Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 15.12.2008, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 2008 3hvati ● Fjórða hvert ár er Ólympíuár og strax að loknum Ólympíuleikunum sjálfum tekur við Ólympíumót fatlaðra. Í ár fór ungur og óreyndur hópur íþróttamanna á vegum ÍF yfir hálfan hnöttinn til þess að spreyta sig í Peking. Ísland tefldi fram fimm íþróttamönnum á Ól- ympíumóti fatlaðra í Peking í september 2008. Fjórir þeirra voru að keppa á sínu fyrsta Ól- ympíumóti en reynsluboltinn í hópnum var spretthlauparinn Jón Oddur Halldórsson sem var að taka þátt í sínu öðru móti en hann vann til silfurverðlauna í 100 metra og 200 metra spretthlaupi á Ólympíumótinu í Aþenu 2004. Sonja Sigurðardóttir, sundkona úr ÍFR, reið fyrst á vaðið 8. september þegar hún synti í 50 metra baksundi. Sonja synti á tímanum 57,90 sekúndur sem er hennar besti tími í tæp tvö ár. Sonja hafnaði í tíunda sæti í undanrásum af fjórtán keppendum og það dugði því ekki til þess að ná inn í úrslitin. Næstur keppenda í röðinni var langstökk- varinn Baldur Ævar Baldursson sem keppir fyrir hönd Snerpu. Óhætt er að segja að Baldur hafi farið á kostum í Peking þegar hann jafn- aði sitt eigið Íslandsmet, 5,42 metra, og skilaði kappinn af sér glæsilegri stökkseríu. Stökkser- ía Baldurs var: 5,42; 5,22; 5,39. Úrslit: 5,29; 5,31 en síðasta stökkið var ógilt. Vindurinn í besta stökki Baldurs var +0,1 en í keppninni var hann nokkuð breytilegur. Baldur hafnaði í sjöunda sæti af þrettán keppendum en keppt var sam- eiginlega í tveimur fötlunarflokkum, F 37 og F 38. Grenjandi rigning var í Fuglshreiðrinu í Peking þegar langstökkskeppnin hjá Baldri fór fram og aðstæður kunnuglegar fyrir Frón- verja sem oft á frjálsíþróttamótum á Íslandi hafa mátt sætta sig við válynd veður. Heims- met var sett í flokki Baldurs á mótinu í Peking (F37) en það gerði Kínverjinn Ma Yuxi þegar hann stökk 6,19 metra. Tæpara mátti það vart standa hjá Eyþóri Þrastarsyni í 400 metra skriðsundinu en kapp- inn stórbætti sinn persónulega árangur í und- anrásum og varð áttundi og síðastur inn í úr- slitasundið sem fram fór síðar um daginn 11. september. Eyþór lauk sundinu í undanrásum á 5:11,54 mínútum. Í úrslitasundinu kom Eyþór í mark á tímanum 5:15,63 mínútum en bæting hans í undanrásum var persónulegt met en Eyþór synti á um 13 sekúndum undir sínum besta tíma. Eyþór hefur þegar sagt að hann ætli sér inn á Ólympíumót fatlaðra árið 2012 en þá fer mótið fram í Bretlandi. Eyþór var eini íslenski keppandinn sem keppti í tveimur greinum í Peking en hann varð áttundi í 400 metra skriðsundi og keppti einnig í 100 metra baksundi. Þar komst Eyþór ekki í úrslit en synti á tímanum 1:20,12 mínútur sem var glæsileg bæting því lágmark Eyþórs inn á mótið var 1:25,90 mínútur. Óhætt er að segja að 100 metra hlaupið í flokki T35 á Ólympíumótinu í Peking verði hátt skrifað í sögubókunum þar sem fjórir fyrstu hlaupararnir hlupu undir ríkjandi heimsmeti. Jón Oddur hafnaði í fimmta sæti hlaupsins og kom í mark á tímanum 13,40 sekúndur sem er hans besti árangur á þessu ári og næstbesti ár- angur hans á ferlinum. Kínverjinn Sen Yang bætti heimsmetið til muna þegar hann hljóp á tímanum 12,29 sekúndur en heimsmetið var 12,98 og var sett í Assen í Hollandi árið 2006. Lyftingamaðurinn Þorsteinn Magnús Sölva- son hafnaði í tólfta sæti í bekkpressu í Peking í -75 kíló flokki. Þorsteinn lyfti 115 kílóum í fyrstu lyftu en næstu tvær lyftur hjá kappan- um voru ógildar. Heimamaðurinn Liu Lei vann yfirburðasigur í flokknum þegar hann lyfti 225 kílóum við mikinn fögnuð áhorfenda. Þorsteinn fékk tvær lyftur sem voru 125 kíló dæmdar ógildar. Fyrri tilraunin fór upp en dómarar sáu eitthvað athugavert og þá vildi þriðja tilraun ekki upp. Þorsteinn sagði eftir mót að keppn- in hefði verið honum gríðarlega mikil reynsla og að hann ætlaði sér að komast inn á Ólympíu- mótið 2012. Íþróttasamband fatlaðra vill koma á fram- færi innilegu þakklæti til starfsfólks íslenska sendiráðsins í Peking og öðrum þeim sem lið- sinntu sambandinu í þessu gríðarstóra verk- efni. Með frammistöðu sinni á Ólympíumótinu í Peking sýndu fatlaðir íslenskir íþróttamenn enn og aftur hvers þeir eru megnugir. Til ham- ingju keppendur, til hamingju Ísland! Frábær frammi- staða á sterku móti Jón Oddur Halldórsson var sáttur við árangurinn í Kína enda hljóp hann á sínum besta tíma síðan á Ólympíumót- inu í Aþenu 2004. Á innfelldu myndinni er sundkonan Sonja Sigurðardóttir. Hún keppti í 50 metra baksundi og synti þar á sínum besta tíma í tæp tvö ár. Þorsteinn Magnús Sölvason sagði mótið mikla upplifun og mikilvægt í reynslubankann. Eyþór Þrastarson, sundmaður frá ÍFR, stórbætti sig á Ólympíumótinu og ætlar sér stóra hluti í London 2012. Baldur Ævar Baldursson frá Snerpu fór á kostum í lang- stökkinu og jafnaði sitt eigið Íslandsmet. MYND/ÚR SAFNI ÍF Íþróttasamband fatlaðra hefur látið prenta sérstök sjálfboðaliða- kort sem aðildarfélög ÍF geta pant- að og afhent við ákveðin tækifæri. Íþrótta- hreyfing- in hefur ávallt treyst á framlag sjálfboða- liða en eins og Ís- lendingar hafa lært er ekkert sjálf- gefið og aðstæður geta breyst. Afhending sjálfboðaliðakorts ÍF er ein leið til þess að sýna fram á að framlag sjálfboðaliða er metið að verðleikum í starfi íþróttahreyf- ingar fatlaðra á Íslandi. Panta má sjálf- boðaliðakort ÍF Rétt eins og síðustu Ólympíu- mótsár sendi ÍF frá sér styrktar- beiðnina „Í góðri trú“. Þar voru hin ýmsu fyrirtæki beðin um að styrkja íslensku keppendurna á Ólympíumótinu 2008. Óhætt er að segja að viðbrögðin við þessari styrkbeiðni ÍF hafi farið fram úr björtustu vonum. Íþróttasamband fatlaðra vill af þessu tilefni koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem lögðu verkefninu lið. Þá vill ÍF einnig ítreka þakklæti sitt í garð samstarfs- og styrktar- aðila sinna undanfarin ár, ykkar framlag er ómetanlegt. Í góðri trú Undanfarin ár hafa sumarbúðir ÍF á Laugarvatni notið góðs af styrk- veitingum Pokasjóðs og árið 2008 var engin undantekning þar á. Sumarbúðir ÍF eru ætlaðar öllum einstaklingum með fötlun og hafa notið mikilla vinsælda. Að til- stuðlan Pokasjóðs hafa sumarbúð- ir ÍF eflst og dafnað með hverju árinu og framlag þeirra hefur rennt enn styrkari stoðum undir glæsta starfsemi sumarbúðanna á Laugarvatni. Sumarbúðir ÍF njóta góðs af Pokasjóði Annað hvert ár er haldið til skiptis á Norðurlöndunum Norrænt barna- og unglingamót í íþróttum fatlaðra og í sumar fer mótið fram í Eskils- tuna í Svíþjóð. Mótið er fyrir börn á aldrinum tólf til sextán ára þar sem ÍF leitast eftir tilnefningum íþróttamanna inn á mótið frá bæði aðildarfélögum sínum og víðar. Í ár mun ÍF leggja sérstaka áherslu á það að tilnefnd verði börn á aldr- inum tólf til sextán ára sem glíma við hreyfihömlun en þessar sér- tæku tilnefningar eru liður í nýlið- unarstarfi ÍF. Til gamans má geta að flest- allt fremsta íþróttafólk lands- ins úr röðum fatlaðra hefur stigið sín fyrstu spor á Norræna barna- og unglingamótinu og má þar til dæmis nefna þau Kristínu Rós Há- konardóttur, Hauk Gunnarsson, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson og Jón Odd Halldórsson. Norræna barna- og unglinga- mótið í sumar w w w .if sp o rt .is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.