Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 6
6 15. desember 2008 MÁNUDAGUR Vegna vægast sagt ömurlegrar stöðu íslensku krónunnar er verð á innfluttum leikföngum frámunalega óhagstætt í dag. Ég fæ mjög mörg dæmi um svívirðilegar verðhækkanir á leikföngum og þegar ég skrapp í tvær leikfangabúðir í Kópavogi fyrir helgina rak ég oft upp stór augu og blöskraði verðið á vörunum. Því miður snúa mörg þessara dæma að Toys R Us. Búðirnar, sem eru hluti af alþjóðlegri keðju, eru vissulega skemmti- legar í að koma. Búðin á Smáratorgi er uppáhaldsbúð sonar míns og í góðærinu, þegar dollar var á 60 kall, voru vörurnar í Toys R Us á fínu verði. Nú hefur tvennt gerst, krónan er hrunin og samkeppnisað- ilinn Just 4 Kids er farinn á hausinn. Afleiðingin er nánast ótrúlega hátt verð. Hagkaup er næststærsti söluaðili leikfanga. Hagkaup og Toys R Us eru þó með það ólíkt vöruúrval að erfitt er að gera beinan verðsamanburð. Nokkrar vörutegundir eru þó eins og þegar ég bar verð á þeim saman kom Hagkaup oftast skár út. Samt ekki á Lego löggustöðinni sem son minn langar mest í í jólagjöf. Stöðin kostar 18.999 kr. í báðum búðunum. Sæll! ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is UNIVERSAL C O N T O U R W R A P TM líkamsvafningur Grennandi Með Universal líkamsvafningi missir þú í minnsta lagi 15 cm í hvert skipti. Fljótlegur árangur sem skilar sér strax. Hverju hefur þú að tapa? Stórhöfða 17, 110 Reykjavík, Sími: 577 7007 edda.is Neytendur: Verðkönnun Dr. Gunna Rándýr innflutt leikföng FRAMKVÆMDIR Undirbúningur fyrir útboð á hönnun nýs háskóla- sjúkrahúss er á lokastigi. Verkið verður boðið út á Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) og verða útboðsgögn á íslensku. Sama máli gegnir um önnur gögn og sam- skipti vegna framkvæmdarinnar - verkefnismálið verður íslenska. Til þessa hefur verkefnismálið verið enska enda margvísleg ráð- gjöf sótt til útlanda. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri verkefnisins, segir að samskipti við íslenskt heil- brigðisstarfsfólk verði eftirleiðis mikil og því eðlilegt að notast sé við íslensku í samskiptum. Spurð- ur hvort þetta dragi ekki úr áhuga erlendra hönnuða á þátttöku í fyr- irhuguðu útboði kveðst Ingólfur ekkert geta um það sagt. Aðildar- ríki EES notist almennt við sitt móðurmál í útboðum á svæðinu. Framvinda verkefnisins er í nokkurri óvissu, líkt og margar aðrar kostnaðarsamar fram- kvæmdir. Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs var upphaflega gert ráð fyrir 800 milljónum króna til byggingar nýs spítala. Í nýju frumvarpi er hins vegar gert ráð fyrir 400 milljónum. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra sagði nýverið í Fréttablaðinu að bygging nýs spít- ala væri sveigjanlegt verkefni sem enn væri í undirbúningi og ekkert kallaði á að það yrði slegið út af borðinu. Ingólfur segir undirbúningi haldið áfram af fullum krafti. - bþs Útboð vegna hönnunar nýs háskólasjúkrahúss í undirbúningi þrátt fyrir óvissu: Útboðsgögnin verða á íslensku INGÓLFUR ÞÓRISSON GUÐLAUGUR Þ ÞÓRÐARSON Leikföng Toys R Us Smáratorgi Hagkaup Smáralind Munur Party & co borðspil 10.499 kr. 5.999 kr. 43% ódýrara í Hagkaupum Lego kranabíll 7249 11.999 kr. 9.999 kr. 17% ódýrara í Hagkaupum Lego löggustöð 7744 18.999 kr. 18.999 kr. Jafn dýrt Hot Wheels starter set 4.999 kr. 3.999 kr. 20% ódýrara í Hagkaupum Stiga sleði 10.499 kr. 9.999 kr. 5% ódýrara í Hagkaupum Littlest petshop 20 plastfíg. 16.999 kr. ekki til - Littlest petshop 10 plastfíg. ekki til 4.999 kr. - NOREGUR Fjögur ungmenni létu lífið í eldsvoða í bænum Flusund á eyjunni Heröy í Noregi aðfaranótt sunnudags. Allt að tuttugu ungmenni voru samankomin í gleðskap í húsi þegar eldurinn braust út. Lögregla hefur ekki útilokað að fleiri hafi látist í eldsvoðanum, en einn maður bjargaðist úr brennandi húsinu. Aðfaranótt laugardags létust sex manns í eldsvoða í Osló en það er mannskæðasti bruni í borginni frá seinni heimsstyrjöld. 76 manns hafa látist í eldsvoðum í Noregi það sem af er þessu ári. - þeb Eldsvoði í gömlu timburhúsi: Tíu látnir í elds- voðum í Noregi Ætlar þú að flytja af landi brott vegna kreppunnar? Já 33% Nei 67% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú skilning á aðhalds- aðgerðum stjórnvalda? Segðu skoðun þína á visir.is. BANDARÍKIN Uppbygging Banda- ríkjamanna í Írak misheppnaðist vegna þess að engin stofnun ríkis- stjórnarinnar bar ábyrgð á henni. Deilur milli skriffinna, vaxandi ofbeldi og vanþekking á íröksku samfélagi höfðu einnig áhrif á að uppbyggingin klúðraðist. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um uppbygginguna sem gerð var fyrir Bandaríkjastjórn og dagblað- ið New York Times birti í gær. Í skýrslunni kemur fram að Bandaríkjastjórn hafi ekki verið nægilega vel undirbúin til að fram- kvæma þau verkefni sem uppbygg- ingin fól í sér. Verkefnið í heild hafi verið illa undirbúið og oft hafi stór- ar ákvarðanir verið teknar á mjög stuttum tíma. Dæmi er tekið af því að embættismanni hafi verið gefinn fjögurra klukkustunda frestur til að ákveða hversu mikið af vegum þyrfti að opna og laga. Mat þessa embættismanns hafi svo farið beint inn í áætlun um málið. Þá er sagt að bandarísk stjórnvöld hafi fyrir inn- rásina verið treg til að eyða pening- um í uppbyggingu annars lands. 117 milljörðum hafi þó verið eytt síðan þá og þar af hafi 50 milljarðar komið beint úr vasa skattgreiðenda. Peningarnir hafi þó nánast aðeins farið í að lagfæra það sem var eyði- lagt í innrásinni sjálfri. Í skýrslunni segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra, að á mánuðunum eftir innrásina hafi sífellt verið gefnar rangar upplýs- ingar um fjölda í öryggissveitum. Tölurnar hafi verið ýktar um tutt- ugu þúsund manns í hverri viku. Einnig kemur fram í skýrslunni að nú, fimm árum eftir innrásina í Írak, hafi stjórnvöld hvorki fast- mótaða stefnu né getu til þess að takast á við svo stórt verkefni sem uppbyggingin sé. Skýrslan er unnin af bandarískri eftirlitsstofnun með uppbygging- inunni í Írak, sem leidd er af rep- úblikanum Stuart W. Bowen. Bowen hefur undanfarin fimm ár fylgst með uppbyggingunni í Írak. Skýrslan er byggð á um 500 nýjum viðtölum og yfir 600 rannsóknum sem hafa verið gerðar síðustu árin. Bowen vill ekki tjá sig um skýrsl- una, sem á að kynna fyrir þing- nefnd í byrjun febrúar á næsta ári. George W. Bush, fráfarandi for- seti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í gær. Það verð- ur væntanlega síðasta opinbera heimsókn hans þangað. Barack Obama hefur lofað að draga herlið Bandaríkjanna út úr landinu. thorunn@frettabladid.is Uppbyggingin í Írak kostnaðarsamt klúður Uppbygging Bandaríkjamanna í Írak er klúður. Hún var illa skipulögð og hefur kostað 117 milljarða dollarar, samkvæmt nýrri skýrslu. Lítið annað hefur þó verið gert en að lagfæra það sem var eyðilagt í innrás Bandaríkjahers árið 2003. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FORSETARNIR George Bush hitti Jalal Talabani, forseta Íraks, í heimsókn sinni til landsins í gær. Með þeim funduðu varaforsetar Íraks, Adel Abdul-Mahdi, og Tariq al-Hashemi. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.