Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 4
4 15. desember 2008 MÁNUDAGUR EFNAHAGSMÁL Stefnt er að því að dráttarvextir verði lækkaðir um áramótin. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis sem vonast er til að hljóti samþykki Alþingis fyrir áramót, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að dráttarvextir miðist framvegis við sjö prósenta álag ofan á algengustu skammtímalán Seðlabankans, í stað ellefu prósenta áður. Auk þess er lagt til að Seðlabankinn missi heimild sína til að ákveða annað vanefndaálag. - sh Stefnt að lækkun dráttarvaxta: Dráttarvextir lækki á nýju ári BRETLAND, AP Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, varð það á í fyrir- spurnartíma í breska þinginu á miðvikudag að segja að ríkisstjórnin hefði „ekki bara bjargað heiminum,“ en leiðrétti sig síðan og sagði hana hafa „bjargað bönkunum“. Stjórnarandstaðan hefur sakað Brown um að ýkja úr hófi eigin áhrif á alþjóðavettvangi í fjármálakreppunni. Mismæli Browns urðu Nick Clegg, formanni Frjálslyndra demókrata, tilefni til að segja að forsætisráðherrann „héldi að hann væri Atlas, sem ber heiminn á herðum sér“. - aa Vandræðaleg mismæli: Gordon Brown „bjargar heimi“ GORDON BROWN FJÁRMÁL Íslenski lífeyrissjóður- inn, sem Landsbankinn rekur, kappkostaði sölu á innlendum og erlendum hlutabréfum til að lág- marka áhættu sjóðsfélaga mánuð- ina fyrir bankahrunið. Fénu var að stórum hluta varið til kaupa á skuldabréfum viðskiptabankanna sem urðu nær verðlaus við setn- ingu neyðarlaganna í október. Þetta varð reiðarslag fyrir sjóðs- félaga; ekki síst fyrir eldri borg- ara sem höfðu valið ávöxtunarleið sem nær alfarið samanstóð af skuldabréfum. Niðurstaða lífeyrissjóðs í vörslu Kaupþings var mun betri þar sem áhersla var lögð á kaup á ríkistryggðum skuldabréfum. Í bréfi til sjóðfélaga harma for- svarsmenn Íslenska lífeyrissjóðs- ins niðurstöðuna og boða óhjákvæmilega skerðingu lífeyrisgreiðslna á næsta ári. Þar segir að stórum hluta þeirra fjár- muna sem losnuðu við sölu hluta- bréfa hafi verið varið til kaupa á skuldabréfum viðskiptabankanna „enda lítið framboð á ríkistryggð- um skuldabréfum á sama tíma“. Arnaldur Loftsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsa lífeyris- sjóðsins, sem rekinn er af eigna- stýringu Kaupþings, segir að öruggasta ávöxtunarleiðin hafi skilað 23,1 prósents nafnávöxtun. Ástæðan er að Kaupþing lagði meiri áherslu á kaup á ríkis- skuldabréfum en skuldabréfum fjármálastofnana og fyrirtækja. Nafnávöxtun Íslenska lífeyris- sjóðsins var neikvæð um tuttugu prósent á fyrstu ellefu mánuðum ársins óháð ávöxtunarleið. Leiðin sem ber mesta áhættu skilaði 20,4 prósenta neikvæðri ávöxtun sam- anborið við 20,1 prósent þar sem áhættan átti að vera lítil sem engin. Ef litið er til tímans frá bankahruninu er rýrnunin enn meiri eða rúm þrjátíu prósent eins og gögn eins sjóðfélaga Íslenska lífeyrissjóðsins sýna glöggt. Hann er 63 ára karlmaður sem hefur greitt í séreignarsparnað frá árinu 1999. Hann átti tæplega sjö og hálfa milljón í október en eign hans hafði rýrnað um tvær og hálfa milljón króna þegar honum barst bréf forsvarsmann- anna. Sparnaðarleiðin sem hann valdi er hugsuð fyrir sjóðfélaga sem ekki mega við því að taka mikla áhættu, aðallega fólk 65 ára og eldra. svavar@frettabladid.is Höggið þungt fyrir elstu sjóðfélagana Eldra fólk sem valdi öruggustu sparnaðarleið Landsbankans fyrir séreignar- sparnað sinn fer illa út úr hruni bankanna. Hið gagnstæða á við um sjóðfélaga Kaupþings sem völdu áþekka leið. Munur leiðanna er sláandi mikill í raun. VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 11° 4° 6° 5° 4° 3° 4° 5° 3° 5° 20° 7° 16° 24° 0° 3° 12° 2° 1 0 0 -1 0 4 3 6 4 2 -4 8 10 8 6 6 8 6 13 10 8 13 Á MORGUN Breytileg átt, 3-8 m/s MIÐVIKUDAGUR 5-10 m/s -3 -5 -6 -2-2 -4 -10 -10 -5-4 FROSTLAUST SUNNAN TIL Í DAG Enn ein lægðin er í dag að pota sér yfi r norðvestanvert landið. Það gerir það að verkum að áttin er breytileg, norðaust- læg á Vestfjörðum annars suðvestlæg. Vindur vex síðdegis í dag um allt land og verður víða 13-18 m/s í kvöld. Þessari lægð fylgir úrkoma og þar sem frostlaust verður sunnan til verður hún blaut þar. Úrkomuminnst verður á Norðausturlandi. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur GRIKKLAND Þrjátíu manns voru handteknir í fyrrinótt í einum mestu óeirðum sem brotist hafa út í Aþenu frá því að hinn 15 ára Alex Grygoropoulos var skotinn til bana af lögreglumanni á laugar- daginn í síðustu viku. Þetta kom fram í gríska dagblaðinu Ta Nea í gær. Í fyrradag voru haldnar minn- ingarathafnir um piltinn víða um landið. Þær fjölmennustu voru á Stjórnarskrártorginu í miðborg Aþenu og svo í hverfinu Exarheía þar sem hann var skotinn. Um nóttina fóru svo hópar manna um miðborgina með eld- sprengjur og kveiktu í bílum, verslunum, bönkum og fleiru sem fyrir varð. Í dag tekur gildi rýmri opnunar- tími verslana í Grikklandi í aðdraganda jóla en verslunar- menn eru afar svartsýnir og telja að viðskiptin í ár geti orðið allt að 70 prósentum rýrari en í fyrra. Þar við bætist að verslunarhverfi borgarinnar eru illa farin eftir óeirðirnar sem staðið hafa í rúma viku og bjóða margar verslanir upp á allt að 50 prósenta afslátt til þess að reyna að ýta við kaupend- um. Kostas Karamanlis forsætis- ráðherra hefur þó sagt að reynt verði að bæta tjón verslunareig- enda eftir fremsta megni. - jse Óeirðirnar halda áfram í Grikklandi og verslunarmenn sjá fram á gífurlegt tjón: Einar mestu óeirðir til þessa Í LJÓSUM LOGUM Hópar manna fóru um miðborg Aþenu í fyrrinótt með báli og brandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði í júní er lokið. Hefur það verið sent embætti ríkissaksóknara til meðferðar. Í umræddu máli fannst mikið magn fíkniefna í sérútbúnum húsbíl sem kom til landsins með Norrænu. Um var að ræða 190 kíló af hassi, 1,6 kíló af marijúana og 1,3 kíló af kókaíni. Tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh ásamt Hollendingi á áttræðisaldri hafa setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins. Rann- sókn málsins var mjög viðamikil en að henni komu lögregluyfir- völd í fimm löndum og einnig Europol. - jss Lögreglan lýkur rannsókn: Stóra hassmálið til saksóknara HASSIÐ ÚR NORRÆNU Gríðarlegt magn var falið í húsbílnum. SAMANBURÐUR AVÖXTUNARLEIÐA 30. NÓVEMBER 2008 12 ,8 % 23 ,1 % -2 0, 6% -2 0, 4% -3 ,7 % -1 1, 6% -1 9, 2% -2 ,2 % -1 4, 0% 19 ,3 % -5 ,4 % -2 0, 1% 30 25 20 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 -25 % Vægi hlutabréfa 60-80% Vægi hlutabréfa 45-50,5% Vægi hlutabréfa 15-22,5% Engöngu skbr. og innlán Íslenski lífeyrissjóðurinn Almenni lifeyrissjóðurinn Frjálsi lífeyrissjóðurinn Áhætta mikil Áhætta lítil Milli Úkraínu og Svíþjóðar Skáli Íslands á heimssýningunni í Sjanghaí í Kína árið 2010 verður á milli skála Úkraínu og Svíþjóðar. HEIMSSÝNING Skýrist í vor Lítið hefur þokast varðandi áætlanir Elkem um að reisa kísilflöguverk- smiðju hér á landi eða erlendis. Einar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Elkem á Íslandi, segir að Elkem starf- ræki litla tilraunaverksmiðju í Noregi og velti fyrir sér staðsetningu nýrrar verksmiðju. Málið skýrist vonandi næsta vor. KÍSILFLÖGUVERKSMIÐJA GENGIÐ 12.12.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 204,102 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,72 117,28 174,22 175,06 155,33 156,19 20,847 20,969 16,889 16,989 14,608 14,694 1,2934 1,3010 176,91 177,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR RÚSSLAND, AP Að minnsta kosti 25 manns voru handteknir þegar lögregla í Rússlandi stöðvaði mótmæli stjórnarandstæðinga í Moskvu í gær. Einnig voru tíu manns hand- teknir í mótmælum í Sankti Pétursborg. Skipuleggjendum mótmælanna hafði verið neitað um leyfi fyrir þeim. Það var fyrrum skákmeistarinn Garry Kasparov sem stóð fyrir mótmælunum. Hann tilkynnti um stofnun nýrrar stjórnarandstöðu- hreyfingar á laugardag. Hreyfingin vill vekja athygli á efnahagsvandræðum Rússa og mótmæla áformum um að lengja kjörtímabil forseta. - þeb Mótmæli í Rússlandi: Lögreglan handtók fjölda mótmælenda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.