Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 16
16 15. desember 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fjárlögin Af öllu sem tíðindum sætir í fjár- lagafrumvarpi næsta árs er einna athyglisverðast að skoða hvaða liðum er með öllu kippt þaðan út. Til að mynda verður engu varið í þjónustu við blinda og sjónskerta eða Sjónstöð Íslands. Iðnnemasamband Íslands virðist vera aflagt og öll forfallakennsla á framhaldsskólastigi líka. Fallið verð- ur frá átaki í vímuvörnum, hætt verður við fjölgun hjúkrunarrýma á öldrunar- stofnunum og endurhæfingarsjóður fær ekki krónu. Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og æskulýðsmiðstöð KFUM í Vatnaskógi lenda með öllu í niðurskurði og svo virðist sem jafnréttisfulltrúar ráðuneyta verði allir reknir. Og dæmi nú hver fyrir sig hvort for- gangsröðunin er rétt. Örlögin Guðni Ágústsson lýsir því í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morg- unblaðinu hvað varð til þess að hann hætti snarlega sem formaður Framsóknarflokksins á dögunum. „Við Margrét hlustuðum á róandi tónlist og í einum textanum sungu þeir Björgvin Halldórsson og Sverrir Bergmann: Ég þarf enga sálfræði til, engin sálfræðiráð til að hemja minn æðandi hug, engar afsakanir, engar útskýringar til að sætta mig við orðinn hlut. Við Margrét vorum sam- mála um þessa niðurstöðu,“ upplýsir Brúnastaðabaróninn. Og þetta eru gagnlegar upplýsingar. Nú þarf bara einhver að taka sig til og splæsa eintaki af plötunni í jólapakka til ráð- herra, seðlabankastjóra og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Með skeið Það má þó þakka fyrir að Guðni var ekki að hlusta á Sverri Bergmann syngja texta Auðuns Blöndal við lagið Án þín, þar sem harmurinn brýst fram í ljóðlínunum „Ég skæri mér hjartað úr / með skeið“. Það hefði getað endað með ósköp- um. stigur@frettabladid.is Við bjóðum öllum börnum fæddum árið 2008 að þiggja 5.000 króna Framtíðarsjóð í jólagjöf frá Byr. D Y N A M O R EY K JA V ÍK Jólagjöf Byrs 2008 Taktu fyrsta skrefið í næsta útibúi Byrs eða á byr.is Íslensk stjórnvöld virðast ekki treysta sér til þess að lögsækja bresku stjórnina eftir beitingu hryðjuverkalaganna gagnvart íslensku bönkunum. Málið er þæft. Það er hummað. Það er bent. Í aust- ur og vestur … Nei, hinir eiga að gera það, nei, þetta er ekki í mínum verkahring … Ó svo kunnuglegt! Vífilengjur og hik. Afdráttarlausar yfirlýsingar sem enginn hugur fylgir máli. Þvermóðskuleg afneitun á því augljósa. Meðferð upplýsinga sem markast algerlega af einkahags- munum þess sem býr yfir þeim. Djúpstæð pólitísk kreppa. Sjálfur Kreppir Seiðkarl, Davíð Oddsson, segist vita hvers vegna Gordon Brown skellti hryðjuverka- lögum á Íslendinga og réðst inn í Kaupþing – en hann ætlar ekki segja frá því fyrr en það hentar honum, ekki okkur, þjóðinni hans sem svo margt hefur gefið honum. Aðstoðarmaður Davíðs, sem nú situr í forsætisráðherrastól, svarar með vífilengjum og axlayppingum. En í huga ringlaðra þegna þessa volaða lands tekur að uppteiknast ákveðið mynstur: Íslensk stjórn- völd ætla ekki að lögsækja; Davíð segist vita eitthvað óþægilegt sem firri hann sök eftir Kastljósblaðrið; Gordon Brown nefnir háar fjárhæðir sem streymt hafi úr breskum útibúum íslensku bankanna til Íslands sem höfuð- ástæðu hinna harkalegu aðgerða en íslenskir ráðamenn svara – hvernig? – jú einmitt, með vífilengjum og axlayppingum. Eitthvað gerðist. En við fáum ekki að vita hvað fyrr en árið 5308 vegna þess að upplýsingar eru hér á landi vopn í valdasukki. Við vitum ósköp fátt annað en hið augljósa: Svindlararnir svindluðu. Þeir störfuðu enda á reglugerða- berangri reiðareksstefnunnar sem Davíð og aðstoðarmaðurinn innleiddu hér – höguðu sér eins og siðlausir frekjudallar við fagnaðar- læti stjórnvalda sem létu meðal annars skólastjóra HR gera fræga skýrslu um eðli Íslendinga þar sem villingunum var hreinlega hrósað fyrir „agaleysi“. Fjárhæðirnar erum við löngu hætt að skynja. Fimm hundruð milljarðar. Trillhundruð skrilljarðar. Skrilljón grilljón þrilljarðar. Þetta var víst ekki einu sinni til – þannig lagað. Eina tölu skulum við samt muna: Tvöhundruð milljónir punda. Það var upphæðin sem Íslendingar neituðu að reiða fram og hefði orðið til þess að Icesave-reikning- arnir – íslenska ráðdeildin – hefðu farið undir ábyrgð Breta. Það stóð sem sé aldrei til að borga neitt. Fyrir vikið þurfum við að borga allt.Og enn sitja þau sem lögðu á þessi snilldarlegu ráð. Og enn leggja þau á ný þjóðráð sem kannski verður sagt frá árið 3085. Algerlega ósnortnir Ég get ekki að því gert: ég dáist stundum að Geir Haarde og Árna Mathiesen og Jónasi Fr. Jónssyni yfirmanni Fjármálaeftirlitsleysis- ins, þegar þeir eru í fjölmiðlum að benda í austur og benda í vestur, benda á þann stað sem á svari er frestur (ég dáist ekki jafn mikið að ráðherrum Samfylkingarinnar – er of gáttaður á þeim …) En maður sem sé hreinlega dáist að því hversu algerlega ósnortnir þessir menn virðast af kröfum um að þeir taki á sig ábyrgð sem fylgir vegsemd þeirra; hversu fyrirmun- að þeim er að skilja hefðbundnar vestrænar lýðræðishugmyndir um ábyrgð – skilja að fólk vill hreint borð, hreint kerfi, hreina stjórn og að ef ráðamenn létu bara svo lítið að stíga niður af hátignarstallinum – og mega m.a.s. segja alveg fá eftirlaun (að vísu bara eins og venjulegt fólk en ekki eftir ósómanum) – að ef þeir hefðu bara manndóm í sér til afsagnar og ábyrgðar þá erum við örugglega tilbúin að leggja mikið á okkur öll til að endurreisa þjóðfélag og orðspor þjóðarinnar. Því hér býr frábært fólk en ekki gráðugt pakk og það er hægt að fylkja okkur saman – en bara ekki núverandi ráðamenn. Þjóðarvilji-póðarvilji... Sem sitja samt enn. Ríkisstjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar en virðist hundsama. Raunverulegt alþingi hefur ekki starfað hér á landi síðan einhvern tímann fyrir Krist. Getur hugsast að skeytingarleysi ráðamanna um vilja þjóðarinnar („Þjóðviljinn ha ha ha“) sé vegna þess að þeir hafi í raun og veru aldrei þurft að sækja til okkar raunverulegt umboð? Við mættum á kjörstað. Á fjögurra ára fresti settum við okkar x – en hvar svo sem við merktum vorum við að leggja blessun okkar yfir völd Davíðs Oddssonar, umsvif Finns Ingólfssonar, ranglæti kvótakerfis- ins, eyðingarstefnu Landsvirkjun- ar, viðskiptalega blóðskömm bankavillinganna, blygðunarlausa hyglunarhyggju skólabræðranna, yfirdrottnun verktakanna – yfir klæki og brask, svik og spillingu; með atkvæði okkar vorum við að leggja blessun okkar óafvitandi yfir það fyrirkomulag sem leiddi hrun og smán yfir þessa frábæru þjóð. Eins og Bítlarnir sögðu: Boy, you’re gonna carry that Weight... Og enn sitja þau. Og enn sitja þau Þjóðfélagsástandið GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | KATRÍN JAKOBSDÓTTIR fjárlögin Efnahagsþrengingarnar hafa nú skilað sér í endurskoðuðum fjárlögum fyrir árið 2009. Fjárlögin þurfa engum að koma á óvart eftir það sem á undan er gengið — ríkisstjórnin hefur nú leitt Ísland inn í áætl- un hjá hinum alræmda Alþjóðagjaldeyris- sjóði og fallist á að borga alla Icesave-reikingana. Í hamaganginum við að beygja sig fyrir öllum alþjóðastofnunum virðast stjórnvöld hafa gleymt málsókn sinni á Breta vegna beitingar hryðjuverkalaganna. Klukkan tifar og breski lögmaðurinn er farinn að senda Geir og Ingibjörgu sms: Ég er hér, hvar eruð þið? Í framhaldi af þessari dapurlegu atburðarás með þeim rökum að við séum úti í horni og getum enga björg okkur veitt koma fjárlögin. Og þau eru lifandi vitnisburður um efnahagsráðgjöf AGS. Ríkissjóður er vissulega orðinn afar skuldsettur en stefnt er að því að borga skuldirnar sem fyrst enda hugsar AGS fyrst og fremst um hagsmuni fjármagnseigenda en ekki venjulegs fólks. Því þarf að skera niður og það bitnar að sjálfsögðu á almenningi. Framlög til heilbrigðisráðuneytisins eru skorin um tæpa 7 milljarða, þar af fara tveir milljarðar úr rekstri Landspítalans. Í menntamálaráðuneytinu er skorið niður um 4,3 milljarða, þar af fer einn milljarður úr rekstri Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem mætti ætla að væri mikilvægari núna en nokkru sinni. Og 650 milljóna króna rannsóknaframlagi til HÍ er skotið á frest og þar með tækifærinu til að efla rann- sóknir og skapa þannig bæði störf og þekkingu. Meira að segja lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem flestir geta verið sammála um að sinnir mikilvægum störfum undir miklu álagi og hefur verið undirmönnuð þarf að spara tæpar hundrað milljónir sem er þriðjungur af því sem á að spara í æðstu yfirstjórn landsins. Ef ráðherrarnir tólf sem hver og einn ræður yfir heilu ráðuneyti embættis- manna skæru niður hina pólitísku aðstoðarmenn sína tólf hrykki það líklega til fyrir sparnaðinum hjá lögreglunni − en fjárlögin endurspegla forgangsröð- un stjórnvalda og þar hefst allur sparnaður á botninum. Forgangsröð fjárlaganna KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Óhætt er að slá því nú þegar föstu að það ár sem senn gengur í garð, muni verða eitt hið erfiðasta í sögu íslensku þjóðarinnar. Áföllin sem dunið hafa yfir á þessu ári hafa verið með eindæmum og langan tíma mun taka að byggja upp nýtt Ísland. Næsta ár mun leika þar algjört lykilhlutverk. Í fyrsta lagi sýnist ljóst að Íslendingar munu annaðhvort ganga til alþingiskosninga á næsta ári í kjölfar stjórnarslita, eða þeir ganga til sögulegra viðræðna við Evrópusambandið um aðild. Úrslitin munu ráðast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok næsta mánaðar, því formaður Samfylkingarinnar hefur tekið af öll tví- mæli um að ríkisstjórnarsamstarfinu sé sjálfhætt ákveði sam- starfsflokkurinn ekki að kúvenda í afstöðu sinni til ESB. Af sjálfu leiðir, að hvor atburðurinn um sig getur ráðið miklu um framtíð íslensku þjóðarinnar. Til breytinga í ríkisstjórn getur komið fyrr, jafnvel strax um áramótin og sömuleiðis í stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Ljóst er að atvinnuleysi mun aukast. Talið er að eitt til tvö hundr- uð manns missi nú vinnuna dag hvern og þúsundir á þúsundir ofan verði því án vinnu þegar líða tekur á næsta ár. Gefur auga leið, að þessum ört stækkandi hópi mun ekki reynast það leikur einn að standa undir síaukinni greiðslubyrði af lánum sínum, hvort sem þau eru gengistryggð eða vísitölubundin. Verðlag allt hefur hækk- að, verðbólga er enn á uppleið, fjölmörg fyrirtæki berjast í bökk- um og stjórnendur fyllast æ meira vonleysi. Enginn veit hver þróunin verður í gengismálunum. Íslenska krónan hefur verið „sett á flot“ sem kallað er og styrkst nokkuð síðan það gerðist, en margir telja það svikalogn og benda á að nær engin viðskipti séu að baki þessari þróun og höftin svo mikil að frelsi í fjármagnsflutningum eigi ekki lengur við. Heiðar Már Guð- jónsson framkvæmdastjóri sagði raunar í Markaðnum á Stöð 2 á laugardag, að ekkert væri að marka gengi krónunnar nú; stjórnvöld og Seðlabanki gætu í raun gefið upp hvaða gengisvísitölu sem er og því miður stefndi íslenskt atvinnulíf í þrot ef haldið verði í þessu horfinu. Af þessum sökum eigi nú þegar að hefja undirbúning að upptöku nýs gjaldmiðils einhliða, sem sé tæknilega vel mögulegt og einstakir stjórnarmenn innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins myndu hafa velþóknun á. Mörg atriði fleiri mætti nefna, nægir að nefna fjárlögin sem samþykkja þarf á næstu dögum og munu fela í sér gríðarlegan nið- urskurð á öllum sviðum. Allir hljóta að gera sér grein fyrir alvar- leika málsins og mikilvægi þess að spara við sig hverja krónu til að sleppa við enn frekari lántökur erlendis á kostnað komandi kyn- slóða. Flest þeirra atriða sem hér hafa verið talin upp geta orðið afar sársaukafull fyrir landsmenn, jafnvel orðið til þess að margir missi aleigu sína og aðrir kjósi að freista gæfunnar annars staðar og flytja af landi brott. Aðeins að því gefnu að unnið sé að raunhæfri fram- tíðarlausn, öllum landsmönnum til heilla, verður íslenska þjóðin sátt við endurreisnarstarfið og reiðubúin að taka höndum saman í uppbyggingunni. Fyrsta skrefið í þeim efnum er að segja alveg satt, horfast hreinskilnislega í augu við vandann og ráðast svo að rótum hans. Í þeim efnum þarf ekki að leita langt yfir skammt. Eitt erfiðasta ár í sögu þjóðarinnar fram undan: 2009 BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.