Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 15. desember 2008 — 343. tölublað — 8. árgangur Sendu jólakort á www.jolamjolk.is dagar til jóla Opið til 22 9 FASTEIGNIR Tveggja hæða parhús með bílskúr sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG KRISTJÁN MAACK Fjölskyldan meira og minna öll í íshokkí • heimili • jólin koma Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Mér datt þetta í hug af einskærri ævintýraþrá, enda ekki flókið; bara vatn og frost,“ segir ljós-myndarinn Kristján Maack um 50 fermetra íshokkívöll sem hann útbýr þegar frystir úti í bakgarð-inum heima. „Ég á þrjá stráka sem allir hafa ástríðu fyrir íshokkí og æfa af kappi með Skautafélagi Rvík í mörg ár. „Þeir yngstu fylgja nú bróður sínum fast á eftir í færni, en til að verða góður þarf maður að hafa góðan aðgang að svelli,“ segir Kristján sem eyddi löngum stundum í ferðir með drengina að frosinni Tjörn og Rauðavatni fyrir tíma heimavallarins.Það lá þ í Við höfum svo þróað með okkur tækni til að halda svellinu sléttu og byggja upp aftur ef koma í það skemmdir sem við steypum upp í með snjó og bleytu,“ segir Kristj- án um flóðlýstan völlinn sem oft er mannmargt á Þ Íshokkívöllur í garðinum Í bakgarði einbýlishúss í Kópavogi er að finna eina íshokkívöll landsins við heimahús. Þar ríkir mikil leikgleði og fjör, og sjaldan færri en sex menn að leik með kylfu og pökk á vellinum þegar frystir. Bræðurnir Pétur Andreas, sem er landsliðsmaður í íshokkí, Styrmir Steinn og Markús Darri með föður sínum Kristjáni Maack á íshokkívellinum heima, sem jafnan er nýttur frá fótaferð til háttatíma þegar tækifæri gefast í kaldri veðráttunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SÆNGUR og kodda er skemmtilegt að viðra vel eða hreinlega skella í þvottavélina fyrir jólin. Ef rúmfötin fara í vélina er ágætt að þurrka þau í þurrkara á eftir til að fá aftur fyllingu í þau. A T A R N A fyrir MatvinnsluvélMCM21B1, 450 W.Jólaverð: 19.900 kr. stgr. T Sjáið jólatilboðin áwww.sminor.is fasteignir 15. DESEMBER 2008 Eignamiðlun hefur til sölu tveggja hæða parhús ásamt fullbúnum bílskúr að Viðarási 21 í Árbænum. E ignin er samtals 182,8 fer-metrar N ð rafmagni og hita; geymslu sem er inn af bílskúr, tvö parketlögð svefnherbergi, flísalagt baðher-bergi, flísalagt þvottahús og litla geymslu undir stiga Steyptpark tl sem mynda eina heild, útgengi á suð/austursvalir með góðu útsýni og flísalagt baðherbergi með nátt-úrusteini á gólfi Fasteign með fínu útsýni Húsinu fylgir fullbúinn bílskúr og hellulagt bílaplan með hitalögn. Hafðu samband og kynntu þér málið! ™ Hefurðu kynnt þérkaup á búseturétti? Með kaupum á búseturétti færðu það sem máli skiptir;heimili Öryggi til framtíðar, frelsi þegar þér hentar Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000 1 0 0 34 HVESSIR Í dag verður vaxandi suðvestan átt en norðaustan átt á Vestfjörðum, víðast 13-18 m/s seint í dag eða kvöld. Rigning eða slydda á suðurhluta landsins annars snjó- koma eða él. Hiti 2-6 stig syðra. VEÐUR 4 Hefur bætt alla þjónustu Samfelld læknavakt á höfuðborgarsvæðinu er 80 ára um þessar mundir. TÍMAMÓT 18 Friðarkúla á Álftanesi Bogi Jónsson sameinar ólíka trúar- hópa með friðarkúlu á landareign sinni. FÓLK 30 Uppgjör við kalda stríðið Hlynur Áskelsson gefur út ljóðabók um kalda stríðið. FÓLK 22 Chelsea tapaði stigum Liverpool er áfram í efsta sætinu í ensku deild- inni eftir 1-1 jafntefli West Ham á Brúnni. ÍÞRÓTTIR 24 VEÐRIÐ Í DAG IÐNAÐARMÁL Rio Tinto Alcan er hætt við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Einnig er ljóst að fyrirhuguð bygging álvers á Bakka verður ekki á dagskrá næstu árin. Landsvirkjun og Þeistareykir hf. hafa samþykkt að ganga til könnunarviðræðna við áhugasama orkukaupendur. Jacynthe Côté, forstjóri Rio Tinto Alcan, tilkynnti Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra þá ákvörðun á miðvikudag að ekk- ert yrði af fjörutíu þúsund tonna stækkun álversins í Straumsvík. Fyrirtækið ætlaði að stækka álverið á næsta ári innan byggingarreits samkvæmt gild- andi deiliskipulagi Hafnarfjarðar. Framleiðslugeta álversins átti þannig að fara úr 185 þúsund tonn- um í 225 þúsund tonn. Mjög hefur verið horft til þess- arar framkvæmdar til að slaka á núverandi efnahagskreppu. Tölu- verðar breytingar fylgja stækkun sem hefði þýtt atvinnu fyrir tölu- vert marga iðnaðarmenn, verk- fræðinga og hönnuði á verktíman- um. Ákvörðun álrisans getur einnig sett áætlanir Landsvirkjun- ar um Búðarhálsvirkjun í uppnám og þar með gagnaver Verne Hold- ing við Keflavíkurflugvöll sem hafði skrifað undir samning um orku frá virkjuninni. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur álfyrirtækið Alcoa einnig ákveðið að fresta byggingu álvers við Bakka í nokkur ár. Fyrirtækið mun halda áfram með mat á umhverfisáhrifum vegna álversins og hefur áhuga á svæð- inu til uppbyggingar síðar. Landsvirkjun og Þeistareykir hf. hafa samþykkt að ganga til könnunarviðræðna við fyrirtæki sem hafa áhuga á þeirri orku sem Alcoa hafði tryggt sér með vilja- yfirlýsingu við Landsvirkjun. Viljayfirlýsingin rann út 1. nóv- ember þegar ekki náðist sam- komulag um þátttöku álfyrirtæk- isins í kostnaði við rannsóknaboranir. Þetta er með vitund Alcoa á Íslandi. Ákvörðun- in um könnunarviðræður við aðra útilokar ekki að Alcoa geti tryggt sér orkuna, sækist fyrirtækið eftir því. - shá Hætt við stækkun í Straums- vík og álveri á Bakka frestað Rio Tinto Alcan er hætt við að stækka álverið í Straumsvík og Alcoa frestar byggingu álvers á Bakka næstu árin. Landsvirkjun og Þeistareykir ganga til könnunarviðræðna við aðra áhugasama orkukaupendur. HANN BRÓÐIR MINN YRÐI HRIFINN AF ÞESSU Jólasveinar stóðust ekki mátið og skelltu sér í Árbæjarsafnið þar sem krakkar döns- uðu í kringum jólatré en ilmurinn af laufabrauðinu átti einnig sinn þátt í að ginna þá á vettvang. Hurðaskellir varð síðan hugsi þegar hann sá kerti hanga og langaði að skella þeim í poka sinn og færa Kertasníki bróður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa rætt sín á milli síðustu daga um mögulega uppstokkun í rík- isstjórninni. Er horft til þess að tilkynna umtalsverðar breytingar í síðasta lagi á ríkisráðsfundi með forseta Íslands um áramótin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur verið rætt meðal ráðherra beggja flokka að þeir skipti með sér verkum á ný og færist til milli ráðuneyta. Jafn- framt mun vera til skoðunar milli stjórnarflokkanna að skipta á ráðuneytum. Fengi þá Sjálfstæðisflokkurinn tvö af ráðuneytunum sem Samfylkingin fer með og léti í staðinn tvö af sínum ráðuneytum. Er með þessu von- ast til þess að ríkisstjórnin fengi nýja og ferskari ásýnd, þar sem ráðherrar kæmu til leiks í nýju ráðu- neyti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, sagði við Ríkisútvarpið á laugardag, að mjög naumur tími væri til stefnu til að svara háværum kröf- um í þjóðfélaginu um breytingar á ríkisstjórn. Þá úti- lokaði Geir H. Haarde forsætisráðherra ekki ráðherra- skipti í Fréttablaðinu í gær. - bih Rætt um tilfærslur á ráðherrum og ráðuneytum í ríkisstjórn: Vaxandi líkur á uppstokkun ÍRAK Írakskur blaðamaður kastaði skóm í George Bush Bandaríkjaforseta á blaða- mannafundi í gær. Bush kom í óvænta heimsókn til Íraks í gær, og fundaði með Jalal Talabani forseta Íraks. „Þetta er kveðjukoss frá íröksku þjóðinni, hundur“ sagði maðurinn áður en hann kastaði skóm sínum í átt til forsetans, sem náði að beygja sig niður og forðast þá. Blaðamaðurinn var fjarlægður af öryggisvörðum, en Bush gerði lítið úr atvikinu. - þeb / sjá síðu 6 Írakskur blaðamaður: Kastaði skóm að forsetanum SKÓNUM KASTAÐ Að sýna skósóla þykir hin mesta móðgun í arabalönd- um. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.