine”. 46 sérfræðingar frá 16 þjóð- löndum stóðu að vcilinu. Þeirra samdóma álit var að Opel Ascona hefði allt það tfl að bera sem einn bfl getur prýtt: Frábæra aksturseiginleika og gott innanrými jafnt fyrir fólk sem farangur. Ascona væri þægflegur og öryggisbúnaður allur fyrsta flokks. Ennfremur væri Ascona aflmikill en jafn- framt sparneytinn svo af bæri. Síðast en ekki síst væri verð Ascona vel samkeppnisfært. Vekur Opel áhuga þinn? Reiðubúinn í reynsluakstur? Hringdu og pantaðu tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.