Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 10
10 15. desember 2008 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Húfur og vettlingar 1.990kr.Verð frá í jólapakkann HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA \ 0 8 3 8 6 8 Allir sem eiga miða í desember 2009 geta átt von á sérstökum 75 milljóna króna vinningi sem dreginn verður út í seinni útdrætti þann mánuðinn. Númerið fer einu sinni í pottinn fyrir hvern greiddan mánuð, þannig að sért þú með strax frá upphafi árs, getur þú tólffaldað möguleikana. Nú fást miðar í sérstakri gjafaöskju á afmælissýningu okkar í Smáralind, hjá aðalumboði og umboðsmönnum um allt land. Gleddu vin og stuðlaðu um leið að uppbyggingu Háskólans. Svo getur þú auðvitað keypt einn fyrir þig í leiðinni! Nánari upplýsingar á sölustöðum, í síma 800 6611 eða á hhi.is. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið UMHVERFISMÁL „Mér var bara sagt að ég skyldi breyta innkaupun- um,“ segir Þór Björnsson íbúi í Grindavík, sem er ekki sáttur við tíðni sorphirðu í bænum. Þar eru sorptunnur losaðar á tíu daga fresti en ekki vikulega eins og víða annars staðar. „Við erum fimm manna fjöl- skylda, þar af tvö ungbörn,“ útskýrir Þór. „Eftir viku er tunnan orðin full og svo flæða rusla- pokarnir um allt. En ég sagði bara viðmælanda mínum hjá bæjar- félaginu að gleyma þessu þegar hann vildi fara að ráðskast með innkaupin hjá okkur.“ Spurður hvers vegna fjölskyld- an fái sér ekki bara aðra tunnu til viðbótar segir Þór að það myndi stórhækka fasteignagjöldin, þar sem sorphirðugjald væri innifalið í þeim. Við svoleiðis aukapakka mættu fæstir við í dag. „Já, ég benti manninum á að fá sér aðra tunnu eða þá að breyta innkaupum heimilisins,“ segir Jón Þórisson fjármálastjóri bæjarins. Hann segir að sorpmál séu orðin vandamál alls staðar. Umbúðafrek neysluvara skili miklu í sorp. Losun á tíu daga fresti hafi verið tekin upp fyrir fjórum árum. „Þá kom þessi óánægja upp,“ segir Jón. „Svo breytti fólk inn- kaupavenjunum, forðaðist umbúðamikinn varning og þar með græddu allir.“ - jss Íbúi í Grindavík óánægður með sorphirslu í bænum: Bent á að fá sér aðra ruslatunnu Á SJÖUNDA DEGI Svona líta sorpmál íbúans í Grindavík og nágranna hans út á sjö- unda degi frá losun tunnanna. SKIPULAGSMÁL Ríki og borg munu örugglega ekki byggja og eiga hót- elið sem rísa á við hlið tón-listar- og ráðstefnuhússins við Reykja- víkurhöfn. „Það er mjög æskilegt að við finnum rekstraraðila eða framkvæmdaaðila sem vill byggja hótelið,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson, stjórnarmaður í Austur- bakka, félagi sem ríki og borg eiga í sameiningu. Júlíus segir nokkra hafa sýnt áhuga á hótelinu. Þeir bíði niður- stöðu um framhald á byggingu og eignarhaldi tónlistar- og ráðstefnu- hússins. Ekki sé enn ljóst hvort Austurbakki taki verkefnið yfir. Málið og möguleikar í stöðunni voru kynntir borgarráði í gær, að sögn Júlíusar Vífils. Engin ákvörð- un hafi þó verið tekin á þeim fundi, enda ekki lagt upp með það. Viðræður eiga sér nú stað milli Austurbakka, nýja Landsbankans og þess gamla og ÍAV sem byggir húsið. Meðal þeirra mála sem þarf að leysa er að lóðin undir húsið til- heyrir gamla Landsbankanum. Bygging þess og eignarhald til- heyrir hins vegar þeim nýja, eftir að Portus, félag Björg-ólfs Guð- mundssonar, sem byggði húsið, fór í þrot. Júlíus segir niðurstöðu að vænta á næstu dögum, jafnvel um helg- ina. - hhs Ekki er víst að ríki og borg taki yfir tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn: Byggja örugglega ekki hótelið ÓVISSA Enn er ekki ljóst hver verður eig- andi tónlistar- og ráðstefnuhússins né heldur á hve löngum tíma það verður byggt. MYND/PIORTUS HVÍTAHÚSS-HUNDUR Barney, heimilis- hundur Bush-hjónanna í Hvíta húsinu, að leik í snævi þöktum Rósagarðinum. Miklar vangaveltur eru nú í gangi vestra um það hvaða eiginleikum Hvítahúss-hundur skuli vera búinn, en Obama-fjölskyldan hyggur á að fá sér hund þegar hún flytur inn í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK, AP Sjálfsvígsárásarmaður sprengdi sig á veitingahúsi í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks á fimmtudag. Árásin kostaði 55 manns lífið hið minnsta. Fjöldi fólks var á veitingahús- inu, þar á meðal háttsettir embættismenn Kúrda á fundi með héraðsleiðtogum araba. Fundur- inn snerist um langvarandi deilur milli Kúrda og araba á þessu svæði. Árásin var sú mannskæðasta í Írak í hálft ár, og með þeim verstu á þessu svæði þar sem árásir af þessu tagi hafa verið færri en víða annars staðar í landinu. - gb Mannskæð árás í Írak: Sjálfsvígsárás í Kúrdahéruðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.