Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 2
2 15. desember 2008 MÁNUDAGUR ÍÞRÓTTIR Íþróttakonan Katrín Tryggvadóttir keppir fyrir Íslands hönd á alþjóðavetrar- leikum Special Olympics í Idaho í Bandaríkjunum á næsta ári. Katrín, sem þjálfað hefur með listhlaupa- deild Skautafé- lagsins Bjarnar- ins undir leiðsögn Helgu Olsen þjálfara, keppir í listhlaupi á skautum á vetrarleikunum. Hún fer út á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Alþjóðavetrarleikarnir eru haldnir fjórða hvert ár og munu alls 2.500 keppendur frá 113 löndum taka þátt að þessu sinni. - rve / sjá sérblaðið Hvata Katrín Tryggvadóttir á SO: Íslendingur keppir í Idaho Óskar, er þetta gæluverkefni? Já, ég er með kattaofnæmi. Get ekki átt alvöru gæludýr. Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður er með nýja sjónvarpsmynd í bígerð sem er byggð á skáldsögunni Gæludýrin eftir Braga Ólafsson VIÐSKIPTI „Nú verðum við að bretta upp ermar og vinna saman, það þýðir ekkert að pakka saman og flytja burt,“ segir Jón Gerald Sull- enberger athafnamaður en hann hyggst stofna lágvöruverslun hér á landi. Hann segist vonast til þess að fyrsta verslunin opni eftir tvo til þrjá mánuði. „Þetta snýst ekkert um það að fara í samkeppni við einn eða neinn, þetta er heldur ekki gert í sérstöku gróðaskyni. Málið er það að vöruverð er ein- faldlega alltof hátt hér á landi og ég tel mig hafa möguleika á því að flytja vöru beint inn og selja hana í verslun þar sem ekki er verið að tjalda öllu til heldur einfald- leikinn látinn ráða.“ Hann segist verða var við breytt viðhorf Íslendinga í sinn garð. „Nú sér fólk að það sem ég er búinn að vera að segja í sex ár var alveg rétt. Það sér núna hvernig þessir viðskiptajöfrar hegðuðu sér. Eins hafa margir haft sam- band við mig frá því að ég sagði frá þessu með lágvöruverslunina í Silfri Egils og allir vilja leggja hönd á plóginn, jafnvel vinna kauplaust.“ - jse Jón Gerald ætlar að opna lágvöruverslun á Íslandi til að lækka matarverð: Fær betri viðtökur en áður JÓN GERALD SULLENBERGER AÐ VERSLA Jón Gerald vill vinna að því að vöruverð á Íslandi verði lægra en það er í dag. STJÓRNMÁL Árni Mathiesen fjármálaráðherra vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópu- sambandinu (ESB). Sagði hann í þættinum Mannamáli á Stöð 2 í gær að hann hefði skipt um skoðun varðandi ESB. Hingað til hefði honum ekki hugnast innganga, þar sem það sam- ræmdist ekki hagsmunum okkar í sjávarútvegsmálum, en nú væri hann þeirrar skoðunar að taka ætti málið til ítarlegrar skoðun- ar. Árni er einn margra Sjálfstæð- ismanna sem hafa tjáð sig með jákvæðum hætti um hugsanlega aðild Íslands að ESB en Sigurður Kári Kristjánsson og Pétur Blöndal eru á öndverðum meiði líkt og lesa má í fréttskýringu Fréttablaðsins í dag. -jse/ sjá síðu 12 Árni Mathiesen: Vill að þjóðin kjósi um ESB KATRÍN TRYGGVADÓTTIR MYND/ÍF HUGVIT Sex áður óþekktar genastökkbreytingar sem tengjast offitu hafa verið kortlagðar með umfangsmikilli rannsókn sem Íslensk erfðagreining leiddi. Niðurstöður auka skilning á því hvernig heilinn og taugakerfið stjórna efnaskiptum í líkamanum. Í rannsókninni tóku þátt þrjátíu þúsund manns á Íslandi, í Hollandi og Bandaríkjunum. Kári Stefáns- son, forstóri ÍE, leiddi hóp vísindamanna og segir í viðtali við Reuters fréttastofuna að niður- stöðurnar muni nýtast við þróun lyfja gegn offitusjúkdómnum og leggja beri jafna áherslu á að ná tökum á matarlyst og hvernig líkaminn vinnur úr fæðunni. - shá Íslensk erfðagreining: Ný rannsókn á offituvanda SKATTAMÁL Úttekt sem Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkis- skattstjóri, gerði bendir til þess að eignarhaldsfélög, sem eiga í íslensku útrásarfélögunum, hafi komið sér undan skattgreiðslum með skráningu í útlöndum. Í þættinum Silfur Egils í gær sagði hann að á árunum 2005-2007, hafi um 80 milljarðar króna verið greiddir út úr viðskiptabönkunum þremur, sem arður eigenda, og launagreiðslur til æðstu stjórn- enda. En þar sem eignarhald bankanna hafi að verulegu leyti verið skráð erlendis hafi aðeins hluti þeirrar upphæðar verið skattskyldur hér á landi. -jse Útrásarfyrirtækin: Komu sér und- an skattinum MENNTAMÁL Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) er mjög óánægt með þær tillögur ríkisstjórnarinnar að skerða fjárframlög til Háskóla Íslands og Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) á næsta ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að menntamálaráðherra hafi viljað þriðjungi minni niðurskurð á fram- lögum til skólans en lagður er til í fjárlögum. Í endurskoðuðum fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til Háskóla Íslands skerðist úr tæpum tíu millj- örðum í tæpa níu, eða alls um 951 milljón króna. Þá eru framlög til LÍN skert um 1.360 milljónir, úr rúmum 7,7 milljörðum í tæpa 6,4. Björg Magnúsdóttir, formaður SHÍ, segir niðurskurðinn skjóta mjög skökku við í ljósi þess að fyrir- séð sé að ásókn í nám muni aukast til mikilla muna vegna efnahags- ástandsins. „Af hverju gera forsendur fjár- laga ráð fyrir aðeins fimm prósenta fjölgun náms- manna á lánum þegar fyrir ligg- ur að þeim muni fjölga um tut- tugu eða jafnvel þrjátíu prósent þegar aukinn fjöldi hefur nám, atvinnutækifæri gufa upp og baklönd verða ótryggari fjár- hagslega? Af hverju hunsar ríkis- stjórnin sína eigin stefnumörkun um eflingu menntunarstigs þjóðar- innar?“ segir í ályktun SHÍ, sem fer fram á að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína. „Við erum foxill,“ segir Björg. „Þessar ákvarðanir eru ekki að hjálpa neinum. Það er alveg á hreinu.“ Hún segir að niðurskurð- urinn muni óhjákvæmilega bitna á næstu samningaviðræðum náms- mannahreyfinganna við LÍN. Óða- verðbólgan sé þegar farin að éta upp hækkunina sem náðist fram síðastliðið vor og erfitt sé að ímynda sér hver staðan verði næsta vor. „Þetta er reiðarslag fyrir okkur öll. Hlutverk LÍN eykst í kreppunni. Lánasjóðurinn og Háskólinn sjálfur eru björgunarhringir í árferði sem þessu,“ segir Björg, sem óttast flótta námsmanna til útlanda ef saumað verði að þeim með þessum hætti. Hún segir að SHÍ hafi þegar sett á fót viðbragðshóp vegna málsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins fól menntamálaráðherra háskólaráði HÍ í byrjun desember að vinna tillögur að hagræðingu og niðurskurði innan veggja skólans um sem næmi 650 milljónum króna, eða um þriðjungi minna en síðan er gert ráð fyrir í fjárlögum. Hvorki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra né Kristínu Ingólfsdóttur rektor HÍ í gær. stigur@frettabladid.is Segja ríkisstjórnina hunsa eigin stefnu Stúdentar lýsa áhyggjum af væntanlegum milljarðaniðurskurði á framlögum til Háskóla Íslands og Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Reiðarslag, segir for- maður Stúdentaráðs. Menntamálaráðherra vildi þriðjungi minni niðurskurð. BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR UMFERÐ Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ökumenn hirði ekki um að skafa snjó af rúðum bíla sinna en með slíku háttalagi setja ökumenn sjálfa sig og aðra vegfarendur í talsverða hættu. Lögreglan hefur haft afskipti af mörgum ökumönnum fyrir áðurnefndar sakir, meðal annars við leik- og grunnskóla þar sem lítið má út af bregða í skammdeg- inu. Í tilkynningu frá lögreglunni biður hún ökumenn að taka sig á og skafa af bílrúðum en með því sé öryggi allra betur tryggt. - ovd Setja vegfarendur í hættu: Ökumenn skafi bílrúðurnar TAKMARKAÐ ÚTSÝNI Þeir ökumenn sem hirða ekki um að skafa snjó af rúðum bíla sinna geta átt yfir höfði sér 5 þús- und króna sekt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HÁSKÓLI ÍSLANDS Gert er ráð fyrir því að fjárframlög til Háskóla Íslands verði skert um 833 milljónir á næsta ári og framlög í Háskólasjóð um 118 milljónir. Sexföldun hefur orðið á fjölda nýrra stúdenta á vormisseri í ár frá því í fyrra. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /R Ó SA BRETLAND Gordon Brown hefði ekki beitt hryðjuverkalögum á þýska eða franska banka, og jafnvel ekki banka frá Liechtenstein. Þetta er mat bresks blaðamanns frá The Sunday Times, sem skrifaði langa grein um ástandið á Íslandi í gær. Blaðamaðurinn A.A. Gill líkir Brown við skólastrák í greininni, og segir að hann hafi sparkað harkalega í minna barn. Hann hafi sent bandamann á gjörgæslu til þess eins að fá blaðaumfjöllun og örlítið meira fylgi í skoðanakönn- un. Íslendingar hafi varla fangelsi, og engan her. Þeir séu meðal ann- ars frjálslyndasta, skynsamasta, duglegasta, skemmtilegasta og best menntaða fólk í heimsálfunni, og séu langt frá því að vera hryðju- verkamenn. Blaðamaðurinn segir í greininni að Ísland hafi verið þriðja ríkasta land heims fyrir hálfu ári en sé nú gjaldþrota. Þá segir hann frá ókláruðum byggingum og gífur- legum fjölda af innfluttum bílum sem standi óhreyfðir við Sunda- höfn. Hann fer fögrum orðum um Íslendinga en segir þá bitra og ofboðslega drykkfellda. Gill segir að það sé eitthvað hressandi við Ísland um þessar mundir, það sé eins og fólk sé að vakna. Þá segir hann að kreppan nú sé ekki það versta sem íslensk þjóð hafi mátt þola, þjóðin sé hörð og muni standa hremmingarnar af sér. Hægt er að lesa grein Gills á vef Times, timesonline.co.uk. - þeb Breskur blaðamaður skrifar um Gordon Brown og íslensku þjóðina: Brown níddist á minni máttar REYKJAVÍK Blaðamaðurinn A.A. Gill var hér á landi og skrifaði um upplifun sína á íslenskri þjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.