Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 8
8 15. desember 2008 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S U T I 44 21 0 11 .2 00 8 Skíðapakkar 20% afsláttur Skíðadeildin er í Glæsibæ HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt 20 gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum til formanns og í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns og til setu í stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á kjorstjorn@vr.is Framboðsfrestur er til kl. 12:00, 22. desember 2008. Kjörstjórn Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? EFNAHAGSMÁL Einn af hverjum tuttugu viðskiptavinum sem feng- ið hafa fasteignalán hjá bönkun- um er með hærri lán áhvílandi en fasteignamat húsnæðisins. Það eru um 3.200 lán. Þetta kemur fram í tölum frá Fjármálaeftirlit- inu. Bankarnir hafa veitt samtals tæplega 63 þúsund íbúðalán frá því að þeir hófu að lána almenn- ingi fyrir fasteignum haustið 2004. Tölurnar eru frá miðju ári 2008. Talsverður meirihluti lán- takenda, um 64 prósent, skuldaði þá undir 70 prósentum af andvirði fasteigna sinna. Á áttunda þúsund lántakenda hjá bönkunum eru með yfir 90 prósenta veðsetningu á eignum sínum. Það eru tæplega tólf pró- sent af útlánum bankanna. Meðal- eftirstöðvar hvers einstaklings innan þessa hóps af lánunum eru um 11,5 milljónir króna. Með aukinni verðbólgu brennur eigið fé í fasteignum hratt upp. Þeir sem skulda hátt hlutfall lenda því í auknum mæli í því að skulda meira en andvirði fasteignanna. Fram kom í Fréttablaðinu í vik- unni að veðsetningarhlutfall um sextán prósent lántakenda hjá Íbúðalánasjóði er yfir 80 prósent- um. Það gerir rúmlega 7.700 ein- staklingar. Sérfræðingar sem rætt var við segja slíkt ekki áhyggjuefni fyrir þá sem ætli sér að búa áfram í sínu húsnæði. Það takmarkar þó möguleika þeirra til að selja húsnæðið og flytja, og festir þá í nokkurs konar átthaga- fjötrum. Á undanförnum árum hefur verðmæti fasteigna hins vegar aukist gríðarlega á skömmum tíma. Því má segja að sú mikla hækkun sé að ganga til baka. Þeir sem komast í þá stöðu að skulda meira en andvirði fast- eignarinnar, og verða annaðhvort að selja íbúðina eða ráða ekki við greiðslur af henni og missa fast- eignina, geta hins vegar komist í vandræði. Þar sem ábyrgð á fast- eignaláni fylgir einstaklingnum geta þeir þurft að borga með fast- eigninni, eða flytja hluta láns yfir á aðra eign. Bankarnir hafa í um tíu pró- sentum tilvika selt lánsáhættuna til annars aðila, að því er fram kemur í upplýsingum frá Fjár- málaeftirlitinu. Þetta á þó sjaldn- ar við í áhættusömustu tilvikun- um, þar sem skuldir eru yfir 90 prósentum af verðmæti fasteigna. Þar hefur lánaáhættan verið seld í um sjö prósentum tilvika. brjann@frettabladid.is Eigið fé fólks í fasteignum brennur upp Á áttunda þúsund einstaklinga með íbúðalán hjá bönkunum eru með skuldir yfir 90 prósentum af verðmæti fasteignanna. Um 3.200 skulda meira fyrir fasteignir sínar en sem nemur fasteignamati þeirra. FASTEIGNIR Með hækkandi fasteignaverði á undanförnum árum hefur eigið fé fast- eignaeigenda aukist mjög. Það hefur nú þegar gengið til baka að hluta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SKIPULAGSMÁL Borgarráð sam- þykkti á fimmtudaginn tillögu nafnanefndar Reykjavíkurborgar um nafngiftir nýrra gatna á slippa- svæðinu í Reykjavík. Meðal nýrra götunafna er Slippagata sem liggur frá Geirs- götu að Seljavegi en með nafngift- inni er vísað til þess að gatan verð- ur lögð yfir athafnasvæði gömlu slippanna við Reykjavíkurhöfn. Önnur ný götunöfn á svæðinu eru Græðisgata, Hlésgata, Lagar- gata og Rastargata auk þess sem göngustígur frá Slippagötu að nýrri smábátahöfn mun bera heit- ið Seljastígur. Þá munu þrjú torg á svæðinu heita Brekatorg, Selja- torg og Ægistorg. Mýrargata held- ur nafni sínu á þeim kafla sem eftir verður af götunni. Í greinargerð með tillögu nafna- nefndar að nafngiftum gatna á slippasvæðinu kemur að Slippa- gata dragi nafn sitt af gamla Slippasvæðinu og haldi þannig minni þeirra. En skipasmíðar og skipaviðgerðir hafa verið starf- ræktar á svæðinu, að minnsta kosti frá árinu 1902. Þá kemur fram að aðrar götur fái heiti sjávar og boða með vísan til þess að byggt verði að hluta á fyllingu út í víkina. Einnig taki nöfnin mið af götuheitum í nágrenni nýja hverfisins, svo sem götum sunnan Vesturgötu eins og Bárugötu, Ránargötu og Öldugötu. - ovd Borgarráð samþykkir tillögu nafnanefndar um ný götunöfn fyrir slippasvæðið: Slippagata frá Geirsgötu að Seljavegi SLIPPASVÆÐIÐ Ný götunöfn á slippa- svæðinu taka mið af starfsemi sem fyrir var á svæðinu sem og því að hluti gatnanna verður á uppfyllingu út í sjó. MENNTUN Háskólinn í Reykjavík mun leiða GEM-rannsóknina (Global Entrepreneurship Monitor) sem er umfangsmesta alþjóðlega rannsókn á frumkvöðla- starfi í heiminum að sögn skólayfirvalda. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, og Pia Arenius, formaður stjórnar GEM- samstarfsins, undirrituðu samkomulag þar að lútandi í fyrradag. Árlega taka fulltrúar frá 66 þjóðum þátt í verkefninu, sem hófst fyrir níu árum, og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið þátt fyrir Íslands hönd frá því árið 2002. - jse Háskólinn í Reykjavík: Leiðir samstarf um nýsköpun 1. Eftir hvaða bók Braga Ólafs- sonar ætlar Óskar Jónasson að gera sjónvarpsmynd? 2. Í hvaða landi er pókermótið sem Egill Einarsson (Störe) ætlar á? 3. Frá hvaða landi er nýkjörin Ungfrú heimur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.